Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 Sverrir Hermannsson: Á GAGNVEGUM Undanfarið hefur nokkur umræða farið fram um notkun svartolíu tíl brennslu í vélum fiskiskipa. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar og þótt gefast misjafnlega. Skiptast vitmenn i þessum efnum mjög i tvo hópa. Meðan annar lofsyngur bann- syngur hinn. I marz 1973 skipaði sjávarút- vegsráðuneytið nefnd, sem síðan hefir nefnd verið „Svartolíunefnd“. Skyldi hún fjalla um notkun svartolíu í skipum búnum dieselvélum. Sú nefnd tók svo rösklega til hönd- um að hún hóf störf nokkru áður en hún var skipuð, svo sem marka má af gögnum, sem hún birti í skýrslu sinni. Er slíkt lofsvert. Var nefndinni falið, eins og segir i skipunar- bréfinu, að „gera úttekt á þeim gögnum og leggja mat á þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með notkun svartolíu í diesel- skipum'. Niðurstaða nefndarinnar er aðallega sú, að brennsla svart- olíu í íslenzkum skipum sé bæði hagkvæm og æskileg og telur nefndin skynsamlegt að ný skip verði gerð með búnaði til svart- oliunotkunar. Þó telur nefndin að ails öryggis þurfi að gæta og meirí reynslu þurfi að afla með tilraunum undir nákvæmu eftirliti kunnáttumanna. Eftir hinar gífurlegu olíu- verðhækkanir óx áhugi manna að sama skapi á notkun svartolíu, þar sem hún er mikl- um mun ódýrari en gasolia. Ennfremur blasir sú einkenni- lega staðreynd við, að enda þótt gasolía sé allmiklu dýrari hér en t.d. í Danmörku og Bret- landi; þá er svartolían hér ódýrari en þar. Hafaýmsir ráða menn og svartolíunefndin sér- staklega mjög hvatt til þess að hefja hrennslu svartolíu í stað gasoliu. Vegna verðsins eins er það ekkert áhorfsmál, en fleira er aðgætandi. Hitt er grund- vallarmisskilningur, af van- þekkingu til orðinn, að álíta að þar með sé rekstursvandi útgerðar leystur. Aberandi er vaxandi hveitur i mörgum manni er til á að taka svartoliunnar. Orsökin er í meira lagi vafasöm reynsla, sem þeir þykjast þekkja af notkun olíunnar og umsagnír ýmissa vitnisbærra aðila. Hollenzka timaritið „De Visseritwereld" greinir nýlega frá niðurstöðum rannsókna hins þekkta hollenzka vélframleiðslufyrirtækis „Stork Werkspcxtr Diesel". Þeirra skoðun er að ekki sé hagkvæmt að brenna svartolíu i stað gasolíu í fiskiskípum og minni strandferðaskipum. Segir þar, að útreikningar sýni, að svartolíunotkun í vélum undir 2000 hestöflum, ásamt stofnkostnaði og rekstri nauð- synlegra tækja, getí á 10 ára tímabili orðið allt að 30% hærri en kostnaður við dieselolíu- notkun, þegar alls er gætt. Talið er að verð véla, sem sérstaklega eru framleiddar vegna svartolíunotkunar, sé um 10% hærra. Sérstök tæki, sem nauðsynleg eru vegna svartolí- unnar, kosta nú um 6 millj. ísl. kr. Aukinn smurolíukostnaður um 10%. Eldsneytiseyðslan er talin 2—5% meiri, en út af fyrir sig þarf ekki að láta það sér í augum vaxa vegna hins mikla verðmunar. En viðhalds- kostnaður vélarinnar er talinn verða um 100% meiri. Hraði skipsins verður um 10% minni, þar sem afköst vélar verða minni, en tíminn er peningar i útgerð ekki síður en á öðrum sviðum. I skýrslu „Svartolíunefndar” frá 18. maí 1973 er á bls 3 vitnað til umsagnar Viggós Maack, skipaverkfræðings. Eimskipafélag Islands hafði þá 2—3ja ára reynslu af brennslu svartolíu í þrem skipum, Goða- fossi, Mánafossi og Dettifossi. Viggó Maack taldi reynslu þeirra mjög neikvæða, eins og segir í skýrslunni. Á bls. 5 er greint frá reynslu þeirra á togaranum Sigurði í þessum efnum. Á b/v Sigurði hófst brennsla svartolíu sumarið 1970 og stóð sú tilraun í 3 mánuði. Var henni þá hætt og skipt yfir á gasolíu, vegna mjög neikvæðrar reynslu, eins og þar segir. Þess skal getið, að miklum mun hagkvæmara er af sér- fræðingum talið að nota svart- olíu þegar vélar eru keyrðar mestmegnis með miklu álagi, eins og í flutningaskipum á lengri vegalengdum. Aftur á móti eru örðugleikarnir taldir vaxa ört þegar álagið er tíðum litið, svo sem verða vill í fiski- skipum. Togarinn Narfi hefir notað svartolíu um alllanga hríð og fer tvennum sögum af reynsl- unni. Narfi notaði svartolíu frá des. 1968 þar til í ágúst 1970, en þá skipt yfir á gasolíu á ný, að því er virðist vegna ógóðrar reynslu. Tveim árum siðar hóf Narfi enn brennslu svartolíu eða í ágúst 1972. í III. skýrslu svartoliunefndar frá því i febrúar 1975 er á bls. 13 greint frá viðgerð á vél Narfa í Harlingen í Hollandi, sem fram fór 3. júli — 3. okt. 1974. I tólf liðum eru þar upp taidar við- gerðir og ýmsar úrbætur á aðal- vél og svartolíukerfi. Þ. á m. er skipt um alla stimpla 10 að tölu, settir 3 nýir blásturslokar, ný „element" í allar eldsneytis- olíudælur, settar í 6 nýjar höfuðlegur o.s.frv. Nú vaknar sú spurning hvort svartolíubrennslan orsakaði þetta mikla slit á aðalvélinni. Skýrt svar við því finnur undir- ritaður ekki i skýrslunni. Laxárvirkjun tók í notkun i nóv. s.l. nýja vél af Mirrless- gerð, samskonar vél og vélar togaranna Vigra og Ögra eru. Brennt var svartolíu og er reynslan leiðinleg. M.a hafa ónýtzt 18 útblásturslokar en innkaupsverð þeirra nemur nær 2 millj. kr. Þá er þess sérstaklega að geta, að svartolía sú, sem hér er á markaði, er rússnesk að uppruna. Staðreynd mun það vera að þykkt hennar eðaseigja er miklu minni en almennt tíðkast um svartolíu. Sem dæmi má nefna að rússneska svart- olían mun ekki hafa farið yfir 250 Redwood (þykktareining) og oft á tiðum verið 100—150 Redwood. Aftur á móti mun önnur svartolía vera 600 Redwood og yfir, sem allir virðast sammála um að ónothæf sé í fiskiskip. Vonandi lokast ekki fyrir olíulindir frá Rúss- landi, svo að svartolíu- brennslan verði ekkí úr sög- unni af þeirri ástæðu, né heldur að Rússar taki upp á að afgreiða til okkar oliu 600 Redwood eins og þeir munu þó hafa heimild til samkvæmt samningum. Auðvitað getur greinarhöf- undur ekkert fullyrt um ágæti eða ógæði svartoliu til brennslu í fiskiskipum. Til þess skortir hann alla þekkingu. Hér hefir aðeins verið borið niður í hand- bærum plöggum. Greinin er einungis saman sett til að vekja frekarí umræðu. Það er beðið um sem skýrust svör við þeirri mikilvægu spurningu, hvortvið erum á réttri leið eða rangri, þegar útgerðarmenn á Islandi eru nú til þess hvattir af yfir- völdum og bönkum að hefja svartolíubrennslu i fiskiskipum sínum. Ekki er flas til fagnaðar og mistök dýr ef verða Svartolía r Gestur Olafsson, arkitekt: íþróttahús frá útlandinu Veðraleiðinlegasti vetur, sem komið hefur í áratugi Fréttabrél' úr Holtum Engum blandast hugur um að forvígismenn íslenskrar íþróltahreyfíngar hafa lyft mörgum grettistökum á liðnum árum. Þetta starf hefur einnig verið unnið af ósérplægni og miklum dugnaði. Við höfum sett markið hátt og ekki viljað vera eftirbátar annarra þjóða hvort heldur var um að ræða íþróttaafrek eða mannvirkja- gerð, jafnvel þótt til þessara mála þyrfti að verja miklum fjármunum. Snm þeirra vönduðu íþrótta- mannvirkja sem hafa verið reist hafa engu að síður verið gagnrýnd fyrir þær sakir að þarna væri djarft farið með al- mannafé; þær kröfur sem gerð- ar væru til mannvirkjanna af opinberum aðilum samræmd- ust illa óskum um mismunandi notkunarmöguleika og auk þess þyrfti að greiða íslenskum arki- tektum og verkfræðingum laun fyrir störf sín við þessi mann- virki. I annars ágætum íþróttaþætti sl. laugardag benti einn af fremstu mönnum íslenskra iþróttamála á lausn á flestum atriðum þessarar gagnrýni. Vandamálið væri ekki annað en það að senda nokkra valin- kunna menn til útlandsins til þess að velja íþróttamannvirki sem þar hefðu reynst vel. Síðan mætti fá afnot af teikningum vægíi verði eða semja um spott- prís við erlenda verktaka og fá þá til að smella þessum mann- vírkjum niður á Bíldudali Is- lands eftir pönlun — ekkert vandamál. Aðalalriðið að geta fengið húsið nógu fljótt og ódýrt. Nú er það einu sinni svo að flestum okkar þykir erfitt að búa í samfélagi við fólk sem eingöngu hugsar um peninga. Þetta eru engin ný sannindí enda hafa margir framkvæmda- menn á Islandi axlað með sóma þá ábyrgð sem á þeim hvilir viðvíkjandi gerð mannvirkja og mótun umhverfis. Sama máli gegnir um byggingu iþrótta- húsa, skóla, iðnaðarmannvirkja og orkuvera. Staðsetning þeirra og gerð, efnisval og útlit skiptir sköpum fyrir umhverfi okkar allra í hundruðir ára. Odýr teikning er oft ekki meira en ávísun upp á Jélegan undirbún- ing fyrir viðkomandi fram- kvæmd, eins og margir hafa brennt sig á. Við erum nefni- lega flest með því marki brennd að við þurfum tíma til að hugsa og sá timi kostar oft einhverja peninga. Á hinn bóg- inn er það einnig stórlega til efs að íslenskir arkitektar og verkfræðingar geti ekki teikn- að eins ódýr mannvirki og starfsbræður þeirra erlendis, þar sem það er aðalatriði — mannvirki sem betur eiga við islenskar aðstæður. Það er heldur ekki víst hversu heilla- drjúgt það yrði fyrir íslenskan byggingariðnað og efnahagslíf að flytja inn i pörtum þau mannvirki sem við getum hæg- lega búið til sjálf — og það jafnvel ódýrar en verið hefur. Ef til vill má með sanni segja að ekki hafi verið klipið naumt af þeim fjármunum sem hafa runnið frá skattgreiðendum til iþróttamála á liðnum árum ef miðað er við önnur opinber út- gjöld. En þá er ekki ósann- gjarnt að gera þá kröfu á móti að þeir sem gera tilkall til þess að ráða hvernig þessu fé sé varið taki jafnframt tillit til annarra sjónarmiða en þeirra að geta einhversstaðar úti i heimi keypt ódýra teikningu eða típuhús. Það er hægara sagt en gert eftirá að hraðsjóða slík- ar framkvæmdir við þá byggð og umhverfi sem fyrir er svo vel fari. Það umhverfi sem flestir okk- ar skattgreiðenda vilja að sé mótað á íslandi með opinberum mannvirkjum — það umhverfi sem við erum reiðubúnir til þess að leggja á okkur mikla vinnu og fjárútlát fyrir verður ekki keypt fyrirrabatt i útland- inu. Það umhverfi treystum við engum nema okkur sjálfum til að móta — á staðnum — og í samvinnu við hlutaðeigandi aðila. Mykjunesi 14. marz. Áfram þokast veturinn með um- hleypingum og óveðrum. Regn og snjór á víxl en oftast frostlaust. Þetta verður að telja einn veðra- leiðasta vetur er komið hefur í áratugi. Segja má að allur fén- aður hafi verið á fullri gjöf síðan með desember. Fóðurkostnaður verður því mjög mikill í vetur, því með lé- legum heyjum verður að gefa mikinn fóðurbæti. Það er því ekkert undarlegt þó mjólkur- framleiðendur sét' sárir yfir bví tjóni og erfiðleikum sem hálfs- mánaðarverkfall olli þeim. Ekki getur venjulegur maður séð hvaða tilgangi það þjónar að mjólkin sé ekki tekin til vinnslu þótt verkfall sé og hún sé ekki seld til neyzlu. Það kostar jafn- mikið að framleiða mjólkina hvort sem hún er seld eða hellt niður. Það er nefnilega ekki hægt að skrúfa fyrir júgrin á kúnum og geyma mjólkina til betri tíma. Hér hefur því verið unnin hrein skemmdarstarfsemi, sem ekki er til neins sóma fyrir þá sem fyrir því stóðu. Allir eru orðnir sammála um að verkföll séu orðin úrelt sem bar- áttutæki til bættra lífskjara, og þó er til þeirra stofnað. Flogið hefur fyrir að í samningagerð í síðasta verkfalli hafi tekið þátt hátt i þrjú hundruð manns. Nærri má geta að stór hluti þess hóps hefur litlu hlutverki þjónað. Er ekki kominn tími til að breyta skipun þeirra mála meira en i orði heldur og líka á borði. Útkoman er ef til vill sú að það taki láglaunamann- inn næstum hálft ár að ná upp 9 daga vinnutapi með þeirri kaup- hækkun sem varð í fyrsta áfanga. Löngu fyrir þann tíma verður bú- ið að taka þetta á einn eða annan hátt í verðlagi vöru og þjónustu. Og þá er spurningin fyrir hvern er þetta gert. Því fyrir láglauna- fólkið er það ekki, til þess þyrfti að gera ýmsar aðrar ráðstafanir, sem ekki virðast hafa verið gerð- ar ennþá. Er það ekki of dýru verði keypt að halda svona mörgu fólki uppi á fyrsta flokks hóteli jafn lengi og samningaviðræður stóðu fyrir útkomu sem sennilega kemur engum til góða en hefur skapað þjóðarheildinni ómælt tjón. Þá hefur Búnaðarþing lokið störfum að þessu sinni. Mörg mál mun hafa borið á góma. Rætt hefur verið um að hækka verð á uil, en lækka verð á kjöti að sama skapi. Víst er þörf á að hækka ullarvörur til bænda, en vel gæti þetta orðið til að lækka tekjur bænda, þar sem mat á ull er dá- lítið grautarlegt og er eingöngu i höndum ullarkaupenda en ekki seljenda. Þetta þarfnast því nán- ari athugunar við. Nú styttist til þess tíma að fyrstu vorboðarnir, fuglarnir, láti sjá sig. Kannski má þá búast við að háttvirtir Búnaðarþingsfull- trúar leynist með byssu um öxl leitandi að grágæs, sem engar sönnur hafa verið færðar á að geri meira tjón en gagn. Eigum við að raska hinu fátæka lífríki okkar meira en nauðsyn krefur. M.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.