Morgunblaðið - 10.03.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 10.03.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976 13 Frú Peron Verkamenn ógna stjórn frú Peron Buenos Aires, 9. marz. Reuter. VERKAMENN í Argentínu hafa hafnað tillögum stjórnar Mariu Estela Peron forseta um kaup- gjalds- og verðiagsstöðvun og óánægja þeirra ógnar stjórninni. Rúmlega 30.000 starfsmenn i sex bifreiðaverksmiðjum hafa lagt niður vinnu til að krefjast fjórum sinnum meiri kauphækk- unar en gert ér ráð fyrir í sparnaðartillögum sem Emilio Mondelli efnahagsráðherra hefur gert grein fyrir. Tillögurnar eiga að hefta360% verðbólgu og gera ráð fyrir stór- Framhald á bls. 27 Peking-maðurinn 1,5 milljón ára? Washington, 8. marz. Reuter. HAUSKtJPA, sem er talin 1.5 milljón ára gömul hefur fundizt í Norður-Kenya og er næstum því eins og hauskúpa Peking- mannsins sem talið hefur verið að hafi verið uppi fyrir 500.000 ár- um. Þar með vaknar sú spurning hvort aldursákvörðun Peking- mannsins er rétt að sögn mann- fræðingsins Robert Leakey sem skýrði frá fundinum. Hann sagði að auk þess hefðu fundizt mjaðm- arbein og mörg handarbein. Hann sagði að fundur hauskúp- unnar væri „mikilvægur hlekk- ur“ í því að staðfesta í eitt skipti fyrir öll að maðurinn hefði verið til á sama tíma og Australopit- hecus, frummaður sem líktist apa. Mannfræðingar segja að fund- urinn muni renna stoðum undir þá kenningu að Australopithecus hafi líklega verið skyldmenni mannsins en ekki forfaðir hans og staðnað í þróuninni. Framhald á bls. 27 Söguleg úrsögn GEORGE-BROWN lá- varöur, fyrrum ráð- herra og varaformaður brezka Verkamanna- flokksins, hefur um nokkurt skeið barizt ein- dregið gegn stefnu flokksins í verkalýðsmál- um, og hvað eftir annað greitt atkvæði gegn vinnumálafrumvarpi ríkisstjórnarinnar í Lávarðadeild þingsins. Þegar loks varð ljóst í fyrri viku að frumvarpið yrði að lögum, boðaði George-Brown lávarður fréttamenn á sinn fund í skyndi og tilkynnti að Fréttamenn aðstoða George-Brown lávarð við að standa upp. George-Brown yfirgefur V erkamannaflokkinn hann segði sig úr flokkn- um. Fréttamaður vestur-þýzka blaðsins Súddeutsche Zeitung, Olaf Ihlau, var viðstaddur, og segir hann að George-Brown hafi ekki eingöngu verið laus tungan á fundinum heldur hafi hann einnig verið þvoglu- mæltur. I lok fundarins með fréttamönnum sagði lá- varðurinn: „Konan mín veit enn ekkert um þetta; hún segir við mig, George, nú hefur þú aftur verið að drekka, sem að sjálfsögðu er ekki satt.“ Að svo mæltu strunsaði George-Brown út úr þinghúsinu, út á götu þar sem hann féll kylliflatur, en fréttamenn aðstoðuðu hann við að standa upp. Þá mælti 'lávaröurinn að sögn frétta- manna: „Ég vildi að ég gæti einhverntima staðið í fæturna" George-Brwon lávarður, sem hét George A. Brown þar til hann var aðlaður árið 1970, átti sæti í Neðri málstofu brezka þingsins árin 1945—1970, og um tíu ára skeið var hann vara- formaður Verkamannaflokks- ins. Fyrir 13 árum háði hann harða baráttu við Harold Wilson um formannssætið eftir lát Hugh Gaitskells. Voru þeir þá þrír í framboði, Brown, Wilson og James Callaghan núverandi utanrikisráðherra. Við fyrstu atkvaeðagreiðslu fékk Callaghan fæst atkvæði, og féll því úr leik. 1 næstu atkvæðagreiðslu vantaði Wilson átta atkvæði af 249 til að fá hreinan meirihluta, en loks við þriðju atkvæðagreiðslu tókst Wilson að sigra Brown með 144 atkvæðum gegn 103. Ári áður hafði Brown tekizt að sigra Wilson þegar kjörinn var varaformaður flokksins. Hlaut Brown þá 133 atkvæði, en Wilson 103. Hafaýmsir velt því fyrir sér hvernig umhorfs væri hefði Brown hreppt formanns- sætið og væri nú forsætisráð- herra Bretlands. Mál íslands eru norsku blöðunum hugleikið efni Ási, Noregi 8. marz. Frá fréttaritara Mbl. Guðmundi Stefánssyni: ISLENZK herskipakaup, stuðningsvfirlýsing forsætisnefndar Norður- landaráðs og hugsanleg úrsögn tslands úr NATO hafa verið dagblöðum um allan Noreg hugleikið efni nú síðustu daga. Einkum hefur yfir- lýsing Einars Ágústssonar um kaup á herskipum og hugsanlega úrsögn úr NATO vakið athygli en einnig hafa blöðin fjallað mikið um Norðurlandaráð og það sem þar gerðist og sýnist sitt hverjum. Arbeiderbladet fjallaði um þing Norðurlandaráðs f forvstugrein um helgina og getur þeirra helztu mála sem þar voru á dagskrá. Segir blaðið að þar haf i verið fjallað um hversdagsleg málefni íbúa Norður- landa, en það mál sem sett hafi mark sitt á þingið hafi verið fiskveiðideila lslendinga og Breta. Segir blaðið að það sé skilyrði fyrir þátttöku Finna í störfum Economist vill stöðva deiluna BREZKA tímaritið Economist segir f forystugrein að einhvern tíma geti Bretar orðið þakklátir lslendingum fyrir að gefa þeim utan undir með blautum fiski svo að þeir vöknuðu upp við nauðsyn róttækrar ráðsins að utanríkis- og öryggis- mál séu ekki rædd. Því verði ráð- ið að fara varlega i sakirnar þegar slik mál komi upp enda sé venjan að ræða ekki utanrikismál þegar i hlut eigi ríki utan ráðsins. Siðan segir blaðið: „Það geta þó komið breytingar. Blaðió telur engar likur á þvi að brezkir togarar geti haldið áfram veiðum á Islandsmiðum og hvetur til þess að Bretar taki eindregna afstöðu með 200 milum á haf- réttarráðstefnunni, haldi áfram baráttu sinni fyrir 100 milna einkalögsögu og taki upp fiski- rækt. Jafnframt hvetur blaðið til víðtækrar aðstoðar við brezkan sjávarútveg og breytinga á fisk- neyzlu Breta. Economist telur það ekki í Breta þágu að Geir Hallgrímsson forsætisráðherra hrökklist frá völdum og við taki andstæðingar NATO og segir að um það sé að velja að komast að eins góðu sam- komulagi og hægt sé við Geir Hallgrímsson eða að semja við einhvern eins og Ölaf Jóhannes- son sem vilji enga samninga. Blaðið segir að stjórnmálaslitin hafi verið svar Islendinga við ein- hliða ákvörðun Breta um að minnka þorskafla sinn um einn fjórða og beiðni Breta um að Luns miðlaði málum. Það telur ljóst að brezkir togarar hafi getað veitt mikið magn þrátt fyrir áreitni og segir að yfirmenn freigátnanna hafi getað veitt þeim vernd með frábærri sjómennsku. Hins vegar segir Economist að deilan geti ekki haldið áfram þar sem hún sé of kostnaðarsöm og hættuleg. Islendingum takist að sýna að Bretar beiti þá yfirgangi og svo geti farið að þeir gripi til þeirrar hefndarráðstöfunar að loka Keflavikurstöðinni. Economist telur tölur Is- lendinga um rýrnun fiskstofna vafasamar og segir að þótt sam- komulag muni liklega nást á næstu mánuðum um 200 mílur sé einhliða yfirlýsing þeirra um 200 mílur ekki lögmæt. Þeir hafi ekki viljað skýra mál sitt fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag og það sýni að þeir telji málstað sinn veikan. AH-mynd Halastjarna —Árnsulir Ibúar Seattleborgar fengu gott tæki- færi til til að sjá halast jörnuna West um sexleytið s.l. mið- vikudagsmorgun, og þá var þessi mynd tekin. Þessi sama halastjarna hefur sem kunn- ugt er einnig sézt hér á landi undanfarið. upp þær kringumstæður að horfa verður framhjá formlegheitum og gömlum samningum. ísland stendur upp við vegg í baráttunni fyrir tilveru sinni. Þessi meðlim- ur í Norðurlandaráði hefur ekki annað vopn en pólitísk mótmæli. Hin fjögur Norðurlöndin myndu hafa svikið minnsta landið hefðu þau látið formlegheit stöðva stuðningsyfirlýsinguna sem tsland bað um og ráðamenn íslenzkir álíta að geti leitt til lausnar fiskveiðideilunni." Adressavisen fjallar um sömu mál í leiðara undir fyrirsögninni „Norrænir bræður": Segir blaðið að á afstöðnu þingi Norðurlanda- ráðs hafi þó varla náðst fullkom- lega bróðurleg samstaða enda beinist hagsmunir einstakra landa i mismunandi áttir. T.d. séu nokkur i NATO, eitt i Efnahags- bandalaginu, þrjú i EFTA og eitt sterklega tengt COMECON. Þá ræðir blaðið stöðu Norðurlanda- ráðs og stuðningsyfirlýsinguna við Island. Segir blaðið að ráðið hafi farið i kringum hlutina í því máli þar sem það sé ekki venjan að ræða um utanrikismál sem fjalli um önnur lönd en Norður- lönd. Segir blaðið að ekki sé ánn- að að sjá en þessi stuðningsyfir- lýsing hafi ekki bætt samnings- möguleikana milli landanna tveggja sem þó hafi verið tilgang- urinn. Þá skrifar J.G. Rædar, ambassa- dor, grein i Aftenposten þar sem hann spyr hvort ekki sé tími til kominn að tslendingar geri sér grein fyrir því að það séu þeir sem skaðist mest af deilunni við Breta. Telur hann Islendinga hafa fært út fiskveiðimörkin í trássi við alþjóðalög, ráðizt með ofbeldi á brezk fiskiskip, valdið þeim tjóni og reynt að ræna af þeim hefðbundnum fiskimiðum. Það sé skiljanlegt að Islendingar vilji vernda fiskistofna, en það sé vafasamt að framferði eins og Islendingar hafi sýnt af sér sé réttlætanlegt, þegar þess sé gætt að allar þjóðir sem veiða við Island vilji minnka veiðikvóta sina. Hvers vegna geta Islending- ar ekki beðið eftir að þjóðarréttur verði þeim í hag. Fiskurinn hverfi áreiðanlega ekki á meðan. Þá minnir Rædar á að það hafi verið Bretar sem áttu einna drýgstan þátt í að knésetja Hitler. Af þeirri baráttu séu þeir enn að súpa efna- hagslega séð og því sé full ástæða til að takatillit til Breta og þeirra efnahagslegu vandamála sem þeir eiga við að stríða. Þekktur sovézkur andófsmaður látinn Moskvu, 9. marz. Reuter EINN HELZTI forvígismaður úr röðum sovézkra fyrir mann- réttindum I Sovétríkjunum, Grigory Podvapolsky jarðeðlis- fræðingur, lézt I gærkvöldi úr heilablæðingu. Dr. Andrei Sak- harov, skýrði fréttamönnum frá láti hans I dag og sagði að fráfall hans „væri óbætanlegur missir fyrir mannréttindahreyfinguna". Sakharov sagði að dr. Potíya- polsky, sem var 48 ára gamall, hcfði verið á ferðalagi ásamt konu sinni þegar hann hefði fengið fyrstu aðenningu að heila blæðingu fyrir hálfum mánuði. Hann var fluttur á sjúkrahús og virtist á batavegi, þegar hann lézt skyndilega I gærkvöldi að sögn Sakharovs. Dr. Podyapolsky mun hafa verið einn af ritstjórum hins þekkta rits hreyfingarinnar, sem gefið var út og dreift með leynd í Sovétrikjunum, „Chronicle". Hann var/ einn af stofnendum mannréttindahreyfingarinnar i Sovétrikjunum, sem var komið á laggirnar árið 1969 og lét mjög óspart að sér kveða í þá veru að stjórnvöld í Sovétríkjunum skildu að það væri aðeins sanngirni að sovézkir borgarar nytu sjálf- sagðra mannréttinda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.