Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1976 * Islenzkur Suíi ÞaS má með sanni segja að íslendingar hafi átt fimm kepp- endur i stórsvigskeppni Ólympiu- leikanna að þessu sinni, það sem Svíinn Guðmundur Soderin er af islenzku foreldri, þótt hann keppi fyrir Svia. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann eftir fyrri dag stórsvigskeppninn- ar sagðist hann ekki vera sérlega ánægður með árangur sinn. en hann var þá 33. i röðinni. Guð- mundur skipar nú alpagreina- landslið Svia ásamt Ingemar Stenmark. Jokobsson og Strand Stig. Sagði Guðmundur að hann hefði vart komið i erfiðari braut en þessa, þar sem harður is hefði verið I meiri hluta hennar. Hefði brautin verið farin að versna verulega þegar hann fór i hana, og sagðist hann ekki geta skilið hvernig þeir sem á eftir komu náðu að fara hana. i keppninni i gær hafði Guðmundur sæmilegt rásnúmer. en ætlaði sér-um of. missti hlið og datt siðan og var þar með úr leik. ÞÓ. Afrek Halldórs athygUsvert ÁRANGUR Halldórs Matthías- sonar i 15 kilómetra göngunni hefur vakið mikla athygli meðal göngumanna i Innsbruck Þykir árangur hans með ólikindum mið- að við það að hann hefur aðeins nokkurra mánaða æfingu að baki, en flestir þeir sem hann sigraði i göngunni hafa hins vegar æft sleitulaust i allt að fjögur ár með keppni á Ólympiuleikunum sem markmið. Þannig hafa t.d. þeir Magne Myrmo og Gerhard Grimmer, heimsfrægir göngu- menn, sem Halldór skaut ref fyrir rass litið gert annað undanfarna fjóra vetur en að æfa. Áhorfendur AÐSÓKN hefur verið mjög góð að Ólympiuleikunum I Innsbruck og þá sérstaklega um sfðustu helgi. er fjöldi Þjóðverja og Svisslend- inga lagði þangað leið sina auk Austurrikismanna. sem vitanlega eru fjölmennastir. Daglega munu vera á Ólympiusvæðinu um 60 þúsund manns. Siðan Franz Klammer sigraði i brunkeppni leikanna hefur hann verið þjóðhetja i Austurriki og vart haft frið fyrir áhugasömum fréttamönnum og fólki sem vill fá eiginhandaráritanir Sömu sögu er að segja af flestum keppendanna og fara Islendingar ekki varhiuta af þvi fremuren aðrir. Þeir vöktu mikla athygli er þeir gengu inn á leikvanginn i Álafoss-fötum sinum, og er þeir voru að æfing- um i Lizum á laugardagsmorgun- inn kom til þeirra fjöldi fólks og bað þá að rita nófn sin. ÞÓ Datt SÆNSKI skiðastökkvarinn Thomas Lundgren var fluttur á sjúkrahús i fyrradag eftir að hann hafði dottið á æfingu af Berisei stokkpal'inum þar sem keppni i stökki af 90 metra palli á Olympiuleikunum mun fara fram. Var Lundgren nokkuð skrámaður og hafi fengið taugaáfall, en hafði hins vegar sloppið við bein- brot sem þótti með ólikindum, eftir hina hrikalegu byltu er hann hlaut. Svisslendingar ærðnst af fögnnði — er þeirra menn hlutu gull og silfur í stórsvigs/ceppninni Frá Þórleifi Ólafssyni í Innsbruck. „Hemmi, Hemmi", heyrðist hrópað um allt Ólympiusvæðið eftir að Ijóst var að Svisslendingurinn Heini Hemmi hefði hreppt gullverðlaun í stórsvigs keppninni I Innsbruck sem lauk í gær. Svisslendingar gengu bókstaflega berserksgang eftir keppnina og gáfu tilfinningum sfnum lausan tauminn. Og það var ekki út af Hemmi einum sem Svisslendingar gloddust í gær, þar sem silfrið féll einnig i þeirra hlut, þar sem Ernst Good hlaut næstbezta tfma f keppninni. Ingemar Stenmark frá Svfbióð náði svo f bronsverðlaunin, en á þvf áttu ekki margir von, þar sem hann var tveimur sekúndum á eftir fyrsta manni að fyrri umferðinni lokinni. Gustavo Thoeni, sem var f fyrsta sæti eftir fyrri umferðina, varð svo í fjórða sæti. Stórsvigsbrautin f gærmorgun var geysilega erfið og sögðu reyndustu og frægustu keppendurnir á leikunum að þetta væri erfiðasta braut sem þeir hefðu komið f nú f vetur. Sézt það m.a. á því, að aðeins 54 keppendur luku keppni af þeim rösklega 100, sem hófu hana. Keppnin f gær var geysilega skemmtileg. Engelhard Pargaetzi fór brautina fyrstur og náði samanlögðum tfma 3:28,76. Sfðan kom Greg Jones frá Bandaríkjunum, en náði ekki eins góðum tfma. Þá komu þeir Wolfang Juninger frá Vestur Þýzkalandi og Hans Hintersser frá Austurrfki og hvorug- um þeirra tókst að slá Pargaetzi við. Nú stóðu áhorfendur á öndinni, þvf tilkynnt var að Ingemar Stenmark frá Svfþjóð væri f brautinni. Hann brást ekki vonum og fór brautina af miklum hraða og öryggi Fannst sumum nóg um hraðann á stundum i þessari stórhættulegu braut. Stenmark kom f mark á tfmanum 1:40,90 min. sem var lang bezti tfminn sem náðist í gær og samanlagður tfmi hans var 3:27,41 mín. Næstur á eftir Stenmark kom Hemmi. Þessi litli naggur, sem er aðeins 1,60 metrar á hæð, sýndi að margur er knár þótt hann sé smár og náði tfmanum 1:41,56 mín. og var þar með kominn fram fyrir Stenmark og menn héldu að röðin myndi ekki breytast nema ef Thoeni, sem var með bezta tfmann frá fyrri deginum, myndi takast vel upp. En Thoeni var ekki jafn snarpur og fyrri daginn og fékk tfmann 1:43,48 mín. og þvf 3:27,57 mín. samanlagt, sem var þriðji bezti tfminn. Þrfr menn fóru brautina á eftir Thoeni. Síðastur í fyrsta ráshópnum fór svo Svisslendingurinn Ernst Good, en hann hafði næstbezta tfmann eftir fyrri daginn. Fór hann brautina geysilega vel og kom f markið á 1:41,56 mfn., þannig að samanlagður tfmi hans var 3:27,17 mfn. Þar með áttu Svisslendingar orðið tvo fyrstu menn og Svfar þann þriðja. ítalir sem allir höfðu gert sér vonir um að Thoeni myndi ná f gullið eftir hinn góða árangur hans fyrri dag keppninnar urðu að bfta f súra eplið. Og það urðu fleiri að gera. Gestgjafarnir, Austurrfkismenn, áttu engan mann fyrr en í 14. sæti, en það var Hans Hintersser. Efri mvndin sýnir hinn lágvaxna Svisslending Heini Hemmi nálgast markið sem sigurvegari í stórsvigskeppninni en neðri myndin er af ítalanum Gustavo Thoeni sem hafði forystu eftir fyrri dag stórsvigs- ins. Hann fór hins vegar svo varlega f sakirnar f gær að hann hrapaði niður f fjórða sætið. Sfmamynd AP Sá sem einna mest kom á óvart í keppninni var Strand Stig frá Svfþjóð sem hafnaði í 12. sæti, en hann hafði rásnúmer 35. Þykir þetta mikill sigur fyrir landsliðsþjálfara Svfa, Ole Rollen. Stórkostlegt efni í afreksmann — sagði sœnski þjálfarinn um Sigurð Símamynd AP Sovétmaðurinn Evgeni Kulikov sigrar i 500 metra skautahlaupi. Sænski landliðsþjálfarinn í alpa- greinum, Ole Rollen, sagði i við- tali við Morgunblaðið i gær, að Sigurður Jónsson frá Isafirði væri einhvert mesta efni i afreksmann i alpagreinum sem hann hefði séð i Evrópu s.l. tvö til þrjú ár. — Ef ég fengi að hafa hann í minni umsjá tvö til þrjú næstu ár gæti ég skap- að úr honum nýjan Ingemar Sten- mark, og vel það. sagði Rollen Sigurður er aðeins 16 ára og sennilega yngsti keppandinn i alpa- greinum á Ólympiuleikunum — Hann verður frábær ef hann fær að æfa eins og með þarf og taka þátt i mótum á næstu árum, t.d heims- bikarkeppninni, sagði Rollen. En auðvitað kostar slikt peninga og aftur peninga og þvl miður er ósennilegt að islenzka skíðasam- Sigurður Jónsson. bandið se þess megnugt að halda úti einum manni, hvað þá fleirum. I keppnisferðalögum I heilan vetur, og þvi miður er litil von að okkar menn komist i þá aðstöðu sem flest- ir keppendur stórþjóðanna hafa, en þeir eru ýmist gerðir út af viðkom- andi stjórnvöldum eða þá stórfyrir- tækjum Meðan þessir piltar fá ekki betri aðstöðu en þeir hafa haft er ekki mikil von til að þeir komist langt —- þeir fá til að mynda þannig rásnúmer á stórmótum að þeir keppa raunverulega i allt annarri braut en þeir beztu Þ.Ó. Tvöfaldur sovézknr signr í 300 m skautahlaupinn SOVÉTMENN unnu tvöfaldan sigur ! 500 metra skautahiaupi karla á Ólympíuleikunum ! Innsbruck ! gær. Sigurvegari varð Evegenij Kulikov sem hljóp á 39,1 7 sek og er sá tlmi nýtt Ólympiumet Gamla Ólympiu- metið var i eigu Vestur Þjóðverjans Erhards Keller og var það 39,44 sek., sett á Ólympiuleikunum I Sapporo 1972. Þegar í öðrum riðli hlaupsins í gær náðist frábær árangur, en þá hljóp Bandaríkjamaðurinn Peter Muller á 39,57 sek Hann hafði þó ekki forystuna lengi, þar sem Kulikov hljóp í næsta riðli ásamt Vestur- Þjóðverjanum Horst Freese. Strax i startinu datt Þjóðverjinn og var úr leik en Sovétmaðurinn skundaði áfram og hafði mjög gott rennsli Var þegar séð að hann myndi ná mjög góðum tima og i markið kom hann á 39,17 sek Þar sem aðstæður voru ekki alltof góðar I Innsbruck mátti það vera aug- Ijóst að þennan tíma yrði erfitt að bæta Það var svo ekki fyrr en i 10. riðlin- um sem Kulikov var ógnað. Þar hlupu saman Sovétmaðurinn Valerij Muratov og Bandarlkjamaðurinn Daniel Immer- fall. Margir höfðu spáð Muratov sigri eða verðlaunasæti á leikum þessum, en Immerfall var hins vegar óþekktur skautahlaupari. Öllum á óvart háðu þessir hlauparar grimmilegt einvlgi og var séð um mitt hlaup þeírra að þeir myndu ekki verða langt frá árangri Kulikovs, ef svo héldi sem horfði. Á siðustu 100 metrunum varð Banda- rikjamaðurinn að gefa nokkuð eftir, en Sovétmaðurinn kom i markið á 39 25 sek og nægði sá árangur til silfurverð- launa á mótinu Immerfall fékk tímann 39,54 sek og hreppti bronsverðlaun- in, þótt litlu munaði reyndar að Svíanum Mats Wallberg tækist að krækja i þau, en hann hljóp á 39,56 sekúndum og varð fjórði Þrátt fyrir að nokkrir menn hefðu hlotið svo góðan tima voru úrslit hlaupsins ekki ráðin fyrr en i næst siðasta riðlinum en þar hlupu saman Bandarikjamaðurinn James Chapin og Norðmaðurmn Jan Egil Storholt, báðir mjög góðir skautahlauparar og einkum þó Bandarikjamaðurinn, sem hljóp á 38,9 sek. á móti I Davos skömmu fyrir Ólympiuleikana En þegar þeir félagar Chapin og Storholt foru i brautina var hún tekin að versna til muna og áttu þeir báðir i Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.