Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80 Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 40,00 kr. eintakið. AJþýðusamband íslands 60 ára Idag eru 60 ár liðin frá því að Alþýðusamband íslands var stofnað og þá um leið Alþýðuflokkurinn, en þessi samtök voru frá árinu 1916 og fram til ársins 1940 ein og sama stofnunin en þá voru þau aðskilin Stofnun Alþýðusam- bandsins átti sér því í upphafi pólitískar forsendur, sem vafa- laust hafa mótað mjög starf- semi þess framan af. Á því tímabili, sem þessi heildarsam- tök launþega hafa starfað, hafa orðið grundvallarbreytingar á islenzku þjóðfélagi og ekki sizt á þann veg, að meira jafnrétti ríkir nú í efnalegu tilliti sem á öðrum sviðum en þegar verka- lýðsfélögin voru að hefja starf- semi sína. Þegar verkalýðsfélögin voru að myndast og heildarsamtök þeirra hér á íslandi urðu til, rná sjálfsagt með nokkrum sanni segja, að atvinnurekandinn hafi verið allsráðandi í atvinnu- lifinu og hlutur launþegans hafi verið mjög slæmur. Með nokkr- um rökum er haegt að halda því fram i dag, þegar launþega- samtökin eru orðin einhver öfl- ugustu félagasamtök í okkar þjóðfélagi, að hlutverkaskipti hafi orðið i þessum efnum og að hlutskipti atvinnurekandans sé á ýmsan hátt litt öfundsvert. Verkalýðsbaráttan hér á ís- landi sem annars staðar var áreiðanlega mjög hörð framan af, meðan verkalýðssamtökin voru að hasla sér völl og hljóta viðurkenningu sem samnings- aðili fyrir hönd launþega. Þessi barátta þeirra bar óhjákvæmi- lega pólitískan svip, ekki sizt þar sem Alþýðusambandið starfaði í órofa tengslum við einn stjórnmálaflokk fyrsta ald- arfjórðunginn. Þetta hefur smátt og smátt verið að breyt- ast. Hinn pólitiski tónn i starfi Alþýðusambandsins og ein- stakra verkalýðsfélaga hefur smátt og smátt dofnað, en fag- leg sjónarmið, þ.e. hreinrækt- uð hagsmunasjónarmið laun- þega hafa í vaxandi mæli setl svip sinn á starfsemi þeirra héi sem annars staðar. Þetta hefur gerzt enda þótt ekki hafi skort viljann hjá þeim stjórnmála- flokkum, sem gjarnan hafa litið á sig sem hinn pólitíska arm verkalýðshreyfingarinnar, til þess að viðhalda pólitískum sjónarmiðum I starfi þeirra. Á síðustu 20 árum hafa ein ungis tveir menn gegnt stört um forseta Alþýðusambands- ins, þeir Hannibal Valdimars- son og Björn Jónsson. Hanni- bal Valdimarsson var kjörinn forseti Alþýðusambandsins við mjög pólitískar aðstæður, en samt sem áður fór það svo, að undir forystu hans og síðar Björns Jónssonar hafa þessi heildarsamtök launþega í land- inu i vaxandi mæli látið hags- munasjónarmiðin njóta for- gangs enda þótt óhjákvæmi- legt sé, að starfsemi svo öfl- ugra félagasamtaka blandist oft á tíðum inn I pólitískar um- ræður og deilur. Enginn vafi er á því, að þessi þróun hefur verið hagstæð fyrir íslenzkt þjóðfélag og stuðlað að þvi að milda hið pólitiska andrúmsloft í landinu og festa Alþýðusam- bandið og hin einstöku laun- þegafélög í sessi, sem raun- veruleg hagsmunasamtök al- mennings. Kannski þarf lengri tíma en 60 ár til að meta til fulls þann þátt, sem verkalýðshreyfingin hefur átt í mótun okkar þjóðfé- lags á þessum tíma, en hann er áreiðanlega mjög ríkur. Afstaða manna til launþegasamtak- anna hefur tvímælalaust ger- breytzt frá því sem var í upp- hafi. En einmitt vegna þess, að verkalýðssamtökin eru orðin svo áhrifamikil i okkar samfé- lagi, eru gerðar meiri kröfur ti| þeirra heldur en áður var. Eins og umræður í kjölfar síðustu kjarasamninga leiddu í Ijós, liggja ýmsir starfsþættir ein- stakra launþegasamtaka undir gagnrýni og tvímælalaust er þörf á umbótum i starfi verka- lýðssamtakanna. í viðtali við Morgunblaðið í dag, í tilefni af 60 ára afmæli Alþýðusambands íslands, nefnir Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, ýmsa þætti í starfi þess, sem áherzla verði lögð á á næstu árum. í því sambandi nefnir Björn Jónsson þann möguleika að fólk á sama vinnustað verði í einu launþegafélagi og segir: „Ekki er vafi á þvi, enda höfum við fyrir þvi reynslu, að betra er að ná samkomulagi um launa- hlutföll á slíkum stöðum, Slikt skipulag mundi treysta sam- heldnina i sambandinu og breyta verulega til bóta í samn- ingum. Hægt er að nefna dæmi um vinnustaði, sem styðja þetta. Á slíkum grundvelli voru gerðir samningarnir við Álfé- lagið og við rikisverksmiðjurnar og þeir hafa gefið góða raun. Reynslan af þeim samningum bendir örugglega til þess, að þessi stefnumótun sé rétt frá hagsmunalegu sjónarmiði." Stórt framfaraspor yrði stigið, ef slík skipan kæmist á, enda er það einn versti galli núverandi fyrirkomulags, að stór atvinhu- fyrirtæki geta stöðvazt vegna vinnustöðvana, hvað eftir ann- að, þar sem samið er við starfs- fólk, i mörgum verkalýðsfélög- um á mismunandi tímum. Alþýðusamband íslands hef- ur vaxið og dafnað á 60 árum Ábyrgð þess er mikil Enginn getur sagt fyrir um þróun verkalýðssamtakanna á næstu 60 árum. Það eitt er víst að þáttur þeirra í framtíðarþróun þjóðfélags okkar verður mikill. Um skipan og stjórn á fiskveiðum Islendinga Um leiðir til að draga úr áhrifum samdráttar VEIÐAR ÁN SKÖMMTUNAR Hér fer á eftir álitsgerð tillögunefnd- ar um stjórnun fiskveiða, sem nefndin skilaði til sjávarútvegsráðuneytis 5 þ m Tekið skal fram, að meirihluta nefndarinnar mynduðu þeir Már Elís- son, fiskimálastjóri, Tryggvi Helgason, sjómaður, Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, Björn Guðmundsson, útgerðarmáður, og Ásgeir Sölvason, skipstjóri. Þó samþykkti Már Elísson ekki síðustu málsgrein c-liðar 2 greinar í tillögum meirihluta nefndar- innar um samdráttarleiðir fyrir árið 1976 Minnihlutann mynduðu þeir Eggert Jónsson, hagfræðingur, Jakob Magnússon, deildarstjóri við Hafrann- sóknastofnunina, og Einar B Ingvars- son, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, sem jafnframt var formaður nefndarinnar Jakob Magnússon lét bóka að afstaða hans byggðist fyrst og fremst á því að hann teldi mat minni hlutans á aflasamdrætti raunhæfara en mat meirihlutans 1 Ræddar hafa verið fjölmargar leiðir til þess að hafa hemil á sókn þorsk á íslandsmiðum, þar á meða allar þær leiðir, sem minnst er á skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins un þróun sjávarútvegs Miðað við þanr tíma, sem nú virðist til stefnu, að áliti fslenzkra fiskifræðinga, verður ekkt undan því vikizt að setja ákvæði um hámarksafla, þar sem aðrar hugsanleg- ar aðgerðir tryggja ekki svo skjótan árangur, sem gert er ráð fyrir f tillögum fiskifræðinganna, þótt vænta megi mikils af ýmsum fyrirhuguðum aðgerðum, svo sem fækkun veiðiskipa, friðun veiðisvæða, stækkun möskva í togveiðarfærum og auknu eftirliti með veiðum, einkum þegar fram l sækir. í Ijósi framangreindra aðstæðna hefur „Tillögunefnd um stjórnun fiskveiða'' þegar lagt til við sjávarútvegsráðherra, að miðað skuli við það, að heildar- þorskafli á íslandsmiðum verði 280.000 lestir hvort áranna 1976 og 1977, með fyrirvara um einhverjar Alitsgerð tillögunefndar um stjórnun fiskveiða tilfærslur til frádráttar eða viðbótar eftir þvi sem þörf krefur, og áframhaldandi rannsóknir gefa tilefni til. 2 Rétt er að gera ráð fyrir breytileg- um forsendum fyrir áðurnefndum heildarþorskafla í ályktun nefndar- innar felst, að þorskafli íslendinga yrði rétt um 180.000 lestir i ár, þar sem hæpið þykir að gera ráð fyrir þvi, að þorskafli útlendinga á íslandsmiðum verði með óbreyttri sókn undir 80 000 — 100 000lestum Flest bendir til þess að 280 000 lestir sé i efri mörkum þess magns, sem óhætt muni að taka úr islenzka þorskstofninum hvort áranna 1976 og 1977, og raunar er nauðsynlegt að gera nákvæma grein fyrir áætluðum hluta hvers árgangs i þvi aflamagni með hliðsjón af fjölda og þyngd 3 Hér er um að ræða 80 000 — 90 000 lesta skerðingu á þorskafla islendinga frá fyrra ári Lauslega áætl- að útflutningsverðmæti afurða úr þessu þorskmagni nemur um 8.500 milljónum króna á gildandi verðlagi Þessum verðmætismissi mætti að hluta mæta með því að draga úr kostn- aði við veiðar íslendinga, aukinni vöru- vöndun i fiskiðnaði og með þvi að auka veiðar og vinnslu á öðrum fisktegund- um en þorski 4 Ljóst er að beita verður afar ströngum aðgerðum við stjórn á þorskveiðum (slendinga. ef takast á að halda þorskafla landsmanna við 180 000 lestir á þessu ári, ekki sízt þegar haft er i huga, að gera má ráð fyrir 150—160 000 lesta þorskafla (slendinga á fyrstu fimm mánuðum ársins, ef sami háttur verður hafður á veiðum og vinnslu á þessu tlmabili og raun varð á i fyrra 5. Ýmsir annmarkar eru á skipu- lagningu og framkvæmd skömmtunar með svo stuttum fyrirvara, sem nú virðist um að ræða, auk þess sem nokkurn aðdraganda þarf til þess að beina sókn frá þorski f aðra fiskistofna Virðist þvi eini kosturinn til þess að ná framangreindu markmiði vera sá að banna eða takmarka, svo sem frekast er unnt, þorskveiðar á tilteknum svæðum eða einhverjum hlutum árs og þá helzt þegar hráefni þykir lakast til vinnslu, þannig að þorskafla verði haldið innan þess hámarksafla sem að er stefnt 6. Ljóst er að nota yrði þann tima sem fengist til ráðrúms með framan- greindum ráðstöfunum til þess að finna réttlátari og sveigjanlegri leiðir við stjórnun veiðanna, auk þess sem gera þarf ráð fyrir tiðu endurmati þessarar stöðu 7. Ekki skal dregið úr mikilvægi annarra aðgerða, þótt nú sé höfuð- áherzla lögð á, að þorskafli lands- manna fari ekki yfir tiltekið hámark Flýta þarf ákvörðunum um friðun svæða og stækkun möskva í togveiðar- færum og jafnframt þarf að koma á öflugu eftirliti með þvi að farið sé eftir gildandi reglum og fylgjast þarf gaum- gæfilega með þvi hvern árangur þessar aðgerðir bera Fyrirhugað er að fyrir- skipa stækkun möskva togveiðarfæra innan skamms og er mikilvægt að útlendingar verði þar látnir hllta sömu skilyrðum og landsmenn sjálfir 8 Útilokað er að íslendingar geti bætt sér yfirvofandi samdrátt i þorsk- afla á þessu ári með því að auka að sama skapi annan fiskafla sinn, þótt unnt sé að benda á ýmsar leiðir, sem hugsanlega gætu dregið nokkuð úr þessu áfalli, en i þvi sambandi má oftar en ekki gera ráð fyrir auknum kostnaði í byrjun við tilraunir til veiða, vinnslu og sölu á fisktegundum, sem enn hafa ekki verið fullnýttar, eða eru lítið sem ekkert nýttar 1. Allt kapp verði lagt á að halda loðnuveiðum áfram lengur fram eftir vetri en verið hefur undanfarin ár. Jafnframt verði gert ráð fyrir loðnu- veiðum síðsumars og næsta haust, sé þess nokkur kostur, og verði Hafrann- sóknastofnuninni falið að hefja loðnu- leit í tæka tlð til undirbúnings þessum veiðum 2. Allt verði gert, sem unnt er, til þess að takast megi að frysta sem mest (a.m.k 10 000 lestir) af loðnu á yfir- standandi loðnuvertlð, og áherzla lögð á að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins haldi áfram athugunum á enn frekari hagnýtingu loðnuhrogna. 3. Togveiðiskipum verði eftir þvl, sem föng eru á, beint I auknum mæli til ufsa- og karfaveiða, á skýrt af- mörkuðum svæðum (samanber tillögur um bönn og takmarkanir á þorskveið- um), þrátt fyrir hæpið ástand þessara fiskstofna, þar sem ástand þorskstofns- ins er til muna verra 4 Stefnt verði að auknum kolaveið- um I dragnót á bátum allt að 20 metrum að lengd, enda verði fylgt tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar um vlkkun veiðisvæða, veiðitlmabil og tilhögun veiðarfæra, þar með um 1 70 millimetra möskvastærð, svo tryggt verði að dragnótin sé gerð til kola- veiða 5 Stefnt verði að auknum grálúðu- veiðum og I þvi skyni sent fiskiskip eitt eða fleiri til leitar og veiða, jafnskjótt og fært þykir að hefja þær veiðar 6. Samkvæmt upplýsingum fiski- fræðinga er talið, að grásleppustofninn sé mjög sterkur og þess vegna ástæða til að hvetja menn til þeirra veiða, enda söluhorfur góðar 7. Að eigendur fiskafla verði hvattir til að hagnýta eftir föngum það sem nú fer forgörðum úr aflanum Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins verði gert kleift að halda áfram rannsóknum á vinnslu fiskúrgangs 8 Ráðizt verði I umfangsmiklar veiði-, vinnslu- og sölutilraunir á kol- munna og spærlingi. Höfuðáherzla verði lögð á tækifæri til manneldis- framleiðslu, en jafnframt verði kannað hvort vinnsla mjöls úr þessum fisk- tegundum komi til greina með hliðsjón af veiðanlegu magni og markaðsverði afurða 9. Könnuð verði tækifæri til aukinn- ar selveiði og smáhvalaveiði Ástæð; er talin til að kanna, hvaða áhri aukning selastofnsins og bjargfugla hefur á viðkomu fiskstofna SKAMMTAÐAR VEIOAR Afli 1975 Áætlað 1976 Áætluð aukning Slld 12.500 15 000 + 2 500 Rækja 5.000 5.000 — Humar 2 350 3.000 + 650 Hörpudiskur 2.800 6.500 + 3.700 Greinargerð Erfitt er að gera grein fyrir hinum alvarlegu og víðtæku áhrifum, sem samdráttur I þorskafla landsmanna kann að hafa á islenzkt atvinnu- og efnahagslif. Kosta verður kapps um að auka verðmætasköpun I sjávarútvegi, sem og I öðrum atvinnugreinum, til þess að draga úr samdráttaráhrifum, auk þess sem gera verður ráð fyrir bótum til þeirra, sem harðast verða úti. Sú skoðun nýtur umtalsverðs fylgis, þvert ofan I álit fiskifræðinga, að óþarft sé að setja landsmönnum regl- ur um hámarksþorskafla á þessu ári, enda sé þjóðin óviðbúin slikum að- gerðum með svo skömmum fyrirvara, sem hér um ræðir. Þessari skoðun fylgja jafnan efasemdir um áreiðan- leika útreikninga og upplýsinga Is- lenzkra fiskifræðinga, sem raunar hafa aldrei dregið dul á það, að útreikningar þeirra séu I ýmsum atriðum bundnir umtalsverðri óvissu Tillögur um samdráttarleiðir 1 Að miðað skuli við það að heildar- þorskafli á íslandsmiðum verði 280 000 lestir hvort áranna 1976 og 197 7, með fyrirvara um einhverjar tilfærslur til frádráttar, eða viðbótar, eftir því sem þörf krefur og áframhald- andi rannsóknir gefa tilefni til. 2 Takmörkun veiða Tillögur meirihluta nefndarinnar; fyrir árið 1976 sjó á Netafjöldi 60 75 90 105 120 a Hámarksfjöldi neta I vetrarvertið verði sem hér segir: Fjöldi skipverja Færri en 8 8—9 10 1 1 12 Um möskvastærð vlsast til tillagna Fiskveiðilaganefndar b Þorskanet verði tekin upp á sklr- dag og ekki lögð aftur fyrr en á annan dag páska Jafnframt verði togveiðar bannaðar sömu daga á svæðinu rétt- vlsandi austur frá Stokksnesi vestur um að llnu réttvlsandi vestur frá Látra- bjargi og út 25 milur frá grunnllnum. c Á tlmabilinu 16 mal til 15. október verði skipum og bátum, sem veiðar stunda I botn- og flotvörpu gert að stöðva þorskveiðar á (slandsmiðum I tvo mánuði innan tlmabilsins og minnst mánuð I senn Afmörkuð verði þau svæði, þar sem leyfðar verði veiðar undir eftirliti á öðrum fisktegundum, enda verði settar reglur, sem tryggi að þorskafli skipa á umræddum svæðum verði I lágmarki og svæðum breytt eftir því sem nauð- syn krefur. Ofangreindar tillögur byggjast á þvi að ekki verði samið um frekari veiði- heimildir við útlendinga og að þeim ólöglegu veiðum, sem nú eru stund- aðar verði hætt Til þess að svo megi verða þarf að stórefla 'andhelgis- gæsluna Tillögur minnihluta nefndarinnar a Að þorskveiðar I net verði bannaðar á íslandsmiðum frá og með laugardeginum fyrir pálmasunnudag til þriðjudags eftir páska 1976, og á þessum tlma verði togveiðar bannaðar á svæðinu réttvisandi austur frá Stokksnesi vestur um og að linu rétt- vlsandi vestur frá Látrabjargi og út 25 mílur frá grunnllnum Ennfremur er lagt til að stefnt verði að þvl að hámarksfjöldi neta I sjó á vetrarvertlð verði sem hér segir: Fjöldi skipverja Fæddi en 8 8 — 9 10 1 1 12 Netafjöldi 60 75 90 105 120 Jafnframt leggur nefndin áherzlu á að farið verði að tillögum Fiskveiðilaga- nefndar um möskvastærð þorska- og ýsuneta b Að þorskveiðar verði bannaðar á (slandsmiðum á tlmabilinu frá 1 5. mal til 15 september 1976, nema hvað leyfðar verði þorskveiðar Islenzkra fiskiskipa með llnu og handfærum Að afmörkuð verði þau svæði þar, sem leyfðar verði veiðar undir eftirliti á öðrum fisktegundum, enda verði settar reglur sem tryggi að þorskafli skipa á umræddum svæðum verði i lágmarki, og svæðum breytt eftir þvi sem nauð- syn krefur c. Að þorskveiðar I flotvörpu verði bannaðar á íslandsmiðum frá 15 september til ársloka 1976. 3 Að möskvastærð I pokum flot- og botnvörpu verði hið fyrsta aukin 1155 millimetra. Á karfaveiðum á afmörk- uðum svæðum verði möskvastærð I poka 135 millimetrar. Að lágmarks möskvastærð I dragnót verði 1 70 milli- metrar Vísað er I bréf Hafrannsókna- stofnunarinnar til sjávarútvegsráðu- neytisins dags. 22 janúar 1976, I þessu sambandi 4 Að eftirlit með veiðum islenzkra og erlendra fiskiskipa verði stóraukið til þess að sjá um að fylgt sé settum reglum, og brugðizt verði sem skjótast við þegar nauðsynlegt reynist að banna veiðar á tilteknum svæðum, enda getur ekkert annað en öflugt eftirlit tryggt marktækt gildi mælinga á árangri aðgerða til friðunar. Nefndin telur mikilvægt að útlendingar hverfi af islandsmiðum, og komið verði I veg fyrir ólöglegar veiðar þeirra. Til þess að svo megi verða, telur hún nauðsynlegt að Landhelgisgæzlan verði stórefld Nefndin hefur fjallað itarlega um eftirlit með veiðum og komizt að þeirri niðurstöðu að eftirliti yrði að svo stöddu helzt komið við með þvi að senda trúnaðarmenn (um 10 I byrjun) á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunarinnar sitt á hvað I veiðiferðir með fiskiskipum Hlutverk þeirra yrði að fylgjast með að veiðarfærabúnaður væri samkvæmt settum reglum, annast sýnishorna- tökur, mælingar og aðrar rannsóknir á afla fyrir Hafrannsóknastofnunina og loka veiðisvæðum ef of mikill smá- fiskur væri I aflanum Lokun svæðis gæti átt sér stað með þeim hætti að viðkomandi trúnaðar- maður tilkynnti nærstöddum skipum, svo og sjávarútvegsráðuneytinu og Landhelgisgæzlunni um þessa ákvörð- un, og kallaði jafnframt til næsta rann- sóknaskip eða eftirlitsskip sem til þess væri búið að rannsaka svæðið og opna þegar fært væri talið, I samráði við sjávarútvegsráðuneytið. Áherzla er lögð á að fylgt verði tillögum um Itrustu friðun smáfisks allt árið og hrygningarfisks á þeim tlma, sem hrygning fer fram. 5. Að framleiðendum þorskafurða verði hið fyrsta tilkynnt um áætlaðan þorskafla (slendinga 1976 til þess að samtökum þeirra og einstökum út- flytjendum gefist nokkur tlmi til þess að búa sig undir breytingar þar, sem þeirra verður að vænta. 6. Að fylgzt verði vel með framan- greindum samdráttaraðgerðum, og ef sýnt þykir, að þær dugi ekki til þess að halda heildarþorskafla á (slandsmiðum I 280.000 lestum (með fyrirvara um tilfærslu sbr. 1. lið), verði reynt að gripa til frekari samdráttaraðgerða. Ágreiningur varð um tillögur um takmörkun veiða, samanber lið 2 I tillögum um samdráttarleiðir og gerðu meiri- og minnihluta nefndarinnar svo- fellda grein fyrir afstöðu sinni. AFSTAÐA MEIRIHLUTA NEFNDARINNAR Við lltum svo að, að leggja beri höfuðáherzlu á ráðstafanir til þess að draga úr þorskafla útlendinga á ís- landsmiðum, og teljum að ná megi beztum og skjótustum árangri með eflingu Landhelgisgæzlunnar Okkur er hins vegar Ijóst, að þessar ráðstafanir duga að óbreyttu ekki til þess að bægja frá þeirri hættu, sem Islenzki þorsk- stofninn er I um þessar mundir, og þess vegna verði nauðsynlegt að draga mjög úr sókn landsmanna sjálfra I stofninn á þessu ári í þvi sambandi bindum við mestar vonir við friðun og tlmabundna lokun svæða, stækkun möskva I veiðarfærum og almennt fisk- veiðieftirlit. Engu að siður teljum við, að ekki verði hjá þvl komizt að draga nokkuð úr sókn á vetrarvertið og takmarka sókn togveiðiskipa á sumri komanda, svo sem fram kemur I tillögum okkar Að lokum skal hér gerð grein fyrir mati okkar á aflaminnkun vegna framan- greindra tillagna, sem að sjálfsögðu eru háðar stöðugu endurmati: 1. Samdráttur vegna efldrar landhelgisgæzlu 2. Samdráttur veiðitakmarkana 3. Samdráttur vetrarvertið 4 Samdráttur togveiðibanns 30 000 sml. vegna almennra 20.000 sml. vegna aðgerða á 10.000 sml sumarafla vegna 20 000 sml Alls 80.000 sml. AFSTAÐA MINNIHLUTA NEFNDARINNAR Við erum sammála meirhluta nefnd- arinnar um það að leggja beri höfuð- áherzlu á að draga úr afla útlendinga á (slandsmiðum, og teljum að vænta megi mikils af almennum friðunarað- gerðum á komandi árum ( Ijósi rikj- andi aðstæðna gerum við okkur ekki jafngóðar vonir og meirihlutinn um árangur af framangreindum ráðstöfun- um á þessu ári. Þess vegna teljum við nauðsynlegt að draga úr þorskaflanum eins og nauðsynlegt er talið Mat okkar á vægi þeirra ráðstafana, sem við leggjum til að gerðar verði, er sem hér segir 1. Samdráttur landhelgisgæzlu 2. Samdráttur veiðitakmarkana vegna efldrar 20 000 sml. vegna almennra 1 4.000 sml SAMANBURDUR A samdrAttarleidum | Skiptur kvóti: Suður1. Reykjan. Vesturl. Vestf. Norður1.V. Norðurl. E. Aust f. Samtals f I Kvóti þús. lesta 16 46 25 32 13 29 19 180 1 I Samdr.áhrif M.kr. 327.2 812.2 195.6 567.1 237.6 425.1 275.4 2.840.3 I I % heildarverðm. 16.6 19.0 12.8 26.6 .29.2 23.5' 14.5 18.4 I | öskiptur kvóti: I Afli þorsk3 (Þ.l.) 20.3 56.8 27.4 • 27.0 9.3 23.1 16.1 180.0 1 I Samdr.áhrif M.kr. 111.3 531.2 122.7 695.2 292.4 649.1 375.9 2.777.9 | - % heildarv. 5.6 12.2 4.9 32.6 35.9 35.9 19.8 18.3 I | TillöRur nefndar: Mi 11j. kr. 185.2 521.3 262.4 361.4 223.0 423.9 273.7 2.250.9 1 % 9.4 12.3 16.3 17.0 27.4 23.5 14.4 14.8 1 Hlutfallslega jöfn skipti miðað við verðmæti (18.65%) Heildarafli 23.0 67.0 35.6 46.2 18.3 42.3 27.0 259.4 Samdráttur 10.8 23.3 8.8 11.7 4.5 9.9 10.4 79.4 Leyft magn 12.2 43.7 26.8 34.5 13.8 32.4 16.6 180.0 Verðmætissamdráttur Millj. kr. 366.3 793.5 299.9 397.3 151.7 336.9 354.2 2.700.0 1. Að slldveiðar verði auknar I 15.000 lestir með hliðsjón af áliti fiskifræðinga, enda verði veiðum hag- að I samræmi við ábendingar þeirra og I samvinnu við aðra hlutaðeigendur. 2. Að hefja með vori leit að úthafs- rækju I Kolluál, fyrir Vestfjörðum Norð- ur- og Austurlandi 3. Að leyfð verði veiði á 3.000 lestum af humri i sumar Við útgáfu humarveiðileyfa verði reynt að taka tillit til breyttra aðstæðna vegna sam- dráttar I þorskveiðum t d með skömmtun. Lögð er áherzla á eftirlit með veiðum og svæðum lokað þegar ástæða þykir til 4 Að veiðar hörpudisks verði aukn- ar I samræmi við hugmyndir fiski- fræðinga um það, hve mikið megi taka án þess að stofninum sé hætt Jafn- framt verði kannaðar leiðir til vinnslu hörpudiskshrogna 5 Að haldið verði áfram vinnslu- og sölutilraunum á kúfiski, og könnuð tækifæri til vinnslu á kræklingi 3 Samdráttur vegna aðgerða á vetrarvertið 7.000 sml. 4 Samdráttur sumarafla vegna tog- veiðibanns o fl. 39 000sml Alls 80.000 sml. Nefndarmönnum er Ijóst, að tillög- urnar bera öll merki þess að starfstlm- inn var naumur, en þeir líta svo á, að niðurstöður nefndarinnar séu aðeins upphaf eða hluti itarlegra starfs á sviði stjórnunar fiskveiða á (slandsmiðum, sem háð eru stöðugu endurmati Leita verður réttlátari og sveigjanlegri leiða við stjórnun veiðanna, hvort heldur farið verður eftir tillögum nefndarinn- ar, einstakra nefndarmanna eða ábend- ingum annarra, en til þess gæfist ef til vill meiri timi en ella, ef unnt væri að llta á tillögur nefndarinnar sem bráða- birgðalausn Stjórnunaraðgerðir af þessu tagi eru neyðarráðstafanir, sem gripið er til i von um að I skjóli þeirra komist á, fyrr eða slðar, aukið jafnvægi milli stærðar veiðiflotans og fiskstofn- anna á miðunum. Lokatakmarkið hlýt- ur að vera, að flotinn geti stundað veiðar hömlulitið, án þess að fiskstofn- unum sé stefnt I voða. Tillögur nefndarinnar eru þess eðlis, að halda verður opnum leiðum til þess að bæta sérstaklega skaða þeirra byggðarlaga, sem kunna að verða harðar úti en önnur vegna samdráttar- aðgerða í þvl sambandi þarf meðal annars að kanna leiðir til aflamiðlunar, verði atvinnuástand og aðrar aðstæður með þeim hætti að nauðsyn beri til, en jafnframt þyrfti að fylgjast með at- vinnutækifærum utan sjávarútvegs með hliðsjón af hugsanlegum sam- drætti I afla Nauðsynlegt er talið að kanna til hllt ar, hvort unnt reynist að koma á verð- jöfnun eða verðuppbótum með það fyrir augum að draga úr sókn I þorsk, en örva að sama skapi sókn I aðrar fisktegundir Vonir eru bundnar við loðnuveiðar fyrir Norðurlandi slðsumars og næsta haust Um nokkurt skeið hafa staðið yfir veiði-, vinnslu- og sölutilraunir I smáum stil á spærlingi og kolmunna og hafa kolmunnatilraunirnar gefið til- efni til nokkurrar bjartsýni. í þessu sambandi hljóta að vakna spurningar um það. hversu langt mætti ganga I veiði og vinnslu þessara tegunda með því hugarfari, að rekstrartekjur stæðu undir breytilegum kostnaði og ein- hverjum hluta fasts kostnaðar. Brýn þörf er á náinni samvinnu við sölusamtök sjávarútvegsins við að koma á framfæri nýjum afurðum og hafa þau þegar sýnt áhuga og vilja á þvi, en I Ijósi rlkjandi aðstæðna verður óhjákvæmilegt að ætlast til sérstaks átaks af þeirra hálfu I sölumálum í tillögum nefndarinnar kemur glöggt fram, að gengið er út frá náinni samvinnu við Hafrannsóknastofnunina og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Nefndinni er Ijóst að þar rikir fullur skilningur á nauðsyn þess, að beina rannsóknum fyrst og fremst að þeim verkefnum, sem nefnd hafa verið hér að framan og kynni þvi að reynast nauðsynlegt að endurskoða starfsáætl- anir stofnananna með hliðsjón af þeim Fiskveiðilaganefnd hefur lagt mikla vinnu I að semja frumvarp um veiðar innan fiskveiðilandhelginnar og liggja tillögur nefndarinnar nú fyrir Ekki var hjá þvi komist að ræða nokkur atriði, sem Fiskveiðilaganefnd hefur gert til- lögur um og ber þar sérstaklega að nefna friðun svæða, veiðitakmarkanir, möskvastærð I togveiðafærum og eftir- lit með veiðum Nefndirnar virðast I meginatriðum sammála um þessi atr- iði, ef undan er skilið eftirlit með veiðum Að öðru leyti bera tillögur nefndanna það með sér að þeim var ætlað óllkt hlutverk Nefndinni er það fyllilega Ijóst, að I þjóðhagsspám og öðrum áætlunum um afkomu þjóðarbúsins á þessu ári var á engan hátt gert ráð fyrir þvi áfalli, sem felst I þvl að draga saman þorsk- veiðar I þeim mæli, sem hér er lagt til, I þvi skyni að komast hjá verri áföllum slðar. Takist ekki samningar um afla útlendinga á (slandsmiðum fer það saman, að samdráttur I þorskafla landsmanna verður á þessu ári og / eða næstu árum tilfinnanlegri en ella, auk þess sem mun erfiðara verður að finna markaði fyrir þá vöru, sem til verður úr fisktegundum, sem lands- menn hyggjast auka sókn slna i eða hefja veiðar á. Ekki er annað sjáanlegt en að þjóðin verði að taka á sig auknar byrðar meðal annars með erlendum lántökum, til þess að bæta sér upp þann tekjumissi. sem I tillögunum felst, en þær eru byggðar á þeirri skoðun að aðvarahir Islenzkra fiskifræðinga séu á rökum reistar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.