Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 25 VEL-VAKAINJIDI tVelvakandi svarar I síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-t dags. 0 Skíðaiðkanir eða brennivínsþamb „Nokkrir sklðamenn" skrifa: Við sem höfum ánægju að þvi að nota frístundir til þess að skreppa til fjalla, njóta útilífs og hins óviðjafnanlega góða lofts, hljótum að gleðjast yfir því átaki, sem nú hefur verið gert á Bláfjallasvæðinu og hinu gamla skíðasvæði í Hveradölum. Það var sannarlega tími til þess kominn að Reykvíkingar gerðu þá uppgötvun að hvitu flekkirnir, sem blasa við augum fram eftir öllu vori í Bláfjöllum úr austur- gluggum húsa þeirra, væri snjór, skíðasnjór, hin dýrðlegasti vett- vangur fyrir þá sem skiðaiþrótt- inni unna. Hér er rétt að nota tækifærið og færa þakkir þeim ágætu hjónum Ásgeiri Eyjólfs- syni skíðakappa og frú hans fyrir árvakurt starf þeirra við skíða- lyftur Reykjavíkurborgar á þessu svæði. En fleira þarf til ef duga skal; biðraðir helganna við skiða- lyfturnar benda ótvirætt á þörf fyrir miklu fleiri lyftur og auka þarf kennslu fyrir byrjendur. En því er þessi grein alveg sérstak- lega skrifuð að ætlunin er að vekja athygli á þeirri meinloku sem gripið hefur skiðaráð Reykja- víkur, eða þá sem með völd í þessum efnum fara, og lýsir sér í þvi að láta loka lyftunum á laugardögum og sunnudögum, jafnvel á föstudögum um 6 leytið einmitt þegar flestir eru I frii. Það er næstum átakanlegt að sjá lyfturnar stöðvast, ljósin slökkt í besta veðri, fjölda fólks hverfa á braut og halda heim sem ella mundi una sér miklu lengur við hina hollu iþrótt. Hver er tilgangur skfðaráðs- manna með þessu? Má ekki keppa við öldurhús, brennivfnsbari og danshallir um tómstundagaman fyrir unglinga? Vantar starfslið til að halda lyftunum opnum? Það er ótrúlegt að ekki megi leysa slíkt vandamál, skipta svo vöktum eða fá áhugamenn til þessara starfa fyrir litla þóknun. Það er einkum Hveradalasvæðið, sem þyrfti að halda opnú öll kvöld vikunnar, og alveg sérstaklega um helgar, þegar vel viðrar og snjór er nægur. Þangað er örugg- ur vegur, þar er góð lýsing og vinalegur veitingastaður; sem sagt, það sem þarf til þess að laða unglingana og kannski þá eldri líka frá miklu óhollari skemmtunum. Að hverju ertu að leita? — Þú vissir ég kæmi. Þegar þú hringdir til mfn I gærkvöldi og sagðir að Parsons myndi ekki vera heima um þetta levti vissirðu... Þeir heyrðu að hún gekk um stofuna og Burden sá fyrir sé fvrirlitningarsvipinn á andliti hennar þegar hún skoðaði sig um. Gleðilaus hlátur hennar kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. — Hefurðu á ævi þinni komið I svona viðurstyggilegt hús? Hugsa sér að hún skuli virkilega hafa búið hér. Hún Meg litla God- frey... Svo missti hann alla stjórn á sér, gleymdi allri varfærni og hrópaði hátt: — Ég hataði hana! Það veit trúa mín, Helen, að ég hataði hana. Ég hef aldrei séð hana, en það var hún sem gerði lif mitt að þvf vfti sem það hefur alltaf verið. Wexford ályktaði eftir hljóðun- um að Quadrant hallaði sér upp að skenknum f borðstofunni og nú var aðeins veggurinn á milli þeirra. — Ég óskaði henni ekki dauða, en ég er fegínn að hún skuli vera dauð, það segi ég satt. — Ástin mfn! - ~ ------------------------ ----- 0 Markmiðið eitt og hið sama Þetta var bréf nokkurra skiðamanna. Velvakanda skilst að þetta sé einmitt markmið sveitar- félaganna, sem fyrir fáum árum tóku sig saman um að koma upp fólkvangi i Bláfjöllum og hafa verið að koma þar upp skiða- aðstöðu fyrir almenning. Tvær stórar lyftur eru komnar á vegum þeirra í brekkurnar og stefnt að því að fá þá þriðju svo komast megi alla leið upp á Hákoll. Nýlega var komið þarna fyrir nýrri togbraut fyrir börn, sem byrjendur geta lika notfært sér. Þetta kemur ekki allt i einu og i ár er áformað að fá góðan snjó- troðara, sem flestir telja brýnasta þörf fyrir nú. M.a. skrifuðu um 400 manns, sem stóðu i biðröðinni við lyfturnar tvær dagstundir í vor, undir beiðni til Reykjavíkur- borgar um að fá slikan troðara og voru þær beiðnir lagðar fram á borgarstjórnarfundi nýlega, þegar þetta var endanlega sam- þykkt. Þetta er öflugt tæki, svipað því sem Akureyringar nota nú í Hlíðarfjalli, sem þjappar brekk- urnar og á bæði að veita meira öryggi og eins að halda snjónum lengur í skiðabrekkunum, þar sem þjappaður snjór fýkur síður burtu og bráðnar seinna, þegar fer að vora. En fyrst og fremst er þetta öryggistæki, þvi hætt er við slysum þegar skíðamenn eru hættir að troða brekkurnar á leið sinni upp, og renna sér niður i lausasnjó eða i ójöfnum skara, þar sem holur og hólar hafa myndazt og frosið yfir siðar. Fleiri lyftur munu vafalaust koma í kjölfarið, þó troðarinn sé látinn ganga fyrir i ár. Vegurinn inn í Bláfjöllin var lagfræður á tveimur stöðum i sumar og borið ofan i hann en i framtíðinni þarf að byggja hann upp, svo hægt sé að komast inn eftir jafnvel þótt mikill snjór sé, einsog í vetur. Fyrr i vetur kom annar skiðaunnandi að máli við Velvakanda og var þakklátur fyr- ir að vegurinn væri ekki opnaður I mesta skammdeginu og hriðar- veðrum, því hann taldi það ábyrgðarhluta að láta fólk fara inn eftir á slikum dögum á eins illa búnum bilum og þangað streyma, hvenær sem opið er. Is- lenzk vetrarhríð skellur mjög fljótt yfir, og I mesta skammdeg- inu er erfitt að tryggja að fólk komist til baka, ef versnar. Innfrá hefur Reykjavikurborg komið upp húsi til skjóls, og fyrir nauð- synlega snyrtiaðstöðu, en það er enn ekki fullnægjandi ef hundr- uð manna eða þúsundir teppast i aftakaveðri. En nú, þegar dag fer að lengja, víkur þessu svolitið öðruvisi við. Enda eru skiðasvæðin í Bláfjöll- um og Hveradölum flóðlýst á kvöldin og .reynt að halda vegin- um þangað opnttm með ýtum og snjóblásurum,. Stefnt er að því að hafa lyftur i gangÞ Jtl. 1--9 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, en á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 1—10 og um helgar frá 10 á morgnana og til 6 á kvöldin. Sýnist því markmiðið hjá öllum það sama, að stuðla að því að fólk stundi fremur skíðaiðkanir en brennivinsþamb.Velvakanda þyk- ir þó þéttbýlisfólk nota lítið þenn- an einstæða snjóavetur til að fara á skiði í Ártúnsbrekkuna eða ganga um á útivistarsvæðum og götum. Stökumaður hefur þó gengið á skíðum i vinnuna, en þeir eru fáir. Það er ótrúlega- hressandi, þegar tækifæri er til. HÖGNI HREKKVÍSI Sveinbjörn Jónsson forstjóri áttrœður Kveðja frá Landssambandi iðnaðarmanna. I dag, þegar Sveinbjörn Jóns- son er áttræður, leitar hugur til baka. Landssamband iðnaðar- manna rekur upphaf sitt til þessa manns og hefur margt að þakka og minnast. Aðdragandinn að stofnun Landssambandsins er iðnaðarlög- gjöfin og stofnun og starfssvið iðnráða sem fengu það hlutverk að fylgjast með að lögunum væri framfylgt. I ljós kom að hér vildi verða nokkurt misræmi á og nauðsyn á að samræma starfssvið- ið. A þetta bendir Sveinbjörn i bréfi að norðan, en þá er hann formaður Iðnaðarmannafélags Akureyrar. Bréf þetta verður til þess að boðað er til fundar og Landssamband iðnaðarmanna er stofnað. Engum sem þekkir til Sveinbjarnar kemur það á óvart, þó rekja rnegi slík spor til hans. Hann varð snemma mikill áhuga- maður um félagsmál og einstak- lega viðsýnn gáfumaður, sem leit- aði víða fanga og sá möguleika, þar sem aðrir komu ekki auga á þá. Þegar Sveinbjörn lagði leið sina til annarra landa í sambandi við starfsemi sina, gerði hann sér far um að hitta forystumenn á sviði iðnaðar og iðnfræðslu og aflaði sér og sambandinu mikillar þekkingar á þessum sviðum. Hann hefur alla tíð, allt til þessa dags, verið leitandinn að því sem mætti bæta og efla íslenskan iðnað. Og vissulega hefur honum orðið ágengt, sjálfsagt ekki jafn mikið og hann hefði kosið, en víða liggja sporin hans og bera vitni um góðan hug og þekkingu. Sveinbjörn varð fyrsti starfs- maðui* Landssambandsins, hann var einnig ritstjóri Tímaritsins og átti sæti í stjórn um áratug. Á flestöllum Iðnþingum hefur hann verið og ávallt hinn viðsýnasti í afgreiðslu mála, sjáandi lengraog viðar en aðrir, mikill baráttu- maður þess að allir iðnaðarmenn þekktu vel sitt starfssvið og virtu þekkingu sina. Eins og hann sjálfur hefur komist að orði, að ef hann ætti þess kost að vinna að ennþá meiri samstarfsanda fyrir menningu og menntun iðnaðar- manna í landinu, þá yrði það hans afmælisgjöf. Landsamband iðnaðarmanna sendir Sveinbirni hugheilar heillaóskir á þessum tímamótum og þakkar af alhug einlæga og fórnfúsa baráttu drengskapar- manns að velferð samferðamanna og eflingu íslensks iðnaðar. Sigurður Kristinsson. Sjóbúðir með glæsibrag á Ólafsvík Ölafsvik 9. feb. GÆFTIR hafa verið sæmilegar að undanförnu, en afli bátanna tregur, nema hvað linubátar fengu góðan afla síðustu viku. Afli netabátanna hefur aftur á móti verið mjög rýr. Mjög góð aðstaða er hér fyrir aðkomu- sjómenn. Sjóbúðir h.f. hafa nú opnað matsölu í húsnæði sínu. Er nú allt á einni hæð, tveggja manna herbergi, setustofa með sjónvarpi og útvarpi, svo og mötu- neyti sem er mjög fullkomið að búnaði og geta um 100 manns matazt samtímis. Má því segja að aðbúnaður sjómanna hér sé með því bezta sem gerist. — Helgi. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Olafsvíkur Ölafsvík 9. feb. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Ölafsvíkur og nágrennis var hald- inn 8. þ.m. i húsnæði Sjóbúða. 10 nýir félagar gengu í félagið á ár- inu. Friðjón Þórðarson alþingis- maður var gestur fundarins og flutti ræðu og svaraði fjölmörgum fyrirspurnum. Formaður var end- urkosinn Kristján Bjarnason stýrimaður. Aðrir í stjórn eru Jón St. Rafnsson, Snorri Böðvarsson, Þráinn Þorvaldsson og Kristófer Þorleifsson.— Helgi AUCLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JWorounblflbíÖ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.