Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR II. FEBRUAR 1976 Dansk-íslenzka félagið minnist 60 ára starfs Erling Blöndal Bengtson heiðursgestur þess Á þessum merku tímamótum í sögu félagsins er það von mín að félag okkar megi ætíð vera ungt félag og athafnasamt þó að árin færist nú óðum yfir það, og það megi jafnan njóta traustra félagsmanna. Fyrsti formaður félagsins var Jón Helgason þáverandi biskup yfir Islandi. En á 60 ára starfs- tímabili D.t.F. hafa þessir menn verið formenn þess auk hans: Kristinn Ármannsson rektor MR, próf. Olafur Björns- son, dr. Friðrik Einarsson yfir- læknir, próf. Þórir Kr. Þórðar- son, Birgir Þórhallsson for- stjóri og síðan árið 1972 hefur Torben verið formaður félags- ins. Það er von okkar, sagði for- maðurinn, að félagsmenn fjöl- menni til afmælishátíðarinnar. Hátíðin er ekki einskorðuð við þá og eru allir þeír sem áhuga hafa á starfsemí félagsins og eflingu dansk-íslenzkra sam- skipta velkomnir. Dagskrá afmælisins er i stór- um dráttum á þessa leið, að er formaður félagsins hefur sett hátíðina, flytur sendiherra Dana hér, Sven Áge Nielsen, stutt ávarp, þá hefst einleikur heiðursgestsins, Erlings Blöndal Bengtson, með undir- leik Árna Kristjánssonar pianó- leikara. Að því loknu verður setzt að kvöldsnarli. Borðræða verður flutt við það tækifæri, Sellósnillingurinn. — Hann leikur þessi verk eftir: L. Boccherini, L. van Beethoven, Fini Henriques, C. M. von Weber, Sigfús Einarsson og að lokum verk eftir F. Schubert. en hana flytur Björn Th. Björnsson listfræðingur, höf- undur bókarinnar ,,Á Islend- ingaslóðum í Kaupmanna- höfn". Afmælishátiðin hefst kl. 20.30 föstudaginn 20. febrúar. Elzt þeirra félaga hér, sem vinna að kynningu þjóðaí milli, ætlar að minnast 60 ára starfs síns innan skamms með sam- sæti i Norræna húsinu. Þetta félag er Dansk-íslenzka félagið, sem var stofnað hér í Reykjavík árið 1916 og hefur starfað æ síðan. Á það að baki sér at- Torben Friðriksson formaður D.l.F. hyglisverðan starfsferil. A af- mælishátíðinní verður heiðurs- gestur félagsins hinn heims- kunni sellóleikari Erling Blöndal Bengtson og kona hans... Ætlar listamaðurinn að koma fram á afmælishátíðinni og spila með undirleik Árna Kristjánssonar píanóleikara. Um daginn átti blaðmaður frá Mbl. dálítið samtal við for- mann félagsins, Thorben Frið- riksson forstjóra Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, af þessu tilefni. Það, sem var hvatinn að stofnun félagsins, sagði Tor- ben, var ábyggilega heims- styrjaldarástandið, sem þá ríkti og sambandsleysið milli land- anna. 1 þá daga var t.d. danski fáninn jafnframt fáni Islands. Þeir sem að félaginu hafa stað- ið og þar starfað hafa eftir mætti reynt að halda uppi merki stofnendanna og því markmiði er félaginu var þá sett: „Að auka þekkingu fólks hér á Islandi á Danmörku — landi og þjóð — og að auka í Danmörku þekkingu manna á Islandi." Dansk-fslenzka félagið (D.t.F.) er langfjölmennasta félagið hér i Reykjavik, sem vinnur að gagnkvæmri kynn- ingu þjóða i milli. I því eru nú virkir félagsmenn um 900. Þegar litið er yfir farinn veg og starfið innan félagsins í ramma þeim sem það setti sér kemur i ljós að vel hefur verið á málum haldið, þrátt fyrir mis- jafnlega góðar aðstæður og ýmis ytri skilyrði verið mjög erfið. Um heillavænleg áhrif félagsins í samskiptum þjóð- anna mætti segja langa sögu. Þar má t.d. minna á hlut þess að þvi að búa í haginn fyrir lausn handritamálsins. Nefna mætti í þvi sambandi heimboð til fjölda danskra frammámanna á sviði lista, bók- mennta og stjórnmála, sem komið hafa hingað á vegum D.t.F. Heimsóknir þessa fólks hingað og kynni af mönnum og málefnum hér urðu þung á metunum við hina stórkostlegu lausn handritamálsins. Það má sjá i gömlum fundar- gerðum að í D.t.F. hefur verið rætt um Islandshús í Kaup- mannahöfn hér endur fyrir löngu, þó það mál fengi ekki farsæla lausn fyrr en með til- komu Jóns Sigurðssonar- hússins, er það var fært Alþingi að gjöf. Félagið stuðlaði að hóp- ferðum Islendinga til Dan- merkur um skeið, þó nú hafi í biii a.m.k. verið horfið frá þvi. Þá hefur D.I.F. haft samband við menntaskólana og verð- launað þá sem skarað hafa fram úr i dönsku á stúdentsprófi. Arlega hefur verið efnt til alls konar samkomuhalds, í Norræna húsinu á siðari árum, eftir að það kom til sögunnar. Hafa þessi skemmtikvöld verið mjög fjölbreytt. Þá má ekki gleyma kvikmyndavikunni, sem félagið efndi til fyrir nokkrum árum hér í Reykjavik með sýningu danskra kvik- mynda og hlaut góða dóma. — Já, þannig mætti áfram telja. En það er vandasamt fyrir þessi félög að starfa nú á tím- um, m.a. vegna gjörbreyttra „lifnaðarhátta fólks" a.m.k. hér í Reykjavík, eftir að sjónvarpið kom til sögunnar sem fri- stundaiðkun svo margra. — Það er með öllu óvist hvernig farið hefði ef Norræna húsið hefði ekki komið til sögunnar. Það er sá bakhjarl sem verið hefur ómetanlegur fyrir félagið sagði Torfben. Vil ég nota tæki- færið og flytja stjórn hússins og forstjóra þess, Maj-Britt Imn- ander, einlægar þakkir Dansk- fslenzka félagsins fyrir einstak- lega gott samstarf. Hún er nú að láta af störfum. Er það von mín og annarra þeirra, sem þurfa að starfa með forstöðu- manni Norræna hússins, að andi hennar megi áfram svifa yfir vötunum. Svenska dagbladet: Árekstrar á miðun- um sífellt alvarlegri NVLEGA festi Almannavarnanefnd Vfkurumdæmis kaup á beltum, sem ætluð eru til notkunar undir jeppa og sjúkrabifreið með drifi á öllum hjólum. Það voru sýslusjóður, hreppsfélög f umdæminu og Björgunarsveitin Vfkverji, sem lögðu til fjármagn til þessara kaupa. Með nálæg svæði I vondum veðrum og er þetta mikið öryggistæki fyrir byggðarlagið. 8.1. sunnudag var forystugrein í Svenska dagbladet um land- helgismálið. Þar sagði m.a.: „EINS OG kunnugt er mun haf- réttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna að öllum likindum sam- þykkja 200 sjómilna efnahagslög- sögu strandríkja seinna á þessu ári. Ef ekki næst árangur á ráðstefnunni er fjöldi þjóða reiðubúinn að færa einhliða út fiskveiðilögsöguna í 200 sjómflur þar á meðal Noregur, og Bretar munu örugglega skipa sér í þann flokk. Með þetta í huga er það auðvitað furðulegt að Bretland og lsland skuli ekki geta gert með sér bráðabirgðasamkomulag þangað til niðurstaða ráðstefn- unnar liggur fyrir. Deilan hefur marga viðamikla þætti. Hún er stórpólitfsk: Island kann að endurskoða þátttöku sfna I NATO. Hún er einnig herfræðileg. Bandarlska herstöðin I Keflavík er miðstöð eftirlits með sfvaxandi flotastyrk Sovétríkjanna með aðalstöðvar I Múrmansk." Síðan segir að íslenzka ríkis- stjórnin hafi ákveðið að slita ekki stjórnmálasambandi við Breta og að slikt skref muni ekki stuðla að því að leysa deiluna, nema síður væri. Hingað til hafi tvö þorska- stríð verið háð án blóðsúthellinga, en ekki sé öruggt að svo geti orðið í þetta sinn, ef tilfinningahitinn haldi áfram að aukast. Þá segir að árekstrarnir á miðunum verði sifellt alvarlegri og hættan á raunverulegum hernaðar- aðgerðum fari vaxandi. Þá segir að bæði sé sorglegt og torskiljan- legt að ríkisstjórnir landanna standi andspænis slíkri ógnun, — geti ekki orðið ásáttar um hrágafeu-góalausA.-, Dagens Nyheter sagði í frétt s.l. laugardag: „Atlantshagsbanda- lagið óttast mjög að Island muni segja sig úr samtökunum vegna fiskveiðideilunnar við Breta. Samningurinn milli Banda- ríkjanna og tslands um not Atlantshafsbandalagsins af her- stöðinni í Keflavík rennur út 1979, en Island getur hvenær sem er skipað Bandaríkjamönnum að yfirgefa stöðina. Innan NATO hugsa menn með óhugnaði til úrsagnar Islands úr bandalaginu og skirskota til þess að vinstri öfl landsins séu svo sterk, að Rússum kynni jafnvel að vera boðin yfir- ráð herstöðvarinnar. „Eins og málum er nú háttað, hefur bánda- ríski flugherinn ómetanlega aðstöðu í Keflavík til að fylgjast með ferðum sovézka íshafs- flotans, þar eð sovézku herskipin verða að sigla milli Islands og Færeyja til að komast út á Atlantshafið." Eldborg GK afla- hæsta loðnuskipið VITAÐ var um 66 loðnuskip sem höfðu fengið einhvern afla s.l. laugardagskvöld. Aflinn I sfðustu viku var 32,301 lest og heildarafl- inn var orðinn 87,136 lestir á laugardagskvöld. A sama tfma f fyrra var heildaraflinn rúmar 93 þúsund lestir. Þá höfðu 97 skip fengið einhvern afla. Mestan afla hgfði EldborgGK fengiðsl. laugar- dagskvöld, 3580 lestir, skipstjóri Gunnar Hermannsson. Loðnu hafði verið landað á 12 stöðum og hafði mestu verið landað á Seyðis- firði, 22,125 lestum. Hér fer á eftir skýrsla yfir þá báta sem fengið hafa 1000 lestir og meira. Samantektin er gerð af Fiskifélagi tslands: •'***' •r'ak' «r*- tr, Eldborg GK Glsli Arni RE Pétur Jónsson RE Guómundur RE Börkur NK örn KE Siguróur RE Gullberg VE Asberg RE Hrafn GK Loftur Baldvinsson EA Arni Sigurdur AK Helga GuAmundsdóttir BA Hðkon ÞH Þorsteinn RE óskar Magnússon AK Súlan EA Grindvfkingur GK Rauósey AK Reykjaborg RE Jón Finnsson GK Huginn VE Harpa RE Albert GK 3580 Helga II RE 3286 Fífill GK 3149 Asgeir RE 3011 Magnús NK 2925 Sæbjorg VE 2538 NSIIfari ÞH 2479 Keflvfkingur KE 2367 Svanur RE 2360 Skfrnir AK 2107 óskar Halldórsson RE 2105 HilmirSl! 2094 tsleifur VE 2081 Hrafn Sveinbjarnarson GK 2066 2055 2051 1990 1957 1908 1824 1822 1717 1691 1681 1615 1427 1360 1312 1276 1207 1205 1186 1130 1070 1052 1043 1023

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.