Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 17 Samtök stjórnarandstæðinga á Spáni: Óttast nýtt kúgunarskeið Madrid, 11. marz. Reuter. SPÁNSKA stjórnarandstaðan hvatti til þess í dag að endurbðt- um á stjórnarfarinu á Spáni yrði hraðað vegna götuátakanna að undanförnu milli lögregiu og mótmælenda sem á hálfum mán- uði hafa kostað sjö mannslíf. t sameinginlegri yfirlýsingu Madrid-nefnda tveggja stærstu stjórnarandstöðusamtaka lands- ins. — „Lýðræðisst jórnarinnar“ sem er undir forystu kommúnista og „Lýðræðisvettvangsins" sem er undir forystu sósíalista, segir að mannfail þetta sé „alvarleg- asta skrefið 1 hnignun gagn- kvæms umburðarlvndis á slðustu þremur mánuðum". „Hin varan- lega rót hinna alvarlegu vanda- mála i landi okkar er skortur á lýðræðislegum farvegum,“ segir þar ennfremur og er hvatt til þess að lýðræisleg réttindi verði veitt og tryggð nú þegar af rfkisstjórn- inni. Stjórnarandstaðan er ugg- andi um að átökin muni leiða til endurreisnar kúgunarst jórnar Francotímans. Manuel Fraga innanríkisráð- herra og Jose Maria de Areilza utanrikisráðherra, sem eru helztu umbótasinnarnir innan ríkis stjórnarinnar, sátu á fundi með Juan Carlos konungi i gærkvöldi, og mættu vegna hans ekki á fund 18 manna stjórnarskrárnefndar- ínnar, sem vinnur að endurbótun- um. Þykir það benda til mikilvægi fundar konungs og er talið víst að þeir hafi fjallað um ofbeldisöld- una. 1 gær voru niu yfirmenn í hern- um dæmdir í allt að 8 ára fangelsi fyrir að hafa ráðgert herforingja- byltingu á borð vió byltinguna í Portúgal. Mennirnir eiga að vera félagar í leynilegum liðsforingja- samtökum sem nefnast „Lýð ræðissamtök hersins". I Baska- héruðunum var í dag rólegra eftir verkföll og mótmæli, en enn voru þó verkföll á stöku stað. Kristsmynd Thorsens fær ekki styrkinn Kaupmannahöfn, 11. marz. Reuter. DANSKA rikisstjórnin hef- ur bannað að greiddur verði verðlaunastyrkur að upphæð 900 þúsund danskra krónur vegna hinnar umdeildu kvik- myndar Jens Jörgen Thorsen um kynlff Jesú Krists. Menntamálaráðherra Dana, Nfels Mathiesen, sagði að ástæðan væri sú að myndin brjóti f bága við dönsku höf- undalögin. Lögfræðilegur ráðgjafi dönsku ríkisstjórnarinnar, Poul Schmith, hefur lagt til að myndin verði ekki tekin til sýninga f Danmörku. Schmith sagði einnig að viðbætur Thorsens f myndinni sem ger- ast á hóruhúsum væru skaðleg- ar eðli fagnaðrerindisins og ekki væri unnt að lfta á verkið sem frjálsa túlkun á efninu. 1 myndinni er mjög svo fjall að um kvnlíf Jesú og er hann myndinni bæði í Ifkamlegum samböndum við karla og kon- ur. Páll páfi héfur fordæmt Kvikmyndasjóðinn vegna verðlaunastyrksins sem fyrir- hugaður var að gerður hefur verið aðsúgur að danska sendi- ráðinu f Rómaborg. RÓDEStSKIR ÖRYGGISVERÐIR, hvitir og svartir, sitja á tali við afríska ættar- höfðingja í þorpi skammt frá landamærum Ródesíu og Mósambik. Átök voru tíð á þessum svæðum, en nú hafa Mosambikmenn ákveðið að loka landamærunum við Ródesíu og Ródesíumenn hafa ákveðið gagnaðgerðir sem greint er frá í fréttinni. Salómonsdómur konu sérlega vandmeðfarið og við- kvæmt. Konan sem ekki hefur verið nefngreind varð ástfangin af hinum islenzka fiskifræðingi og áfrýjaði málinu en í undirrétti var niðurstaðan sú að hún fengi hvorugt barnið með sér ef hún flytti úr landi. Dómarinn nú sagði að alls ekki mætti aðskilja móður og dóttur, og ef hún væri til Is- lands með móður sinni myndi hún læra tungumálið fljótt. Aftur á móti væri rangt að flytja dreng- inn til annars lands, þ ar sem hann kynni ekki málið og gæti slíkt haft áhrif á skólagöngu hans. yfir enskri MBL. HAFA borizt úrklippur úr brezku blöðunum Daily Mail og Sun þar sem segir frá þvl, að brezk kona standi nú andspænis erfiðum kostum sem henni hafi verið settir sakir ástarhugs sem hún hafi fellt til islenzks fiski- fræðings. I Daily Mail segir: „Tveggja barna móðir, sem vill fara til ástmagar síns á Islandi voru settir erfiðir kostir af áfrýj- unardómstól á dögunum. Konan, sem er 33ja ára, er skilin við eiginmann sinn. Eftirfarandi var niðurstaða dómara: Ef hún fer og giftist vini sínum er henni veitt — fær ekki að taka bæði börn sín með til Islands leyfi til að taka með sér þriggja ára gamla dóttur sína, en tíu ára sonur hennar verður eftir í Eng- landi hjá föður sínum. En ef hún verður um kyrrt í Bretlandi fær um umráð beggja barnanna. Dóm- arinn i málinu sagði að málið væri Richard Nixon Máls- höfðun Stokkhólmi, 11. marz. NTB. GJALDKERI sænska Jafnaðar- mannaflokksins Nils Gösta Dam- berg hefur verið ákærður fyrir að afhenda peninga fulltrúum sy sturflokksins í Finnlandi. Einnig verður birt ákæra á hend- ur þeim f jórum Finnum, sem áttu að fara með féð út úr Svíþjóð. Damberg verður ákærður fyrir brot á gjaldeyrislögunum og Finninn Lauri Metamæki sem var sá eini fjórmenninganna sem tókst að hafa peninga með sér úr landi verður einnig ákærður fyrir ólöglegan gjaldeyrisflutning og hinir fyrir tilraun til þess sama. Saksóknarinn í málinu krefst þess að peningarnir sem námu 194.800 sænskum krónum eða tæplega 7.8 millj. isl. króna renni til rikisins, en sænski ríkisbank- inn hefur ekki sett fram slíka kröfu. Þá er búizt við að farið verði fram á að sakborningar verði látnir greiða sektir fyrir vikið. Það var 5. október i fyrra að starfsmenn finnska Jafnaðar- mannaflokksins voru teknir með féð, allt í sænskri mynt, i fórum sínum er þeir ætluðu að fara frá Arlandaflugvelli. Þeim hinum fjórða tókst eins og áður segir að Romast með peningana úr landi. Málið þróaðist siðan i að verða pólitiskt mál sem jókst að um- fangi eftir því sem fleiri útgáfur j voru settar fram um hvernig | mennirnir hefðu komið höndum : yfir peningana, sem sagðir voru gjöf til finnska flokksins. Nixon neitar að hafa reynt að steypa Aflende Washington, 11. marz. AP. RICHARD Nixon fyrrverandi for- seti Bandarikjanna, segir í eið-. svörnum vitnisburði sem birtur | hefur verið að hann hafi ekki vitað um neinar tilraunir sem j gerðar hafi verið af hálfu CIA til að steypa Salvador Allende, for-| Ræningjar Herr- ema dæmdir Dublin, 11. marz — Reuter. IRSKI hermdarverkamaðurinn Eddie Gallagher var I dag dæmd- ur í 20 ára fangelsi fyrir ránið á hollenzka viðskiptajöfrinum dr. Tiede Herrema. Fylgikona hans, | Marion Coyle, var dæmd til 15 ára fangelsisvistar. Tveir félagar þeirra I ráninu sem gert var i október s.l. John Walsh og Brian McGowan fengu átta ára dóma. Þau Gallagher og Coyle æptu bæði hótanir að dómaranum er hann las upp dómana I Dublin 1 dag. seta Chile, af stóli. Stangast yfir- lýsingar Nixons á við framburð rannsóknarnefndar Öldunga- deildarinnar sem vann að rann- sókn málsins. Nixon segir að hann hafi að vísu reynt að koma i veg fyrir að Allende yrði forseti i Chile, „en ég minnist ekki að hafa fengið upplýsingar, meðan ég var for- seti, um áform um herbyltingu í Chile.“ Nixon kveðst hafa rætt, við þáverandi yfirmann CIA, Richard Helms, um að komáá fót einhvers konar fjárhags- aðstoð við andstæðinga dr. Allendes í ýmissi mynd og stuðning við frambjóðanda sem gæti borið sigurorð af Allende. Rannsóknarnefndin komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að engin vafi léki á því j að CIA hefði fengið fyrirmæli beinustu leið frá Nixon, um að gera tilraun til valdaráns til að steypa Allende úr valdástóli. Nixon segir i skýrslunni sem er löng og itarleg og vikið þar m.a. að símhlerunum o.fl., að aðgerðir hans gegn AUendestjórninni hafi meóal annars verið grundvallaðar á þvi og i framhaldi af því að Kennedy- og Johnsonstjórnirnar hafi eytt að minnsta kosti fjórum milljónum dollara til að reyna að koma i veg fyrir að Allende yrði kjörinn forseti árið 1964. Sambúð Egypta og Líbýumanna fer versnandi: Gaddafi rekur 3000 Egypta Kairó 11. marz — Reuter SAMSKIPTI Egyptalands og Líbýu versnuðu enn til muna í dag er egypzkir embættismenn lýstu því yfir, að Muammar al Gaddafi, ofursti og leiðtogi Lfbýumanna, hefði fyrirskipað að 3000 Egyptar yrðu reknir úr landi í hefndarskyni fyrir handtöku 27 Lfbýumanna f Kairð Hefðu líbýsk stjórnvöld gert eignir Egyptanna upptæk- ar, en þeir hefðu fengið skipun um að fara úr landi sfðustu tvo daga. Um 350 þeirra eru, að sögn hálfopin- bers málgagns stjðrnar Egyptalands, þegar komnir til Sollum á landamærum Egyptalands og Líbýu, og hefðu átta þeirra verið fluttir á sjúkrahús með alvarieg meiðsli eftir „dýrslegar og villimannlegar árásir“. Þetta nýjasta rifrildi Egypta og Líbýumanna varð háværara um síðustu helgi er tilkynnt var að sjö Líbýumenn hefðu verið hand- teknir í Kairó vegna gruns um að hafa ætlað að ræna löndum sinum þar. Segja egypzkir embættis- menn, að sjömenningarnir hefðu átt að ræna eða myrða Abdel Moneim Al-honi, utanrikisráð- herra Líbýu, og Omar Meheishi, major, sem sæti á i byltingarráði landsins en flúði til Kairó eftir misheppnaða byltingartilraun gegn Gaddafi i ágúst s.l. Þrír félagar þeirra voru síðar hand- teknir i Róm. Egypzk dagblöð sögðu í dag, að 20 Libýumenn til viðbótar hefðu verið handteknir i Kairó, grunaðir um undirróðurs- starfsemi, og áætlanir um að myrða framámenn. Enginn nöfn voru nefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.