Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 40
AUGLÝSINGÁSÍMINN ER: 22480 \l’GLVSINGASÍMINN ER: 22480 Jflorflnnblnöiíi FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 , Lijuam. mui. riiupjuiui A köflum lítur mastrið út eins og vel gert víravirki og fer það sjálfsagt beint í brotajárn. Möstrin í Búrfells- línu 1 standast ekki íslenzka veðráttu Nýtt 36m mastur sett upp í staö þess sem féll SEXTtll og þriggja metra hátt mastur brotnaði í Búrfellslínu 1 i óveúrinu i fyrrakvöld. Það var ekki fvrr en skömmu eftir mió- na'tti að það kom í Ijós, að mastrið hafði brotnað. Það stóð á vesturbakka Þjórsár skammt NA af Skarði í I.andssveit. Síðastliðið sumar var mastrið og fleiri möstur sem bera línuna uppi, styrkt, en stvrkingin reyndist ekki næg þegar tii kom. Þetta er Ekki sést síðan á miðvikudag fimmta mastrið, sem brotnað hefur í þessari Ifnu frá 1969. Starfsmenn Landsvirkjunar hóf- ust handa við að reisa nýtt mastur f gærmorgun. Verður það ekki nema 36 metrar á hæð og á að vera fullgert innan 14 daga. Á meðan mun Búrfellslína 2 flytja alla orku frá virkjuninni. Halldór Jónatansson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Lands- virkjunar sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að þegar mastrið hefði brotnað hefði veðurhæð verið mikil og vind- styrkurinn mælzt allt að 12 vind- stigum. Kvað hann Búrfellslínu 1 hafa verið styrkta með ýmsum ráðstöfunum á undanförnum ár- um og þá sérstaklega möstrin Framhald á bls. 24 Árni Jón Árnason Ráðstefna um þorskstofninn: Útreikningar íslenzku fískifræðinganna réttir Lögreglan í Kópavogi hefur lýst eftir Árna Jóni Arnasyni til heim- ilis að Nýbýlavegi 30a í Kópavogi, en hann sást síðast kl. 20.20 i fyrrakvöld. Var hann þá í strætis- vagni á Hlemmtorgi. Mun vagn- inn hafa verið leið 4 og á austur- leið. Árni er 31 árs gamall. Árni er 175 cm á hæð, brún- hærður með rauðan hökutopp. Framhald á bls. 24 Lagafrumvarp um Búnaðarbanka: Bankastjórum f]olgar í þrja FRAM hefur verið lagt á Al- þingi frumvarp til laga um Búnaðarbanka Islands, stjórnarfrumvarp. I greinar- gerð segir að lögin um Búnaðarbanka íslands séu frá árinú 1941 og að mörg ákvæði þeirra séu óraunhæf orðin og úrelt og endurskoðun því óhjákvæmileg. Þegar lögin um Seðlabanka Islands hafi verið sett, árið 1961, hafi lög Lands- bankans og Utvegsbankans verið tekin til gagngerðrar endurskoðunar og aðlöguð þeim breyttu aóstæðum, sem urðu við tilkomu Seðlabank- ans, sem og þeim breytingum, sem orðið hefðu í þjóðfélaginu. Öhjákvæmilegt sé að samræma lögin um Búnaðarbankann lög- um hinna rikisbankanna, og sniða af þeim vankanta, m.a. með hliðsjón af lögum um Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, sem síðar hefðu verið sett. Þriðji kafli laganna, um Veð- deild hans, verði þó óbreyttur. Auk sainræmingar að lögum hinna rikisbankanna er sú breyting helzt í þessu frum- varpi, að þar er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum Búnaðarbankans i þrjá (úr tveim). RAÐSTEFNA Alþjódahaf- rannsóknaráðsins um ástand þorsk- og ýsustofns- ins vió ísland og þorsk- stofnsins við A- og V- Grænland hefur komist að þeirri niðurstöðu að út- reikningar íslenzkra fiski- fræðinga um ástand og stærð íslenzka þorskstofns- ins séu réttar. En sem kunnugt er hafa íslenzkir fiskifræðingar sagt að hrygningarstofn íslenzka þorskstofnsins sé ekki nema 214 þús. tonn. Fiskifræðingarnir Jakob Jakobsson og Sigfús Schopka sögðu í viðtali við Morgunblaðiö í gær að enn væri mikið eftir af ráð- stefnunni. Verið væri að ljúka við að endurreikna stofnstærð íslenzka þorsk- stofnsins og útkoman væri sú sama og íslenzkir fiski- fræðingar hefðu fengið út á sinum tíma. Um það mál væri enginn ágreiningur. VARÐSKIPIÐ Ægir klippti á báða togvíra togarans Ross Kashmír GY-122 100 gráður 31 sjómílu frá Hvalbak klukkan 20.23 f gærkvöldi. Klippti varð- skipið á vírana rétt framan við freigátuna Galatea F-18. Galatea var búin að varna Ægi að komast að togurunum við Hval- Þeir sögðu að í dag yrði rætt um hve mikið magn af þorski yrði óhætt að veiða á íslandsmiðum á næstu ár- um og um það efni gæti helzt orðið ágreiningur, en Óhemju fínnst Öhemju loðnumagn fannst 16 mílur vestur af Ondverðar- nesi í gærkvöldi. Þegar Morg- unblaðið fór f prentun voru margir bátar á veiðum á þeim slóðum og voru sumir með mjög stór köst. Þá fengu 11 bátar sæmilega veiði á svæð- inu austur af Dyrhólaey. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið fékk hjá starfsmönnum loðnu- nefndar um kl. 23 í gærkvöldi, þá segja skipstjórar bátanna, Framhald á bls. 24 bak frá því um hádegi í gær og hafði yfirmaður freigátunnar fengið mikið lof frá skipstjórum togaranna fyrir vasklega fram- göngu, allt þangað til að Ægi tókst að klippa. Þá breyttist hrós skip- stjóra togaranna yfir í ljótustu orðaJeppa enskrar tungu. 1 gær- kvðldi voru komin 6—8 vindstig af SSA á þessum slóðum og voru flestir togararnir hættir veiðum. ekki þó verulegur. Þá sögðu þeir Jakob og Sigfús að verið væri að kanna samband íslenzka þorskstofnsins og a- grænlenzka stofnsins annars vegar og a- grænlenzka stofnsins og v- grænlenzka stofnsins hins vegar. Vitað væri að eitt- hvert samband væri á milli þessara stofna, en enn sem ÖRN Höskuldsson aðalfulltrúi Sakadóms Reykjavfkur kvað f gærmorgun upp þann úrskurð, að mennirnir þrfr, sem fyrst voru handteknir vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins, skyldu áfram sitja í gæzluvarðhaldi í allt að 30 daga. Úrskurður þessi var felldur að kröfu ákæruvaldsins, Hall- Brezku togararnir hafa undan- farna daga haldið sig á friðaða svæðinu úti fyrir NA-landi. 1 fyrrinótt og gærmorgun fóru þeir að færa sig suður á bóginn og skömmu eftir hádegi i gær voru aðeins tveir togarar eftir á svæðinu. Þeir héldu uppi i slæmu veðri og varðskip sá um að ekki var reynt að setja vörpurnar út fyrir. komið væri hefði ekki komið fram neitt nýtt í þeim málum. Meðal þeirra mála, sem eftir á að fjalla um, er ástand íslenzka ýsu- stofnsins. Ráðstefnuna í Kaup- mannahöfn sitja auk Islendinganna, fiski- fræöingar frá Danmörku, Bretlandi, V-Þýzkalandi, Noregi og Færeyjum. varðs Einvarðssonar vararikissak- sóknara. Mennirnir þrír höfðu í gær- morgun setið í gæzluvarðhaldi i 45 daga og var þá runninn út sá varðhaldstími, sem þeir voru fyrst úrskurðaðir í. Tveir þessara þriggja manna áfrýjuðu þágæzlu- varðhaldsúrskurðinum til Hæsta- réttar en rétturinn staðfesti úr- skurðinn. Kærufrestur er einn sólarhringur frá úrskurði og hafa mennirnir því frest til klukkan 11 f.h. í dag til að kæra þennan nýja úrskurð. Þegar Mbl. spurðist fyrir um þetta atriði i gærkvöldi hafði engin kæra borizt, en talið var líklegt að úrskurðurinn yrði kærður til Hæstaréttar. Þá rann út í gærmorgun gæzlu- varðhaldsúrskurður eins þeirra þriggja manna, sem hafa játað að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana. Maðurinn hefur setið inni í 90 daga og var hann úrskurðaður í 90 daga gæzluvarð- haid til viðbótar. Maður þessi var fyrst settur inn vegna svika á tæpri milljón frá Pósti og síma en síðar hefur komið í ljós að hann hefur átt aðild bæði að Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ægir klippti á báða víra Ross Kashmir Gæzluvarðhaldið var framlengt um 30 daga Verður úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.