Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 17 Það getur verið falleg sjón að sjá múkkann svífa yfir öldum hafsins í rökkurbyrjun, auk þess sýna þessar myndir vel hvað loðnuskipin héldu sig þétt á miðunum undan Sandgerði á mánudaginn. Á einni myndinni sjást nokkur þekkt aflaskip, eins og Grindvíkingur, Hilmir, Guðmundur, Eld- borg og Víðir. Ljósm, Mbl.: RAX Séð aftur eftir dekkinu á Sigurði Búnir Heildar loðnuaflinn var í gær orðinn 327 þúsund lestir en sania dag í fyrra var aflinn 430 þús. lestir. eða 103 þús. iestum meiri. Að sögn sjómanna og starfsmanna loðnunefndar er Ifklegt að heildaraflinn hefði nú verið álíka mikill og þá ef ekki hefði komið til verkfalls. Yfirleitt hefur gengið bezt að veiða loðnuna þegar hún gengur vestur með suður- ströndinni. en það gerði hún einmitt á meðan verkfallið var. Til að bæta gráu ofan á svart eftir verkfall, hafa veður- guðirnir verið ( miklum ham síðustu vikurnar og vart liðið sá dagur að ekki hafi verið bræla hluta dagsins eða allan daginn. Hafa skipin verið að veiðum í versta veðri oft á tíðum og hefur það reynt á ffnustu þræð- ina f veiðarfærum skipanna. Aflahæsta loðnuskipið er nú Sigurður RK 4, en það skip var einnig hæst á loðnuvertíðinni i fyrra. Sigurður er nú búinn að landa um 13 þúsund lestum af loðnu, sem vera mun um 65.000.000 loðnur, en talið er að 50 stik fari í kfló. Blaðamaður og Ijósmyndari Mbl. skruppu með Sigurði f veiðiferð á mánu- dagsmorgun og voru þessar myndir teknar þá. SJÖMENN telja að nú séu lok loðnuvertíðarinnar að nálgast, en þeir gera sér þó vonir um að eitthvað verði hægt að veiða á næstu dögum. Gangan sem kom vestan úr hafi og skipin urðu fyrst vör við vestur af Önd- verðarnesi hélt inn Faxaflóa og hefur hún haldið áfram ferð sinni. 1 fyrradag var gangan, eða það sem eftir var af henni, komin á móts við Sandgerði. Þar voru loðnuskipin á veiðum en gátu Iftið athafnað sig, vegna þess hve grunnt loðnan hélt sig. A þessum slóðum er mjög harður botn og þvi mikil hætta á að næturnar festust í botni og rifnuðu illa, eða þá hreinlega að stór stykki úr þeim sætu eftir. Skipstjórar loðnubátanna hugsuðu sig um tvisvar áður en kastað var þarna. því hef vill skemma eða vyðileggja veið- arfæri sem kostar 20—30 milljónir króna, fyrir nokkra tugi tonna af loðnu og sérstak- lega núna, þegar ekki fást nema 2.25 krónur fyrir loðnu- kflóið. Sum veiðiskipanna eru nú komin með grynnri nætur en þau voru með fyrst á vertfðinni en það nægði ekki á miðunum undan Sandgerði. Þá tóku margir skipstjóranna til ráðs, að setja flot á hanafætur eða snurpuvfr nótanna til að halda þeim betur frá botni. Þetta tókst hjá mörgum, en ein- hverjir voru það óheppnir að festa næturnar illilega f botni. Það er betra að hafa auga með öllu Nótin dregin í blíðunni. Súlan frá Akureyri í baksýn Blýteinninn lagður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.