Morgunblaðið - 10.03.1976, Page 1
28 SIÐUR
53. tbl. 63. árg.
MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Frankfurt 9. marz Ntb. Reuter
SEINT f kvöld var ástand enn óbreytt við dómhúsið f Frankfurt þar
sem vopnaður maður héft tveimur réttarþjónum f gfslingu og krafðist
þess að bankaræninginn Linden, sem ðtti að hefja réttarhöld yfir f dag
yrði leystur úr haldi. Mikill fjöldi vopnaðra lögreglumanna er við
dómhúsið og er beðið fyrirmæla um hvað gera skuli.
Maðurinn komst inn . réttar-
salinn skömmu áður en réttarhald
skyldi hefjast. Vörður áttaði sig á
Alfonso
Gatto látinn
Grosseto, ltaliu, 9. marz. Reuter.
ALFONSO Gatto, eitt þekkt-
asta Ijóðskáld Italiu lézt í dag í
umferðarslysi. Hann var 66
ára gamall. Gatto var fæddur í
Salerno árið 1909 og gaf út
fvrstu ljóðabók sfna tuttugu og
þriggja ára að aldri. Hann var
einu sinni fangelsaður meðan
fasistar réðu ríkjum á
ltalíu og eftir seinni heims-
styrjöldina studdi hann
ítalska kommúnistaflokkinn,
enda þótt hann drægi mjög úr
afskiptum sínum af stjórnmál-
um síðari árin.
Gatto naut mikils álits með
löndum sínum og hefur iðu-
lega verið skipað á bekk með
Nóbelsverðlaunahafanum í
bókmenntum árið 1975,
Eugenio Montale.
að maðurinn væri vopnaður og
ætlaði að stöðva hann, en byssu-
maðurinn greip þá tvo starfs-
menn og ýtti þeim inn í hliðarher-
bergi og læsti að þeim. Hann
krafðist þess að Linden fengi að
fara frjáls ferða sinna og auk þess
krafðist hann nokkurra milljóna
marka lausnargjalds og auk þess
flugvélar sem færi með þá Linden
til Kúbu.
Linden var handtekinn í
Mexico ásamt öðrum manni og
voru báðir framseldir til Þýzka-
lands. Þeir höfðu gerzt sekir um
stuld á tveimur milljónum marka
úr peningaflutningabíl. Lugmeier
slapp úr fangelsi I síðasta mánuði
og hefur ekki náðst.
Lögreglustjóri Frankfurt Knut
MUller sagði að lögreglan væri í
stöðugu sambandi við byssu-
manninn, en hann hefði ekki enn
sett endanleg tímamörk fyrir því
hvenær kröfum hans skyldi full-
nægt, en hann hefði í hótunum
um að skjóta gíslana ef ekki færi
einhver hreyfing að komast á að
gengið yrði að því sem hann hefði
farið fram á.
Sovét:
120munuhafa
látizt í flugslysi
Moskvu, 9. marz. NTB.
t NTB-fréttum frá Moskvu segir
að sovézk farþegaflugvél af gerð-
inni Illusjin 1-118, hafi farizt í
Armenfu á föstudag og með henni
sennilega um eitt hundrað og
tuttugu manns.
Flugvélin var í eigu sovézka
flugfélagsins Aeroflot. Ekki
hefur fregnin um slysið verið
staðfest opinberlega, en sagt að
listi yfir farþega hafi verið lagður
fram. Talið er að flestir farþeg-
anna hafi verið Austur-
Evrópumenn.
Vélar af þessari gerð taka um
122 farþega og áhöfn þeirra er
fimm menn.
Sig pundsins
heldur áfram
London, 9. marz. Reuter
STAÐA pundsins versnaði enn í
dag og nú hefur verðið á því fallið
um 33.2% sfðan í desember 1971
miðað við 33.1% í gær. Þessi
lækkun er nýtt met.
Að vísu skánaði staða pundsins
gagnvart dollar og við lokun var
sölugengið skráð 1.9430 dollarar
miðað við 1.9407 f gær.
Yfirleitt var ástandið miklu
rólegra á peningamörkuðum í dag
en í gær þegar pundið lækkaði
um fimm cent gagnvart dollar, en
rétt fyrir lokun greip um sig tals-
vert söluæði í London.
Skömmu áður hafi útvarpið í
Lagos skýrt frá því að gjaldeyris
varasjóði Nígeriu sem hefur að
langmestu leyti verið i pundum,
Framhald á bls. 27
AF-símamynd
Lögreglumenn með labbrabbtæki og vélbyssur koma að dómhúsinu f Frankfurt sem fjölmennt lögreglu-
lið hefur slegið hring um og var búizt við aðgerðum til að frelsa gfslana tvo.
Ólga og viðbúnaður
í Baska-héruðunum
Bilbao, 9. marz. Reuter.
UM 10.000 verkamenn í bænum Basauri í Baska-
héruðunum á Norður-Spáni samþykktu allsherjarverk-
fall í óákveðinn tíma á fundi í dag til að mótmæla því að
lögreglumaður skaut ungan verkamann til bana í gær.
Allt athaínalíf í bænum er lam-
að og á fundi sem verkamenn
héldu kröfðust verkfallsforingjar
þess að „enginn hæfi aftur vinnu
fyrr en lögreglan gæfi skýringu á
þessu níðingsverki." Vel vopnaðir
þjóðvarðliðar höfðu umkringt bæ-
Verkföll og
mótmæli í París
París, 9. marz. AP. Reuter.
ÞÚSUNDIR fóru í mótmæla-
göngu um París i dag og opinberir
starfsmenn um gervallt Frakk-
land tilkynntu um 24ra stunda
verkfall til að þrýsta á launa-
hækkunar kröfur sinar. Um það
bil þrjátíu þúsund manns tóku
þátt í göngunni, en ekki kom til
neinna óláta. Síðdegis hófst svo
sérstakur fundur fimm þúsund
kvenna sem kváðust vilja leggja
áherzlu á það misrétti sem konur í
Frakklandi væru beittar, bæði í
launum og varðandi starfsaðstöðu
á vinnustað.
inn og þyrla lögreglunnar
sveimaði yfir fundarmönnum.
Annars staðar í Baskahéruðun-
færðist atvinnulif i eðlilegt
verið lokaðar á undanförnum
tveimur mánuðum vegna verk-
falla kolanámumanna sem krefj-
ast launahækkana. Siðustu daga
hafa stúdentar í Oviedo staðið að
mótmælaaðgerðum gegn at-
burðunum i Vitoria.
um
horf eftir verkfallið sem var gert i
gær til að mótmæla atburðunum i
Vitoria í siðustu viku þegar fjórir
biðu bana. 1 Bilbao voru nokkrar
stórar verksmiðjur þó lokaðar þar
sem starfsmenn þeirra hafa
krafizt launahækkana.
1 Oviedo, höfuðstað fylkisins
Norður-Asturias, hvöttu vinstri
hópar til „baráttudags" á morgun
til að mótmæla því að kolanámum
hefur verið lokað og til stuðnings
verkamönnum í Vitoria. Land-
stjórinn í Vitoria gaf út yfir-
lýsingu þar sem hann varaði við
undirróðri og tilraunum til að
koma af stað ókyrrð.
Þjóðvarðliðar komu upp vega-
tálmum í nágrenni Oviedo og
kröfðust persónuskilríkja af
fólki, bersýnilega til að koma í
veg fyrir að námumenn færu til
bæjarins til að taka þátt í mót-
mælaaðgerðunum á morgun.
Margar námur i Asturias hafa
Florída:
Úrslita beðið með óþreyju
Miami, 9. marz Reuter
SEINT I kvöld var talið að úrslit I
forkosningunum í Florida mvndu
liggja fvrir í nótt og spádómar
voru allir á þá lund, að sögn
Reuters fréttastofunnar, að
Gerald Ford forseti mvndi bera
sigurorð af aðalkeppinaut sínum
Ronald Reagan fvrrverandi ríkis-
stjóra. Vetrarleyfi standa sem
hæst í rfkinu um þessar mundir,
spáð var úrhellisrigningu og jafn-
vel hvassviðri víða, en samt var
álitið að þátttakan f forkosning-
unum yrði mjög góð. Er talið að
um helmingur af flokksbundnum
repúblikönum í ríkinu, en sam-
Framhald á bls. 27
Ítalía:
Fjallasvif-
vagn hrapaði
a.m.k. 40 manns fórust
Trento, ítaliu 9. marz. Reuter.
FJALLASVIFVAGN troð-
fullur af skíðamönnum, hrap-
aði i Dólómíta fjöllunum á
Italíu siðdegis í dag þar sem er
frægur vetraríþróttastaður og
létust fjörutíu manns, að ölí-
um líkindum hver maður sem
í vagninum var. Lögreglan
sagði að vagninn hefði verið
miðja vegu milli stöðvanna
Cermis og Cavales, þegar vind-
kviða þevtti vagninum á næsta
vagn á undan og við árekstur-
inn slitnaði seinni vagninn
niður og þevttist til jarðar,
marga tugi metra
Lögreglan skvrði frá því að
ekki væri enn fullljóst hversu
margir hefðu látið lifið. en
fyrstu fréttir um að sex hefðu
komist lífs af, revndust rang-
ar. Ungur piltur sem var með
Iffsmarki, þegar björgunar-
menn náðu haðnum úr brak-
inu, lézt á leiö f sjúkrahús.
Ekki var í kvöld vitað hvort
erlendir ferðamenn hefðu ver-
ið f vagninum eða hvort allir
voru ítalskir. Þetta er mesta
slvs sinnar tegundar á Italíu i
fjölda mörg ár, en alvarleg
óhöpp á fjallasvifvögnum hafa
verið fátið síðustu árin.
Frankfurt:
Byssumaður held-
ur tveimur gíslum
— krefst lausnar bankaræningja