Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 11 Lokuðu götunni við Hvíta húsið Washington, 10. marz. AP. GÖTUNNl framan við Hvita 'húsið var lokað í 20 mínútur í dag meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu svarta skjalatösku sem hafði verið skilin eftir við aðalhliðið að Hvíta húsinu. Task- an var tóm. Maður nokkur skildi hana eftir við hliðið og hvarf síðan. Fréttabréf frá Djúpi eftir Jens í Kaldalóni: Kgr og kindur maula gjöf- ina í Ijósskrúði ngrrar aldar ast nokkuð, en mikið er þó eftir. Það bar til tíðinda nú í góubyrj- Nýlega hélt Djúpmannafélagið á Isafirði veglegt og fjölmennt un að Jón bóndi Guðjónsson á þorrablót í félagsheimili Hnífs- Þegar nú skammdegið er að baki og sólin hækkar á lofti um hænufet hvern dag, þá birtir yfir hugum Djúpverja og þeir hlakka til komu vors og hlýrra vinda. Á þeim bæjum sem nýtendruð raf- ljósin glitra frá nýbyggðu orku- veri fráBlæfardalsá, hvarf jafnvel skammdegið í þeirri mynd, sem það áður hefir verið, þar sem nú er ljósadýrðin f öllum kytrum og kompum, og jafnvel uppljómað bæjarhlaðið svo sem á sólskins- björtum sumardegi væri. Kýr og kindur maula nú í sig gjöfina í ljósskrúði nýrrar aldar í þeirra huga, og sjá nú fyrst með eigin augum hve rausnarlega á borð þeirra er borið, en jafnan áður varð að duga þeim lyktarskynið og meðsköpuð tilfinningin ein. 1 hinum snörpu átökum um skiptingu þjóðararðsins, sem nú er nýlokið, kom ekki til neinna sviptinga hjá okkur hér í Djúpi. Djúpbáturinn hélt uppi áætlunar- ferðum svo sem venjulega, og flutningur vöru til bænda og mjólkur frá þeim var með eðlileg- um hætti, og mega þeir, sem þar réðu málum eiga góðar þakkir fyrir þann skilning og viðsýni, að fólk þurfi að eta og drekka, og blessuð börnin að fá mjólkina sína, þótt að þeir þurfi að bítast um krónuna og kökuna stóru, sem allir vilja fá af sem stærstan bit- ann. Bændur hér við Djúp hafa skömm á og fordæma harðlega þá svívirðu að komið skyldi í veg fyrir flutning mjólkur frá bænd- um vitt og breitt um landið, þar sem í huga þeirra vakir ennþá sú dyggð, að enga málnytu megi svo fordjarfa, að til skaða verði, og að eyðileggja matvæli að yfirlögðu ráði sé sá ófyrirgefanlegasti glæp- ur, sem allir góðir menn hafa á forsmán og megnustu fyrirlitn- ingu, og sem aldrei getur komið kjarabaráttu neinna stétta að gagni. Nýlega hélt Orkunefnd Vest- Leikfélagið Grímnir frumsýnir „Pétur og Rúnu” um næstu helgi LEIKFÉLAGIÐ Grímnir i Stykkishólmi frumsýnir verð- launaleikrit Birgis Sigurðssonar, „Pétur og Rúnu“, laugardaginn 13. marz klukkan 21 í samkomu húsinu. Önnur sýning á verkinu verður á sunnudag fyrir skóla- nemendur kl. 17 og þriðja sýning verður að kvöidi sama dags klukkan 21. Ennfremur er ætlunin að sýna verkið síðar meir 1 nágrannabyggðum. Leikstjóri er Arnhildur Jóns- dóttir en með aðalhlutverk fara Guðjón Brjánsson, sem leikur Pétur, og Guðfinna Diego, sem leikur Rúnu. Aðrir leikendur eru Þórhildur Pálsdóttir, Skúli Ing- varsson, Þorvaldur Ölafsson, Andrés Kristjánsson, Bergur Hjaltaiín og Dagbjört Hrafnkels- dóttir. Grímnir hefur einnig annað leikrit í æfingu um þessar mundir og verður það frumsýnt bráðlega. Er það barnaleikrit og heitir „Drekinn hási“ eftir Benny Anderson, þýtt af Nínu Björk Árnadóttur. Leikstjóri þar er Signý Pálsdóttir. fjarða fund i Reykjanesi með sveitarstjórnarmönnum Inn- djúpshreppanna um hugmyndir um stofnun svonefndrar Vest- fjarðavirkjunar, þar sem öll virkj- unarmannvirki á Vestfjarðakjálk- anum yrðu sameinuð í eitt orkubú og til samhæfðra átaka i virkari framkvæmd en væru þau í smærri einingum. Hefir þessi hugmynd hlotið jákvæða afstöðu flestra enda þótt nokkur uggur leynist hjá sumum um einveldis- aðstöðu slíks risamannvirkis, þeg- ar undir einn hatt væri komið í framkvæmd og forsjá allri. Ekki verður svo frá mörgu sagt, að ekki komi veðurfarið þar við sögu, en þar er skemmst frá að segja, að veðurfar þessa vetrar, það sem af honum er, hefur verið með eindæmum umhleypinga- samt, snjólitið héfur verið og eng- in stórviðri geisað en smáblotar annað slagið og mikil svellalög um allt. Nokkuð hefur þó tekið upp nú uppá síðkastið, svo grynnst hafa svellbunkarnir við- Laugabóli, i Nauteyrarhreppi heimti 2 veturgamlar gimbrar af fjalli, og var önnur gimbrin með hrútlambi, svo vel geta þær átt snemma að bera. Voru kindur þessar allar vel útlítandi, feitar og fallegar, enda er mörg matar- holan kjarnarik í Laugarbólslandi og skjólsamt er þar víða um dali og hálsa. En það þykir alltaf ánægjulegt um hávetur að heimta i útigöngufé af fjöllum og flestum talið glatað, sem ekki skilar sér nálægt byggðum er að hátíðum líða tekur. Þá má geta þess, að nú á góunni er verið að setja þak á 600 kinda fjárhús i Botni í Mjóafirði, hjá hinum athafnasama og nýbyrjaða bónda þar Ágústi Gislasyni. Mun það fátítt hér við Djúp, að bygg- ingarvinna sé stunduð hér um slóðir um hávetur. dæiinga, og mun þar hafa verið samankomið um hálft þriðja hundrað manns. Lét fólkið ein- dæma vel af skemmtun þessari, sem í alla staði fór fram á vegleg- an og höfðinglegan hátt. Nokkuð góð rækjuveiði hefur verið hér i Djúpinu i vetur, enda þótt alltaf verði eitthvað misjafnt milli báta, fékk t.d. vélbáturinn Engilráð frá Isafirði 2 tonn af rækju part úr degi inn á Hamars- bug nú á dögunum, og er það mokveiði, fleiri hafa einnig feng- ið þar ágætan rækjuafla. Öllum þeim, sem sent hafa mér línu og þakkir fyrir fréttir úr Djúpi, sendi ég minar bestu kveðjur og þakkir, og reyni ég að lofa þeim að heyra frá okkur ef eitthvað það gerist, sem maður telur frásagnarvert. Jens I Kaldalóni. Fullt fargjald fyrireinn, hálft fyrir hina 1. nóvember til 31. mars er í gildi fjölskyldu- afsláttur af fargjöldum okkar til Noröurland- anna.Luxembourg og Bretlands. Þegar fjölskyldan feröast saman, þá greiðir einn fullt gjald, en allir hinir í fjölskyldunni aöeins hálft. Þannig geta þeir sem fara utan í viöskipta- erindum tekiö meö, ef ekki alla fjölskylduna, þá aö minnsta kosti maka sinn. Þetta er rétt að hafa í huga. ^FiELAc loftleidir /SLAJVDS Félög sem greiða götu yóar erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.