Morgunblaðið - 10.03.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
5
Frá Borgarfundinum I Árbæjarskóla 5. marz.
Félagsmiðstöð
í Arbæjarhverfi
NÚ FYRIR skömmu fór fram kynning Æskulvðsráðs Reykjavfkur á
teikningum þeim sem nú liggja fyrir að félagsmiðstöð I Arbæjar-
hverfi. Hafa þær teikningar verið samþykktar bæði í Æskulýðsráði og
borgarráði nú á þessu ári. Þessari kvnningu lauk með almennum
borgarafundi sem haldinn var í Árbæjarskóla 5. marz. 1 samþvkkt
fundarins kemur fram að fundurinn fagnar þvf að þessar teikningar
eru fram komnar og hvetur borgarvfirvöld til að hraða byggingarfram-
kvæmdum eins og auðið er.
Upphaf málsins er að Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur samþykkti i
nóvember 1974 tillögu frá for-
manni ráðsins, Ðavíð Oddssyni,
þar sem lagt er til við borgaryfir-
völd að hafizt verði handa um
byggingu félagsmiðstöðvar í Ár-
bæjarhverfi.
Félagsmiðstöðinni i Árbæ er
ætlað að vera samastaður fyrir
félagslíf í hverfinu. Félög munu
fá þar inni fyrir samkomur fundi
og fræðslustarf. Þá geta þær borg-
arstofnanir sem það hentar haft
starfsemi með höndum í félags-
miðstöðinni, svo sem námsflokka,
starf fyrir aldraða o.fl. Æskulýðs-
ráð Reykjavíkur verður þar með
eigið starf og einnig er gert ráð
fyrir aðstöðu fyrir skáta i húsinu.
Alls er gólfflötur félagsmið-
stöðvarinnar áætlaður 788 ferm,
auk 210 ferm óráðstafaðs rýmis í
kjallara. Miðja hússins er umferð-
arleið sem einkennist af skábraut-
um í stað venjulegra stiga. Með
brautunum er tryggt að allir eigi
greiða leið um húsið, hvort sem
þeir eru í hjólastólum, bæklaðir
eða heilbrigðir. Utandyra Iiggur
lóð hússins að leikjasvæði skól-
Við snerum okkur til Olafs
Kvarans listfræðings, sem verður
leiðbeinandi, og inntum hann eft-
ir þessari nýjung.
— Ástæðan til þess að við höf-
um ákveðið að fara út á þessa
braut er sú, að í lögum um Lista-
safn tslands eru ákvæði um
fræðslu stofnunarinnar á sviði
myndlistar, og þessi starfsemi er
viðleitni til að sinna þessu hlut-
verki.
Ætlunin er, að um 10 manns
verði í hverjum hópi, en að mínu
viti er æskilegt, að hóparnir séu
fámennir, — þannig gefa þeir til-
efni til virkari þátttöku en ella.
Erindi verða flutt um námsefnið,
en síðan gefst þátttakendum tæki-
færi til að bera fram fyrirspurnir
og setja fram eigin hugmyndir.
Skoðanaskipti eru að sjálfsögðu
mjög æskileg og í fámennum hóp-
um gefst betra tækifæri á sliku en
þar sem þátttakendur eru fleiri,
segir Ólafur.
— Hvað er að segja um sjálft
námsefnið?
— Það verður um listastefnur,
myndlistamenn og það, sem yfir-
leitt er myndlist viðkomandi, allt
frá lokum síðustu aldar og fram á
þennan dag. Við byrjum á
impressíónista og expressíónisma
og göngum þannig á röðina. Þetta
verður grunnfræðsla í myndlist,
en slik fræðsla hefur til þessa
nær eingöngu verið bundin skóla-
kerfinu. Það hefur vantað vett-
vang, þar sem áhugasamt fólk,
sem komið er af skólaaldri, getur
aflað sér fræðslu um myndlist.
Það er ánægjulegt að sjá, að það
er fólk á öllum aldri og úr alls
konar starfsgreinum sem ætlar að
Ferðaáætlun Útivistar 1976:
r
Aherzla lögð á skipu-
lagningu lengri og
styttri gönguferða
Davíð Oddsson formaður æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur, á fundin-
um í Arbæjarskóla.
ans, og tengist útivistarsvæði því
er nær niður að Elliðaám og aust-
ur á iþróttavöll.
Arkitektar að húsinu er Örnólf-
ur Hall og Ormar Þór Guðmunds-
son og samstarfsmaður þeirra
Valdis Bjarnadóttir.
FERÐAÁÆTLUN Útivistar fyrir
árið 1976 er komin út. t áætiun-
inni er að finna yfirlit yfir þær
ferðir, sem áætlað er að farnar
verði á vegum félagsins á þessu
ári en i inngangi að ferðaáætlun-
inni kemur fram að félagið vill
við skipulagningu ferða sinna
leggja á það áherzlu að hafa á
boðstólum gönguferðir við allra
hæfi.
Á vegum Utivistar verða skipu-
lagðar 15 sumarleyfisferðir til
ýmissa staða á landinu en lögð er
áherzla á að fara til dvalar á
staðina og að þátttakendur í
ferðunum geti síðan vaiið sér
gönguleiðir, hvort sem menn
kjósa að fara i langar eða stuttar
gönguferðir. Sumarleyfisferðir
Útivi-star standa í 6 daga stytzt en
lengsta ferðin stendur í 15 daga
og verður farið um norðaustur-
horn landsins. Þá skipuleggur
Útivist alls 136 styttri ferðir auk
14 kvöldferða.
I fyrra urðu þátttakendur i
þeim 100 ferðum, sem Útivist
efndi til þá níu mánuði, er félagið
starfaði, um 2300 og þar af voru
500 útlendingar en þeir fóru flest-
ir i sérferðir á vegum félagsins.
Auk hinnar föstu ferðaáætlunar
félagsins verður efnt til sérstakra
ferða og hafa þegar verið farnar
tváer tunglskinsferðir í nágrenni
Reykjavíkur á vegum félagsins og
sú þriðja verður við næsta fulla
tungl eða 16. marz n.k. Það skal
tekið fram að lagt er upp i flestar
ferðirnar hjá Útivist frá Um-
ferðarmiðstöðinni að vestan-
verðu.
Myndum í skólablað stolið
FURÐULEG UR þjófnaður var
framinn í húsi einu við Freyju-
götu i Reykjavík um siðustu helgi.
Þaðan var stolið svartri skjala-
tösku með um 300 myndum, sem
áttu að notast í skólablað MR.
Blaðið nefnist Vetur, og er eins
konar annáll nemenda þessa
skólaárs i myndum. Myndirnar
koma engum að notum nema
skólanemendunum og eru það því
tilmæli þeirra, að sá sem hefur
myndirnar undir höndum skili
þeim. Að öðrum kosti fer margra
vikna ólaunuð undirbúnings-
vinna margra nemenda í súginn,
en blaðið átti að koma út nú í
vikunni.
Nýjung í starfsemi Listasafns íslands:
Myndlistarfræðsla
hefst um mánaðamótin
Rætt við Ólaf Kvaran listfræðing
Á NÆSTUNNI gengst Listasafn tslands fvrir námskeiðum, þar sem
fram fer fræðsla í myndlist 20. aldar. Þetta er f fyrsta sinn, sem slfk
starfsemi fer fram á vegum safnsins.
taka þátt í þessu, en ég hafði
hálfvegis óttazt að mikill meiri-
hluti yrði skólafólk. Ekki svo að
skilja, að safnið hafi neitt á móti
skólafólki, en það er hins vegar
það fólk, sem greiðastan aðgang á
að fræðslu eins og þeirri, sem hér
er um að ræða, en myndlist er
valgrein í mörgum skólum nú
orðið.
Námskeiðin eru þannig skipu-
lögð, að hver hópur kemur í átta
skipti. Þau verða hér i safninu og
hefst kennsla upp úr klukkan átta
á kvöldin. Við verðum með
nokkra hópa í einu, og nú þegar
er ljóst, að þátttaka er mjög mikil.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 15.
marz, en námskeiðin hefjast 1.
apríl.
— Á næstunni hefst annars
konar fræðslustarfsemi hér i
safninu, heldur Ölafur áfram. —
Við höfum lengi haft áhuga á því
að koma á reglulegu fyrirlestra-
haldi um myndlist, og nú i marz-
lok verður sá fyrsti. Þá fjallar
Júlíana Gottskálksdóttir um
abstraktmyndir Finns Jónssonar
frá þriðja áratugnum. 1 april talar
Hrafnhildur Schram um Nínu
Tryggvadóttur, og í maí ætla ég
svo að tala um Septemberhjóninn
svokallaða.
Við teljum, að grundvöllur sé
góður fyrir svona starfsemi, til
dæmis ef marka má aðsóknina að
popp-sýningunni, sem staðið
hefur í safninu að undanförnu, en
hún hefur verið svo góð, að ákveð-
ið hefur verið að framlengja hana
til næstu mánaðamóta, en upphaf-
lega var ráð fyrir gert, að hún
yrði fram í miðjan marz, segir
Ólafur Kvaran að lokum.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Hver er hvaö?
Hver selur hvað?
HER ER ÞAÐ
Þegar þú þarft að afla þér upplýsinga um hver selji hvað, hver sé hvað eða
annað sem varðar íslensk fyrirtæki, félög og stofnanir, þá er svarið að
finna i uppsláttarritinu „ÍSLENSK FYRIRTÆKI" sem birtir víðtækustu
upplýsingar sem fáanlegar eru á einum stað og eru jafnframt þær
aðgengilegustu
„ÍSLENSK FYRIRTÆKI" er skipt niður í þrjá megin flokka:
— Fyrirtæki, stofnanir og félög.
— Viðskipta- og þjónustuskrá.
— Umboðaskrá.
í „ÍSLENSK FYRIRTÆKI" er að finna m.a.:
Nafn,
heimilisfang
sfmi,
pósthólf.
stofnár
nafnnúmer.
dagbók
starfssvið
umboð
þjónusta
framleiðandi
innflytjandi
smásala
starfssvið
ráðuneyta og
embættismenn
þeirra.
sveitastjórnarmenn.
stjórnir félaga og
samtaka
sendiráð og ræðismenn
hér og erlendis.
.ÍSLENSK FYRIRTÆKI" veitir upplýsingar um fyrirtæki á öllum sviðum
viðskipta um allt land.
Sláið upp í „ÍSLENSK FYRIRTÆKI"
og finnið svarið.
Fæst hjá útgefanda.
Frjálst framtak h/f.
mmmmmmmmmammmm Laugavegi 178, símar 82300 og 82302