Morgunblaðið - 11.02.1976, Page 7

Morgunblaðið - 11.02.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 7 Orðsóði f umræðum um land- helgisdeiluna viS Breta á Alþingi hefur komið fram málefnalegur ágreiningur um nokkra þætti hugsan- legra viSbragða stjórn- valda okkar. Þetta er I sjálfu sér ekki óeðlilegt, ef við gætum þess að standa saman sem einn maður á úrslitastundum og halda ágreiningi innan marka málefnalegra um- ræðna. Þá skiptir það og höfuðmáli að markmið okkar, fiskvernd og upp- bygging fiskstofnanna, týnist ekki I þrætugirni um málsmeðferð. Málflutningur stjórnar- andstöðu hefur, með einni undantekningu. Iltt farið út fyrir þessi sjálfsögðu mörk. Hins vegar hefur orðfæri eins þingmanns, Stefáns Jónssonar, verið með þeim eindæmum, að fordæmi finnast ekki, nema þá I fyrri ræðum þessa sama þingmanns. Hann segir blákalt að samningarnir við V- Þjóðverja hafi verið „svikasamningar" sem „þvingaðir hafi verið með fláræði" upp á þjóðina af „eiðsvörnum vinum óvina okkar". Hann gefur I skyn að það hafi verið samspil Islenzkra og brezka stjóm- valda að kalla brezka flot- ann út fyrir landhelgis- mörkin, til að koma I veg fyrir stjórnmálaslit. sem og að herskipaíhlutun skyldi hafin á ný. Hann llkir viðræðum Islenzkra stjórnvalda við „viðræður aumingjanna". Orðsóði er Ijót nafngift. Enginn þingmaður hefur þó komizt nær þvl að gangast undir hana en þessi stóryrti þingmaður. Á sllkum málflutningi hljóta allir, hver sem af- staða þeirra til málsins er að öðru leyti, að hafa skömm og viðurstyggð. Þrír megin- punktar Lúðvíks Gagnrýni Lúðvlks Jósepssonar, flokksbróð- ur Stefáns, var með allt öðrum hætti. Hann setti fram þrjá meginpunkta, sem hann taldi óhjákvæmileg viðbrögð I núverandi stöðu málsins: 1) Tafarlaus stjórnmálaslit við Breta, 2) úrsögn úr Nato og lokun varnar- stöðvarinnar á Miðnes- heiði, og 3) að bæta nokkrum togurum I gæzluflota okkar sem og að byggja. kaupa eða leigja hraðskreitt skip. gangmeira en freigátur Bretanna, sem duga myndi til tslenzks sigurs á miðunum. Slit á stjórnmálasam- bandi er aðgerð, sem menn eru ekki á eitt sáttir um. Hitt eru menn ótvlrætt sammála um, að þau ein út af fyrir sig, stöðva hvorki veiðisókn né smáfiskadráp Breta, eins og utanrlkisráðherra benti réttilega á. Það. sem skiptir megin- máli fyrir aðgerðir okkar, hverjar sem þær verða, eru þær afleiðingar sem þær kunna að hafa, til gagns eða ógagns fyrir málstað okkar og mark- mið I fiskverndarmálum. Þessar afleiðingar þurfum við að sjá og meta fyrir, með rökhyggju og yfirveg- un. Ljóst er. að aðildin að Nato er eitt sterkasta vopn okkar I fiskveiðideil- unni við Breta. Kommúnistar vilja að sjálfsögðu notfæra sér deiluna til að koma okkur úr Nato og loka varnar- stöðinni. Efling land- helgisgæzl- unnar Efling landhelgisgæzl- unnar er atriði. sem allir eru sammála um. Það að bæta togurum I land- helgisgæzluna kann að þjóna einhverjum tilgangi en notagildi þeirra eru þó takmörk sett. Sjálfsagt er að kanna leigu eða kaup á hraðskreiðu gæzluskipi. En dettur einhverjum I hug, að brezki flotinn hafi ekki yfir að ráða skipa- kosti. sem kæmi til skjal- anna ef við kæmum með nýja tegund af hrað- skreiðu skipi á miðin? Bygging nýs varðskips tæki alltof langan tlma. Meginatriði þessa máls er þó það, að sé herskipum beitt, eins raun er á, get- um við ekki vænzt þess að við getum unnið sigur I landhelgisdeilunni I krafti afls eða valdbeitingar á miðunum. Sjálfsagt er að beita gæzlunni eins og skynsamlegir möguleikar frekast leyfa. En rangt væri að meta ekki vlgstöðu okkar af raunsæi fremur en óskhyggju. Og öryggi starfsmanna land- helgisgæzlunnar, sem vinna þjóð sinni mikið gagn við erfið skilyrði, þarf að tryggja eftir þvl sem kostur er. Samhliða virkri starfsemi efldrar landhelgisgæzlu þarf þvl að hyggja að öllum öðrum ráðum til að ná þeim árangri, að landhelgisdeil unni lykti okkur I hag. Þannig hefur rlkisstjórnin haldið á málum af festu en raunsæi, og reynslan mun sýna, vonandi fyrr en slðar. að rétt hefur verið að málum staðið. Kaupmenn — Kaupfélög Höfum á lager úrvals amerískar gular hálf- baunir fyrir sprengidaginn. 0. Johnson og Kaaber h.f. Hef opnað Tannlækningastofu í Garðabæ Viðtalstímar eftir samkomulagi alla virka daga. Ómar Konráðsson, tannlæknir, Sunnuflöt 41, simi 42646 IÐJA, félag verksmiðjufólks Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 1 2. febrúar 1976 kl. 8.30. e.h. í Lindabæ. Dagskrá: Viðhorfin í samningamálum félagsmál. Sýnið félagsskýrteini við innganginn. Stjórn Iðju f Camembert í ábæti með t.d. peru eða vínberjum gerir vel heppnaða máltíð fullkomna. Athugið að flestir vilja ostinn fullþroskaðan, en sumum þykir það hins vegar of mikið af því góða. Þroska Camemberts má stjórna rneð réttri geymslu. Lesið leiðbeinii^arnar á umbúðunum. ostur er veizlukostur ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl AUGLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLYSIR I MORGUNBLAÐINU Barnaúlpur verð kr. 2.900. —. Herraúlpur verð kr. 3.900. —. Stórlækkað verð á lítið gölluðum barna- og drengjaúlpum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.