Morgunblaðið - 10.03.1976, Side 28

Morgunblaðið - 10.03.1976, Side 28
uí;iAsin<;asíminn er: 22480 JHorsnnblníití) jwgpttttMðftifr rUííLVSINííASÍMINN ER: 22480 JWorfitmblatitti MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1976 Hafréttarráðstefna SÞ hefst á mánudag: Hans G. Andersen form. íslenzku nefndarinnar HAFRfiTTARRAÐSTEFNA Sameinuðu þjóðanna hefst í New York á mánudaginn. Ráðstefnan mun standa fram til 7. maí og reiknað er með því að boðað verði til nvrrar ráðstefnu f júlf og ágúst í sumar og verður hún að öllum rikindum í Genf í Sviss. Ákveðið er að Hans G. Ander- sen hafréttarfræðingur verði for- maður íslenzku nefndarinnar á Hafréttarráðstefnunni, og heldur hann til New York i dag. Auk hans verða í nefndinni þeir Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri i sjávar- útvegsráðuneytinu, Már Elísson fiskimálastjóri. Jón Jónsson for- stjóri Hafrannsóknastofnunar- innar, og fulltrúar allra þing- flokkanna. Fulltrúi Framsóknar- Guðmundur teflir á Spáni og Kúbu GUÐMUNDUR Sigurjónsson stórmeistari heldur um næstu mánaðamöt til Spánar, þar sem hann mun tefla á mjög sterku skákmóti. Fékk Guð- mundur boð um þátttöku f mótinu fvrir nokkrum dögum. Friðrik Olafsson hefur teflt á þessu móti tvö undanfarin ár en hann verður ekki með að þessu sinni. Ekki er vitað hverjir teffa þar núna. en f fyrra voru með skákmeistarar eins og Ljubojevic, Tal, Lar- sen og Anderson. Að mótinu á Spáni loknu heldur Guðmundur til Kúhu, þar sem hann teflir á minning- armóti um Capablanca, en það er einnig mjög vel mannað. Eftir að Guðmundur hækkaði i Elo-stigum um s.l. áramót hef- ur boðum um skákmót fjölgað mjög og hefur hann á stuttum tíma orðið að hafna þátttöku i mótum í Sovétríkjunum, Israel og Júgóslavíu. Síðastnefnda mótið stendur einmitt núna, og er heimsmeistarinn Karpov meðal þátttakenda. flokksins verður Þórarinn Þórar- insson alþ.m., fulltrúi Alþýðu- flokksins verður Jón Armann Héðinsson alþ.m., fulltrúi Alþýðu- bandalagsins verður Gils Guð- mundsson alþ.m. og fulltrúi Frjálslyndra og vinstri manna verður Haraldur Henrysson, saka- dómari. Ekki er ákveðið ennþá hver verður fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Fulltrúarnir munu ekki allir sitja ráðstefnuna sam- tímis. Hans G. Andersen sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að fyrir ráðstefnuna yrði lagt frumvarp í 400 greinum og væri það hlutverk fulltrúanna á ráð- stefnunni að fara í gegnum þetta frumvarp og gera úr því eina heild, sem fulltrúar gætu sætt sig við. Sagði Hans að þetta væri mik- Framhald á bls. 27 Ljósmynd Friðþjófur ENGIN LOÐNA — Gert klárt fyrir loðnumóttöku í Reykjavíkurhöfn í vikubyrj- un. I bakgrunni sést Bjarni Sæmundsson koma inn úr loðnuleiðangri, en í honum fannst engin loðna. _______ 63% aflaaukning brezkra togara undir flotavernd V-ÞYZKA blaðið Súd Deutsche Zeitung skýrir frá því 1. marz s.I. að á tímabilinu frá 15. nóvember s.l. er brezku herskipin komu til verndar brezka togaraflotanum á Islandsmiðum hafi togararnir aflað 20.500 tonn af fiski á tslandsmiðum, en á sama tímabili árið á undan hafi aflinn numið 13.000 tonnum. Ef þessar tölur eru réttar þá er þetta aflaukning sem nemur63.4%. Morgunblaðið bar þessar tölur undir Jón Olgeirsson, ræðismann í Grimsby í gærkvöldi. Sagði Jón, að hann hefði heyrt þessar tölur áður, — en ég þori ekki að ábyrgj- ast þær, því ég hef engar nýjar tölur fengið frá ráðuneytinu, og veit ekki við hvaða dag þær eru miðaðar. Hins vegar sagði Jón, að liklegt væri að þessar tölur væru nærri lagi, enda væri það stefna Breta að hafa sam flesta togara á íslandsmiðum á meðan núverandi ástand ríkti. „Eg hef heyrt að það sé stefna stjórnvalda, að á Islandsmiðum verði ávallt 25—30 togarar. Þetta er líka skiljanlegt þegar helming- ur brezka sjóhersins er notaður til að verja þá." Jón kvað fiskverð enn vera mjög lágt i Grimsby og Hull, en þó væri reytingsafli hjá þeim togur- um, sem kæmu frá Islandsmiðum. Afli togaranna hefði síðustu daga verið frá80—130 tonn eftir veiði- ferð. Undanfarna daga hefði það kvisast út, að hluti af afla togar- anna hefði verið seldur undir því lágmarksverði, sem togaraeigend- ur og sjómenn hefðu sett. Ef svo væri þá hefði mun meira af fiski farið í dýrafóður. Að endingu kvað hann forsvarsmenn sjávarútvegsins i Hull og Grimsby hafa komið saman til fundar í Grimsby í gær til að ræða hið alvarlega ástand, sem nú ríkti í brezkum fiskiðnaði. Loðnan komin í Breiðafjörð Aðalvertíðin fer í hönd: „Bara nokkuð bjartsýnn á góða vetrarvertíð” — segir Stefán Runólfsson í Vinnslustöðinni í Eyjum Eyjamenn eru bjartsýnir á að nóg fáist af þorski á vertíðinni f vetur, þó utan Náttúrugripasafnsins í Eyjum en þar tók Sigurgeir Jónasson þessa mynd af þcim „gula“. FRAMUNDAN er aðalvertíðar- tíminn á vetrarvertíð. Morgun blaðið ræddi í gær við menn f fjórum stórum verstöðvum og aflaði frétta af vertíðinni. Mis- jafnt hljóð var í mönnum. A Hornafirði var afar tregt fiskirf og gæftir slæmar, i Vestmanna- eyjum var sæmilegur afli og tíðindamaður blaðsins bjart- sýnn á góða vertíð, f Sandgerði hafði afli glæðst mjög á síðustu dögum eftir slæman kafla og f Olafsvfk bíða menii eftir-hrot- unni, sem aldrei hefur brugðist upp úr miðjum marz. „Það er heldur vont hljóð i mér þessa stundina,“ sagði Egill Jónasson frystihússtjóri á Hornafirði við Mbl. í gær. „Bátarnir hafa aðeins getað róið 4 daga síðan frá verkfallí vegna ógæfta.“ Egill sagði að afli væri lítill þegar gæfi. Nefndi hann að 8 bátar hefðu á sunnudags- morgun farið að vitja netja, sem legið höfðu fimm daga í sjó en aflinn var ekki meiri en 130 tonn samtals. Fiskurinn var orðinn svona gamall vegna þess að bátarnir komust ekki til að vitja netanna vegna veðurs og var aflinn mjög lélegur í vinnslu eins og gefur að skilja I gær var kolvitlaust veður og ekkert útlit fyrir sjóveðri í dag. Von er á skuttogaranum Skinney inn á fimmtudaginn. Skinney hefur fengið 3—400 tonn frá áramótum. Atvinna í frystihúsinu hefur verið mjög lítil og aðeins hafa verið fryst 20 tonn af loðnu. „Eg er nú bara nokkuð bjart- Framhald á bls. 27 I GÆRKVÖLDI klukkan 22 höfðu 29 skip tilkvnnt loðnuafla síðasta sólarhring, rétt tæpar 10 þúsund lestir. Var heildaraflinn orðinn 258 þúsund lestir á vertfðinni en var 380 þúsund lestir á sama tima í fyrra Loðnan fékkst í gær f Breiðafirði. Engar fréttir hafa borizt af nýjum loðnugöngum við Suðurland en fréttir hafa borizt um að mikil loðna sé i fiski. sem veiðst hefur I Skagafjarðardýpi að undanförnu. Eftirtalin skip höfðu tiikynnt loðnunefnd afla klukkan 22 i gær- kvöldi: Keflvíkingur 220, Þorsteinn 4 í gæzlu grunað- ir um nokkur stórinnbrot RANNSOKNARLÖGREGLAN f Hafnarfirði hefur í gæzluvarð- haldi fjóra unga menn um tvf- tugt, sem grunaðir cru um nokk- ur stórinnbrot á Reykjavíkur- svæðinu á undanförnum mánuð- um. Er hér um að ræða tvö inn- brot á bæjarskrifstofurnar á Sel- tjarnarnesi, þar sem stolið var samtals tæplega einni milljón króna f peningum, innbrot i skrif- stofu BP, þar sem stolið var 850 þúsund krónum og innbrot f Svein Egilsson, Þ. Þorgrfmsson og Sjóvá f Hafnarfirði, en á þessum stöðum voru verðmæti tekin og miklar skemmdir unnar. 320, Isleifur 220, Örn 300, Höfrungur III 220, Alftafell 210, Ásgeir 130, Hrafn 400, Albert 300, Gullberg 400, Vörður 220, Húna- röst 220, Rauðsey 450, Asberg 380, Sæbjörg 300, Kristbjörg 200, Ölaf- Framhald á bls. 27 Mjólkur- skömmtun hætt í gær MJÓLKURSKÖMMTUN var hætt á höfuðborgarsvæðinu f gær, og sagði Oddur Helgason hjá Mjólkursamsölunni við Mbl., að vonast væri til að nú loksins hefðu eðlilegar mjólk- urbirgðir safnast fyrir á heim- ilum þannig að mjólkurdreif- ing kæmist í eðlilegt horf. I gær var ekið 20% meira magni í mjólkurbúðir en venja er til en þrátt fyrir það seldist mjólkin upp í nokkrum mjólk- urbúðum. Oddur Helgason sagði að Mjólkursamsalan fengi nú eins mikla mjólk og venjulega frá bændum á sínu samlagssvæði og einnig væri flutt mjólk með bílum frá Ak- ureyri. Nægilega mikið á að veratil af flestum mjólkurvör- um, svo sem rjóma, skyri og jógúrt en lítið verður um súr- mjólk í mjólkurbúðunum í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.