Morgunblaðið - 10.03.1976, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
Bessastaðaárvirkjun:
Fyrsti áfangi Fljóts-
dalsvirkjunar
Gunnar Thoroddsen, iðn-
aðarrádherra, svaraði í
sameinuðu þingi í gær fyr-
irspurn frá Tómasi Árna-
syni (F) varðandi orku-
vinnslugetu Bessastaðaár-
virkjunar í Fljótsdal,
Hvenær hægt yrði að taka
ákvörðun um virkjunina,
hvaða stærð virkjunar
myndi hagstæðust — og
hvað liði framkvæmd
þingsályktunar um rann-
sókn á byggingu Fljóts-
dalsvirkjunar.
Svnr ráðherrans fer í aðalatrið-
um hér á eftir:
Samrekstur og aukning orku-
vinnslu.
I lögum um virkjun Bessastaða-
ár í Fljótsdal frá desember 1974
er gert ráð fyrir allt að 32 mega-
vátta virkjun þar. Sú stærð virkj-
unar var valin með hiiðsjón af
þeim gögnum sem þá lágu fyrir.
Aflið 32 megavött er byggt á með-
alársrennslisorku árínnar, sem
áætluð var 185 gígavattstundir á
ári miðað við 68 milljón tenings-
metra miðlun.
A síðastliðnu ári var unnið að
frekari rannsóknum á svæðinu,
svo sem nákvæmari kortagerð,
jarðborunum og jarðfræðirann-
sóknum, svo og reiknaðar
rennslisraðir árinnar byggðar á
úrkomumælingum og gerðar frek-
ari verkfræðilegar athuganir.
Einnig var gerð rekstrareftir-
líking í tölvu fyrir virkjun-
ina. Ráðgjafa-verkfræðingar,
Helgi Sigvaldason o.fl. unnu það
verk. Slíkar athuganir hafa á und-
anförnum árum verið gerðar fyrir
ýmsa virkjunarkosti hér á landi
og hafa gefið mikilsverðar upplýs-
ingar um eiginleika einstakra
virkjunarmöguleika m.a. að því er
varðar orkuvinnslugetu og afl-
þörf í samrekstri við það kerfi
sem virkjunin tengist.
Við slíka athugum eru notaðar
upplýsingar um virkjunaraðstæð-
ur, m.a. rennsliseiginleika og
miðlunarmöguleika þess vatns-
falls sem virkja á, svo og sömu
upplýsingar um þær virkjanir
sem fyrir eru í kerfi því sem
væntanleg virkjun tengist. Þá er
stuðzt við upplýsingar um orku-
markað og orkuspá. Með þessu
fæst stærðfræðilegt líkan af orku-
kerfinu. Er síðan gerð rekstrar-
eftirlíking í tölvu fyrir ákveðið
árabil, þ.e. athugað hver orku-
vinnslugeta kerfisins muni verða
eftir tilkomu væntanlegrar virkj-
unar og hvaða afl sé æskilegt að
sé fyrir hendi í virkjuninni.
Slík athugun sem þessi veitir
mikilsverðar upplýsingar um eig-
inleika raforkukerfis þess, sem
athugað er, en er þó vissum tak-
mörkunum háð, m.a. hvað snertir
takmörkun flutningsgetu
háspennulína.
Með orkuvinnslugetu virkjunar
er hér átt við þá áukningu í orku-
vinnslugetu sem fæst úrþví kerfi,
sem hún er tengd inná. Þessi
aukning orkuvinnslu þarf ekki að
vera bundin við orkuvinnslu í
þeirri virkjun, sem verið er að
athuga. Samreksturinn getur haft
í för með sér aukningu á orku-
vinnslu annarra virkjana i kerf-
inu, t.d. ef fyrir er skortur á miðl-
un eða rennsliseiginleikar vatns-
falla mjög ólíkir.
Helztu niðurstöður
Orkuvinnslugeta Bessastaðaár-
virkjðnar var athuguð miðað við
tvo kosti:
1) að Bessastaðaárvirkjun
tengist við núverandi Austur-
landskerfi.
2) að Bessastaðaárvirkjun teng-
ist við landskerfi, þ.e. þegar
Austurland hefur verið tengt
Gunnar Thoroddsen.
við Norðurland og Suðurland,
eftir að Sigölduvirkjun og
Kröfluvirkjun hafa verið tekn-
ar í notkun.
Orkuvinnsla er mjög háð hve
mikilli miðlun verður við komið í
Bessastaðaárvirkjun.
Helztu niðurstöður eru þessar:
1. Sé Bessastaðaárvirkjun tengd
núverandi Austurlandskerfi.
— með 30 millj. rúmmetra miðl-
un í Bessastaðaá vex orku-
vinnslugeta kerfisins um 135
gígavattstundir á ári. Aflþörf
Bessastaðaárvirkjunar er þá
37 megavött.
— með 70 millj. rúmmetra
miðlun 195 gigavattstundir á
ári; Aflþörf Bessastaðaár-
virkjunar er þá 55 megavött
— með 100 millj. rúmmetra
miðlun 215 gígavattstundir á
ári. Er þá aflþörf virkjunar-
innar 65 megavött.
2. Sé Bessastaðaárvirkjun tengd
landskerfi, sem að framan
greinir.
— með 30 millj. rúmmetra
miðlun vex orkuvinnslugeta
kerfisins um 130 gígavatt-
stundir á ári. Aflþörf Bessa-
staðaárvirkjunar er þá 22
megavött
— með 70 millj. rúmmetra
miðlun 235 gígavattstundir á
ári. Aflþörf virkjunarinnar er
þá39 megavött
— með 100 millj. rúmmetra
miðlun 310 gígavattstundir á
ári. Aflþörf er þá 52 megavött.
Aukin miðlun umfram 90—100
millj. rúmmetra skilar ekki sam-
svarandi aukningu í orkuvinnslu-
getu.
Niðurstaða athugunarinnar er
þvi sú, að með virkjun Bessa-
staðaár aukist verulega nýting
þeirra rennslisvirkjana sem fyrir
eru á Austurlandi (Grimsá,
Lagarfoss) og að æskilegt sé, að
uppsett afl í virkjuninni verði
nokkru meira en%pphaflega var
ráð fyrir gert.
Jafnframt bendir athugunin til
þess að virkjunin falli vel að sam-
rekstri við aðrar virkjanir í
landinu þegar komist hefur á
örugg tenging hennar við
virkjanir á Suður- og Norður-
landi.
Ákvörðun um virkjun skammt
undan.
Þá er spurt, hvenær hægt er að
taka ákvörðun um virkjunina og
hvaða stærð muni verða
hagstæðust.
Þær athuganir á afli og orku-
vinnslugetu, sem greint var frá,
eru miðaðar við breytilega stærð
miðlunar. Kostnaðarathuganir
sem nú er verið að gera, benda til
þess að hagkvæm stærð virkjunar
muni vera á bilinu 30—60 mega-
vött með samsvarandi orku-
vinnslugetu og miðlunarþörf.
Virkjunina má byggja í tveimur
eða fleiri áföngum og aðlaga
þannig framkvæmdakostnað á
hagkvæman hátt að aukinni afl-
og orkueftirspurn.
Unnið er nú að áætlun um
virkjunina og er ráðgert að sú
áætlun verði tilbúin í þessum eða
næsta mánuði. A grundvelli
hennar verður væntanlega hægt
að meta, hvenær í virkjunina
skuli ráðist og hvaða stærð endan:
lega verður valin.
Fljótsdalsvirkjun.
Þingsályktun sú sem vitnað er
til var samþykkt á Alþingi 15. mai
s.l. og er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að hlutast til um, að
Orkustofnun Ijúki eins fljótt og
við verður komið rannsókn á
byggingu Fljótsdalsvirkjunar.
Fljótsdalsvirkjun mundi nýta
um 600 metra fall af Fljótdals-
heiði niður í Fljótsdal, þ.e.
rennsli Jökulsár á Fljótsdal og að
auki rennsli ýmissa fleiri vatns-
falla, sem renna til Fljótsdals að
sunnanverðu. Hugsanlegt er talið
að auka megi rennsli til virkjun-
arinnar enn frekar en þetta með
vatni, sem nú rennur til austurs
og suðurs af Hraunum, hálendis-
rananum austur úr Vatnajökli.
Aðalmiðlun virkjunarinnar
mundi verða við Eyjabakka. Inn I
Framhald á bls. 27
Skipverja á Hafrúnu
minnzt á Alþingi
1 upphafi fundar i Sameinuðu
þingi í gær mælti forseti þings-
ins, Asgeir Bjarnason, á þessa
leið:
Mánudagskvöldið 1. þessa
mánaðar lagði skipið Hafrún á
Eyrarbakka ÁR 28, út frá Þor-
lákshöfn til loðnuveiða. Full-
vist þykir nú, að það hafi farizt
með allri áhöfn 3—4 sjómílur
suður af Hófsnesi í ofviðri því
sem gerði þá um nóttina
Þriðjudaginn 2. marz fann
báturinn Jóhannes Gunnar GK
268 lík eins skipverjans af Haf-
rúnu. Síðan hefur annarra skip-
verja verið leitað stanzlaust
með skipum og flugvélum og
fjörur gengnar án þess að
fyndist annað en smávegis brak
úr skipinu.
Með þessu skipi eigum við á
bak að sjá 8 mönnum, sem allir
voru á bezta aldri, 19—45 ára 5
þeirra voru heimilisíastir á
Eyrarbakka svo hér hefur átt
sér stað tilfinnanleg blóðtaka
fyrir kauptúnið, sem fann eftir-
minnilega til náttúruhamfara á
síðasta ári, þó að smámunir
þyki hjá því sem nú er orðið.
En þó að þessir válegu atburðir
séu tilfinnanlegastir fyrir þá,
er næstir standa, finnum við
eins og jafnan, að hér hefur
þjóðin öll orðið fyrir manntjóni
sem vekur þjóðarsorg. 6 börn
eru föðurlaus og 8 móðurlaus
eftir sjóslys þetta.
Ég vil biðja þingheim að
votta þessum vösku mönnum,
sem látið hafa líf sitt við
skyldustörf til þjóðarheilla,
virðingu og syrgjandi ástvinum
þeirra samúð sína með því að
rísa úr sætum.
Fyrirspurnir á Alþingi:
Mikil vöntun sjúkrarýmis fyrir bæklunarsjúklinga
NOKKRAR umræður urðu í Sam-
einuðu þingi um fvrirspurnir ein-
stakra þingmanna, sem ráðherrar
svöruðu. Svar iðnaðarráðherra
um Bessastaðaár- og Fljótsdals-
virkjanir er birt hér á siðunni. t
svari heilbrigðisráðherra um fæð-
ingarorlof, er næði til allra
kvenna jafnt, kom fram, að það
mál er nú í athugun í sambandi
við heildarendurskoðun trygging-
arkerfisins sem áætlað er að
Ijúka á þessu ári.
1 svari simamálaráðherra varð-
andi dreifingu sjálfvirks síma-
kerfis um sveitir landsins kom
fram, að unnið væri að fram-
kvæmdaáætlun þar að lútandi en
hér væri fyrst og fremst um fjár-
hagsatriði að ræða og fram-
kvæmdahraði réðist fyrst og
fremst af tekjumöguleikum þeim,
sem þessari stofnun yrðu skapað-
ir, fyrst og fremst með þjónustu-
gjöldum. Þá urðu allmiklar um-
ræður vegna fyrirspurnar. frá
Stefáni Valgeirssyni varðandi
Bæklunarlækningadeild Land-
spítalans. Matthías Bjarnason
heilbrigðisráðherra, sagði m.a. í
svari við þeirri fyrirspurn:
lrÁ árinu 1973 gerði ráðuneytið
tillögur um það til stjórnarnefnd-
ar, að athuga möguleika á því að
bæklunarlækningadeild fengi til
umráða einnig rúm þau á endur-
hæfingardeild, sem fyrr getur, en
það var mat læknaráðs Landspit-
ala, að jafnmikil og e.t.v. meiri
þörf væri fyrir rúm fyrir endur-
hæfingu en viðbót við bæklunar-
lækningadeildina óg var því eng-
in breyting gerð i þessu efni.
Það liggja fyrir skýrslur bækl-
unarlækningadeildar fyrir árið
1974 og sýnir sig við samanburð
áranna 1973 og 1974 að starfsemi
deildarinnar er komin í mjög fast-
ar skorður, þannig voru legudag-
ar á árinu 1974 13629 en á árinu
1973 12318. Fjöldi innlagðra
sjúklinga var á árinu 1974 615 og
nýting sjúkrarúma 101 %
Vegna stækkunar biðlista &
bæklunarlækningadeild, þá tók
stjórnarnefnd ríkisspítalanna
þetta mál upp á árinu 1974 og
komst að þeirri níðurstöðu að
ekki væru tök á því að auka rými
deildarinnar innan Landspítalans
sjálfs, nema það yrði svo mjög á
kostnað annarrar starfsemi spítal-
ans að ekki yrði við unað.
Þá var leitað þess ráðs að ná
samkomulagi við endurhæfingar-
deildina á Reykjalundi um að
ákveðin rúm þar yrðu til afnota
fyrir bæklunarlækningadeild til
framhaldsmeðferðar sjúklinga,
þannig að hægt yrði að útskrifa
þá frá Landspítala fyrr en ella
hefði verið.
Beint samkomulag hefur ekki
verið gert um þessar ráðstafanir,
en í reynd hefur þetta orðið svo
að nokkru leyti og liklegt að
ákveðið samkomulag náist um
þetta innan ekki langs tíma.
Þegar tillaga var gerð að staðli
Matthías Bjarnason
heilbrigðisráðherra.
fyrir vistunarrýmisþörf hinna
ýmsu sérgreina, þá var gert ráð
fyrir því, að fyrir bæklunarlækn-
ingar þyrfti 36 sjúkrarúm miðað
við 100 þúsund íbúa eða um 74
rúm fyrir allt landið eins og hátt-
ar hér í dag og eru þá börn sem
þurfa aðgerðar við ekki talin með,
þar sem þau vistast á barnadeild-
rm.
Á þremur stórum sjúkrahúsum
í Reykjavik má gera ráð fyrir að
nú séu um 60 sjúkrarúm fyrir
bæklunarlækningar, þar með tal-
in slys, nokkrir slíkir sjúklingar
vistast að jafnaði á sjúkrahúsum
utan Reykjavíkur, enda þótt sér-
fræðingar séu þar ekki starfandi,
svo að gera má ráð fyrir því að
það vanti um 10 sjúkrarúm á
landinu öllu til þess að fullnægja
þeim staðli, sem ég gat hér um.
Margir telja þó þessar tölur of
lágar og benda á vaxandi slysa-
tíðni, sérstaklega umferðarslysa,
sem taka upp rúm bæklunarlækn
ingadeilda svo og aukna mögu-
leika til skurðaðgerða í bæklunar-
lækningum, sem hafa þróasi á síð-
ustu árum og hafa jafnvel gengið
svo langt að telja að I stað 36 rúma
miðað við 100 þúsund íbúa, þá
þurfi um 50 rúm.
Miðað við þann staðal vantar
hér í Reykjavík um 30 sjúkrarúm
til þess að fullnægja þörf.
I bæklunarlækningum eins og
allri annarri læknisfræði, þá eru
það bráðu sjúkdómarnir, sem
hafa forgang og eru þar slysin
langstærsti hópurinn. Því er það
svo, að þeir sjúklingar, sem hafa
langvarandi sjúkdóma þurfa að
bíða lengst og dæmi eru þess að
sjúklingar þurfi að bíða mánuð-
um, jafnvel árum saman eftir
skurðaógerð við slíkum meinum.
Þetta er að sjálfsögðu ekkert
einsdæmi hér á landi og heldur
ekkert einsdæmi í sambandi við
skurðaðgerðir, hvorki hér á landi
né annars staðar.
Biðlistar eru á ölum sjúkrahús-
um og sjúkradeildum, misstórir
að vísu, eftir því hvers konar
starfsemi er rekin. Biðlistar
sjúkrahúsanna í Reykjavik eru þó
mun stærri en sjúkrahúsa utan
Reykjavikur enda fer meginhluti
sérhæfðrar læknisþjónustu og
skurðaðgerða fram í Reykjavík.
Biðlisti bæklunarlækningadeild-
ar hefur verið mjög nálægt eins
árs umsetningu deildarinnar,
fjöldi innlagðra sjúklinga var á
árinu 1974 615 en biðlisti i lok
ársins 1974 708, en i lok ársins
1973 614.
Til samanburðar má geta þess,
að biðlisti handlæknisdeildarinn-
ar var í árslok 1975 1056 sjúkling-
ar, þar af vegna skapnaðarlækn-
inga 392 sjúklingar, en sérstök
deild vegna skapnaðarlækninga
tekur til starfa á Landspítala nú
alveg á næstunni með 12 rúmum.
Sá biðiisti sem skapnaðarlækn-
ingadeild tekur við þegar hún
tekur til starfa en því hlutfalls-
lega ekki minni en sá sem er á
bæklunarlækningadeild I dag.
Þessar upplýsingar sýna að
ástand á bæklunarlækningadeild
er mjög svipað því, sem er á öðr-
um skurðdeildum Landspitalans í
dag og það er tæplega að vænta
breytinga á því fyrr et. nýjar
sjúkradeildir rísa á Landspítala
eða við aðra spítala í Reykjavík,
sem geta tekið þessa sjúklinga til
meðferðar.
Með byggingum nýrra sjúkra-
húsa annarsstaðar á landinu á að
draga úr eftirspurnum eftir spít-
alaplássi í höfuðborginni og skap-
ast þá möguleikar til stækkunar
þeirra deilda sern verst eru settar.