Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 Þrenn stjórnarfrumvörp tengd sjávarútvegi: Veiðar utan fiskveiðiland- helgi og upptaka ólöglegs afla FRAM voru lögð á Alþingi í gær þrenn stjórnarfrumvörp varóandi sjávarútveg: 1) frumvarp til laga um veiðar íslenzkra skipa utan fiskveiðilandhelgi Islands, 2) um upptöku ólöglegs sjávarafla og 3) til breytinga á lögum um Aflatryggingarsjóð sjávarútvegsins, Fiskveiðasjóð og Framleiðslueftirlit sjávarafurða. Veiðar íslenzkra skipta utan fisk- veiðilandhelgi. JFrumvarpið gerir ráð fyrir því að sjávarútvegsráðherra hafi heimild til að setja reglugerð um veiðar íslenzkra skipa utan fisk- veiðilandhelgi íslands, sem nauð- synlegar þykja til þess að fram- fylgt verði ákvæðum alþjóða- samninga, sem Islendingar eru eða gerast aðilar að, eða þá samn- inga, sem gerðir eru milli ís- lenzkra og erlendra stjórnvalda. Brot gegn reglum þessum varða sektum, 1000—15000 gullkrón- um. Ennfremur er heimilt að gera afla og veiðarfæri upptæk. I greinargerð með frumvarpinu segir: „Samkvæmt gildandi lögum hef- ur ráðherra rúmar heimildir til þess að setja reglur um veiðar íslenskra skipa í fiskveiðiland- helgi Islands. Hins vegar getur hann ekki sett slikar reglur um veiðar utan landhelgi, nema til þess að framfylgt verði ákvæðum þeirra alþjóðasamninga um fisk- veiðar, sem íslendingar eru aðilar að. Ber orðið brýna nauðsyn til að rýmka heimildir til stjórnunar veiða íslenskra skipa utan land- helgi, þar sem Islendingar vilja oft og þurfa að ganga lengra til takmörkunar veiða, en alþjóða- samningar. Síldveiðar íslenskra skipa í NorðurSjó eru dæmi um þetta, en stjórnun þeirra, umfram það sem Norðaustur- atiantshafsfiskveiðinefndin hefur ákveðið, hefur til þessa fyrst og fremst byggst á samvinnu við skipstjóra og útvegsmenn ís- lensku bátanna, þótt sú samvinna hafi verið góð hefur samt tilfinn- anlega skort lagaheimild til þess að setja bátunum veiðireglur. Ef íslendingar einhverra ástæðna vegna geta ekki sam- þykkt þær reglur, sem alþjóða- nefndirnar setja um einhverjar tilteknar veiðar, en vilja samt stunda slíkar veiðar og takmarka þær sjálfir, þá er eins og málum er nú háttað ekki fyrir hendi laga- heimild til þess að setja reglur þar um. Úr þessu er frumvarpi þessu ætlað að bæta. Þá er þess að geta, að eftirlit með því að haldnar séu reglur um veiðar í fiskveiðiiandhelginni get- ur orðið erfitt, ef ekki er hægt að setja sams konar reglur um veiðar utan landhelginnar. Islendingar hafa t.d. strangari reglur um lág- marksstærðir fisktegunda og um möskvastærðir botnvörpu, en ákvæði alþjóðasamþykkta eru um sama efni. Þykir nauðsynlegt vegna eftirlits og eðli málsins samkvæmt, að íslensk skip séu háð sömu reglum að þessu leyti hvort heldur þau veiða innan eða utan landhelgi. Um 2. gr. frumvarpsins er það að segja, að gert er ráð fyrir því, að brot á reglum settum sam- kvæmt þvi varði sömu viðurlög- um og brot á sams konar eða sambærilegum reglum sem settar eru samkvæmt öðrum lögum. Eru því sektarákvæðin sambærileg við sektarákvæði laga nr. 102 27. desember 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót i fiskveiðilandhelginni, og einnig er gert ráð fyrir því að heimild- inni til upptöku afla og veiðar- færa verði beitt í samræmi við þau viðurlög, sem sambærilegar reglur settar samkvæmt öðrum lögum eru látnar varða." Upptaka ólöglegs afla. Frumvarp til laga um upptöku ólöglegs sjávarafla gerir ráð fyrir því að „ólöglegur sé afli eða hluti afla“: 1. sem ekki nær lágmarksstærð, sem ákveðinn er í lögum, reglu- gerðum eða sérstökum veiðileyf- um. 2. sem aflað er með ólöglegum veióarfærum. 3. sem aflað er umfram ákveð- inn hámarksafla, sem bátum er settur. 4. sem aflað er á svæðum þar sem viðkomandi veiðar eru bannaðar eða án þess að tilskilin leyfi séu fyrir hendi. Sjávarútvegsráðuneytið hefur úrskurðarvald um, hvort um ólög- legan afla sé að ræða, samkvæmt frumvarpinu, og í hve miklu magni. Ölöglegan afla skal gera upp- tækan og andvirði hans renna í sérstakan sjóð, sem varið skal í þágu fiskirannsókna og vísinda- legs eftirlits með fiskveiðum eftir nánari ákvörðun ráðuneytis. Frumvarp þetta er flutt vegna versnandi ástands þýðingarmestu fiskstofna við Island og þeirrar þarfar, sem fyrir hendi er, til að herða eftirlit með veiðum á tslandsmiðum sem og viðurlög við brotum á settum reglum um veiðar einstakra tegunda eða al- mennt. Aflatryggingarsjóður. — Fiskveiðasjóður — Framleiðslueftirlit. Frumvarp þetta fylgir í kjölfar skerðingar svokallaðs sjóðakerfis sjávarútvegs. Er í frumvarpinu vitnað til nýsettra laga um út- flutningsgjald, að því er varðar Aflatryggingarsjóð og áhafna- deild hans, Fiskveiðasjóð og Framleiðslueftirlit. Breytingar á sjóðakérfinu leiddu af sér setningu nýrra laga um út- flutningsgjald af sjávarafurðum. Eru öll tekjuákvæði sjóðanna numin úr viðkomandi lögum og felld í ein lög um útflutnings- gjald. Með frumvarpinu er í aðal- atriðum lagt til að í stað tekju- ákvæða í lögum viðkomandi sjóða, sem nú eru úr gildi fallin, komi ný ákvæði er vísi til hinna nýju laga um útflutningsgjald, sem sjóðir þessir fá m.a tekjur sínar af. Þjóðarbókhlaða: r Akvörðun um tímasetningu byggingar- framkvæmda hefur ekki verið tekin Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra svaraði í sameinuðu þingi í gær fyrirspurn- um frá Gils Guðmundssyni (K) og Helga F. Seljan (K), varðandi byggingu fyrirhugaðrar Þjóðar- bókhlöðu. Fyrirspurnir og svör fara hér á eftir: 1. Hve mikið fé er nú í byggingarsjóði Þjóðarbókhlöðu? Á árabilinu 1968—1976 hafa í fjárlögum verið veittar til byggingarsjóðs Þjóðarbókhlöðu alls 73 milljónir og 250 þúsund krónur. Nokkrum hluta þessara fjár- veitinga hefur verið kippt til baka, svo sem 7,5 millj. 1972, sam- kvæmt heimild í bráðabirgðalög- um í júlí það ár, og allri fjárveit- ingunni 1975, 15 milljónum, sam- kvæmt bréfi fjármálaráðuneytis- ins 6. ágúst 1975, og hefur ríkis- sjóður þannig endurheimt sam- tals 22,5 milljónir. Eftir standa þá 50 milljónir og 750 þús. krónur. Undirbúningskostnaður til dagsins í dag er orðinn kr. 15.151.981.— , og eiga því á þess- ari stundu að vera til ráðstöfunar samtals 35 milljónir 598 þús. og 19 krónur. 2. og 3. Hvað Ifður undir- búningi málsins? Hvenær er ráðgert að hefjast handa um bygginguna, og hvenær má ætla, að byggingu Ijúki? Þar sem ekki er um það að ræða, að byggingarframkvæmdir hefjist á yfirstandandi ári, er undirbúningur við það miðaður, að framkvæmdir geti undir- búningsins vegna hafist 1977, en unnið er nú að því að fullgera byggingarnefndarteikningar. Mun byggingarnefnd leggja fram í vor, þegar kemur að tillagnagerð vegna undirbúnings fjárlaga fyrir árið 1977, nýja framkvæmda- og fjármagnsáætlun. I áætlun þeirri, sem byggingar- nefnd lagði fram í maí í fyrra og miðuð var við það, að fram- kvæmdir hæfust sumarið 1976, var gert ráð fyrir, að byggingar- kostnaði yrðí dreift á sex ár, yrði 97 millj. 1976, 170 millj. 1977, 205 millj. 1978, 240 millj. 1979, 290 Framhald á bls. 18 Horfir þunglega um nýjarsnjó- mokstursreglur I SVARI samgönguráðherra. Halldórs E. Sigurðssonar, um snjóruðning af vegum, í sameinuðu þingi í gær, kom m a fram, að fyrir u þ b ári var samþykkt fjárveitmg, 1 94,7 m.kr., til vetrarviðhalds vega (snjóruðnmgs) og jafnframt gert ráð fyrir nýjum reglum um snjóruðning Vegna óvenju snjóþungs vetrar 1 974—1975 hafi þessi kostnaður farið 50 m.kr. fram úr fjárveitingu sl árs, þegar í júní-lok það ár Þetta hafi valdið því að ekki varð fjárhagslegur grundvöllur fyrir framkvæmd endurskoðaðra snjómoksturs- reglna og því unnið eftir fyrri reglum allt sl ár og það sem af er þessu ári Heildarkostnaður við vetrarviðhald á árinu 1975 nám 328 m.kr., eða 133 m.kr umfram fjárveitingu á vegaáætlun Þennan halla verður að greiða af fjáröflun vegasjóðs á þessu ári, sagði ráðherra og horfir því þunglega um það, að unnt verði að hrinda í framkvæmd ráðgerðri endurskoðun snjómokstursreglna AIÞinGI Sjón er sögu ríkari: Ríkisreikningur og fjáraukalög ’7 4 Rikisreikningurinn fvrir árið 1974 samþvkkist með eftirgreindum niðurstöðu- lölurn i þús. kr.: (I j ö I d : Æðsta stjórn ríkisins.................... Forsa*tisráðuneytið .................... Menntamálaráðuneytið .................... Utunríkisráðunevtið .................... Landbúnaðarráðunevtið ................... Sjávarútvegsráðunevtið ................. Dóms- og kirkjuinálaráðunevtið ......... Félagsinálaráðunevtið .................. Heilbrigðis- og tryggingainálaráðuneytið Fjámiálaráðunevtið Aætlun: 213 442 202 255 5 496 465 323 152 1 282 168 722 227 1 628 026 1 028 212 10 716 343 1 808 422 Sanigönguráðuneytið................................. 3 735 451 Iðnaðarráðuneytið ..................................... 632 968 Viðskiptaráðuneytið ............................... 1 535 127 Hagstofa íslands ....................................... 26 599 Ríkisendurskoðun ....................................... 30 381 Fjárlaga- og hagsýslustofnun ........................... 20 872 Hcikningur: 327 350 420 207 6 591 558 424 148 2 241 769 882 718 2 374 468 1 627 567 13 060 030 2 467 814 4 837 372 1 876 615 3 787 309 32 539 41 211 15 205 Samtals 29 402 110 41007 880 Hi'ikningur: 37 329 308 T e k j u r : 11 Skattur Aætlun: . .. . 28 932 584 12 Arðgreiðslur l'rá fyi irtiekjum og s óðiim i ríkis ‘ign. fluttur úr R-hlut;< ri xisreiknings . . 104 400 13 Ýmsur tekjur Mismuour 142 800 222 326 06 965 324 359 3 287 248 Samtals 29 402 110 41007 880 Ríkisreikningurinn 1974. Frumvarp til f járaukalaga fyrir árið 1974. (Lagt fyrir Alþingi á 97. löggjafurþingi 1975—76.) Til viðbótar við gjöld í 2. gr. fjárlaga 1974 er veitt: Æðsta stjórn ríkisins að undanskildu Alþingi.................... Forsælisráðuneytið ............................................. Menntamálaráðuneytið ............................................. 1 Utanríkisráðuneytið ............................................ Landbúnaðarráðuneytið .......................................... Sjávarút vegsráðuneytið ........................................ Dóiiis- og kirkjumálaráðuneytið................................. Félagsmálaráðuneytið ........................................... Heilbrigðis- og tryggingamálaráðunevtið *......................... 2 Fjármálaráðuneytið ............................................. Samgönguráðuneytið ............................................... 1 Iðnaðarráðuneytið ................................................ 1 Viðskiptaráðuneytið ............................................. 2 Hagstofn íslands ............................................. Rikisendurskoðun ............................................... I»ús. kr 17 665 217 952 095 093 100 996 959 601 160 491 746442 599 355 343 687 659 392 101 921 243 647 252 182 5 940 10 830 Samtals 11515 194 A t h u g a s e m d i r v i ð lagafrumvarp þ e 11 a . Vfirskoðunarmenn ríkisreikninganna hafa afhent ráðuneytinu tillögur sinar til fjárveilinga i fjáraukalögum fvrir árið 1974. Þeir leggja til, að aukafjárveitingar séu veittar fvrir öllum umframgjöldum, sem rikisreikningurinn 1974 sýnir. Fjáraukalög 1974. Saga Nýja-Islands í Kanadasjónvarpi ÞÁTTUR úr sögu Nýja íslands, sem nefnist ,,The Saga of New Iceland“, var á dagskrá CBS- sjónvarpsins í Kanada sl. mánudagskvöld kl. 7. Þátturinn var tekinn saman af Alice Poyser og myndatökumönnum sjón- varpsins fyrir nokkrum mánuöum en á átti Poyser viótal viö Islendinga í Nýja Islandi og Winnipeg í til- efni af hundrað ára afmæli landnáms íslendinga í Manitoba. Þátturinn er framleiddur af Ernie N. Zuk og stendur í eina klukkustund. Að þessu sinni var þætt- inum sjónvarpað í Norður- Manitoba, Winnipeg og Norðvestur-Ontario.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.