Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 Á hættu- slóðum í ÍsraelíiíiíKare Sigurður Gunnarsson þýddi Hinir ungu áheyrendur höfðu verið algjörlega hljóðir og heillaðir á meðan hann flutti frásögn sína. Þeir höfðu tæp- ast gert sér grein fyrir þvi, að þeir drægju andann. 1 arabiska borgarhlutanum sáu þau konur ganga um göturnar með vatns- könnur á höfði, og asnar kjöguðu í kring- um þær. Þau fundu, að mikinn hita lagði til þeirra frá hinum gamla múrvegg. „Nú segi ég shalóm“, mælti hinn virðu- legi, gamli maður, með löngu lokkana hvítu. Hann þakkaði þeim fyrir samver- una og sagði, að nú skyldu þau fara norður til Galíleu, þar sem þau ættu heima. Hann þakkaði líka Óskari sérstak- lega fyrir það, að hann hefði komið til þessa lands og vildi gjarna vera með þeim. Að lokum tók hann í hönd Maríu. Hún var farin að gráta, — ef til vill skildi hún, hvað hér var að gerast. En ekkert þeirra kom sér að því að spyrja. Hann sagði, að hann hefði leigt sér herbergi í borginni og benti á hús skammt frá, Þar get ég setið og horft niður á gamla múrinn.“ Því næst gekk hann hægt burt. Hann virtist mjög þreyttur. María ætlaði að fara á eftir honum, en Míron sagði, að hún skyldi ekki gera það. Og hann mælti einnig: „Við verðum hér í Jerúsalem í nótt og getum gist i Farfuglaheimilinu. Svo för- um við til hans í fyrramálið, María.“ Og þetta gerðu þau. En þau sáu hann ekki morguninn eftir, þegar þau gengu upp til hússins, sem hann hafði bent þeim á. Þau spurðust fyrir um hann og fengu að vita, hvaða herbergi hann hafði leigt. Síðan drápu þau á dyrnar. En það svaraði enginn. Þá sagói Míron: „Ég geng fyrst inn.“ Þvi næst gekk hann inn og var þar stundarkorn. En svo kom hann aftur, mælti ekki neitt, en gaf þeim ótvírætt merki um aó koma. Og svo gengu þau öll, hvert á eftir öðru inn til Mósesar gamla, sem nú svaf í fyrsta sinn í þrjú þúsund ár. „Shalóm," sögðu þau, — „shalóm.“ Og þeim fannst sem hann svaraði: „Shalóm, — friður.“ Síðan gengu þau út í sólbjartan daginn, út í ljósið og lífið, — til þeirra starfa, sem DRÁTTHAGI BLÝANTURINN MORödKf KAFF INÖ Eg lét einn pakka af sfgarett- um hér á hilluna i gær, en nú er hann horfinn?? Maður kemur inn f tfzku- verzlun. — Eg kevpti þessa kápu á konuna mína hjá vkkur i gær, en henni fellur ekki við hana svo mig langar til þess að fá henni skipt. Kaupmaðurinn: — Skipta á kápunni? Ég skal segja þér, þetta er vandaðasta kápan, sem við eigum til. Þú ættir heldur að fara heim og skipta um konu. X Sóknarprestinum fannst að hann vrði að gefa eitthvað til fátækra fvrir jólin. Hann kallaði þvi á Jón gamla og gaf honum gamlan frakka af sér. — Sjáðu nú til, Jón minn, sagði prestur, svona er Guð nú góður. Hann gleymir ekki fá- tæklingunum og gefur þeim það sem þá vanhagar mest um. — Já, ég þakka kærlega fyrir mig. Eg sé það, að Drottinn gleymir engum. Hér hefur nú til dæmis mölurinn fengið eitt — og þó er eftir handa mér. X Feitur maður steig upp á vog og ætlaði að vigta sig. Margir krakkar höfðu safnast ! kring. Vogin var f ólagi og revndist maðurinn ekki nema eitt kfló. — En hvað það var skrftið, sagði einn krakkinn, það hfýtur að vera loft i honum. X Skoti og Gvðingur voru á göngu saman. Allt i einu bevgir Gvðingurinn sig og tekur upp shilling, sem hann hafði komið auga á. Skotinn flýtti sér til næsta augnlæknis og lét rannsaka í sér sjónina. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 16 3. kafli. David játaði fúslega fyrir sér að það hefði ekki verið neitt slor að erfa annan eins kastala og Marcel Garrier bjó i. Hann taldi sig raunsæismann, sem léti ekki hrifningu hlaupa með sig í gönur. Hann var leitandi maður, rökvfs og spvrjandi. En stöku sinnum leitaði þó rómantik á huga hans. Og vissulega hafði forvitni leitt hann til Frakklands, forvitni sem hann hafði taiið sér trú um að væri vakin af næsta hagsýnum ástæðum. En undir vfirborðinu bjó með honum angurvær og barnsleg löngun til að fá að vita um uppruna sinn og leita þess sem gerzt hafði fvrir a-ði löngu. Ljótleiki hússins hans hafði að sumu levti létt honum lundina. Hann hafði ekki búizt við gla’si- iegu húsi. En samt vissi hann ekki hvort hann hefði lagt á sig að taka sér ferð á hendur til Frakk- lands hefði hann vitað hvernig húsið var útlits. Helen spurði hann að þessu síðar meir. Hann svaraði því játandi og bætti við: Já, vegna þess ég hefði annars ekki verið í rónni. En þessi gimsteinn svo full- kominn hvar sem á var litið hefði vissulega verið þess virði að koma yfir hálfan heiminn þó ekki væri nema til þess að dást að honum. — Hvernig líst þér á, spurði Nicole. — Stórkostlegt, sagði hann. — Hefur húsið verið í cign fjöl- skyldu þinnar lengi? Hún hló við. — Mömmu minni þa'tti skemmti- legra að geta sagt svo. Við erum sem sagt nýrfk fjölskvlda. Viss- irðu það ekki? Frændi kevpti höllina rétt eftir striðið. Eigand- inn var dauður eða hafði orðið gjaldþrota nema hvort tveggja. Frændi lét gera það upp í hólf og gólf og honum hefur sannarlega tekizt upp við það Og við fáum að njóta auðæfanna með honum. Hún virtist bjóða upp á að hann legði spurningar fyrir hana um það, hvernig frændi hennar hefði komið höndum yfir þá peninga sem til hefði þurft. En David var að byrja að átta sig á hugsana- gangi hennar og spurði einskis. Hann rifjaði upp með sér hver hafði verið hans fvrsta hugsun þegar hann sá hana fyrst — dek- ur barn í hvfvetna — og allt hafði siðan orðið til að stvrkja þær hug- myndirsem hann hafði um hana. Frá þvf andartaki sem hann sté inn f bifreið hennar hafði hún krafizt athvgli hans, forvitni og helzt aðdáunar. Hann var álúðlegur vegna þess að þó svo að honum félli hún ekki afls kostar f geð var hún fríðleiksstúlka. En honum féll ekki ökulagið hjá henni. Hún ók allt of hratt og kæruleysislega. Þau höfðu numið staðar á leiðinni til að taka bensín á lftilli bensfn- stöð þar sem eigandinn kannaðist bersýnilcga við hana. Hún hafði haft um það frumkvæði að kvnna hann fyrir David. — Englendingurinn sem á skrftna húsið, sagði hún. — Er það virkilega, sagði af- greiðslumaðurinn og pírði augun á David. — Hvað átti þetta að þýða? spurði hann Nicole, þegar þau óku af stað. — Þú ert frægur maður hér, viss- irðu það ekki, sagði hún hispurs- laust. — Nei, og ég skil ekki hvers vegna ég ætti að veraþað. — Nú, þetta er allt voða kostu- legt, finnst þér það ekki. Eg meina þú erfir hús sem þú vissir ekkert um og allt það. — Ég sé ekkert skrftið við það. Og húsið cr fjarskalega venjulegt. Hvers vegna skvldi fólk hafa áhuga á þvf. — Þetta er sögufrægt hús. Sagði Gautier þér frá innbrotsþjófun- um? — Hann nefndi að nokkrum sinn- um hefði verið brotizt inn I húsið, já, rétt er það. — Eg býst ekki við hann hafi sagt þér hvers vegna. Sögusagnir herma að gull sé falið þar, enskt gull, sem var sent til andspyrnu- hrevfingarinnar í strfðinu. Það er sagt að Þjóðverjarnir hafi drcpið alla sem vissu um það og siðan hafi gullið legið óhrevft og eng- inn veit hvar það er. Þú skalt spvrja bróður minn um það. Ifann hefur firnamikinn áhuga á þvf máli öllu. — Va‘ri ekki skynsamlegra að spvrja frænda þinn? Ilún hristi ákaft höfuðið. — Nei, það skaitu ekki gera. Hann vill ekki tala um störf sin f andspvrnuhreyfingunni. Hefur aldrei viljað vfkja að þvf einu orði. — Kannski hann taki lífið alvar- legra en þú, sagði David. Hún brosti. — Strax farið að sctja út á mig. Agætt merki. Hún var einkennileg stúlka. Hún hafði ekki spurt hvers vegna Marcel frændi hennar hafði svona mikinn áhuga á að hitta hann. Kannski vissi hún svörin við þessum spurningum. Ef náin vinsemd var milli hennar og Hel- enar var eðlilegt að hún væri öllum hnútum kunnug. En þrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.