Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 11.7 milljarðar á 6 árum: Álverið var forsenda Búr- fellsvirkiunar í einum áfanga Orkan 70% ódýrari heldur en frá smærri virkjunum InKÓIfur Jónsson (S), fvrrv. iðnaóarráðherra, flutti i fyrraciaK i neðri cieild Alþinfiis framsöKU með nefndaráiiti um viðbótar- samninf> við Swiss Aluminium um álbræðslu, þar sem aðdraf»andi og efnisþættir málsins eru raktir á óvenju ítarlef>an of> f'reinarf'öðan hátt. Ræða Intíólfs verður birt i heild hér í Mbl., tviskipt. Fyrri hiuti ræðunnar fer hér á eftir — en sá síðari birtist væntanlesa á morfjun Forsenda stór- virkjunar og ódýrara rafmagns Aisamninf-urinn við Swiss Aluminium var f>erður árið 1966. Var það fyrsti samninfíurinn, sem islendinf>ar nerðu við erlendan aðila um stóriðju i landinu. Virkj- unarframkvæmdir höfðu miðazt við orkuþiirf til almennínf'snota ofí þess iðnaðar, sem fyrir hendi var í landinu. Stærð virkjana var á hverjum tíma í samræmi við orkumarkaðinn. Til þess að unnt væri að ráðast i stórvirkjun «f> tryf'f'ja með því ódýra orku var nauðsynlef’t að fá kaupanda að þeirri orku, sem var unifram almenna orkuþörf. Stjórnvöld hiifðu fjert sér fulla fírein fyrir þeim auði, sem er í fallviitnum landsins ásamt óbeizl- uðum jarðhita í miirpum lands- hlutum. Ymsír höfðu f’ert sér t’rein fyrir því, hversu mikla nauðsyn bar til þess að nýta inn- lenda orkuf'jafa til aukinnar framleiðslu í landinu, gjaldeyris- öflunar ofj til fíjaldeyrissparandi framkvæmda. Það var nieð þetta í hufía, sem Bjarni Bcnediktsson skipaði við- ræðunefnd um stóriðju 1960. Víðtækar rannsóknir á virkj- unaraðstiiðu i Þjórsá hófust um svipað leyti. Kom fljótt í ljós, að með stórvirkjun á Þjórsársvæð- inu yrði virkjunarkostnaður miklu læfjri en á öðrum minni virkjunarstöðum. Til þess að geta notið fyllstu haf!kvæmni við Þjórsárvirkjanir varð að ráðast í stórvirkjun, miklu stærri virkjun en áður hafði þekkzt hér á landi. Stóriðjunefndin ræddi á þessum tíma við marga aðila, sem virtust hafa áhuga á því að koma hér upp orkufrekum iðnaði í nokkrum f’reinum. Unnu sérfróðir menn að því að kanna, hvað hagkvæmast værí fyrir lslendinga og hvað helzt kæmi til greina. Niður- staðan varð sú, eftir mjög ná- kvæmar athuganir, að hagkvæm- ast væri að semja við Swiss Aluminium um álframleiðsiu hér á landi. Við samanburð við annan orkufrekan iðnað og kjör, sem hugsanlega væri völ á, þótti sá kostur sem í boði var hjá Sviss- neska álfélaginu langbeztur og gefa mestar tekjur fyrir Island. — Þess vegna var álsamningur- inn gerður 1966 og álverksmiðjan reist í Straumsvík. 70% ódýrari orka Eftir að orkufrekur kaupandi vaf fyrir hendi reyndist fært að ráðast í hagkvæmustu virkjun, sem völ var á við Búrfell í Þjórsá. Var sú virkjun unnin í einum* áfanga og orkan því um 70% ódýrari heldur en frá smærri virkjunum. Virkjunin við Búrfell er 210 megavött. Ef orkufrekur iðnaður hefði ekki verið fyrir hendi til þess að nýta orkuna frá virkjuninni við Búrfell, hefðu virkjunarframkvæmdir verið áfram með sama hætti og áður. Ef virkjað hefði verið við Búrfell með þeim hætti, hefði virkjunin verið gerð i miirgum áföngum, 35 megavött i hvert sinn. Virkjun með þeim hætti hefði orðið miklu dýrari, eins og áður segir. Raf- orka til almenningsnota og iðnaðar hefði þá orðið miklu Stærri útgjaldaliður hjá almenn- ingi og framleiðslunni heldur en verið hefur síðan virkjunin við Búrfell tók til starfa. 11 milijaróar á fí árum Alsamningurinn var hagstæður miðað við aðstæður allar, þegar samningurinn var gerður. Islend- ingar hafa haft mikinn hagnað af samningnum frá því að Alverk- smiðjan tók til starfa. Greiðslur til innlendra aðila vegna rekstrar ISALS á tímabilinu 1. okt. 1969, þcgar Alverksmiðjan byrjaði framleiðslu til 30. sept. 1975, færðar upp til gengis á Banda- rfkjadollar, eins og það var 30. sept. s.l., eru samtals 12 milljarð- ar 495,7 millj. kröna. Frá því má draga skattinneign 1. okt. 1975, sem vidurkennd er með breyt- ingatilliigum þeim, sem hér eru til umræðu, og viðræðunefnd um orkufrekan iðnað leggur til að verði lögfestar. Umrædd skattinn- eign er 4,4 milljönir dollara, eða 704 milljónir króna, miðað við gengi dollars á þeim tima, sem áður var nefndur. Heildargreiðsl- ur til Alfélagsins til innlendra aðila á 6 árum, eftir að skattinn- eign hefur verið dregin frá, er kr. 11 milljarðar 791,7 millj. króna, eða nærri 2000 millj. króna á ári til jafnaðar í erlendum gjaldeyri. Framleiðslugjald og fleiri tekjupóstar Helztu greiðslar eru: Fram- leiðslugjald, fyrir raforku, launa- greiðslur og launatengd gjöld, farmgjöld til Eimskipafélags Is- lands og ýmis önnur gjöld, sem til falla. Framleiðslugjaldið skiptist í tilteknum hlutföllum milli byggðasjóðs, Hafnarfjarðar- kaupstaðar og Iðnlánasjóðs. Hlut- ur Hafnarfjarðar á að lækka sam- kvæmt gildandi samningum úr 25% í 20%, þar sem notkun til- færsla verður á greiðslum ÍSALS h/f eftir þeim tillögum sem fyrir liggja, er nú að því unnið að gera nýtt samkomulag vegna um- ræddra breytinga, ef þær verða lögfestar. Verður þá flutt sérstakt frumvarp til breytinga á þeim lög- um, sem kveða á um greiðslur Isals til viðkomandi aðila. Þótt álsamningurinn hafi verið hagstæður fyrir Islendinga og gefið miklar gjaldeyristekjur í þjóðarbúið frá því Álverksmiðjan hóf framleiðslu, þykir eigi að síð- ur rétt og eðlilegt að fá fram nokkrar breytingar eftir að samn- ingurinn hefur verið í gildi um 10 ára skeið. Forsendur allar hafa breytzt frá því að umræddur samningur var gerður. Orkuverð í heiminum hefur margfaldazt. Framkvæmdakostnaður og verð- lag á flestu hefir farið úr skorð- um. Þótt ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir endurskoðun á álsamn- ingnum frá 1966, þótt vissar for- sendur breytist, voru eigi að síður teknar upp viðræður við forsvars- menn Álfélagsins um vissar breytingar á samningnum. Tekizt hefur að fá fram ýmsar breyting- ar til samræmis við breytta tíma, sem gefa Islendingum auknar tekjur. Með frumvarpi þvi, sem hér er til umræðu, er lagt til að lögfest verði samkomulag, er tekizt hefur með rikisstjörninni og Alusuisse um tilteknar breytingar á fjár- hagsatriðum i aðalsamningi þeirra frá 28. marz 1966, um ál- Fyrri hluti bræðslu í Straumsvik samfara breytingum á rafmagnssamningi milli Landsvirkjunar og Islenzka álfélagsins h/f, er honum fylgir. Eru breytingar þessar settar fram við aðalsamning, dags. 10. des. 1975, sem iðnaðarráðherra hefur undirritað fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar með fyrirvara um staðfestingu af hálfu Alþingis. Ingólfur Jónsson. Breytingar á samn- ingi — Stækkun Efnisbreytingar þær á álsamn- ingnum, sem hér um ræðir, varða annars vegar framleiðslugjald það, sem ISAL greiðir í stað al- mennra skatta, og hins vegar verð fyrir rafmagn til Álversins frá Landsvirkjun, en hvort tveggja hefur verið endurskoðað. Einnig hefur verið samið um heimild til stækkunar hjá ISAL sem svarar 1/7 hluta af núver- andi bræðslumannvirkjum Ál- versins. Svarar það til allt að 10.700 tonna aukningu á álfram- leiðslu árlega. Gildir stækkunar- heimildin til ársloka 1979. Mun þessi hluti bræðslunnar sæta sömu samningskjörum og þeir, sem fyrir eru, ef heimildin verður notuð innan tiltekins tíma. Fyrirhugað er, að hin nýju fjár- hagsákvæði gildi frá 1. okt. 1975, og er þess vegna nauðsynlegt að hraða staðfestingu þeirra. Iðnaðarnefnd þessarar hátt- virtu deildar hefur haft málið til athugunar og meðferðar. Liggur fyrir nefndarálit á þskj. 226 frá meiri hluta nefndarinnar, sem mælir með þvi að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Undir nefndarálitið skrifa Ingólfur Jónsson, Þórarinn Þórarinsson, Lárus Jónsson, Ingvar Gíslason, Benedikt Gröndal og Pétur Sigurðsson. Vilborg Harðardóttir skilar séráliti. ftarleg könnun málsins Iðnaðarnefnd ræddi málið á þremur fundum og kynnti sér það rækilega. Á fundi hjá nefndinni mættu Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, Hjörtur Torfason, hæstaréttarlögmaður, og Garðar Ingvason, hagfræðingur. Jó- hannes Nordal er formaður við- ræðunefndar um orkufrekan iðn- að og er auk þess formaður stjórnar Landsvirkjunar. Hjörtur og Garðar hafa unnið með við- ræðunefndinni að breytingum á álsamningnum. Fyrirspurnum um orkumál og margt fleira, sem við kemur væntanlegum breyt- ingum á álsamningnum, svöruðu gestir nefndarinnar skýrt og greinilega. Á öðrum fundi nefndarinnar mættu formaður náttúruverndar- ráðs, Eysteinn Jónsson, og fram- kvæmdastjóri þess, Reynir Ey- jólfsson ásamt Vilhjálmi Lúðvíks- syni, efnafræðingi. Frá Heil- brigðiseftirliti ríkisins mætti full- trúi þess, Eyjólfur Sæmundsson. Var sérstaklega rætt um meng- unarmál á þeim fundi. Rætt var um þann drátt, sem á því hefur orðið að setja upp hreinsitæki í Álverksmiðjunni. Raddir komu upp um það, að aukin mengunar- hætta gæti orðið af því að stækka verksmiðjuna um 1/7 eða auka framleiðsluna um 10.700 tonn á ári, eins og gert er ráð fýrir með þeim breytingum á álsamningn- um, sem fyrirhugað er að lög- festa. Var rætt itarlega á fundin- um um mengunarmál og meng- unarvarnir. Voru menn sammála um að gera kröfur til þess, að fullkomnum hreinsitækjum verði komið upp í verksmiðjunni sem allra fyrst, auk þess sem væntan- leg stækkun verksmiðjunnar verði einnig gerð með fullkomn- um hreinsitækjum. Á þriðja fundi nefndarinnar mætti framkvæmdastjóri ISAL h/f, Ragnar Halldórsson. Nefndin gerði fyrirspurnir um mengunar- varnir og drátt á uppsetningu hreinsitækja. Gerði framkvæmda- stjóri grein fyrir því. Nefndin óskaði eftir skriflegri greinargerð um málið frá stjórn ISALS. Varð framkvæmdastjórinn við þeirri ósk. Er sú greinargerð undirrituð af stjórnarformanni ISAL h/f, Halldóri H. Jónssyni, og fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, Ragnari Halldórssyni. Er greinar- gerðin prentuð með nefndarálit- inu. Þykir rétt, með leyfi hæst- virts forseta, að lesa greinargerð- ina, þar sem hún skýrir það mál, sem um ræðir, greinilega. Greinargerðin er dagsett 17. des. 1975, og fer hér á eftir: Mengunarvarnir „I tilefni af fyrirspurnum yðar varðandi aðgerðir til hreinsunar á útblæstri á kerskáium Áliðjuvers- ins í Straumsvík, leyfum vér oss hér með að staðfesta eftirfarandi: Umræður og athuganir um það málefni, hvaða aðgerða væri þörf í ofangreindu tilliti, hafa staðið nær samfellt frá þvi að fram- kvæmdir hófust við Áliðjuverið á grundvelli aðalsamningsins frá 1966, og einkum eftir að síðari kerskáli þess var tekinn í notkun haustið 1972. Af hálfu íslenzka álfélagsins h/f hefði þá verið tekin upp samvinna við íslenzka uppfinningamanninn Jón Þórðar- son um að fá úr því skorið, hvort hreinsitæki sem hann hafði fundið upp, mundu henta til hreinsunar á útblásturslofti frá kerskálum Aliðjuversins. Hófst sú samvinna á árinu 1971 og i marzmánuði 1973 var svo komið, að búið var að koma upp hreinsi- tæki ásamt tilheyrandi tilrauna- búnaði á þak kerskála 1 í Straumsvik til prófunar á virkni þessarar hreinsiaðferðar. Með bréfi dags. 28. marz 1973 til heil- brigðis- og tryggingaráðherra, sem þá var jafnframt ráðherra iðnaðarmála, lýsti ISAL þvi yfir að sett yrðu upp hreinsitæki i Straumsvík í framhaldi af þeim tilraunum, sem þá voru hafnar þar. Tilraunirnar stóðu yfir á annað ár og fylgdist Heilbrigðis- eftirlit rikisins með þeim allan timann. Þær báru þó ekki þann árangur, sem vænzt hafði verið, og með bréfi dags. 9. okt. 1974 var heilbrigðisráðuneytinu tilkynnt, að tilraunum með tæki Jóns Þórðarsonar hefði verið hætt af ástæðum, sem þar voru nánar greindar." Þurrhreinsitæki „Hins vegar væri nú ráðgert að setja upp svokölluð þurrhreinsi- tæki i kerskálunum að viðhöfði samráði við Heiibrigðiseftirlit ríkisins. Var jafnframt ítrekuð sú yfirlýsing félagsins, að hreinsi- tæki yrðu sett upp og þvi verki hraðað svo sem tæknilegar ástæð- ur mundu leyfa. Lokaskýrsla um tilraunir við hreinsitæki Jóns Þórðarsonar var send Heilbrigðis- eftirliti ríkisins með bréfi dags. 21. nóv. 1974, og á fundi með fulltrúum þess og heilbrigðis- nefnd Hafnarfjarðar hinn 25. sama mán. var lögð fram bráða- birgðaskýrsla um uppsetningu þurrhreinsitækja, er Alusuisse hafði unnið að beiðni ISAL. var óskað eftir þvi á fundinum, að látið yrði í ljós álit þessará aðila um það, hvort þurrhreinsitæki þau, sem lýst var i skýrslunni, mundu fullnægja þeim kröfum, sem gerðar væru af hálfu Heil- brigðiseftirlits rikisins varðandi loftmengunarvarnir við Aliðju- verið. Beiðni þessi var síðan itrekuð með bréfi dags. 2. jan. 1975. Var henni svarað á þá leið með bréfi Heilbrigðiseftirlitsins hinn 20. sama mánaðar, að málið væri i athugun. Hjá ÍSAL var haldið áfram að vinna að fram- gangi málsins, og með bréfi hinn 11. júní 1975 var heilbrigðiseftir- litinu send endurskoðuð fram- kvæmdaáætlun um uppsetningu þurrhreinsitækja ásamt fram- vinduskýrslu gefinni á stjórnar- fundi ISAL í mai 1975. Voru upp- lýsingar þessar sendar i fram- haldi af fundi, sem haldinn var i lok aprílmánaðar með fulltrúa Heilbrigðiseftirlitsins, en þar kom fram að tækin mundu væntanlega teljast fullnægjandi. Framkvæmdaáætlun ISALS um þurrhreinsitækin gerði ráð fyrir því, að unnið yrði að hönnun á kerþekjum og tilraunum með þær á tímabilinu apríl 1975 — júlí 1976. Siðan yrði hafizt handa um endanlega hönnun kerfisins í heild og útboðssmiði og uppsetn- ingu og gangsetningu tækja, og yrði þessu að fullu lokið í árslok 1978.“ Áætlun um upp- setningu tækja „ISAL hefur unnið eftir þessari áætlun á undanförnum mánuðum, og er hönnun og smiði á tilraunaþekjum nú lokið og upp- setning þeirra hafin. Jafnframt stefnir ISAL enn að þvi að ljúka uppsetningu tækjanna samkvæmt þessari áætlun. Taka ber þó fram í þvi sambandi, að hér er um stórkostlega fjárfrekt fyrirtæki að ræða. Heildarkostnaður er kr. 2200 milljónir samkvæmt núver- andi áætlun, og getur hraði fram- kvæmda orðið háður því að lánsfé fáist til þeirra. Umbeðin formleg umsögn frá Heilbrigðiseftirliti ríkisins um þurrhreinsitækin hefur ekki bor- izt að svo stöddu. Hins vegar hefur Heilbrigðiseftirlitið lagt fram tillögur um tiltekna útblást- Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.