Morgunblaðið - 10.03.1976, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
11
Pétur Kr. Hafstein lögfræðingur:
Frjálst útvarp
á Islandi
Eitt hið örðugasta hugtak til
skilgreiningar og jafnframt hið
mikilvægasta er efalítið orðið
frelsi. Spekingar og spámenn
hafa skýrgreint það með ýmsum
hætti, enda eru þverstæður hug-
taksins slíkar, að menn þykjast i
skjóli frelsis geta bundið sig
böndum eða jafnvel tortímt sjálf-
um sér. Frumregla frelsisins
getur þó ekki falið það í sér, að
manni skuli vera frjálst að svipta
sig frelsinu. Umfang frelsisins,
svo óhlutkennt sem það er, mark-
ast á hinn bóginn fremur af öðru
en eigin vilja. En hversu mjög á
annarra vilji að skerða eigið
frelsi? Það er ef til vill fávíslega
spurt, en seint fæst svarið.
Raunar snýst öll mannleg tog-
streita í meginatriðum um þetta
efni. Einn flötur þess er hið
frjálsa orð.
Mannréttindi eru ekki gjöf frá
Guði. Þau eru grundvöllur mann-
legrar tilveru, og sérhver tak-
mörkun þeirra er mannanna
verk. Margir stjórnfræðingar
halda því fram, að enginn megi
vera frjáls, fyrr en hann er hæfur
til að nota frelsi sitt. Þessi kenni-
setning er hliðstæð dæmisögunni
um manninn, sem einsetti sér að
fara ekki á sjó, fyrr en hann
kynni að synda. Eigi mennirnir að
biða eftir frelsinu, þar til þeir eru
orðnir vitrir i okinu, mega þeir
sannarlega biða til eilifðarnóns.
A íslandi er orðið frjálst — i
orði kveðnu. Lög og stjórnarskrá
mæla fyrir um prentfrelsi, félaga-
frelsi og fundafrelsi. Frelsi and-
ans má hvarvetna birtast — nema
á öldum ljósvakans. Islenzkt út-
varp er reyrt í viðjar ríkisein-
okunar. Það þykir sumum harla
gott og vildu ýmsir þeirra, að
hrammur ríkisins næði lengra.
Hinir eru þó miklu fleiri, að ég
hygg, sem teldu það hina mestu
ósvinnu, ef sama gilti um hið rit-
aða orð, blöð og bækur. En hversu
lengi ætla þeir að bíða þess klafa-
bundnir að vitkast?
Umræður hafa að undanförnu
farið vaxandi meðal frjálshyggju-
Ný færeysk
frímerki
Svo sem getið var um hér í Mbl.
á sínum tima, gáfu Færeyingar út
fyrstu frímerki sín 30. jan. 1975.
Varð eftirspurn eftir þeim gífur-
leg, einkum þó stimpluð á útgáfu-
degi.
Færeyingar senda ný frimerki á
markað 1. april nk. og af því til-
efni, að þeir taka þann dag að öllu
leyti við stjórn póstmála sinna og
stofna Postverk Föroya. En fram
að þessu hefur færeyskum póst-
málum verið stjórnað af dönsku
póststjórninni í Kaupmannahöfn.
Postverk Fóroya er sett á fót
samkv. heimastjórnarlögum Fær-
eyinga frá 1948. Er þeim heimilað
í þeim lögum að taka sem sérmál
undir sína stjórn flest þjónustu-
og félagsmál.
Frímerki þau, sem út koma 1.
POSTVERK
F0ROYA
I. APRÍL 1976
F0ROYAR IÓO
apríl, eru með táknrænum mynd-
um.
160 aura frimerki er með fær-
eyska fánanum, og hefur Zakarias
Heinesen teiknað það. Merkið er
120 fm
verzlunarhúsnæði
á bezta stað við Laugaveginn og að auki talsvert
geymslupláss, verður til leigu í vor. Þeir, sem
hafa áhuga, sendi nafn og heimilisfang á afgr.
Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Laugavegur —
3973 ".
Oskum eftir að taka
á leigu eða kaupa
verzlunarhúsnæði
við Laugaveginn.
Nánari upplýsingar
veittarí síma 25580.
manna um frjálst útvarp á Is-
landi. Urtölumönnum hefur verið
sýnt fram á, að rekstur frjálsra
útvarpsstöðva er sízt umfangs-
meiri en útgáfa tímarita eða dag-
blaða. Þessar umræður þurfa að
fara vaxandi og leiða til löggjafar.
Tjáningarfrelsið er einn af horn-
steinum lýðræðisins og verður
ekki fremur en það skorið niður
við trog.
Frelsi og lög eiga ætíð að fara
saman. Að öðrum kosti fullnægja
þau ekki kröfum skynseminnar.
Frelsið getur aldrei verið skyn-
samlegt, nemaþví sé haldið innan
vébanda laganna. Engin lög geta
verið skynsamleg, nema þau séu
byggð á hinni helgu undirstöðu
frelsisins.
offsetprentað í prentsmiðju Finn-
landsbanka í Helsinki.
125 aura frímerki er með teikn-
ingu af færeyskum báti eftir
Fridtjof Joensen.
800 aura frímerki er gert eftir
ljósmynd af færeyskum pósti. Er
hann búinn til ferðar með póst-
pokann á bakinu og hefur fjalla-
stöng i hendi. Þannig var póst-
flutningi háttað í Færeyjum um
langt skeið og svo með bátum
milli eyja.
Tvö seinni merkin eru grafin í
stálstungu af Czeslaw Slania i
Stokkhóltfli, og er nafn hans næg
trygging fyrir vönduðu verki.
Prentsmiðja dönsku póststjórnar-
innar hefur prentað þessi merki.
A öllum frimerkjunum er
merki færeysku póststjórnar-
innar ásamt nafni hennar og
stofndegi, eins og lesendur geta
séð á meðfylgjandi myndum.
Upplag frimerkjanna er ekki
gefið upp, en þau má panta beint
-með því að skrifa til Postverk
Föroya, Frímerkjadeildin, 3800
Tórshavn. Eins afgreiðir póst-
stjórnin fyrstadagsumslög, og
kostar hvert þeirra d. kr. 11.45.
íslenzkur læknir sérfræð-
ingur við The Mayo Clinic
SNORRI Ölafsson, læknir, hefur
verið ráðinn frá júlí 1975 sérfræð-
ingur ( lyflækningum. öndunar-
færa- og brjóstholssjúkdómum
við „The Mavo Clinic" I Rochest-
er, Minnesota, I Bandarikjunum,
og kennari við læknaháskólann
þar.
Snorri er fæddur á Eskifirði,
sonur hjónanna Guðrúnar
Ingvarsdóttur ' Pálmasonar al-
þingismanns frá Ekru i Norðfirði
og Ölafs forstjóra Sveinssonar
Ölafssonar alþingismanns frá
Firði í Mjóafirði. Hann lauk
læknaprófi frá læknadeild Há-
skóla Islandsl959, stundaði fram-
haldsnám í Bandaríkjunum,
lengst af við They Mayo Clinic, en
siðar í Winnipeg og Montreal í
Kanada. I Bandarikjunum vann
hann nær ár á styrkjum frá
Bandaríkjastjórn við rannsóknir
á lungnasjúkdómum, og í Kanada
vann hann sem „Fellow of the
Medical Research Council of
Canada“ að framhaldsrannsókn-
um með styrk frá Kanadastjórn.
Hann hefur skrifað um rannsókn-
ir sinar í vísindarit. Hann hefur
lokið prófum og hlotið viðurkenn-
ingu sem sérfræðingur í sérgrein-
um sínum bæði i Bandaríkjunum
og Kanada.
Arin 1971 til 1975 vann Snorri
sem sérfræðingur í lyflækn-
ingum, brjósthols- og öndunar-
færasjúkdómum við Landspital-
ann og hafði auk þess lækninga-
stofu í Reykjavík.
Snorri Ólafsson hefur verið kos-
inn „Fellow of the Royal College
of Physicians and Surgeons of
Canada“, meðlimur The Ameri-
can College of Physicians, The
American College og Chest Physi-
cians og The American Thoractic
Society og „Affiliate Fellow of
the Royal Society of Medicine of
London".
The Mayo Clinic var stofnuð
1905 af þremur feðgum. Stofn-
unin óx hratt og hlaut mikla
frægð fyrir lækningar og er nú
ein stærsta og þekktasta lækn-
ingamiðstöð Bandarikjanna. Þar
vinna nú um 1000 læknar, auk
500—600 lækna, sem eru þar við
framhaldsnám. 250.000 nýir sjúkl-
ingar koma þar árlega til lækn-
inga, ekki aðeins frá Bandaríkj-
unum, heldur einnig viða að úr
heiminum, og hafa allmargir Is-
lendingar leitað þangað, auk þess
sem nokkrir islenzkir læknar
Snorri Ölafsson
hafa hlotið framhaldsmenntun
sína þar.
Snorri Olafsson er giftur Eliza-
beth Brinkworth Ólafsson frá
Philadelphia í Pennsylvaniuríki
og búa þau hjónin að 1254 Camel
Back Court, Rochester, Minne-
sota.
Beinbrotinn Breti
á Norðfirði
BREZKA eftirlitsskipið Hausa
kom á sunnudagskvöldið inn á
Norðfjörð með fótbrotinn mann.
Var maðurinn með lélegt gips um
fótinn og var skipt um umbúðir
og fékk maðurinn síðan að fara
aftur um borð í skipið, þar sem
læknar töldu ekki þörf á þvi
að hann væri í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Neskaupstað,
enda voru fvrirmæli dómsmála-
ráðuneytisins þau, að ef ekki væri
þörf á því að maðurinn legðist inn
í sjúkrahúsið skvldi hann aftur
sendur um borð.
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar, kvað gisp-
umbúðir þær sem maðurinn hefði
fengið um borð í skipinu ekki
hafa verið nægilega góðar enda
væri aðstaða ekki sem bezt til
þess að búa um beinbrot á rúm-
sjó.
Skipslæknirinn um borð i
Hausa fylgdi manninum i sjúkra-
húsið og beið skipið úti á firði á
meðan búið var um fót mannsins.
Maðurinn var sköflungsbrotinn.
Baronet
Baronet sófasettid. Klassískur lúxus, j
stolt eigandans.
KJÖRGARÐI SÍMI16975 SMIDJUVEGI6 SÍMI44544