Morgunblaðið - 10.03.1976, Síða 27

Morgunblaðið - 10.03.1976, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976 27 Enska knatt- spyrnan Man. Utd áfram MANSCHESTER United sigraði Wolves 3:2 i enska bikamum i gærkvöldi eftir framlengingu. Eftir venjulegan leiktima var staðan 2:2. LeikiS var á velli Wolves. Manchester Utd. mætir Derby i 4-liSa úrslitum. Steve Kindon og John Richards komu Wolves i 2:0 i fyrri hðlfleik. Stuart Pearson og Brian Green- hoff jöfnuSu fyrir United og Sammy Mcllroy gerSi sigur- markiS. f 1. deild gerSu West Ham og Leeds jafntefli 1:1 og i 2. deild vann Fulham Southamton 1:0 Klúbbárásin: Maðurinn gaf sig fram í gærkvöldi 24 ára gamall maður gaf sig seint í gærkvöldi fram við lög- regluna og játaði á sig árásina á piltinn í Klúbbnum um s.l. helgi en frá henni var skýrt á baksiðu blaðsins í gær. Kvaðst hann hafa verið ölvaður og ekki gert sér grcin fyrir því hversu alvarlegt málið var fyrr en hann las um það í blöðunum. Maðurinn er I gæzlu lögreglunnar og er hann til yfirhevrslu. Pilturinn, sem fyrir árásinni varð er heldur á batavegi, en hann skaðaðist sem kunnugt er mjög mikið i kviðarholi. Rætt um íslenzka þorskinn í Höfn: Niðurstaða væntanleg um helgina RAÐSTEFNA fiskifræðinga sem fjalla eiga um ástand þorsk- og ýsustofnsins við lsland og þorskstofninn við A- og V-Grænland hófst f Kaup- mannahöfn f fyrradag. Á ráð- stefnunni, sem haldin er á vegum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins eru tveir Islendingar, þeir Jakob Jakobsson og Sig- fús Schopka. Sigfús Schopka sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að enn hefði lítið gerzt á ráðstefnunni. Menn hefðu verið að bera saman bækur sínar og niðurstöðu væri vart að vænta fyrr en um helgi. Meðal þess, sem fjallað verður um, eru útreikningar islenzkra fiskifræðinga á ástandi íslenzka þorskstofnsins. Sagði Sigfús, að ráðstefnuna sæktu fiskifræðingar frá Dan- mörku, Þýzkalandi, Færeyj- um, Noregi, Bretlandi og íslandi. Um afstöðu manna til Islands sagði hann, að það færi eftir því hverrar þjóðar þeir væru. Nokkrar hækkanir staðfestar RlKISSTJÓRNIN staðfesti á fundi í gær nokkrar hækkanir sem verðlagsnefnd hafði heimilað. Hækkun var heimiluð á útseldri vinnu verkstæða til sam- ræmis við nýgerða kjara- samninga 14% hækkun var heimiluð á fargjaldi með Land- leiðavögnum til Hafnarf jarðar og 150 króna hækkun var heimiluð á flugleiðum Fl innanlands, til samræmis við niðurfellingu á flugvallargjaldi. — Loðnan Framhald af bls. 28 ur Magnússon 180, Guðmundur 750, Skírnir 280, Þórður Jónasson 370, Vonin 180, Grindvíkingur 550, Náttfari 250, Bjarni Olafsson 410, Sveinn Sveinbjörnsson 220, Sigurður 950, Ársæll 230, Loftur Baldvinsson 470 og Fífill 530. — Aðalvertíðin Framhald af bls. 28 sýnn á góða vertíð. Fiskiríið hefur bara verið ágætt að und- anförnu og fiskifræðingarnir svo svartsýnir að ég held að það viti bara á gott,“ sagði Stefán Runólfsson forstjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmanna- eyjum þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær um ver- tiðina. „Eftir að verkfallinu lauk hefur fiskast ágætlega hérna fyrir austan Eyjar," sagði Stefán. „Togbátarnir hafa komizt upp í 12 tonn yfir daginn og netabátarnir hafa komizt yfir 40 tonn eftir sólar- hringinn en það er reyndar ufsi. Annars er aflinn þorsk- ur.“ Stefán sagði að nær allir bátar væru byrjaðir vertíðina enda aðalvertíðin framundan. Bjóst Stefán við því að 60 bátar af 65 væru þegar byrjaðir. Vel hefur gengið að manna þá og sömuleiðis hefur gengið ágæt- lega að fá fólk í frystihúsin í Eyjum. „Vertíðin i heild hefur verið frekar léleg,“ sagði Jón Júlfus- son fréttaritari Mbl. og viktar- maður i Sandgerði, „enda ógæftir mjög miklar." Jón sagði að verkfallið hefði einnig spilað inní, en þar fór i súginn hálfur mánuður. Línu- bátarnir hafa verið að reyta í allan vetur þegar gefið hefur en á netunum hefur verið ein- dæma lélegt þar til núna 4 síðustu dagana að afli hefur heldur glæðst og verið allgóður hjá meirihluta netabátanna. „Þetta gefur manni vonir um að það sé að fara að komast vertiðarbragur á þetta," sagði Jón. Hann sagði að aflinn hefði farið upp í 27 tonn hjá bát á dag að undanförnu, en oftast hafa bátar verið með 6—14 tonn. Þetta er mestmegnis þorskur, og hafa bátarnir fengið mesta aflann norðan við Reykjanesið. „Netavertíðin hefur gengið afar illa hjá Snæfellsnesbát- um,“ sagði Helgi Kristjánsson, fréttaritari Mbl. i Ölafsvík. Helgi sagði að fyrir verkfall hefðu línubátar aflað ágætlega, en eftir verkfall þegar þeir voru búnir að skipta yfir á net eftir vertið brá svo við að sára- lítið fiskaðist. „Hitt er svo annað mál,“ sagði Helgi, „að í hönd fer sá tími, sem aldrei hefur brugðist, þ.e. timinn upp úr miðjum marz. Þá hefur alltaf veiðst vel en það fer eftir fiskmagni og gæftum hve lengi sú lota stendur.“ Loðnan er að sögn Helga nýkomin á miðin og er þá alltaf tregt fiskerí fyrst á eftir. Hefur aflinn hjá neta- bátunum farið hæst í 8 tonn í róðri. „Ogæftir hafa verið miklar og þær illa séðar ásamt flensunni, sem hefur verið að stinga sér niður hér í plássinu og lagt menn i rúmið unn- vörpum,“ sagði Helgi Kristjáns- son að lokum. — íþróttir Framhald af bls. 26 Sviss Pamela Behr, 55,34 52,72 1:48,06 V-Þýzkalandi llanni Wenzel, 56,36 52,46 1:48,82 Lichtenstein Christa Zeehmeister, 56,75 52,13 1:48,88 V-Þýzkalandi Mary Seaton, 56.50 52.45 1:48.95 Bandarlkjunum (■ail Blackbum, 57,12 52,03 1:49,15 Bandarfkjunum Monika Berwein, 56,97 52,53 1:49,50 V-Þýzkalandi 56,71 52,83 1:49,54 Elena Matous, Iran 56,93 52,77 1:49,70 Staðan i heimsbikarkeppninni að loknu þessu móti er sú að Rosi Mittermaier hefur hlotið 272 stig. Lise Marie Morerod er með 189 stig, þriðja er Bernadette Zurbriggen, Sviss, með 168 stig, en siðan koma Danielle Deber- nard, Frakklandi, og Briggitte Totschnig, Austurríki, með 130 stig Monika Kaserer, Austurriki, með 126 stig, Cindv Nelson, Bandaríkjunum, með 107 stig, Fabienne Serrat, Frakklandi með 104 stig og Hanna Wenzel, Lichtenstein, með 77 stig. — Hans Framhald af bls. 28 ið verk, sem unnið yrði að miklu leyti í undirnefndum. Sagði hann að augsýnilegt væri að því verki lyki ekki á þessari ráðstefnu og því væri áformuð önnur ráðstefna um mitt sumar, að öllum líkind- um i Genf. — Florída Framhald af bls. 1 tals eru þeir 3.400.000 mvndu neyta atkvæðisréttar sins og^ einnig var búizt við góðri kosningasókn af hálfu demó- krata. Mjög mikilvægt er Ford forseta að vinna góðan sigur í Florida og kosningastjóri hans spáði honum 56.3% Kosningastjóri Reagans spáði honum 55% og sagði að það væri þá úrslitasigur og enginn gæti stöðvað að hann næði út- nefningu. Enda þótt ekki sé jafn mikil eftirvænting með úrslitin hjá demókrötum er þó engu að síður beðið með óþreyju eftir þeim töl- um einnig, bæði með hliðsjón af stórsigri Wallace þar fyrir fjórum árum, og vegna þess að Jimmy Carter, fyrrv. ríkisstjóri hefur beitt sér mjög í kosningabar- áttunni þar ogverður að líkindum úr leik, ef hann nær ekki sæmi- legum árangri. — Pundið Framhald af bls. 1 hefði verið skipt í ýmsa gjald- miðla til að vernda varasjóðinn gegn verðsveiflum. Margir telja að Englandsbanki hafi sjálfur ýtt undir sig pundsins þar sem hann var seinn að grípa til ráðstafana því til stuðnings og vilji tryggja að brezkur út- flutningur verði samkeppnishæf- ur þrátt fyrir verðbólguna i Bret- landi. Aðalástæða til einstæðs umróts á gjaldeyrismörkuðunum í gær var talin óvissa um stefnu Eng- landsbanka. Hagfræðiritið National Ins- titute Economoc Review segir í dag að pundið verði að síga um 5% ef verð útflutningsafurða eigi að vera samkeppnishæft. Talið er að meira sig geti leitt til hefndar- ráðstafana annarra landa. Ritið segir að horfur séu á hóf- legum hagvexti i Bretlandi á þessu ári en auknu atvinnuleysi. Nú eru 1.300.000 atvinnulausir eða5.6% vinnuaflsins. — Fundir Framhald af bls. 2. hann féll ekki oftar úr gildi vegna þess að aðstæður breyttust, hrðefni barst óvænt og vinna hélt áfram. 2 IVIeðan gamli samningurinn var I gildi, fylgdum við þeirri reglu að segja upp I vikulok, þ.e.a.s. á föstudögum. Skyldi þá sett upp auglýsing I við- komandi frystihúsi, ef um uppsögn vaeri að ræða. Með þessari framkvæmd okkar liðu 9 dagar þar til uppsögn tók gildi, en á þessu timabili stóð i samningum Alþýðusambands (slands og Vinnu- veitendasambands íslands 7 dagar 3. I nýgerðum samningum er þetta uppsagnarákvæði skilgreint þannig, að segja megi upp aðra daga vikunnar, en þó alltaf með 7 daga fyrirvara. Að okkar dómi fækkar þetta uppsögnum frekar en hitt, þar sem hægara er að sjá 7 daga fram I tlmann en 9 daga En það undarlega skeði að forysta kvenna- deildar Verkalýðsfélags Akraness, sem klagað hefir okkur fyrir öllum landslýð fyrir fjölda uppsagna á vinnu- tryggingu, vill þó áfram hafa 9 daga og heldur áfram verkfalli vegna þess Stöðugar uppsagnir viku eftir viku hafa aldrei verið tíðkaðar hér á Akranesi. 4 Þá er rétt að vlkja að hinni svo- nefndu „jólauppsögn '. Þannig stóð á um siðustu jól. að föstudagur var 2. jóladagur Slðdegis þann dag var aug- lýsing um uppsögn á kauptryggingu hengd upp I viðkomandi frystihúsi. En hvað sagði þessi uppsögn I rauninni? Hún sagði það, að 5. janúar 1976 yrði sennilega ekki hráefni fyrir hendi I húsinu, enda fyrirhugað að setja upp búnað fyrir loðnufrystingu vikuna 4.— 1 1 janúar og var það gert. Þegar auglýsingin var sett upp, var hráefni fyrir hendi I húsinu og vitað að vinna hæfist að morgni mánudags 29 des- ember Starfsfólkið sá þvi þessa aug- lýsingu strax þann morgun, en frá þeim tlma til mánudagsins 5. janúar 1976 eru nákvæmlega 7 dagar, en eins og áður sagði var 7 daga upp- sagnarfyrirvari í samningi Vinnuveit- endasambands (slands og Alþýðusam- bands fslands. Þetta var „jólasyndin ". Til að fyrirbyggja misskilning, viljum við taka fram, að þetta mál snertir ekki greiðslur helgidaga, þeir voru greiddir þessa hátlð eins og venjulega enda bundnir öðrum samningi. 5 Að lokum viljum við segja þetta: Okkur er borið á brýn, að við eigum sök á því að frystihúsin á Akranesi eru lokuð á miðri vertlð Höfum við boðað verkbann, eða lokun, eða sett fram sérstakar kröfur, einir atvinnu- rekenda hér ð landi? Svarið er nei. Það eina, sem við höfum haldið fast við, er að sitja við sama borð og aðrir atvinnurekendur á fslandi, enda er t.d. kauptryggingarmálið tengt Atvinnuleysistryggingasjóði og mat sjóðsins hlýtur að miðast við heildar- lausn kjarasamninga. Þess vegna ber að harma það, að forysta verkakvenna á Akranesi hefur tekið þá stefnu að stöðva frystihúsin á Akranesi, einmitt nú þegar ætla mætti að mikil atvinna hefði verið við loðnu- frystingu. Það hefur verið kappsmál þeirra manna, sem að frystihúsunum hafa staðið, að gera allt, sem hægt hefur verið til að auka hráefnisöflun til húsanna, þar nægir að minna á togara- kaupin til Akraness sl. tvö ár Virðingarfyllst Haförninn hf. Guðmundur Pálmason. Haraldur Böðvarsson & Co. Haraldur Sturlaugsson. Heimaskagi hf. Valdimar Indriðason. Þórður Óskarsson hf. Þórður Óskarsson." r — A hestum Framhald af bls. 2. sem þeir hafa þegar fengið þá hrossasjúkdóma, sem algengir eru erlendis og Islensk hross fá eftir að þau koma út Lagt verður af stað I ferðina frá Saratoga skammt frá New Vork 29. mal n k og til Sacramento I Kali- fornlu verður komið 5. september og þá lýkur ferðinni Meðal svæða. sem farið verður um má nefna Nev- adaeyðimörkina og Klettafjöllin. Þátttakendurnir verða á ferðalagi sex daga vikunnar en sjöunda daginn verður haldið kyrru fyrir. Vegalengd- in, sem farin verður á hverjum degi er milli 65—70 km og I náttstað verða hestarnir skoðaðir af dýra- læknum en aðeins heilbrigðir hestar fá að halda áfram. Sigurvegarinn verður sá knapi, sem notað hefur minnstan tlma til ferðarinnar en fyrstu verðlaun eru 25 þúsund doll- arar. Útlendingarnir fimm leggja til hesta i ferðina en ferðina fara þeir með stuðningi frá Sambandi Isl. samvinnufélaga Sem þátttakendur I hópreiðinni keppa Þjóðverjarnir fyrir Búnaðarfélag íslands og verður Gunnar Bjarnason ráðunautur farar- stjóri þeirra — Varnar- girðingar Framhald af bls. 2. mjög glæfralegir vegir á þessari leið og við reiknum orðið með stórslysi i hvert sinn sem við er- um kallaðir i slys á þessum vegi,“ sagði Jóhannes. Hann sagðist oft hafaþurftað sinnamörgumalvar- legum útköllum vegna slysa á þessum slóðum í þau 30 ár sem hann hefur verið yfirlögreglu- þjónn á staðnum. „Það er min skoðun að það þurfi að koma fyrir einhvers konar girðingum með- fram veginum ef þess er nokkur kostur. Það er girðing á aðeins einum stað, rétt fyrir utan vestara op Stákagangna og þessi girðing bjargaði fyrir nokkrum árum lífi tveggja ungra manrta þegar bif- reið þeirra ók á töluverðri ferð á girðinguna og hékk i henni. Ef girðingin hefði ekki verið hefði billinn farið fram af hverhnýptu hengifluginu og hefði þá ekki þurft að spyrja um afdrif mann- anna,“ sagði Jóhannes að lokum. — Fyrsti áfangi Framhald af bls. 12 hana yrði veitt framangreindum vatnsföllum. Stærð virkjunarinnar yrði væntanlega um 350 megavött og orkuvinnslugeta um 2100 gígavattstundir á ári. Virkjunin mundi nýtasamafall og Bessastaðaárvirkjun, og má lita á Bessastaðaárvirkjun sem fyrsta áfanga hennar. Varðandi Fljótsdalsvirkjun hefur verið unnið að ýmsum for- rannsóknum á væntanlegu virkjunarsvæði, svo sem korta- gerð, vatnamælingum og jarð- fræðirannsóknum. Á s.l. sumri var unnið að jarðfræðirannsókn- um og borunum vegna Bessa- staðaárvirkjunar og koma þær rannsóknir að miklum notum við rannsókn á Fljótsdalsvirkjun. Mikið verk er enn eftir við jarð- boranír og aðra neðanjarðarkönn- un vegna Fljótsdalsvirkjunar. Þetta er umfangsmesti og kostnaðarsamasti hluti þeirra rannsókna, sem eftir eru, enda þótt boranirnar vegna Bessastaða- árvirkjunar séu góð byrjun. Fljót- dalsvirkjun er það umfangsmikið og stórt mannvirki, að verulegar jarðboranir eru óhjákvæmilegar, svo sem boranir við Bessastaðá s.l. sumar sýndu greinilega. Reikna má með því, að þessar jarðboranir taki 3 sumur, ef hægt væri að halda þeim áfram af full- um krafti. Samtímis má vinna að nákvæmniskortum af einstökum mannvirkjasvæðum þegar þau hafa verið ákveðin eftir því sem rannsókn miðar áfram. Slík nákvæmniskort liggja þegar fyrir af mikilvægasta hluta svæðisins, þ.e. af umhverfi Gilsárvatna og hluta af skurðleið þaðan upp að Eyjabökkum. Enn hafa einungis verið gerðar lauslegar verkfræðisáætlanir um Fljótsdalsvirkjun, enda hafa til- tæk gögn ekki leyft annað. Þessar áætlanir benda til þess, að Fljóts- dalsvirkjun geti verið það álitleg, að full ástæða sé til að rannsaka hana ítarlega, svo sem fyrirhugað er, eftir þvi sem fjármagn og aðr- ar aðstæður leyfa. — Verkamenn Framhald af bls. 13 hækkunum á matvælum, elds- neyti og þjónustu, 22% gengis- fellingu og verðbindingu og kaup- bindingu i sex mánuði. Þetta kalla herskáir verkamenn í Cordoba „nýja tilraun til að arð- ræna verkamenn” i yfirlýsingu og krefjast 48% kauphækkunar. Vinna í fimm bifreiðaverksmiðj- um i Cordoba hefur lamazt og starfsmenn i bifreiðaverksmiðj- um í fylkjunum Santa Fe og Buenos Aires hafa einnig lagt niður vinnu. Verkamenn biðu ekki eftir áliti verkalýðssambandsins, CGT, sem hefur þingað um tillögurnar. Kunnugir telja að það neyðist til að leggjast gegn þeim vegna að- gerða verkamanna CGT boðaði verkfall í júni í fyrra eftir mótmælaaðgerðir verkamanna gegn svipaðri sparnaðaráætlun. Frú Peron neyddist þá til að samþykkja allt að 150% kauphækkanir til að binda enda á ólguna. — Pekingmaður Framhald af bls. 13 Leakey fann hauskúpu sem er talin 2.5 til 3 milljón ára gömul á sömu slóðum í Kenya, austan við Turkana-vatn, fyrir fjórum árum. Hún kallast „1470“ og sú haus- kúpa sem nú hefur fundizt kemur heim við hugmyndir manna um þróunarkeðjuna að sögn Leakeys.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.