Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 Ályktanir aðalfundar Verzlunarráðs: Hörð mótmæli við haftastefnu í gjald eyrisviðskiptum og innflutningi Hér fara á eftir áiykt- anir aöalfundar Verzl- unarráðs Islands um ýmsaþætti atvinnumála: Aöalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 telur að fyllilega tímabært og æskilegt sé að gera ýmsar umbætur, sem auðvelda atvinnulífinu starfsemi sína og eru jafnframt í fullu samræmi við hag þjóðarinnar allrar. SKIPULAG ATVINNULIFSINS Aðalfundur Verzlunarráðs Is- iands 1976 telur, að starfs- og vaxtarskilyrði atvinnuveganna verði bezt tryggð, ef skipulag atvinnulífsins er grundvallað á lögmálum hins frjálsa markaðs- hagkerfís. Markaðshagkerfið er eina hagskipulagið, sem sam- rýmist lýðræðisþjóðfélagi og takmarkar ekki með matsregl- um það frelsi, sem iýðræðið veitir. Jafnframt er markaðs- hagkerfið það hagskipulag, sem líklegast er til að tryggja bezt hagkvæma nýtingu fram- ieiðslugetu þjóðfélagsins, örva framleiðni og vöxt þjóðartekna og skapa jafnvægi í efnahagslif- inu, alþjóð til heilia. MARKAÐSVERÐMYNDUN VÖRUOG ÞJÖNUSTU ATVINNUVEGANNA Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 minnir stjórnvöld á, að bezta aðferðin til þess að hafa áhrif á verðlag i landinu, þ.e. verð aimennt á vöru og þjónustu, er skynsamleg stefna í peningamálum og fjármálum hins opinbera. Fundurinn átelur, að þessi aðferð skuli hafa verið vanrækt en i stað þess hafi stjórnvöld með verð- stöðvun, niðurgreiðslum og styrkjum og óskynsömum verð- myndunarreglum haft bein og óæskileg áhrif á verðmyndun í landinu. Samkeppni hefur veríð útilokuð, tilraunir til hag- kvæmni i rekstri eyðilagðar, verðskyn almennings brenglað og afkomu atvinnuveganna stefnt í hættu. Fundurinn telur að beinum afskiptum stjórn- valda af verðmyndun verði að linna, en í stað þess þarf mark- aðsverðmyndun að fá að njóta sín við verðmyndun vöru og þjónustu atvinnuveganna. SAMKEPPNISLÖGGJÖF Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 telur brýna nauðsyn á því, að samin verði löggjöf til þess að efla markaðsverð- myndun á vöru og þjónustu at- vinnuveganna og til þ^ss að úti- loka samkeppnishamlandi við- skiptahætti. Aðalfundurinn vekur athygli stjórnvalda á því, að nefnd vinnur nú á vegum Verzlunarráðsins við mótun heildartillagna um, hvernig slik löggjöf ætti að vera. Jafn- framt iýsir fundurinn því yfir, að Verzlunarráð Islands er hve- nær sem er reiðubúið til við- ræðna og samstarfs við stjórn- völd um þetta mál. TOLLAMAL Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 bendir á, að tollar skekkja gengisskráninguna og koma i veg fyrir hagkvæmustu nýtingu framleiðsluþáttanna. Tollar eru því óæskilegir, sér- staklega ef þeir eru misháir. Fundurinn bendir á, að tollar eru nú mjög mismunandi milli óskyldra og jafnvel skyldra vörutegunda og einnig eftir markaðssvæðum. Fundurinn vill sérstaklega vekja athygli á þeirri mismunun, sem á sér stað í viðskiptum okkar við Bandarikin. Við búum við beztu tollakjör i Bandarikj- unum en þeir búa við verstu tollakjör hérlendis. Fundurinn telur að samræma þurfi tolla og endaniega fella þá alveg niður. ATVINNUREKSTUR HINS OPINBERA Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 bendir á, að hið opinbera hefur hafið og leiðzt út í fjölmargan atvinnurekstur, þar sem þátttaka hins opinbera er ekki nauðsynleg vegna tæknilegrar einokunar eða samneyzlueinkenna á fram- leiðslunni. Auk þess hefur hið opinbera skapað þessum fyrir- tækjum sinum sérstöðu: svo sem skattfrelsi, greiðan aðgang að lánsfé og einokun á markaði. Fundurinn telur, að þessu þurfi að breyta, þannig að opin- ber atvinnurekstur búi við sömu starfsskilyrði og annar at- vinnurekstur í landinu. EINKASÖLURÉTTINDI Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 mótmælir því harð- lega, að í stað þess að efla sam- keppni og markaðsverðmyndun skuli hið opinbera hvetja til samstöðu og einokunar, jafnvel lögfesta einokun. Fundurinn telur, að öll einkasölu- og ein- okunarréttindi þurfi að af- nema. ARÐSEMI Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 bendir á, að gífurleg verðbólga, neikvæðir raunvext- ir ásamt erfiðri afkomu at- vinnuveganna, sem stjórnvöld bera verulega ábyrgð á, hefur gert fasteignir og varanlegar neyzluvörur ásamt verðtryggð- um skuldabréfum ríkissjóðs að arðsömustu fjárfestingunni hérlendis. Aðalfundur Verzl- unarráðs Islands varar við því, að slikt hlýtur að koma niður á afkomumöguleikum þjóðarinn- ar i framtiðinni, ef fé, sem lagt er i atvinnuvegina, skilar ekki mestri ávöxtun i þjóðfélaginu. Fundurinn telur því, að það sé orðið lífsnauðsynlegt þjóðinni, að markaðsverðmyndun fjár- magns og vöru og þjónustu at- vinnuveganna verði leyfð, þannig að raunveruleg arðsemi ráði fjárfestingu i þjóðfélaginu. FRlVERZLUN Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 vill benda stjórn- völdum á, að óheft utanrikisvið- skipti örva hagkvæma alþjóð- lega verkaskiptingu, auka mögulega þjóðarframleiðslu allra þjóða og bæta þannig lifs- kjör um allan heim. Fundurinn mótmælir harðlega þeirri haftastefnu, sem gætt hefur hjá núverandi rikisstjórn varðandi gjaldeyrisviðskipti og innflutn- ing. Fundurinn telur, að tækni- lega verði núverandi misvægi í utanríkisviðskiptum aldrei leyst með höftum, til þess sé vandinn stærri en svo. Auk þess eru höft ólýðræðisleg að- ferð. Önnur hagstjórnartæki eru miklu betur til þess fallin að leysa þetta misvægi. Fundurinn telur, að frjáls utanrikisviðskipti séu þjóðinni farsælust og hvetur stjórnvöld til þess að gera inn- og útflutn- ing frjálsan í öllum vöruteg- undum, nema raunverulegar heilbrigðis- og öryggisástæður réttlæti annað. VÖRUGEYMSLUR Aðalfundur Verzlunarráðs Is- lands 1976 bendir á, að vegna núverandi fyrirkomulags á meðferð innflutningsskjaia og innheimtu aðalfiutningsgjalda er of mikill hluti vörubirgða landsmanna geymdur í vöru- geymslum skipafélaga. Fundurinn telur, að innflytj- endur þurfi að fá vörur sínar sendar beint í eigin vöru- geymslur í rikari mæli en nú er gegn fullnægjandi tryggingum fyrir greiðslu aðflutnings- gjalda. ÓKEYPIS! Tveggja mínútna leitin Allt sem þú þarft að gera er: að skrifa okkur á bréfsefni fyrirtækis þíns og segja okkur hvaða vörum þú þarft á að halda og nota. Segðu okkur hvort fyrirtæki þitt notar það sjálft eða er söluaðili. Segðu okkur einnig frá banka fyrirtækisins eða aðra erlenda viðskiptaaðila, venjulegar greiðsluaðferðir (letter of credit eða annað) og þær upplýsingar sem máli skipta fyrir seljanda. Er okkur berast spurningar þfnar komum við þeim áleiðis til fyrirtækja i New York ríki sem gætu þjónað yður bezt. Þeir munu slðan skrifa þér beint. Á stuttum tíma getur þú eignast traust viðskiptasambönd við framleiðendur í New York rfki. Sendið bréf flugleiðis til: New York State Department of Commerce, International Division, Dept. LLFP, 230 Park Avenue, New York, New York 10017, U.S.A. Fyrirspurnarbréf á ensku ganga betur fyrir sig. NEW YORK STATE @1 — Sjónvarp Framhald af bls. 27 Jamalka uppreisn, sem skipti sköpum I baráttu þeirra. Foringi þeirra var prédikarinn Daddy Sharp, sem var handtekinn og dæmdur til dauða. Séra William Knibb, hviti sókn- arpresturinn á uppreisnar- svæðinu, dró taum þrælanna I frelsisbaráttu þeirra. Þvi var hann fluttur nauðugur til Englands. Þar flutti hann fjölmarga fyrirlestra og átti rikan þátt I að breyta al- menningsálitinu. Arið 1834 kom loks að því, að þrælahald var afnumið um allt breska samveldið. Þýðandi Öskar Ingimarsson. 22.35 Dagskrárlok FÖSTUDKGUR 19. mars 1976 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglvsingar 20.40 Kastljós Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 21.40 Hrevfingar Stutt, finnsk kvikmvnd. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 21.55 Dagbók djáknans Ilanskt sjónvarpsleikrit, bvggt á sögu eftir Steen Steensen Blicher. Klaus Rif- bjerg færði í leikbúning, en leikstjóri er Jonas Cornell. Aðalhlutverk Lars Knutzon, Lane Lind og Nis Bank- Mikkelsen. Blicher skrifaði þessa sögu árið 1824. Hún er rituð sem dagbók djáknans Mortens Vinge á árunum 1708—1753. Er sagan hefst, er Morten ungur bóndasonur. Hann ræðst til óðalsbónda og verð- ur ástfanginn af Sofffu dóttur hans. Soffía strýkur að hciman með Jens veiði- manni, en Morten gerist her- maður og dvelst fjarri ætt- jörðinni um árabil. Á efri árum fer hann aftur heim og hittir gamla kunningja. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpið). 23,15 Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR 20. marz 1976 17.00 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Pollvanna Breskur mvndaflokkur, gerður eftir sögu Eleanor H. Porter. Lokaþáttur. Efni 5. þáttar: Jimmv fær fast starf sem garðyrkjumaður Pendle- tons, en konurnar í kvenfé- laginu treysta sér ekki til að útvega honum samastað. Pendleton er aftur kominn á fætur. Hann býður Polly- önnu að koma og búa hjá sér, og hann viðurkennir fyrir henni, að hann hafi elskað móður hennar. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Krossgáta V Spurningaþáttur með þátt- töku þeirrasem heimasitja. Lokaþáttur. Kynnir Edda Þórarinsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Ind- riðason. 21.05 Læknir til sjós Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.30 Uppreisnin á Caine (The Caine Mutiny) Bandarfsk híómynd frá árinu 1954. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, José Ferrer, Fred McMurrav og Van Johnson. Nýr skipstjóri tekur við stjórn tundurspillisins Caine. Hann tekur að stjórna með harðri hendi, en áhöfnin er óvön ströngum aga. Sá kvittur kemst á kreik, að skipstjórinn sé ekki með réttu ráði og ófær um að stjórna, og því grípur áhöfnin til sinna ráða. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.30 Dagskrárlok. imit ÍHít.'.ll/l ..íitbiiu/!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.