Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 28
AlGLÝSINíiASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2H«rgunblabit> MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 Samninga- nefnd sjó- manna er enn ósátt SAMNINGAFUNDUR var f gær boðaður klukkan 14 í deilu sjómanna og útvegsmanna og slóð fundurinn enn rétt fyrir klukkan 23. Hafði þá ekkert markvert gerzt, ósættið milli yfirmanna og undirmanna var þá óleyst, en útvegsmenn sáfu og biðu þess að sáttasemjara tækist að sa'tta samninganefmi sjómannanna. Eins og skýrt "ar frá í Morg- unblaðinu í gær eru menn ekki á eitt sáttir um það, hvaða leiðir eigi að fara við gerð nýs kjara- samnings sem byggður sé á hugmyndum Tillögunefndar um sjóði sjávarútvegs og hluta- skipti, en útvegsmenn og sjó- menn hafa þegar gert sam- komulag um að byggja næsta kjarasamning á tillögum nefnd- arinnar. Tillögunefndin setti fram tvo kosti um skilgreiningu skipla- verðmætis, annars vegar um brennsluolíufrádrátt, þ.e. að skiptaverðmæti innanlands verði skilgreint í kjarasamning- um sjómanna og útvegsmanna sem verðmæti aflans á Verð- Iagsráðsverði, að viðbættum hvers konar greiðslum fyrir afla öðrum en stofnfjársjóðs- greiðslum, en að frádregnum brennslukostnaði og við Iand- anir erlendis gildi sama regla, að teknu tilliti til ákvæða kjara- samninga um skiptaverðmæti við sölu afla i erlendri höfn og hins vegar lagði nefndin til að- fangaprósentu af aflaverðmæti hvers skips áður en skipti reiknast. Þessi aðfangapró- senta fer eftir ákveðnum regl- um um stærð skipa I skýrslu n< ndarinnar, sem þegar hefur veríö birl segir: Framhald ábls. 12 Veður hamlar loðnuveiðum VEÐUR hamlaði loðnuveiðum I gær og barst mjög lftill afli á land. Þó fengu nokkrir bátar smáslatta f gærdag, 7 skip fengu um 1.500 tonn. f gærkveldi var fremur slæmt veður og var ekki búizt við neinni veiði að ráði. 44 brezkir togarar á friðaða svæðinu „Fáheyrð i'isvífni,” segir sjá varú tvegsráðherra BRE7.KI togaraflotinn hóf veiðar á nýjan leik f gærmorg- un eftir tæplega sólarhrings stöðvun á veiðunum vegna óveðurs. Voru 45 brezkir togar- ar á veiðum f gær og þar af voru 44 togarar á friðaða svæð- inu útaf Langanesi en aðeins einn fvrir utan það. Tvö varð- skip voru á leið á svæðið f gærkvöldi og beið fvlking hrezkra aöstoðarskipa alls 8 skip eftir þeim við suðurkant friðaða svæðisins. „Þetta er fáheyrð ósvífni af hálfu Breta sem gerir gremj- una í þeirra garð enn meiri,“ sagði Matthías Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra þegar Morg- unblaðið ræddi við hann i gær- kvöldi um stöðuna á miðunum. „Bretar hafa lýst því yfir að þeir ætli sjálfir að takmarka afla sinn á Islandsmiðum en þessi framkoma bendir síður en svo til þess. Svæðin eru friðuð vegna þess að þar er smáfiskur sem við viljum friða og geyma til seinni tima þang- að til hann hefur náð meiri stærð. Tonnatala sem þeir taka af þessum fiski núna segir þvi ekki rétta sögu. 1 viðræðunum í London á dögunum voru Bretum sýnd þau svæði sem friða átti vegna smáfisks og þeir fengu i hendur reglugerð- Framhald á bls. 12 Hugmyndir sáttanefndar: 13,6 -16,5% kaup- hækkun í áföngum SATTANEFND rfkisins lagði f gær fram á sáttafundi milli aðila vinnumarkaðarins grundvöll að viðræðum milli aðila eða hugmvnd að sáttatillögu. Tillaga þessi felur f sér allt að 16,5% launahækkun fyrir láglaunafólk, en á öll laun felur hún f sér launahækkun, sem nemur 13,6%. Er launahækkunin f áföngum, 4% hinn 1. marz, 5% hinn 1. júlf og 4% hinn 1. október. Þau laun, sem lægri eru en 54 þúsund krónur á mánuði fá að auki hinn 1. marz 1.500 króna launahækkun, sem jafnast út á bilinu upp að 57 þúsund krónum. Sáttafundurinn í gær hófst klukkan 14 og klukkustund síðar lagði sáttanefndin fram þessar hugmyndir að viðræðugrundvelli. Var síðan gert hlé á fundinum og hittust menn siðan aftur. Var ákveðið að ræða þennan grund- völl og er nýr fundur boðaður í dag klukkan 14. I tillögunum er sett svokallað rautt strik hinn 1. nóvember næstkomandi og er það miðað við framfærsiuvísitöluna 585. Þessi vísitala var 491 stig í nóvember síðastliðnum og verður væntan- lega 507 stig nú í febrúarmánuði. Þau stig, sem verða umfram rauða strikið eða 585 stig munu þannig veita verðlagsbót á laun hinn 1. nóvember næstkomandi. Sett hefur verið á laggirnar sér- stök lifeyrissjóðanefnd með 5 Framhald ábls. 12 Hitaveita Reykjavíkur: Framkvæmdir skorn- ar niður og heitavatns- skortur næsta vetur - verði fyrirtækið dregið öllu lengur á umbeðnum hækkunum gjaldskrár ÞAÐ ER nú þegar orðið Ijóst, að ekki verður haldið áfram fram- kvæmdum f nágrannasveitar- félögunum fram yfir það, sem umsamið er við verktaka. Aðeins verður lokið við afganga af verk- samningum. Ef þetta heldur svo áfram, nær þetta ástand ekki að- eins til nágrannasveitarfélag- anna, heldur til Reykjavfkur- borgar einnig. Það sem eftir er er um þriðjungur af Hafnarfirði og Fjórir milljarðar frá sjóðakerfi í fiskverð: Olíusjóður lagður niður - trygg- ingarsjóður skertur um helrmng RlKISSTJÖRNIN lagði fram á Alþingi f gær tvö frumvörp um (JTFLUTNINGSGJALD AF SJAVARAFURÐUM og STOFN- FJARSJÓÐ FISKISKIPA. Frumvörpin spanna tillögur og ábendingai svokallaðrar „sjóða- nefndar", sem að meginefni fela í sér eftirfarandi atriði: 0 Olíusjóður fiskiskipa verði lagður niður og niðurgreiðslu olfuverðs úr honum hætt. 0 Tekjur tryggingarsjóðs fiski- skipa af útflutningsgjöldum verði skertar um sem næst -6%gjald af verði út- fluttra sjávarafurða helming frá núverandi gjald- skrá útflutningsgjalda og greiðslur iðgjaldastyrkja lækkaðar að sama skapi. Fiskimálasjóður og Fiskvclða- sjóður verði sameinaðir undir eina stjórn. Til styrkveitinga úr Fiskimálasjóði verði varið ákveðnum hluta á tekjum sjóð- anna af útflugningsgjaldi. Aflatryggingarsjóður — bæði almenn deild og áhafnadeild — starfi áfram en ftarleg skoð- un á starfsreglum hans fari fram, sérstaklega með hliðsjón af hugsanlegum svæðasjóðum f stað eins sjóðs. i Gjald til stofnlánasjóðs fiski- skipa lækki og verði ekki hærra en 10% af verðlagsráðs- verði sjávarafurða við heima- landanir (f stað 15% nú) og 16% við landanir erlendis (í stað 21% nú). Öll ákvæði um útflutnings- gjald af sjávarafurðum verði numin úr núgildandi lögum, en eitt gjald lagt á, 6% af fob-verði útfluttra sjávaraf- Framhald ábls. 12 um þriðjungur af Garðabæ, sfðan er það dreifikerfi f ný hverfi f Reykjavfk, hluti af nýrri æð f Vesturbæinn vegna nýrra hverfa þar. Til þess að þetta sé hægt þarf að halda áfram virkjunum á Reykjum og tekur það um helming þess f jár, sem áætlað er f framkvæmdir þessa árs, um 400 milljónir króna. Ef engin hækk- un fæst á gjaldskrám verður ékki einu sinni unnt að ráðast f það, þótt það verði látið ganga fyrir, þvf að annars verður vatnsskortur næsta vetur.“ Þetta eru ummæli Jóhannesar Zoéga, hitaveitustjóra, um ástand Hitaveitu Reykjavíkur, en verð- lagsyfirvöld hafa ekki leyft þær umbeðnu hækkanir, sem Hita- veitan hefur sótt um. Hitaveita Reykjavíkur óskaði eftir því við ríkisstjórnina, að hún fengi að hækka gjaldskrár sfnar um 15% hinn 1. september síðastliðinn og aftur um 15% um nýárið. Þessi hækkunarbeiðni hefur ekki fengizt samþykkt og ætti Hita- veita Reykjavíkur í dag að fá þá hækkun, sem nægði fyrir þetta ár, þyrfti hún 42% hækkun. Sé hins vegar litið til lengri tíma, þyrfti hækkunin ekki að vera eins há. Hitaveitustjóri sagði að kostnaður við kyndingu hjá við- skiptavinum Hitaveitu Reykjavík- Framhald ábls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.