Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.03.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 37 VELX/AKAIMDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags Mjólkurskorturinn Roskinn maður kom að máli við Velvakanda og varpaði fram þeirri spurningu, hvers konar fólk byggði eiginlega þetta land. „Mér hafa birzt furðulegustu hliðar mannskepnunnar þessa síðustu og verstu daga, þegar litla mjólk hefur verið að fá og hún skömmtuð," sagði hann. „Það er eins og ekkert annað hafi komizt að í hugum margra en að ná í sem mesta mjólk, hvort sem viðkom- andi hafði þörf fyrir hana eða ekki, eða gæti að minnsta kosti minnkað hana við sig til þess að þeir, sem gátu ekki án hennar verið, fengju sinn skammt. Það var engu likara en hér væri um líf og dauða að tefla í kapphlaupi um síðasta mjólkurdreitilinn." % Öll fjölskyldan á staðinn „Ég starfa nálægt mjólkur- búð,“ héit hann áfram, „og gat vel fylgzt með atganginum þar. Það var engu likara en sumar fjöl- skyldur héldu úti njósnum um, hvenær mjólk kæmi í búðina, þvi að það var segin saga, að rétt eftir að mjólkin barst, var fjölskyldan mætt á staðinn, venjulega akandi. Fyrst arkaði frúin inn, síðan einn eða tveir krakkar og húsbóndinn rak lestina. Hvað þetta fólk ætlaði að gera við alla þessa mjólk veit ég ekki. Nóg rúm hefur að minnsta kosti verið i isskápnum. Þá sagði mér afgreiðslukona í búðinni, að ýmsir, sem venjulega hefðu keypt einn lítra á dag, keyptu nú alltaf tvo. A hinn bóg- inn væri Iika til fólk, sem hefði minnkað mjólkurskammt sinn af tillitssemi við aðra. Það þótti mér gott að heyra.“ • Æði — eða hvað? „Ég veit ekki hvers konar æði grípur sumt fólk, þegar skortur er á einhverri vöru, jafn- vel þótt fyrirsjáanlegt sé, að það sé aðeins um skamman tima. Það er eins og það eitt komist að, að ná sem mestu í sinn hlut. Kannski er þetta aðeins spegilmynd þjóð- félagsins? Menn séu orðnir svo vanir að reyna að ná sem mestu til sín — hvort sem þeir þurfa þess með eða ekki og án nokkurs tillits til annarra. Það getur vel verið, að mjólkin hafi bragðazt betur hjá sumum bara vegna þess, að þeir vissu, að fyrir að stúlkurnar væru á áþekk- um aldri fannst honum sú til- hugsun fjarri öllu lagi aö með þeim væri mikil vinátta. — Það vill vist ekki svo til að hann bróðir þinn þekki einhverj- ar gamlar konur, sem kunnugar eru sögu hússins míns? sagði hann til revnslu. Nú var áhugi hennar greinilega vakinn. — Þetta var sgnnarlega furðuleg spurning, sagði hún. — Hvað áttu eiginlega við. — Ekki neitt, sagði David. Hún ók þegjandi nokkra hrfð. — Það er helzt spánska konan, sagði hún. — Hún gerir hreint f húsinu. Þú átt við Mme Desran- aðrir höfðu enga mjólk til að þamba. Slíkt fólk öfunda ég ekki,“ sagði viðmælandi Vel- vakanda, „ég vorkenni þvi.“ 0 Dýraspítalinn M. Skaftfells skrifar og visar I fyrirspurn Velvakanda um það hvað áhugafólkið ætli að gera með dýraspitalann. Hann segir m.a.: Rétt er það að Reykjavikurborg lagði til lóð undir spitalann. Og ekki einungis Ióð. Hún gerðist einnig einn aðili að rekstri spital- ans, ásamt fleiri sveitarfélögum. En jafnframt standa að spitalan- um Samband dýraverndarfélaga, Dýraverndarfélag Reykjavíkur, Hundavinafélagið og Fákur. Rekstri spitalans á þvi að véra prýðilega borgið. En mörgum hefur það valdið vonbrigðum, að enn skuli ekki búið að opna spítal- ann. Ég hef fengið þá skýringu að enginn dýralæknir hafi fengizt til starfa. Leitt er til þess að vita, ef rétt er, því ætla mætti að spítal- inn væri þeim kærkominn, þótt ekki sé hægt að taka þar á móti nema smærri húsdyrum. En af þeim er einmitt fjöldi hér í Reykjavik, grannbæjum og sveit- um. Spítalinn, sem sjálfsagt er að kenna við gefandann, er ómetan- leg gjöf. Ekki bara vegna þeirra möguleika, sem hann skapar til hjúkrunar, lækninga og mann- úðlegrar lógunar smærri dýra, heldur einnig og ekki siður vegna þess að hann örvar til viðbygg- ingar fyrir stærri húsdýr, sem verða myndi ódýrari en ella, auk þess sem talsvert myndi sparast i tækjakaupum. En þótt svo væri ekki, er sannarlega ekki vansa- laust, að við skulum ekki fyrir löngu hafa eignazt dýraspítala. Svo mikið eiga húsdýrin inni hjá þjóðinni, eftir 11 alda þjónustu, að vel hefði átt við að þeim hefði verið reistur spitali á þjóðhátíðar- árinu. % Hið opinbera? Vonandi verður þess ekki langt að biða, hvort sem hið opin- bera sér sóma sinn i stuðningi við hann eða ekki. Stefna ber þegar að spítala fyrir öll okkar húsdýr. En hver sem verður afstaða hins opinbera i því máli, er vonandi að það sjái þó sóma sinn i þvi að láta dýraverndarsamtökunum þann stuðning i té, að þau geti ráðið fastan erindreka, sem jafnframt yrði framkvæmdastjóri samtak- anna. Á hverju ári skila húsdýrin margföldum þeim kostnaði í rikis- kassann. Ég vil þvi skora á hátt- virta ríkisstjórn og alþingismenn að taka þetta mál til athugunar. Og dýravini um land allt að veita málinu fulltingi sitt. Upphæðin, sem erindreki múndi kosta, er svo lítil að skömm er komist þetta ekki i framkvæmd. Við skulum vona hið bezta, svo og, að Watson- spitalinn verði opnaður ekki seinna en á næsta Degi dýranna. Og að gefanda hans, sem gefið hefur þjóðinni jafnmargar og stórar menningargjafir, sem raun ber vitni, verði boðið. % Hvað dvelur áhugafólkið Þarna virðist raunar um tvö mál að ræða, rikisdýraspitali fyrir húsdýrin, sem hlýtur þá fremur að eiga heima þar sem húsdýrin eru, í sveitinni eða einhverju kauptúninu í landbúnaðarhéraði, svo sem Selfossi, svo dæmi sé tekið. Hitt er dýraspítalinn, sem Watson gaf, fyrir smádýrin eða gæludýrin fyrst og fremst, sem Reykjavíkurborg lét lóð undir og gekk frá grunni. Af skrifum, sem voru i blöðum á þeim tima, þegar rætt var um hvort gjöfin yrði þegin, virtist sem eigendur slikra dýra ætluðu að reisa og reka þennan spitala, þó sveitafélögin hafi formsins vegna orðið að standa að þvi að þiggja gjöfina — enda var það vist skilyrði. En ætlaði ekki áhugafólkið að leggja fram drifkraftinn og reksturinn rétt eins og Fákur rekur alla sina starfsemi sjálfur og menn greiða fyrir þjónustuna. 1 svona spitala er erlendis borgaður reksturs- kostnaður af þeim, sem þjónust- unnar njóta. HÖGNI HREKKVÍSI SIG&A WöGA g ý/LVEkAk Rýmingarsala Seljum nokkra svefnbekki, kommóður og skrif- borð með miklum afslætti. Stíl-húsgögn h. f., Auðbrekku 63, Kópavogi sími 44600. Flauel fínrifflað 1 2 litir. Verð kr. 525 per metri. Ódýr gallabuxnaefni. Dömu og herrabúiðin, Laugavegi 55 Flóamarkaður Á morgun kl. 2 gangast kvenskátar fyrir vegleg- um flóamarkaði í skátaheimilinu iþróttahúsi Hagaskólans. Á markaðnum fást einnig nýbakaðar kökur. Gamla krónan i fullu gildi. IÐJA' félag verksmiðjufólks Aðalfundur félagsins verður haldinn i Tjarnar- búð, sunnudaginn 14. mars, kl. 2 e.h. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagar mæti stundvíslega og sýni skírteini við innganginn. Félagsst/órn. Selfoss — Suðurland ÁEYRARBAKKA: Einbýlishús alls 160 fm. Hagstætt verð. Laus strax. í HVERAGERÐI: Nýlegt glæsilegt einbýlishús með stórum bíl- skúr. Nýlegt parhús fullfrágengið, með frágenginni lóð. “ Fokhelt einbýlishús. Ennfremur stóreignarlóð á góðum stað. í ÞORLÁKSHÖFN: Nýtt einbýlishús 130 fm. Hagstæð lán áhvíl- andi. Ennfremur einbýlishús og raðhús í smíðum. Á SELFOSSI: Einbýlishús, raðhús og íbúðir af ýmsum gerð- um. Nýtt einbýlishús á Hvolsvelli. Fasteignir s.f., Auturvegi 22, Selfossi, sími 1884 eftir hádegi, heimasími 1 682. ges. — Já, hún heitir það. — Ég er búinn að hitta hana, sagði David. — Ég vissi ekki hún væri spönsk. — Hún flutti hingað fvrir mörg- um árum og giftist Frakka. Fra-ndi veit allt um hana og þekkti fjölskyldu hennar vel. Ég er viss um að hann getur sagt þér allt um liana. Það var einhver hreimur I rödd hennar sem varð til þess að David sagði eins og ósjálfrátt:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.