Morgunblaðið - 10.03.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976
7
F orsætisráð-
herra og
Nato-aðild
i UMRÆÐUM um
vantrauststillögu á rlkis-
stjórnina I Alþingi fyrir
nokkru, fjallaði Geir Hall-
grfmsson, forsætisráð-
herra, m.a. um landhelgis-
málið og afstöðu okkar til
Atlantshafsbandalagsins
og sagði þá m.a.: „Hátt-
virtur þingmaður, Ragnar
Arnalds, taldi ekki nóg að
gert að slfta stjórnmála-
sambandi við Breta,
heldur vildi segja okkur úr
Atlantshafsbandalaginu
og hefja aðgerðir gegn
varnarliðinu á Keflavfkur-
flugvelli. Það kemur ekki
á óvart. Þetta er stefna
þeirra Alþýðubandalags-
manna án tillits til land-
helgismálsins. Þeir nota
þvf það llfshagsmunamál
til þess að koma varnar-
leysisstefnu sinni fram.
Menn skyldu þess vegna
varast að Ijá tillögum
þeirra eyra. Þær eru ekki
settar fram af góðum
huga. Við eigum að taka
afstöðu til þátttöku okkar
f Atlantshafsbandalaginu
miðað við öryggishags-
muni landsmanna á hverj-
um tfma, annað á þar ekki
að vera ákvörðunar-
ástæða. Sá er munurinn á
slitum stjórnmálasam-
bands við Breta og öðrum
aðgerðum, sem Alþýðu-
bandalagsmenn hafa
nefnt, að slit stjórnmála-
sambands er aðgerð, sem
beinist gegn andstæðingi
okkar f deilunni. En aðrar
aðgerðir beinast gegn öðr-
um þjóðum, sem við eig-
um ekkert sökótt við I
sambandi við útfærsluna f
200 mflur og hafa raunar
sýnt málstað okkar skiln-
ing og þrýst á Breta f þvf
skyni að fá þá til að láta af
flotafhlutun sinni."
Ástæða er til að rifja
upp þessi ummæli for-
sætisráðherra, sem hefur
margsinnis tekið fram, að
ekki komi til mála, að
ísland segi sig úr Atlants-
hafsbandalaginu vegna
landhelgisdeilunnar við
Breta, vegna þess, að svo
langt gengur Tfminn f sér-
stæðri baráttu sinni fyrir
þvf, að haft verði f hótun-
um um úrsögn úr Atlants-
hafsbandalaginu vegna
landhelgismálsins, að um-
mæli forsætisráðherra f
grein f Guardian og fleiri
blöðum eru nú talinn
stuðningur við þessa bar-
áttu Tfmans! Stjórnmála-
skrifarar Tfmans virðast
ekki skilja þann grund-
vallarmun, sem á þvf er
annars vegar að gera sér
grein fyrir þvf, að and-
stæðingar NATO-aðildar
nota landhelgisdeiluna
við Breta til þess að afla
fylgis við úrsögn úr NATO
og hins vegar að setja
fram kröfu um, að hótað
verði úrsögn úr bandalag-
inu. Ofangreind tilvitnun f
orð Geirs Hallgrfmssonar I
vantraustsumræðum og
ummæli hans f Guardian
sýna að hann gerir sér að
sjálfsögðu grein fyrir
þeirri hættu, sem þarna er
á ferðum. En sú hætta á
auðvitað að verða
stuðningsmönnum aðildar
að Atlantshafsbandalag-
inu hvatning til þess að
standa traustan vörð um
aðild okkar að bandalag-
inu en ekki tilefni til þess
að hlaupast undan merkj-
um og elta meint al-
menningsálit, sem fyrst
og fremst kemur fram f
hávaðasömum fundar
samþykktum smáhópa,
eins og stjórnmálaskrifar-
ar Tfmans bersýnilega
vilja gera.
Vitneskja sem
liggur fyrir
I Vfðavangi Tfmans f
gær er einnig haft á orði,
að gott sé að fá úr þvf
skorið hvað raunverulega
felist f ákvæði sérstakrar
bókunar með varnarsamn-
ingi við Bandarfkin um
samvinnu varnarliðs og
landhelgisgæzlu og telur
blaðið, að á það muni nú
reyna vegna tilmæla rfkis-
stjórnarinnar um, að
Bandarfkjastjórn láti fs-
lendingum f té skip sér-
stakrar gerðar til gæzlu-
starfa. Jafnframt tel-
ur Vfðavangur Tfm-
ans að láti Bandarfkja-
stjórn slfkt skip ekki af
hendi hafi Bandarfkja-
menn ekki staðið við
skuldbindingar sfnar. Allt
er þetta tóm vitleysa. Allt-
af hefur legið fyrir
vitneskja um það, hvað
fælist f þessari sérstöku
bókun með vamarsamn-
ingnum. Einar Ágústsson,
utanrfkisráðherra Fram-
sóknarf lokksins, gerði
sérstaklega grein fyrir þvf
á sfnum tfma m.a. f viðtali
við Morgunblaðið 3. des.
1974. Þá sagði hann:
„Aðspurður sagði Einar
Ágústsson um það atriði
samkomulagsins, sem birt
er I sérstakri bókun, sém
þvf fylgir, undir liðnum E, H
en þar segir, að athuga
skuli leiðir til samvinnu
varnarliðsins annars veg-
ar og landhelgisgæzlunn-
ar, almannavarna og flug-
málastjórnarinnar hins
vegar. að þar væri aðeins
rætt um nánari samvinnu
á sviði björgunarmála,
m.a. með þvf að fs-
lendingar tækju rfkari þátt
I þvf björgunarstarfi. sem
varnarliðið hefur látið fs-
lendingum I té." Frekari
upplýsingar um skilgrein-
ingu Einars Ágústssonar á
þessu ákvæði getur Vfða-
vangur Tfmans fengið I
umræðum á Alþingi hinn
3. desember 1974. Utan-
rfkisráðherra gerði þenn-
an samning og hann hlýt-
ur að vita manna bezt
hvað I honum felst. Þess
vegna er það tóm firra hjá
Vfðavangi Tfmans, að við-
brögð Bandarfkjastjórnar
við tilmælum fslenzku
rfkisstjórnarinnar verði til
marks um það, hvort
Bandarfkjastjórn standi
við „skuldbindingar" sfn-
ar við fslendinga. Banda-
rfkjastjórn hefur ekki
skuldbundið sig til eins
eða neins I þessum efn-
um. Fram hjá þeirri stað-
reynd komast menn ekki,
jafnvel þótt þeir bersýni-
lega vilji reyna. Hitt er
svo annað mál, að það er
Ihugunarefni, sem menn
ættu að hafa til hliðsjónar
f málatilbúnaði sfnum, að
hingað til hafa fslendingar
unnið þorskastrfð f stjórn-
málalegum vettvangi en
ekki með eflingu flokk-
styrks ög er öllum Ijóst,
að við vinnum ekki þetta
strfð frekar en hin með
valdbeitingu þvf að þar
er við ofurefli að etja,
enda þótt landhelgis-
gæzlumenn okkar hafi
truflað veiðar brezkra
togara svo að um hefur
munað.
INNLENT LÁN
RÍKISSJÖÐS ÍSLANDS
1976 1.FL.
.v%n
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Samkvæmt heimild í fjár-
lögum fyrir árið 1976 hefur
fjármálaráðherra, fyrir hönd
ríkissjóðs, ákveðið að bjóða út
verðtryggð spariskírteini, að
fjárhæð 500 milljónir króna.
Skírteinin eru með sömu
kjörum og á s.l. ári og eru þau
í aðalatriðum þessi:
Meðaltalsvextir eru um 4%
á ári, þau eru lengst til 18 ára
og bundin til 5 ára frá útgáfu.
Skírteinin bera vexti frá 10.
mars og eru með verðtrygg-
ingu miðað við breytingar á
vísitölu byggingarkostnaðar,
er tekur gildi 1. apríl rv.k.
Skírteinin, svo og vextir af
þeim og verðbætur, eru skatt-
frjáls og framtalsfrjáls á sama
hátt og sparifé. Þau skulu
skráð á nafn.
Skírteinin eru gefin út í
þremur stærðum, 10.000,
50.000 og 100.000 krónum.
Sala skírteinanna stendur
nú yfir og eru þau til sölu hjá
bönkum, bankaútibúum og
sparisjóðum um land allt svo
og nokkrum verðbréfasölum í
Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmál-
ar liggja frammi hjá þessum
aðilum.
Mars 1976
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Tún og hestabeit
á Kambi í Flóa er til leigu næsta sumar. Tilboð
merkt: „Kambur — 2279" sendist afgr. Mbl.
Sindair DM2
Multimeter
Nákvœmur - Fiölhoef ur - Meöf œrilegur
Vírkilega sterkbyggóur.
Sjálfvirk umpólun — Bjart 8 mm LED dis-
play — 3V2 stafur, frá 000-1999 — Varinn
gegn yfirálagi — 5 skiptingar: 22 skalar: DC
V: 1 mV til 1000V — AC V: 1 mV til 500V
— DC straumur: 0,1 uA til 1 A — AC
straumur: 1 uA til 1A— Mótstaða: 1 ohm til
20 Móhm — Gengur fyrir 9V Rafhlöðu —
Spennubreytir f. 220V fáanlegur — Léttur
og nettur aðeins 1 kg., — 5 X 23 X 1 5 sm.
heimilistæki sf
RadíóverkstæðL Sætúni 8. sími I3869
er að
Laugavegi
66
□ ENN BETRI KJÖR,
ENÁ VETRAR
ÚTSÖLUNNI
□ ALLTNÝJAROG
NÝLEGAR VÖRUR
□ ÓTRÚLEGT
VÖRUÚRVAL
□ LÁTIÐ EKKI HAPP
ÚR HENDI SLEPPA
Laugavegi 66, sími 28155