Morgunblaðið - 10.03.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
3
Nokkrar af 22 kvenmönnum í leikritinu.
Ljósm. RAX.
Þrír aðalleikarar leikritsins Þingkonurnar.
LEIKLISTARFÉLAG
Menntaskólans við
Hamrahlíð frumsýnir í
kvöld leikritið Þingkon-
urnar eftir Aristofanes.
Er þetta jafnframt í
fyrsta sinn sem þetta
leikrit er flutt á tslandi
en áður hefur leikritið
Frum-
sýning
á íslandi
Ragnheiður Tryggvadöttir á
æfingu leikritsins.
„Þingkonurnar” í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð
Lýsistrata eftir sama höf-
und verið flutt hér við
góða aðsókn. Islenska
gerð annaðist Kristján
Arnason en leikstjóri er
Stefán Baldursson. í
leiknum eru samtals 28
hlutverk, þar af 22 kven-
hlutverk. Tónlistarflutn-
ing annast 7 manna
hljómsveit úr skólanum
en alls hafa yfir 40 ein-
staklingar lagt hönd á
plóginn við uppsetningu
verksins.
Leikritið Þingkonurnar ger-
ist i\Aþenu á fimmtu öld fyrir
Krist. Frjálsir og velefnaðir
karlmenn ráða ríkjum og er al-
menningur ekki harla ánægður
með ástandið í landinu eins og
oft vill verða. Sérstaklega eru
það konur sem eru óánægðar
enda undirokaðar og plagaðar.
Þær taka því það ráð að dulbú-
ast semkarlmenn laumastinn í
þingið og ná aö hrifsa til sin
völdin. Á þingi fá þær því fram-
gengt að kvennaveldi er komið
á fót. Hugsa þær sér að stjórna
ríkinu á sama hátt og kvenfé-
lagi og telja sig geta grætt á tá
og fingri. Þessu kvennaveldi
fylgja lagabreytingar og sam-
þykktir sem karlmönnum fell-
ur ekki alls kostar vel við.
Höfundur!nn Aristofanes er
þekktasti gamanleikjahöfund-
ur Grikkja. Hann var uppi á
fimmtu öld f. Kr. og gerist leik-
urinn einnig á þeim tíma.
Samdi hann 40 verk en mörg
þeirra eru nú glötuð. Þingkon-
urnar er eitt af siðustu verkum
Aristofanesar. Nú á þessari öld
hefur Aristofanes notið mikilla
vinsælda Hafa verk hans verið
sett upp í leikhúsum um allan
heim, auk þess sem þeim hefur
verið útvarpað og sjónvarpað.
Aðeins eitt annað verk
Aristofanesar hefur verið þýtt
Stefán Baldursson leikst jóri.
og flutt á íslenzku en það er
Lysistrata sem hlotið hefur
mjög góðar undirtektir hér á
landi sem annars staðar.
Leikritið Þingkonurnar tekur
um hálfan annan tíma í flutn-
ingi. Með aðalhlutverk fara
Ragnheiður Tryggvadóttir,
Karl Ágúst Ulfsson og Stefán
Tryggvason en einnig fara
Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jón
Erlingur Jónsson, Hrefna Har-
aldsdóttir Halldóra Magnús-
dóttir Auður Fr. Halldórsdóttir
og Helga Haraldsdóttir með
stór hlutverk. Tónlist er eftir
Ölaf Hauk Símonarson en As-
geir Steingrímsson sem er nem-
andi í skólanum útsetti hana
fyrir hljómsveitina. Leiktjöld
eru gerð af myndlistafélagi
MH.
í fyrra sýndi leiklistafélag
MH leikritið Gísl, einnig undir
leikstjórn Stefáns Baldursson-
ar við mjög góðar undirtektir.
Gísli V. Einarsson
endurkjörinn fonnaður
Verzlunarráðs íslands
AÐALFUNDUR Verzlunarráðs Islands hófst að Hótel Sögu, Súlnasal
klukkan 10 í gærmorgun. Fundinn setti formaður ráðsins Gísli V.
Einarsson og fjallaði hann í ræðu sinni aðallega um þann efnahags-
vanda, sem við er að striða f dag, orsakir hans og afleiðingar og hvernig
við eigi að bregðast ef finna á varanlega lausn. Slðan flutti Jónas
Haralz bankastjóri ræðu og fjallaði þar um fríverzlun og þróun
efnahagsmála hér á landi og í heiminum umhverfis okkur.
Síðan tóku við venjuleg aðal-
fundarstörf og stjórnarkjör. Gísli
V. Einarsson var einróma endur-
kjörinn formaður Verzlunarráðs
Islands næstu tvö ár og aðrir í
stjórn voru kosnir Hjörtur Hjart-
arson, Albert Guðmundsson
Hjalti Geir Kritjánsson, Öttar
Ellingsen, Haraldur Sveinsson,
Jón Magnússon, Hilmar Fenger,
Höskuldur Ölafsson, Jóhann J.
Ölafsson, Þorváldur Guðmunds-
son, Vilhjálmur H. Viðhjálmsson,
Önundur Ásgeirsson, Gunnar As-
geirsson, Pétur Ö. Nikulásson,
Halldór Jónsson, Kristmann
Magnússon, Sveinn Björnsson
skókaupmaður og Sigurður Gunn-
arsson. Stjórnin mun á fyrsta
fundi sínum kjósa 5 manna fram-
kvæmdarstjórn úr sínum hópi.
Klukkan 4,30 var aðalfundi
Verzlunarráðsins slitið. Næsti
fundur verður að tveimur árum
liðnum. Á fundinum voru sam-
þykktar ýmsar ályktanir. Að lokn-
um fundinum bauð Verzlunarráð-
ið fundarmönnum í móttöku i
húsakynni sín, Þverá við Laufás-
veg.
Fyrirspurn á
finnska þinginu
um stofnun sendi-
ráðs í Reykjavík
í FYRIRSPURNARTÍMA I finnska
þinginu fyrir skömmu bar þing-
maðurinn Par Stenbaáck fram þá
fyrirspurn hvort ráUgert væri a8
styrkja diplomatisk tengsl Finnlands
og islands, og þá meS þvl a8
finnskur sendiherra yr8i búsettur I
Reykjavik.
Ráðherra utanríkisviðskipta, Sakari
Lehto, varð fyrir svörum og sagði að
engar ákvarðanir hefðu verið teknar I
þessu efni en rlkisstjórnin myndi slðar
skoða málið með tillitit til vilja sérstakr-
ar utanrikismálanefndar þingsins, sem
taldi æskilegt að stofna sendiráð I
Reykjavlk. Sagði ráðherrann að fjár-
veitingarmál spiluðu þarna inn I.
í framhaldi af þessu hafði Mbl. sam-
band við Einar Ágústsson utanrlkisráð-
herra Hann sagði að ekki hefði komið
til tals nýlega að auka tengsl Islands og
Finnlands með gagnkvæmum stofnun-
um sendiráða. Ýmsir hefðu látið I Ijós
óskir um sllkt og yrðu þessi mál skoð-
uð.
BUNAÐARÞINGSFULLTRUAR fóru um síðustu helgi f skoðunarferó um Suðurlandsundirlendið.
Fyrst heimsóttu þeir Stóðhestastöð Búnaðarfélagsins á Litla-Hrauni, skoðuðu sfðan Safnahúsið á
Selfossi og er þessi mynd tekin þar. Þá heimsóttu þeir einnig hevkögglaverksmiðjurnar f Gunnars-
holti og á Stórólfshvoli við HvolsvöII.
Búnaðarþingi lýkur í dag
BUNAÐARÞING hefur nú staðið á þriðju viku og
er gert ráð fyrir því að þinginu verði slitið síð-
degis í dag. Meðal mála, sem Búnaðarþing hefur
afgreitt á fundum sínum siðustu daga má nefna
ályktun um merkingu nautgripa og breytingu á
kjötsmatsreglum og ályktun um ráðstafanir til að
bægja búfé frá þjóðvegum. Þá samþykkti þingið
ályktun þar sem lýst er yfir fyllsta stuðningi við
efni frumvarps um að bjarga mjólk frá eyði-
leggingu i verkföllum en þingið gerði þá
ábendingu að rétt væri að taka upp í frumvarpið
ákvæði, sem tryggði óhindraða flutninga mjólkur
frá framleiðendum til mjólkurbúa í verkföllum.
Þingið hefur samþykkt ályktun um skólakostn-
að. Er í henni fjallað um kostnað við kyndingu á
skólum skyldunámsstigsins, auk þess sem óskað
er eftir þvi að kostnaður við akstur skólabarna
verði framvegis greiddur mánaðarlega, þ.e.a.s.
hlutur ríkissjóðs. Eins og áður sagði hefur þingið
einnig sent frá sér ályktun um ráðstafanir til að
bægja búfé frá þjóðvegum landsins og er í álykt-
uninni bent á að umferðaróhöppum af þessu tagi
fari fremur fjölgandi og beinir þingið því til
bænda að þeir sjái til þess að viðhald girðinga
meðfram þjóðvegum sé nægilegt og þá eru
bændur hvattir til að koma upp ristarhliðum á
heimreiðum og hliðarvegum. Þá beinir þingið því
til Vegagerðar ríkisins að hún færi eldri girðingar
í rétta fjarlægð frá vegi. Þingið vekur einnig
athygli á því hvort ekki sé rétt að beita ákvæðum
laga sem heimila að hrossaeigendur séu skyldugir
til að hafa hross sin í vörslu allt árið eða tiltekinn
hluta þess.