Morgunblaðið - 11.02.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976
15
Björgunarstarfi hald-
ið áfram í Guatemala
Skortur á drykkjarvatni hrjáir íbúana
Guatemalaborg, Washington,
10. febr. Reuter.
1 FRÉTTUM frá Guate-
mala í dag segir að ef til
vill upplýsist aldrei til
fullnustu hversu margir
hafi farizt í jarðskjálftun-
um þar í landi, en nú hefur
tala látinna — að vísu
ðstaðfest — hækkað um'
fjögur þúsund, eða í
fimmtfu og fjögur þúsund,
og slösuðu fóiki er enn að
fjölga segir í fréttunum.
Þá er talið nokkuð nærri
lagi að um það bil ein
milljón manna eða því sem
næst einn fimmti allra
fbúa í landinu, hafi misst
heimili sín í náttúruham-
Percy látinn
Los Angeles, 10. febr. Reuter.
LAGASMIÐURINN vinsæli
Percy Faith andaðist úr krabba-
meini I Los Angeles i dag. Hann
varð 67 ára gamall og hafði verið
á sjúkrahúsi sfðustu tvær vikur.
Meðal laga hans má nefna hið
fræga „Moulin Rouge“ frá árinu
1953, en fyrir það fékk hann gull-
verðlaun. Hann fékk einnig slík
verðlaun fyrir lagið úr „A
Summer Place“ sem var gerð árið
1960.
Hann var fæddur i Kanada og
hóf feril sinn sem pianólgjkari i
leikhúsum og á veitingastöðum.
Síðan var hann við hljómsveitar-
störf og útsetningu tónverka á
vegum kanadiska ríkisútvarpsins
fram til 1940 en fluttist þá
búferlum til Bandaríkjanna.
Luns
Framhald af bls. 1
haldi öllum dyrum opnum svo
kleift verði að halda viðræðum
áfram. Ég held að nú verði að bíða
eftir niðurstöðum af samtölum
Luns i London. Ég geri ráð fyrir
að hann hafi einhverjar hug-
myndir um hvaða tillögur hann
muni leggja fyrir brezku ríkis-
stjórnina i þá átt að reyna að
koma þvi i kring að herskipin
verði flutt út af okkar svæði enda
er það frumskilyrði og það gerir
hann sér mjög vel ljóst."
Eftir fund Luns í Hvíta húsinu
var gefin út yfirlýsing þar sem
sagði að hann og Ford forseti
hefðu rætt um fiskveiðideilu
Breta og Islendinga og önnur
vandamál NATO, en aðeins talin
upp þau mál sem þeir ræddu og
ekki skýrt frá viðræðunum í ein-
stökum atriðum. Morgunblaðið
fékk þær upplýsingar í Hvita hús-
inu að við þá yfirlýsingu væri
engu hægt að bæta.
Auk Fords og Luns tóku þátt í
viðræðunum í Hvita húsinu Kiss-
inger utanríkisráðherra, Donald
Rumsfeld landvarnaráðherra,
David K.E. Bruce, fráfarandi
sendiherra Bandaríkjanna hjá
NATO, Brent Scowcroft, aðstoðar-
maður forsetans, og Paul van
Campen og Katerina Borgman
Brouer úr starfsliði Luns.
Hjá blaðafulltrúa utanríkis-
ráðuneytisins i Washington fékk
Mbl. þær upplýsingar að Luns og
Kissinger utanríkisráðherra
hefðu átt itarlegar viðræður um
fiskveiðideiluna en við það væri
engu öðru að bæta en því að það
væri enn afstaða Bandaríkja-
stjórnar að hún vonaði að deiluað-
ilar gerðu sjálfir út um ágrein-
ingsmál sin. Fundur Kissingers
og Luns mun hafa staðið rúma tvo
klukkutíma og þeir ræddu önnur
mál sem varða NATO.
Luns sagði aðeins eftir fundinn
að Kissinger utanrikisráðherra
hefði áhuga á friðsamlegri lausn
deilunnar og að Bandaríkin tækju
ekki virkan þátt í þeirri viðleitni
að finna lausn, að sögn talsmanns-
ins.
Setningin sem varðaði ísland i
yfirlýsingu Hvita hússins, þar
sem þau mál voru talin upp, er
rætt var um, var á þess leið: „For-
setinn og aðalframkvæmdastjórn
ræddu þróun nokkurra alþjóða-
mála, sem þýðingu hafa fyrir
bandalagið, þar á meðal ástandið
á suðurvæng NATO og fiskveiði-
deilu Breta og Islendinga."
Brezka utanrikisráðuneytíð
sagði í gær að Bretar mundu ekki
kalla freigátur sinar út fyrir 200
mílna mörkin við Island fyrr en
fullvíst væri að brezkir togarar
yrðu ekki áreittir.
Jafnframtvar haft eftir brezku
stjórninni að hún vonaði að dr.
Luns mundi reyna að fá Islend-
inga til að hefja samningavið-
ræður að nýju.
Þvi er haldið fram að Bretar
hafi sýnt sáttfýsi þar sem togara-
menn hafi samþykkt að takmarka
veiðar sínar á Islandsmiðum.
Brezka utanríkisráðuneytið
heldur þvi enn fram að hún telji
að íslenzka rikisstjórnin geti ekki
gert nokkurt samkomulag vegna
innbyrðis klofnings.
The Times sagði í gær að
„heldur litil von“ væri til þess að
Luns gæti talið íslenzku stjórnina
á að hef ja nýjar viðræður þar sem
Islendingar hefðu sýnt lítinn sem
engan áhuga á alvarlegum við-
ræðum. Hins vegar borgaði sig að
reyna allar leiðir til að fá islenzku
stjórnina til nýrra viðræðna
vegna þess að alvarlegir árekstrar
haldi áfram á miðunum og deilan
hafi skaðleg áhrif á samstarfið í
NATO
Blaðið sagði að brezkir togara-
eigendur væru að kanna hvað
þyrfti að leggja mörgum togurum
og hvað marga togara yrði að selja
til niðurrifs í samræmi við þá
stefnu að takmarka veiðarnar.
Brezkur sjávarútvegur hefur
orðið við beiðni brezku stjórnar-
innar og fallizt á að fækka togur-
unum úr 139 í 105 og takmarka
veiðina við 100.000 lestir af öllum
fisktegundum, þar af 85.000 tonn
af þorski.
Bæði The Times og The
Guardian segja itarlega frá fundi
utanríkisráðherra . Efnahags-
bandalagsins i Brússel þar sem
James Callaghan utanrikisráð-
herra sagði að fyrirhuguð út-
færsla fiskveiðilögsögu aðildar-
landanna i 200 milur gæti haft
alvarleg áhrif á afkomu sjávarút-
vegsins í Bretlandi. Callaghan
sagði að brezkur sjávarútvegur
yrði að fá sérstaka vernd og með
þvi getur verið að hann hafi átt
við að brezkir sjómennyrðu að
hafa einir rétt til veiða á vissum
miðum. Hann sagði að mið Breta
yrðu 57% af miðum bandalagsins.
förunum á miðvikudaginn
í fyrri viku.
Bandaríska jarðskjálftastofn-
unin í Golden, Colorado sagði frá
þvi að sterkur jarðskjálftakippur
hefði fundist á strönd Mexico,
norðvestur af Guatemala, en
fregnir voru ekki um að tjón
hefði orðið.
Unnið er eftir beztu getu að
björgunar- og hjálparstörfum i
landinu, og i fréttum frá fjölda
mörgum þorpa- og bæjaleifum í
landinu segir að þar sé vatns-
skorturinn það sem einna verst
fari nú með hið hrjáða fólk.
Blaðamaður Reuters sem hefur
ferðast um í þyrlu hjálparsveit-
anna út um landsbyggðina sagði
að í einu þorpinu hefði fólkið
verið svo langt leitt af þorsta, að
margir hefðu gripið flöskur með
blóðvatni og svolgrað á meðan
verið var að flytja matvæli og
ýmis hjúkraunargögn frá þyrl-
unni. Matvæladreifing gengur
yfirleitt heldur greiðlega fyrir sig
í dag og er fólk yfirleitt rólegra og
stillilegra en síðustu daga.
Ung kona ber hönd fyrír andlit sér I örvæntingu er læknir kemur
aðvffandi til að hjúkra slösuðu barni hennar á einu af mörgum
nevðarsjúkrahúsum sem sett hafa verið á fót f Guatemalaborg.
Patty Hearst:
Lýsir nú nauðgun og misþyrm-
ingum hjá SNLA-mönnum
San Fransisco, 10. febr. Réuter.
PATRICIA Hearst skýrði frá þvf
hágrátandi við réttarhöldin f dag
að nokkrir þeirra manna sem
stóðu að ráninu á henni, hefðu
nauðgað henni inni f skáp, og þar
I hópnum var maður sá sem hún
eitt sinn kallaði byltingarástmög
sinn. Hún hefur ekki áður sagt
frá því f smáatriðum hvað gerzt
hefði, en í dag neitaði hún líka að
hún hefði tekið þátt í bankarán-
inu á Hiberniabankann þar I borg
sem SLA stóð að.
Patricia Hearst sagði að henni
hefði ótal sinnum og endalaust
verið hótað lífláti og hún sagðist
hafa trúað að það þjónaði engum
tilgangi að reyna að flýja, þar sem
hún hefði verið sannfærð um að
mannræningjarnir myndu hafa
upp á henni og drepa hana.
Patricia Hearst á yfir höfði sér
35 ára fengelsi ef hún verður sek
ERLENT
fundin um að
vera viðriðin
nefnt bankarán.
Verjandi henn-
ar hefur lagt sig
fram um að lýsa
henni sem sak-
lausu fórnar-
lambi ofstopa og
öfgamanna og
hafi mátt búa
við stöðuga ógn
af þeirra hálfu.
Patricia
Hearst var í
vitnastúku i
fjórar klukku-
stundir og rödd
hennar brast
hvað eftir annað
er hún svaraði
spurningum
verjanda sins og lýsti þvi er henni
var nauðgað misþyrmt og dregin á
milli herbergja. Hún brast i grát
þegar að þvi kom að segja frá
William Wolfe, einum helzta for-
sprakka SLA-samtakanna. Á
segulbandi, sem barst frá Patty
meðan hún var i haldi lýsti hún
honum sem fegursta og bliðlynd-
asta manni sem hún hefði nokkru
sinni kynnst. I vitnastúku i dag
neitaði hún því að hún hefði
nokkru sinni elskað Wolfe, en
hann lét lífið ásamt hópi annarra
úr samtökunum, í skotbardaga við
lögreglulið þann 17. janúar 1974.
Hún sagði hann hefði nauðgað sér
og svo hefðu fleiri gert.
Þá sagði hún frá því er hún
hefði verið neydd til að tala inn á
segulband að hún hefði tekið þátt
í bankaráninu af fúsum og frjáls-
um vilja, og að öll skilaboð hefðu
verið ósönn og röng sem frá henni
hefðu borizt meðan hún var i
haldi.
Saksóknarinn James Browning
spurði hann hvað eftir annað að
því i dag hvers vegna hún hefði
ekki gert neina tilraun til að flýja
allan þennan tima, og sömuleiðis
hvers vegna hún hefði byrjað
skothríð til aðstoðar William og
Emily Harris sem voru í samtök-
unum. Hún sagði að vonlaust
hefði verið að gera slíka tilraun
þvi að hún hefði náðst og verið
drepin á staðnum, og hún hefði
verið hrædd um að FBI hefði líka
verið að leita sin. Hún sagði einn-
ig frá þvi að William þessi Harris
hefði margsinnis barið sig, svo að
hún fékk glóðarauga.
— Moro
Norðurlandaráðsverðlaunin:
Breytinga að vœnta á út-
hlutunar fyrirkomulagi?
1 Hufvudstadsbladet er sagt frá
þvl í frétt nýlega að norræna
bókmenntaráðsritaranefndin I
Kaupmannahöfn sé að undir-
búa tillögu til breytinga á
núverandi fyrirkomulagi við
úthlutun á Bókmennta-
verðlaunum Norðurlandaráðs.
Þetta er sakir þess kostnaðar
sem þvf fylgir að koma sér
saman um hver á að hljóta
verðlaunin og fer langt fram úr
verðlaunaupphæðinni sjálfri
sem nú er 50 þúsund danskar
krónur eða 1400 þúsund kronur
fslenzkar.
I frétt blaðsins segir að sér-
staklega mikill kostnaður hafi
verið þessu samfara I ár og
Politiken hafi tíundað kostn-
aðinn upp á sem svarar um 2
millj. og rösklega þrjú hundruð
þúsund krónur. Að sögn
blaðsins stafar þetta meðal
annars af því að verk finnska
höfundarins Alpo Ruuths sem
lagt var fram í af hálfu
Finnlands varð að þýða á
sænsku áður en dómnefndin
gat lesið það.
Svend Haugaard sem situr i
menningarmálanefnd Norður-
landaráðs segir að nefndin hafi
fjallað um misræmi það sem
væri milli kostnaðarliða og
verðlaunaupphæðarinnar.
Hann segir að verðlaunaféð
eigi að skipuleggjast betur
ellegar verði að hækka upphæð
verðlaunanna þar sem hún sé
ekki í neinu samræmi við
kostnaðarhlið málsins.
Framhald af bls. 1
því að gegna áfram starfi sínu þvi
hann kveðst vilja hreinsa sig af
ásökunum um að hann hafi þegið
ásamt öðrum ráðherra mútur af
Lockheed-fyrirtækinu. Hann
neitar ásökununum og krefst
rannsóknar þar sem þær byggi á
ónákvæmum skýrslum félagsins.
Gagnstætt venju hafa valda-
menn í flokki kristilegra
demókrata lítinn áhuga á setu i
hinni nýju stjórn enda er flokkur-
inn tregur til að bera einn ábyrgð
á óvinsælum ráðstöfunum.
Amintore Fanfani og fleiri menn
i hægra armi vilja kosningar sem
þeir telja skárri kost þótt
kommúnistum sé spáð sigri sam-
kvæmt skoðanakönnunum.
Myndun minnihlutastjórnar-
innar er því talin neyðarúrræði
og sýna að enginn möguleiki sé á
myndun samsteypustjórnar að
svo stöddu. Nú eru um 1.2 milljón
atvinnulausir og stjórnin hefur 12
mánaða kaupbindingu og
2.000.000 milljón líra nýja skatta
á stefnuskrá sinni. Búizt er við
auknum verðbólguþrýstingi
vegna erfiðleika lírunnar.