Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 29 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I sima. 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. % Bústnir rauðmagar Bángsi skrifar: Kauptu rauðmaga, segir kona Bángsa. Nú kom ég þar sem var verið að selja rauðmaga. Þeir voru stórir, bústnir og beinfrosnir norðan úr landi. Kílóið kostaði 150 kr. — Ég ætla að fá einn, takk! Hann var 3 kg. Ég kom glaður heim með skepnuna, lagði í vaskinn og gerði keisaraskurð á þessum stóra maga. Og sjá, þar kom stór og þung iskúla, löguð eftir kviðarholinu sem var stórt. Sýnilega hafði maginn verið vel snafsaður með vatni (ekki sjó) áður en skepnan fór i hraðfryst- ingu. Ég var óánægður, fékk ekki i mig hálfan. Og þegar ég uppdag- aði að ég hafði keypt einn rauð- maga fyrir sama og ég fékk 7 lítra af mjólk, þá . . . ja, þá ekkert! Rauðmaginn var etinn, iskúlan bráðnuð, verð kannski skynsam- ari í rauðmagainnkaupum næst. 0 Skattfrjáls verðlaun H.P.B. skrifar: Velvakandi minn. Má ég með þessum línum vekja athygli á þvi, að í stjórnarfrum- varpi um að gera erlend verðlaun til íslenzkra listamanna skatt- frjáls, er ekki minnst á vísinda- menn. Þó er ekki langt síðan einn ágætur vísindamaður, Magnús Már Lárusson prófessor, fékk Gustav Steffens verðlaun. Og því eingöngu erlend? Má ekki eins gera verðlaun t.d. úr ASU WRIGHT-sjóði skattfrjáls. Er ekki betra að orða það svo: Verðlaun, sem ekki er sótt um? H.P.B. 0 Tollur af gamalli bifreið Velvakanda hefur borist bréf frá lesanda erlendis 6829—1798, sem spyr: Hvernig stendur á því að ís- lenzkir rikisborgarar mega ekki taka bifreið sína með sér inn I landið eftir áraraða búsetu er- lendis, nema greiða himinháa tolla. Af hverju er þetta ekki sam- ræmt reglunum á hinum Norður- löndunum? Það gegnir furðu að þurfa að borga tvisvar tolla af sömu bifreið — fyrst við kaup t.d. í Noregi og svo við heimflutning! Hver eru gjöld við innflutning á 5 ára gamalli bifreið, sem kostar núna 2 milljónir I útsölu eða sem sagt er, „komin á götuna“? — Veiztu hvar það er? — Hef ekki minnstu hugmynd um það. — Jæja, minn kæri Watson. Við skulum spyrja á næstu krá. Þau gengu inn I næstu krá sem var mjó og löng. I fyrstu héldu þau að hér væri ekki sála en þegar augun tóku að venjast rökkrinu sáu þau fjórar eða fimm mannverur sem húktu á stólum og voru að horfa á spánska dans- mevju leika listir sfnar á litlum sjónvarpsskermi. Barþjónninn var einníg að horfa á og hafði skotizt fram fyrir barborðið. Dauf, rauð birtan f loftinu hefði hæft vel f gleðihúsi cn andrums- loftið hér virtist sérdeilis siðsam- legt. David barði laust með fingr- unum á barborðið til að vekja á sér athygli. Hann pantaði tvo koníak og spurði síðan um leiðina til heimilis Mme Desgranges. Bar- þjónninn kvaddi ávettvang sértil aðstoðar þá viðskiptavini sem voru viðstaddir og nú upphófst mikil ráðstefna. Þoir voru þung- búnir og virðulegir menn, miðlungi vel klæddir en ábúðar- miklir á svip og bersýnilega allir Velvakandi fékk þær upplýs- ingar hjá Tollstjóraskrifstofunni, að þetta sé rétt, menn borgi ekki toll milli annarra Norðurlanda, en hér eigi allir að borga tolla af innfluttum bílum, nema dipló- matar. Bíllinn er þá metinn miðað við verðskrá, sem bifreiðaumboðin gefa út og fjármálaráðuneytið staðfestir, og vinnur tollurinn í samræmi við hana. Er gert ráð fyrir l'A% afskriftum fyrstu 6 mánuðina og svo 1%, en afskriftir fara aldrei niður fyrir 90%. Billinn, sem þarna er um að ræða, er líklega módel 1971 og fær þá um 60% i afskrift. Ef reiknað er með að bíllinn kosti t.d. 10 þúsund þýzk mörk nýr, þá yrðu 6000 mörk dregin frá og borgaður tollur af 4000 mörkum. Þetta er sett upp til að gefa hug- mynd um hvernig þetta er reiknað. En rétt er að taka fram, að borgaður er tollur af flutnings- gjaldinu lika, eins og af öllum öðrum vörum, sem fluttar eru til landsins. Q Ágæt leikrit í vetur Sigrún Jónsdóttir skrifar: Oft er útvarpið skammað og stunduni ekki að ástæðulausu. Sérstaklega er það þá út af vali á dagskráratriðum. Það sem sér- staklega hefur vakið athygli mina varðandi dagskrá útvarpsins á þessum vetri er flutningur á mörgum ágætum leikritum á fimmtudögum. Nú er svo komið eins og tíðkaðist í gamla daga að fólk biður spennt eftir næsta fimmtudagsleikriti. Leikritin hafa verið hvert öðru skemmti- legra að undanförnu. Pétur Gautur, Nfels Ebbesen, Konu of- aukið, Fjallkirkjan, Músagildran og leikurinn hans Sigurðar Róbertssonar sem var fluttur rétt fyrir jólin. Allt voru þetta góðar útsendingar af útvarpsins hendi og vel flutt af leikurum okkar. Hinn nýi leiklistarstjóri virðist ætla að standa sig vel og ég vænti þess að hann haldi áfram á þess- ari braut. SIGGA V/öGA t ‘í/LVERAk HÖGNI HREKKVÍSI „Hann kominn aftur?“ Cí/A mum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.