Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 fólk í fréttum Það var sko eins gott fyrir Irinu Rodinu og þær hinar að ég var fjarri góðu gamni f Innsbruck; annars hefði verið óvfst hver hefði stolið senunni frá hverjum. Eða hvað sýnist ykkur? Og svo gerum við ýmsar kúnstir saman skauta- drottningarnar, ég og Eva Berger. Hún er bara nokkuð góð. Eins gott að ég var hérna + Þýzka listskautaparið Werner Miiller og Eva Berger háfa undanfarið ferðast um heiminn með þrjá simpansa sem þau hafa þjálfað f listhlaupi á skautum og sem betur fer fyrir stjörnurnar f Innsbpick eru þau um þessar mundir stödd í Kaupmannahöfn og sýna listir sínar f Bröndby Hallen. Simpansarnir eru f engu frábrugðnir öðrum listhlaupurum hvað það snertir að þeir kunna vel að meta góðar undirtektir áhorfenda. Þeir geisla af gleði, þegar fólkið sýnir nrifningu sfna með hrópum eða lófataki, en þeir reyna e.t.v. síður en aðrir f bransanum að leyna stolti sfnu, þegar vel tekst til. Já, svona tökum við okkur út frá áhorfendabekkjunum. Við erum Oneitanlega svolftið þreytt eftir vel heppnaða sýn- ingu. Þá fær maður sér bara fegurðarblund og er alhress á eftir. + Ilse Reuter er 27 ára gömul, frá Stuttgart í Vestur- Þýzkalandi. Hún hefur atvinnu af þvf að reynsluaka mótorhjól- um, eina konan þar f landi sem leggur stund á þá atvinnugrein. Að hennar mati jafnast fátt á við það að flengrfða þessum stóru og aflmiklu folum. Hún ætti að vita hvað hún syngur, þvf að hún þeysist á þeim um vegi og vegleysur svo nemur tugum þúsunda kflómetra á ári. Launin eru svo sem ekki ýkja há, en hún kýs fremur reið- mennskuna en að sitja vfir vél- ritun eða einhverju álíka, af því að ánægjan og tilbrevtingin bæta það upp sem vantar á kaupið. + LIBBY Howie hefur vakið óskipta sthygli uppboðssækjenda f London. Hún er nefnilega fyrsta konan sem nokkru sinni hefur gegnt starfi uppboðshaldara hjá Sotheby’s, uppboðsfyrirtækinu fræga. Mvndin var tekin er Libby Howie þrevtti frumraun sfna. Þá voru boðin upp listaverk frá 19. öld og einnig nútfmalistaverk. Libby Howie nam viðGirton College f Cambridge og hefur unnið hjá Sotheby’s f tvö ár. BO BB & B'O HÚN ÆTLAR, AÐ VERÐA „ , ' PE5SÍ pOKA BÓ/) ^UVAÐA BOBB C PAÐ ER EKKÍ VON AÐ ÞÚ 5ÍÁÍR _ C HANA-----PÚ ERT EKKÍ UNDlR ' ( AMRiFUM 86// Jtr b-n- í&MOMp | JMM 21 Ferskur blœr— fagurhljómur Háteigskirkja 8. febr. 1976. Kór Langholtskirkju. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Efnisskrá: Lög eftir G. Pitoni, N. Gombert, H. Schutz, Þorkel Sigur- björnsson og M. Tippett. Kór Langholtskirkju efndi til tónleika í Háteigskirkju á sunnudagskvöldið var. Efnis- skráin var fjölbreytt og spönnuðu lögin tímabil frá 16. öld til okkar daga. Kór Lang- holtskirkju hefur á undanförn- um árum ráðist í mun viðameiri og vandmeðfarnari verkefni en almennt gerist með kirkju- kórum og náð eftirtektar- verðum árangri. Stjórnandinn, Jón Stefánsson, hefur unnið að þjálfun kórsins af mikilli alúð og vandvirkni, og er greinilega vaxandi í sínu starfi. 1 kórnum er mikið af ungu fólki sem gef- ur hljóm kórsins ferskan og lif- andi blæ. En hljómurinn býr einnig yfir fyllingu og sveigjan- leika. Samræmi er oftast gott milli radda, en aðalsmerki kórs- ins er e.t.v. fyrst og fremst létt- leiki og snerpa, einkum er hinn lausi og svifandi tónn fyrsta sóprans aðlaðandi. Tónleikarn- ir hófust á lögum eftir þá G. Pitoni og N. Gombert þar sem áðurgreind einkenni komu glöggt í ljós, og sérstaka ánægju vakti frammistaða kórs- ins í lagi H. Schiitz, „Lobe den Herren meine Seele”, þar sem hann söng tvískiptur. Fjórir lofsöngvar Þorkels Sigur- Tónlist eftir EGIL FRIÐLEIFSSON björnssonar nutu sin einnig vel i meðferð kórsins, en „Lofsöng- ur Maríu’’ var hér frumfluttur. Þetta er áheyrileg tónsmíð en gerir mjög óvægnar kröfur til flytjenda, og mátti merkja að kórinn átti i nokkrum erfiðleik- um, bæði hvað viðkom tónhæð og innkomur. Að lokum söng kórinn 5 negrasálma í nokkuð sérstæðri raddsetningu M. Tippett. Kirkjan var þéttsetin þakklátum áheyrendum og sannarlega er ástæða til að óska Kór Langholtskirkju og stjórn- andanum Jóni Stefánssyni til hamingju með velheppnaða tónleika um leið og þau eru hvött til að halda áfram á sömu braut. Skákmót í miðri byltingu SVÆÐAMÓT V-Asíu fór fram í Teheran í íran dagana 15.—31. júli síðastliðinn og urðu úrslit sem hér segir: 1. Harandi (íran) 9,5 v„ 2. Sharif (tran) 9 v., 3. —4. Aaron (Indl.) og Konatly (Líbanon) 8 v„ 5. Ali (Indl.) 6,5 v„ 6.—8. Farooqui (Pakistan), Satar (Pakistan) og Sursock (Líbanon) 6 v. o. sv. frv. Þátttakendur voru alls 13 og voru þeir auk áðurtaldra frá Sýrlandi, Jórdaníu og írak. Mongólar áttu sókn að þessu svæði, en sendu enga þátttak- endur og varð þvi mótið veik- ara en ella. Sigurvegarinn, Har- andi, mun all vel þekktur í sinu heimalandi, og eins og eftirfar- andi skák sýnir virðist hann vera liðtækur skákmaður. Hvftt: Konatly (Líbanon) Svart: Harandi Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2 c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4,4. e3 — 0-0, 5. Rf3 — d5, 6. Bd3 — Rc6, 7. 0-0 — a6, 8. Dc2 — h6, 9. Re2 (Betra var 9. a3 eða 9. Bd2). 9. — dxc4, 10. Bxc4 (Nákvæmara var 10. Dxc4). 10. — Bd6, 11. Hfdl — De7, 12. e4 — e5, 13. Rh4? (Slæmur afleikur. Bezt var 13. dxe5!) 13. — Rg4!, 14. Rf3 ( Ekki 14. Rg6 vegna Df6, 15. Rxf8 — Dxf2). 14. — Rxd4, 15. Rexd4 (15. Rfxd4 var betra). eftir JÓN Þ. ÞÓR 15. — exd4,16. h3 (Ekki 16. Hxd4? vegna Rxh2, 17. Rxh2 — Bxh2, 18. Kxh2 — De5) 16. — Rxe5, 17. Rxd4 — Rxc4, 18. Dxc4 — Dxe4, 19. Dc3 — De5, 20. Be3 — Dh2+, 2J. Kfl — Bd7! (Ekki 21. — Dhl, 22. Ke2 — Dxg2, 23. Hgl — Dxh3, 24. Re6 og vinnur). 22. Ke2 — Hae8, 23. Rf3 — Df4, 24. Hd4 (Þvingað vegna hótunarinn- ar 24. — Bb5, 25. Kel — Bb4). 24. — Df6, 25. Kfl — Bc6, 26. Hg4 — Dxc3, 27. bxc3 — f5! (Nú á hviti hrókurinn skyndilega engan góðan reit). 28. Hh4 — f4, 29. Bd4 — Bxf3, 30. gxf3 — c5 og hvitur gafst upp. Stuðzt hefur verið við athuga- semdir J. Sajtar í Schach Echo. EFÞAÐERFRÉTT- 9) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í ' MORGUNBLAÐINU j j J 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.