Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976
13
RAÐSTOFUN GENGISMUNAR
í ÞÁGU SJÁVARÚTVEGSINS
Sjávarútvegsráðherra svarar fyrirspurnum á Alþingi
Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra svaraði í gær i sam-
einuðu þingi fyrirspurnum frá
Lúðvlk Jósepssvni (K) varðandi
lán og styrki samkvæmt heimild-
um í lögum nr. 106/1974 og nr.
55/1975, þ.e. um ráðstafanir í
sjávarútvegi og ráðstöfun gengis-
munar. Svar ráðherra fer að meg-
inefni, en nokkuð stytt, hér á eft-
ir:
Svar sjávarútvegsráðherra
við fyrirspurn Lúðvíks Jósepsson-
ar á þingskjali 54 um framkvæmd
á lögum um ráðstafanir í sjávarút-
vegi:
1. spurning.
Samkvæmt a-lið 9. gr. laga nr
106/1974 á að verja 600 millj. kr.
„til að greiða hluta gengistaps 'er-
lendra skulda eigenda fiskiskipa"
og samkvæmt b-lið 1. gr. laga nr.
55/1975 950 millj. kr. „til þess að
létta stofnfjárkostnaðarbyrði eig-
enda fiskiskipa, sem orðið hafa
fyrir gengistapi vegna erlendra
og gengistryggðra skulda."
Ofangreindar gengisbætur hef-
ur Fiskveiðasjóður reiknað út og
mun annast greiðslur á þremur
árum, en bæturnar hafa verið
ákveðnar 6% ógreiddra og ógjald-
fallinna höfuðstólseftirstöðva
samkvæmt eldri lögunum og 5.8%
samkvæmt nýrri lögunum. Til
frekari upplýsinga vísa ég til
reglugerða frá 14. október s.l.
Samkvæmt umræddum grein-
um er sjávarútvegsráðuneytinu
heimilað að ráðstafa 400 millj. kr.
í hvoru tilfelli, alls 800 millj.
króna, til lánveitinga í sjávarút-
vegi til 2—3 ára til að bæta lausa-
fjárstöðu fyrirtækja þ.e. eigenda
fiskiskipa og vinnslustöðva.
Af þessum fjármunum hafa 320
millj. kr. verið lánaðar Fiskveiða-
sjóði vegna „konverteringar," og
300 millj. kr. til Byggðasjóðs, sem
ráðstafaði þeirri upphæð til fyrir-
tækja og einstaklinga, alls 620
millj. kr. til að bæta lausafjár-
stöðu aðila í sjávarútvegi. Þá var
70 m' .j. kr. ráðstafað með milli-
göngu Seðlabankans til Lands-
bankans og Útvegsbankans, sem
þeir aftur ráðstöfuðu sem viðbót-
ar rekstrarlánum til stóru skut-
togaranna til þess að auðvelda
þeim upphaf rekstrar að afloknu
verkfalli. Lánin til Fiskveiðasjóðs
og Byggðasjóðs eru til 2—3 ára,
með 13% og 12% vöxtum, p.a. en
lánin til stóru togaranna bera
sömu vexti og aimenn rekstrarlán
til skipa, eða 11% p.a. og eiga að
endurgreiðast á 6 mánuðum.
Rétt er að upplýsa að fyrr-
greind „konvertering" (þ.e.
lausaskuldum breytt í föst lán),
sem var framkvæmd undir stjórn
Seðlabankans Landsbankans og
Lárus Jónsson (S) hefur lagt
fram á Alþingi svohljóðandi til-
lögu til þingsályktunar og
greinargerð:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta kanna sem fyrst
hvort hagkvæmt sé að gera brú
yfir Eyjafjarðará er tengi
byggðina í Hrafnagils- og önguls-
staðahreppi.
Greinargerð.
I Eyjafirði er eitt þéttbýlasta og
besta landbúnaðarhérað á
landinu. Byggð hefur vaxið þar á
undangengnum árum og áratug-
um gagnstætt því sem víða er í
sveitum. Beggja vegna árinnar
eru myndarlegar skólabyggingar,
Hrafnagilsskóli f Hrafnagils-
hreppi og húsmæðraskóli að
Syðra-Laugalandi. Þar er einnig
sundlaug en engin sundaðstaða er
að Hrafnagili og þar skortir auk
heldur heitt vatn til upphitunar.
Þótt byggð hafi sem fyrr segir
vaxið i Hrafnagils- og Önguls-
staðahreppi, hefði framþróun
þessara
byggðarlaga
vafalítið orðiðj
miklu örari efl
auðveldara væri f
að komast milli f/1
hreppanna
beint yfir Eyja-
fjarðará. Það I
hefur því verið I
mikið áhugamál fbúa á þessu
svæði að Eyjafjaðrará yrði brúuð
og byggðarlög þessi tengd saman
þar sem byggðin er þéttust. Þetta
mundi stytta þá leið sem fara þarf
milli hreppanna, um nálægt því
30 km en nú þarf að fara brýrnar
niður við Akureyri til þess að
komast milli þessara byggðarlaga,
sem kunnugt er.
Þannig er ástatt nú að hús-
mæðraskólinn á Laugalandi hefur
ekki verið starfræktur um sinn
vegna nemendaskorts. Aftur á
móti skortir skólarými að Hrafna-
gili. Þar skortir einnig sund-
aðstöðu sem er til að Laugalandi
eins og áður segir. Þessi dæmi
sýna ótvírætt að unnt væri að
hagnýta skólamannvirki og
íþróttaaðstöðu i þessum byggðar-
lögum miklu betur en ella ef
Hitaveita á Akureyri:
Brú yfir Eyjafjarðará
Eyjafjarðará yrði bruuð. önnur
félagsleg og menningarleg sam-
skipti fólksins yrðu augljóslega
meiri og margvislegur efna-
hagslegur ávinningur yrði við
slíka samgöngubót.
Nú hefur tvennt gerst, sem ger-
ir það að verkum að sú könnun er
tímabær og nauðsynleg sem þessi
tillaga fjallar um. Fundist hefur
heitt vatn að Syðra-Laugalandi og
fullvfst má telja að hitaveita
verður lögð þaðan til Akureyrar.
Þá munu einnig auknar líkur á að
þjóðvegurinn frá Akureyri austur
fyrir Eyjafjörð liggi um svonefnd-
ar Leirur, og við það lengist enn
sú leið sem íbúar Hrafnagils-
hrepps og Öngulsstaðahrepps
þurfa að fara til samskipta. Lengi
var jafnvel í ráði að þjóðvegurinn
frá Akureyri færðist sunnar i
Eyjafjörð en hann er nú. Augljós
lega hefði slik ákvörðun minnkað
nauðsynina á brúargerð við
Hrafnagil eða þar um slóðir.
Fyrir dyrum stendur að ákveða
þá leið, sem leggja á hitaveitu yfir
Eyjafjarðará. Ef áin yrði brúuð á
móts við Laugaland kæmi vafa-
lftið mjög til greina að taka
lögnina þannig yfir ána og leysa
hitaveituvandamál Hrafnagils-
skóla. Kristneshælis og byggðar-
innar í Hrafnagilshreppi í
leiðinni. Nú þegar ákvörðun
nálgast um hvar vegurinn skuli
liggja frá Akureyri yfir Eyjafjörð
og enn fremur að taka ákvörðun
um þá leið sem hitaveita á að
leggjast yfir fjörðinn frá Lauga-
landi er augljóst að kanna þarf
félagslega og efnahagslega hag-
kvæmni þess að brúa Eyjafjörð
milli þéttustu byggðarinnar I
Öngulsstaða- og Hrafnagils-
hreppi. Á alla framangreinda
þætti þarf að líta f samhengi.
Þessi könnun þarf ekki að taka
nema örstuttan tfma vegna þess
m.a. að þegar liggja fyrir hjá
Vegagerð rikisins athuganir á
vega- og brúarstæði á þessum
slóðum og lauslegar kostnaðar-
áætlanir. Athuganir á hagkvæmni
nýtingar skólahúsnæðis og
iþróttamannvirkja o.s.frv. eru
ekki heldur það flókin verkefni
að ekki sé unnt að ljúka þeim af á
stuttum tíma.
Matthías Bjarnason
sj á varút vegsráðherra.
Útvegsbankans, nam samtals
2.432 millj. kr. og var veitt um 300
einstaklingum og félögum, auk
þeirra 300 millj. kr., sem lánaðar
voru Byggðasjóði í sama tilgangi,
eins og áður segir.
Samkvæmt lögum nr. 106/1974
b-lið 9. gr. var ráðstafað 250 millj.
króna, sem óafturkræfu framlagi
til bátaflotans vegna rekstrarerf-
iðleika á árinu 1974 til 15. septem-
ber, og samkvæmt c-lið sömu
greinar 230 millj. króna til skut-
togara til að bæta rekstrarafkomu
þeirra.
Með auglýsingum og tilkynn-
ingum var i október 1974 tilkynnt
um fyrirhugaða „konverteringu"
lána í sjávarútvegi og þá um leið
kallað eftir reikningum fyrirtækj-
anna fyrir árið 1973 og bráða-
birgðauppgjöri fyrir árið 1974.
Lög nr. 106 um ráðstöfun geng-
ishagnaðar o.fl., voru samþykkt
19. desember 1974. Daginn eftir
sendi sjávarútvegsráðuneytið út
tilkynningu til útgerðaraðila um
ráðstöfun gengishagnaðar til að
bæta rekstrarafkomu bátaflotans,
og þá um leið tilkynnt að þeir
einir kæmu til greina við úthlut-
un, sem sendu reikninga vegna
„konverteringarinnar“ og út-
haldsskýrsiur til Aflatryggingar-
sjóðs.
Síðan ítrekaði L.l.Ú. við sína
meðlimi að senda umbeðin gögn
og einnig trúnaðarmenn Fiskifé-
lags Islands beðnir að ýta á eftir
umræddum skýrslum og reikning-
um.
Að höfðu samráði við Lands-
samband isl. útvegsmanna og
framkvæmdastjóra Aflatrygg-
ingasjóðs var ákveðið að úthlutun
fjársins skv. b-lið færi fram i
þrem þáttum:
1. Eftir úthaldsdögum skipanna
(mannúthaldsdögum) til allra
skipa 20. br. lestir að stærð og
stærri, en undanskilið var út-
hald á loðnuveiðum, síldveið-
um, rækjuveiðum, hörpudiska-
veiðum og handfæraveiðum.
Samkvæmt þessari reglu var
úthlutað 89,6 millj. króna, til
450 skipa.
2. Eftir aflabrögðum bátanna á
umræddu tímabili. Við ákvörð-
un bóta var byggt á framan-
greindum reikningum og út-
haldsskýrslum og auk þess út-
reikningum á því hvað afla-
verðmæti báta með hinum
ýmsu veiðarfærum og áhafna-
fjölda þyrfti að vera til þess að
viðkomandi skip aflaði fyrir
kauptryggingu.
Þannig var fengin ákveðin við-
miðun við útreikning á bótum
til allra báta, án tillits til
stærðar. Síðan voru bætur frá
Aflatrygginga-sjóði dregnar
frá útreiknaðri bótaupphæð.
Samkvæmt þessum lið voru
greiddar 132,1 millj. króna til
252 báta.
3. Samkvæmt þessum lið voru
greiddar bætur vegna sér-
stakra óhappa, vélbilana og
fl., og annarra óbættra tjóna,
sem bátar urðu fyrir á úthalds-
tímanum. Aðal reglan var sú,
að bæta hluta af kauptrygg-
ingu áhafnar á meðan viðkom-
andi bátur var frá veiðum.
Samkvæmt þessari reglu voru
greiddar 25.8 millj. kr. til 58
skipa.
Alls var þannig greitt skv. b-lið
9. gr. laganna 247.5 millj.
króna til 644 báta og skiptast
greiðslur þannig eftir kjör-
dæmum:
Suðurland 48.729
Reykjanes 54.036
Reykjavfk 11.337
Vesturland 28.449
Vestfirðir 48.452
Norðurland
vest 7.026
Norðurland
eyst 33.398
Austurland 16.080
Samkvæmt c-lið 9. gr. laganna
var úthlutað til skuttogara, eft-
ir úthaldsdagafjölda, 230
millj. króna, sem skiptust
þannig
Til stóru skuttogaranna 58.8
millj. króna
Til minni skuttogaranna 171.2
millj. króna.
Aflatryggingasjóður annað-
ist greiðslur á umræddum bót-
um, en umsjón með öllum út-
reikningum höfðu fram-
kvæmdastjóri Aflatrygginga-
sjóðs og aðstoðarmaður sjávar-
útvegsráðherra. Skrár um
greiðslur til báta og togara eru
fyrir hendi hjá Aflatrygginga-
sjóði og sjávarútvegsráðuneyt-
inu.
2. spurning
Samkvæmt uppgjöri hinn 5. des.
voru innstæður á gengismuna-
reikninunum alls 266.8 millj.
króna, en óráðstafað er sam-
kvæmt umræddum lögum alls
369.5 millj. kr., þannig að enn
vantar 102.7 millj. króna upp i
það, sem ráðstafað var með lögun-
um.
3. spurning
Fiskveiðasjóði Islands var falið
fyrir all löngu síðan, að gera til-
lögur um ráðstöfun 50 millj. kr.
samkvæmt d-lið laganna frá 1975,
en samkvæmt þeim lið átti að
verja nefndri upphæð „til að
bæta eigendum fiskiskipa það
tjón sem þeir verða fyrir, er skip
þeirra eru dæmd ónýt, enda sé
tjónið ekki bætt með öðrum
hætti.“
Tillögur um úthlutun fjárins
eru fyrir nokkru tilbúnar, en þær
voru samdar af stárfsmönnum
Framhald á bls. 12
Þmgsályktun um hey-
verkun ar aðfer ðir
Steinþór Gestsson (S) flytur
eftirfarandi tillögu til þings-
ályktunar um rannsóknir og
áætlanagerð um heyverkunar-
aðferðir:
Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að hún hlutist til
um að Rannsóknastofnun land-
búnaðarins efni á næsta sumri
til frekari rannsókna á hey-
verkunaraðferðum með það
fyrir augum að finna með
hverjum hætti verði staðið svo
að heyskap að hann verði
áfallalaus og fóðurgildi upp-
skerunnar verði vel tryggt.
Með hliðsjón af niðurstöðum
rannsókna skal
gera áætlun um
skipulegar
framkvæmdir
við bættan húsa-
kost og tækja-
búnað, sem
þætti þurfa að I
hrinda fram til I
þess að ná besta |
árangri og hag-
kvæmni við heyskap og
konar fóðuröflun.
Aætlun þessa skal leggja
fyrir næsta reglulegt Alþingi
eða svo fljótt sem verða má.
GREINARGERÐ.
Sumarið 1975 hefur orðið
bændum um sunnan- og vestan-
vert landið þungt i skauti og
öllum almenningi minnistætt.
Túnin spruttu seint, svo að ekki
varð hafinn sláttur fyrr en um
miðjan júli og sums staðar
hvers
síðar. Þurrkar urðu nánast
engir, aðeins stakir dagar bjart-
ir, enda afleiðingarnar eftir
því: hrakin hey og illa hirt i
hlöðum og svo léleg að fóður-
gildi að til eindæma verður tal-
ið. Sá skaði bænda er ómældur
að hafa með ærnum áburðar-
kostnaði stofnað til vetrar-
forðans sem síðan reynist ónot-
hæfur án þess að hafa kraft-
fóður í ríkum mæli til fóður-
bætis.
Það hefur sannast á þessu
makalausa óþurrkasumri, að
enn eru bændur háðari tíðar-
farinu við heyskapinn en menn
ætluðu og fjárhagsleg skakka-
föll af þeim sökum stórum
alvarlegri nú, þegar miklu er
kostað til um áburð og hey-
vinnutæki, eins og viðast er
gert um breiðar byggðir.
Tækniþróun í landbúnaði er
hröð og um margt fullkomin.
En sú spurning verður áleitin
eftir áföll eins og þau gerðust
víða um land i sumar, hvort
ekki vanti enn herslumun að
því er varðar samræmda að-
stöðu, svo að tiltækur tækni-
búnaður njóti sín svo sem
skyldi. Þá má einnig gera því
skóna að súgþurrkun gæti ráðið
úrslitum i þessu efni ef
flutningsgeta dreifikerfis raf-
orkunnar reisti ekki nokkrar
skorður við notkun hagstæðari
véla við heyþurrkun.
Á vegum Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins hefur
nokkuð verið unnið að athugun-
um og samanburði á ýmsum
heyverkunaraðferðum. Það er
skoðun flm. að þær þurfi nú að
efla stórlega og bera sarnan
árangur af venjulegri súg-
þurrkun, votheysgerð, hrað-
þurrkun og ýmsum afbirgðum
þessara aðferða og meta nota-
gildi þeirra með hliðsjón af að-
stöðu til þess að hagnýta þær í
óþurrkatið og við breytilegan
húsakost.
Þegar fyrir liggur skýrsla um
þær rannsóknir, sem tillaga
þessi gerir ráð fyrir að efnt
verði til, þá vænti ég að með
nokkru öryggi megi benda á
liklegustu úrræði til tryggingar
áfallalausri heyverkun. Þá má
vænta árangurs af sameigin-
legri áætlanagerð þeirra
manna, sem standa fyrir rann-
sóknum, bútæknimanna, sér-
fræðinga á sviði búfjarræktar
og bygginga svo og forsvars-
manna bændanna sjálfra, sem
þessi vandamál brenna heitast
á, — áætlanagerð um úrbætur,
hvort tveggja í senn fram-
kvæmdahraða og gerð fram-
kvæmdanna.
Málefni af þessu tagi verða
ekki leyst i einu vetfangi né
heldur afgreidd i eitt skipti
fyrir öll. Það er ljóst að aðgerða
er þörf. Tillaga þessi er hugsuð
og flutt sem ábending til lærðra
sem leikra um vandamál sem
verður að leysa. Hún er og flutt
vegna reynslu frá síðasta
sumri, sem sýnir að full þörf er
á að herða róðurinn í hag-
ræðingu atvinnuvegarins svo
að hann fái með öruggari hætti
gegnt hlutverki sínu með þjóð-
inni og veitt þeim, er við hann
starfa stöðugri afkomu þótt á
móti blási.
Nánar verður fjallað um efni
tillögunnar í framsögu.