Morgunblaðið - 10.03.1976, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraelSíKte
Sigurður
Gunnarsson þýddi
svo að höfuðió eitt var upp úr, og blöktu
hvítir lokkarnir i blænum. Það var eins
og hann væri alveg hættur að hugsa.
Þau horfðu inn í borgarhluta Araba ...
Þarna gekk kona, sem bar vatnskrús á
höfðinu. Gamli maðurinn brosti til hinna
ungu og sagði: „Ef til vill gefið þið henni
einhvern tíma sístreymandi vatn.“ Svo
varð hann á ný hljóður og hugsi, og þau
þorðu ekki að trufla hann.
Skammt frá þeim var ofurlítil stein-
hvelfing í múveggnum. Gamli maóurinn
bað þau að fara með sér þangaó. Stein-
hvelfingin var ekki stærri en það, að
fimm menn gátu komið sér þar fyrir, ef
þeir þrýstu sér saman. Hillur voru á
veggjum hvelfingarinnar og á þeim all-
margar krukkur eða krúsir. Þarna var
svo undarlega hljótt að þau þorðu tæpast
aó draga andann. Gamli maðurinn laut
höfði, eins og hann væri að biðjast fyrir.
Þannig stóð hann lengi, og Gyðingarnir
ungu þrír gerðu hið sama. Síðan gengu
þau aftur út.
Borgin iðaði af lífi og fjöri. Ungt og
glæsilegt fólk reikaði um göturnar. Ný-
tizku bílar sáust víða á ferð og flautuðu,
gamlir menn meö hrokkna lokka eins og
Móses gengu yfir óbyggð svæði á leið til
samkunduhússins, og þarna komu litlir
drengir með geit. En hér við múrvegginn
var allt hljótt eins og í kirkjugarði. Hér
var hermaður á verði með byssu um öxl,
og þau sáu líka varðmenn hinum megin.
Það voru Arabar, sem einnig voru gráir
fyrir járnum. Einhvers staðar þarna í
hitamóðunni í arabiska borgarhlutanum
var Golgata. Og þar var þá einnig Getse-
manegarðurinn.
Allt í einu spurði gamli maðurinn unga
fólkið, hvort þau vildu, að hann segði
þeim eitthvað frá ævi sinni. Rödd hans
var einkennilega hljómlaus í dag, svo að
ekki var líklegt, að frásögnin yrði löng.
En þau svöruðu öll játandi, fjarska kurt-
eislega, þótt hitinn væri raunar að verða
óþolandi. Þau óskuðu þess aðeins að fá að
hlusta á hann í skugganum og vonuðust
til, að gamli maðurinn hefði sjálfur orð á
því að fara þangað. En þaö datt honum
víst áreiðanlega ekki í hug. Hér vildi
hann vera í sólskininu við múrvegginn
gamla, og horfa til hins forna hluta
Jerúsalemborgar, sem hann gat ekki
fengið að ganga um.
Og síðan hóf hann frásögn sína, frá-
sögn, sem þau mundu aldrei gleyma:
,,Ég er fæddur í þessu landi,“ mælti
hann, „og það eru nú þrjú þúsund ár
síðan. Ég var hrakinn héðan til Egypta-
lands, — lands Faraóanna. Seinna flýði
ég þaðan, vegna ofsókna Faraós og her-
manna hans, gekk þurrum fótum yfir
Rauðahafið, sem opnaðist fyrir mig, og
síðan reikaði ég f jörutíu ár um eyðimörk-
ina. Ég kom aftur til þessa lands, og hér
eignaðist ég mörg börn, safnaði miklum
auði og reisti vegleg musteri. En svo varð
ég aftur aö flýja undan óvinum mínum.
Ég fór landflótta um Afríku og Evrópu
og leið miklar þjáningar. En einu
gleymdi ég aldrei; Ég ætlaði aftur til
Jerúsalem. Enn lióu nokkrar aldir, og ég
var sífellt á flótta.
Ég hafði aðeins getað tekió með mér
fátt eitt héöan, það var óhugsandi að
flytja með sér neitt, sem heitið gat. En
eitt hafði ég þó alltaf með mér: Það vó
ekki neitt, — ekki eitt einasta gramm, en
veitti mér þó undursamlegan styrk. Það
voru trúarbrögð mín, ævagömul og
ódauðleg, sem ég flutti með mér. Og eitt
orð var mér alltaf í huga, — oróið
shalóm. En það er kveðja á tungu minni,
hebresku og þýðir friður. Friður, þegar
ég kem, og friður, þegar ég fer, — já,
alltaf friður, shalóm.
Og ég var sannfærður um, að ég mundi
einhvern tíma fá að koma hingað á ný og
geta sagt shalóm viö Jerúsalem og njóta
þess að aðrir segðu shalóm við mig.
Eg skellti á hana stöðumæla- Bjáni. — Það er ekki búið að
sekt, — og hún sagðist skyldu finna þetta upp enn.
beita mig göldrum — ha — ha
— ha.
Þú gætir gert jákvæðari til-
raunir til að þétta þakið á hús-
inu.
Þetta er sorgleg staðreynd.
— Engu líkara en fólk sé hætt
að talast við.
Það var verið að spila bridge.
Kona, sem fvlgdist með af lífi
og sál, var að því spurð, hve
mörg börn hún ætti.
— Tvo gosa og eina spaða-
drottningu, svaraði hún ann-
ars hugar.
X
— Líttu á þjónn, það er
fiuga f smjörinu.
— Þetta er ekki fluga heldur
mölur, svaraði þjónninn. Og
þetta er ekki smjör heldur
smjörlíki. Að öðru levti hef-
urðu rétt fvrir þér.
X
Drukkinn maður stöðvaði
leigubíl, opnaði hurðina, féll
út úr bildvrunum hinum meg-
in, og komst á lappir aftur,
sneri sér að hílstjóranum og
spurði:
— Hvað á ég að borga?
Sigurður: — Veiztu það,
Erla litla, að systir þfn lofaði
að giftast mér í kvöldboðinu
heima hjá þér í gærkveldi?
Ertu nokkuð reið við mig fvrir
að taka hana burtu?
Erla: — Reið? Ég held nú
síður. Til þess var kvöldboðið.
X
— Er sonur þinn ekki í
fastri vinnu?
— Nei — og þó. Hann vinnur
stöðugt að því að koma á verk-
föllum.
X
Stúdent: — Hvað eigum við
að gera í kvöld?
Annar stúdent: — Við skul-
um kasta pening upp á það. Ef
talan kemur upp förum við í
bíó. Ef skjaldarmerkið kcmur
upp, förum við á ball. En ef
hann stendur á rönd, lesum
við.
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
14
þeim hópi leikkvenna sem segja
má að hafi verið knúin af aðstæð-
unum til að fara inn í þennan
bransa. Hún hefur meðal annars
þann kost að hún talar frönsku
reiprennandi, en ég dreg í efa að
menn hafi bundið umtalsverðar
vonir við frama hennar á leik-
listarbrautinni. En nú skilst mér
engu að síður að allt sé á réttri
leið. Og enda þótt syrti f álinn hjá
henni, verður hún æ staðráðnari f
að ná settu marki.
— Hefur henni gengið mjög
illa?
— Þér vitið hvflik ásókn er f
þessa fistgrein. En sumt hefur
heppnazt hjá henni. Og hér í
Frakkiandi hefur henni gengið
betur en f Englandi.
— En hún er að hvíla sig hér
núna. ..
— Já, og þvf ekki það. Það er
rétti árstfminn til að slaka á . En
með haustinu má húast við hún
stevpi sér f slaginn á ný.
— Hafið þér þekkt hana lengi?
— Hún hefur komið hingað
nokkur undanfarin ár. Má eigin-
lega segja að hér hafi hún sitt
annað heimili. Já, f þó nokkur ár
hefur hún komið hingað reglu-
lega.
Það var ákaflega erfitt að
komast beint að efninu og David
braut ákaft heilann um hvernig
hann gæti tjáð sig án þess að vera
ókurteis.
— Þér eruð meiri lukkunnar
pamffllinn, sagði hann að lokum.
Gautier skildi samstundis hvað
hann var að fara Hann hló.
— Nei, það er ég ekki. Hvað
mig snertir — þurfið þér ekki að
hafa áhvggjur. Yður er frjálst að
kanna málið. Hún hefur ekki gert
mig að trúnaðarvini sinum. En ég
læt þó falla fáein varnaðarorð.
Helen vill gjarnan eiga vini —
skuldbindingalaust. Hún er gefin
fyrir svo kallaða „andlega" vin-
áttu eíns og hún nefnir það. Og ég
veit ekki alltaf gjörla hvað fvrir
henni vakir. Hún er dálftið erfið
viðfangs og ég hygg hún sé sann-
arlega ekki allra.
— Þetta virðist hið dularfyllsta
kvendi, sagði David og hló vand-
ræðalega.
— Þetta á altént ekki að vera
neikvætt. En hún er óvenjuleg
stúlka um margt. Og nú — ef þér
eruð tilbúnir eigum við þá ekki
að halda til skrifstofu minnar og
Ijúka þvf af sem fyrir liggur?
Býsna mikil verkefni biðu
þeirra. David gekk siðan áleiðis
til gistihússins um göturnar þar
sem útikaffihús voru hvert víð
annars hlið og allir tiiluðu hver
upp f annan og á svölum húsa
stóðu æpandi húsmæður og
kölluðust á vfir göturnar. Ilann
hafði fengið sér drvkk með
Gautier en afþakkað boð um
hádegisverð. Það var altént ekki
nema kurteisisboð. Það var
vinnudagur hjá lögfræðingnum
og hann hafði áreiðanlega fleiri
skjólstæðingum að sinna en
honum.
Hvað höfðu þeir verið að fást
við? David hafði lesið skjöl og
skrifað undir pappfra og þegar
þvf var lokið hafði hann skoðað
afsalið sem móðir hans hafði
fengið á sínum tíma fyrir húsinu
og það var dagsett þrjátíu árum
áður og vakti það með honum
undarlega kennd að sjá undir-
skrift móður hans og hann reyndi
að átta sig á hvernig hún hefði
verið f fasi þegar hún var að
skrifa undir þetta skjal. Fyrri
bréf skrifstofunnar til hennar
voi*u öli undirskrifuð nafninu
„Boniface.“
— Gamli maðurinn rak þessa
skrifstofu áratugum saman, sagði
Gautier. — Ég keypti praxisinn
þegar hann lét af störfum fvrir
mörgum árum.
— Er hann lifandi?
— Já. Hann býr f þorpi f um
það bil tuttugu og fimm mílna
fjarlægð héðan. Ég veit ekki
hvernig hann ver tímanum, en
sfðast sem ég heyrði var að hann
væri Ijómandi hress.
— Það hefur verið hann sem
samdi erfðaskrá Herault læknis.
— Já.
— Hann gæti þá hafa hitt
móður mfna?
— Vissulega miklir möguleikar
á þvi.
— Mér þætti gaman aö hitta
hann.
— Ekki svo vitlaust, sagði
Gautier. — Ef þér hafið tfma og
haldið að það gæti hjálpað skal ég
fletta upp heimilisfanginu hans.
— Þökk fyrir.
— Ekki svo að skilja ég vænti
þess að það geti hjálpað okkur
neitt varðandi það sem gerðíst i
gærkvöldi sagði Gautier.
Hann sat við skrifborðið sitt og
horfði vinsamlega á David. Hann
hafði sett skýlurnar fyrir
gluggann vegna þess að sólin var
brennheit úti. David sat á stól
andspænis honum. Hann virti
Gautier fyrir sér og hugsaði með
sér hvflfk heppni það hefði veriö
að einmitt þessi maður skyldi
hafa orðið á vegi hans, sem virtist
hinn prúðasti og hagstæðasti f
hvívetna.
— Það sem gerðist f gærkvöldi.