Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 19 — Fjármagn Framhald af bls. 12 rannsóknaþjónustu hefur verið gerð og gæti hún orðið prófsteinn að uppbyggingu annarra heilsu- gæslustöðva í borginni. 9 C — Breiðholt I: Nokkur óvissa hefur verið með skipulag heilsugæslu í Breiðholti, stærð og fjölda heilsugæslustöðva svo og innri gerð þeirra og starfsemi. Hefur ekki fyrr en nú náðst samkomulag við ráðuneytið um hvernig standa skal að þessu. REFSKÁK Forsætisráðherra okkar fræðir oss um að: „Hagvöxtur Islands fari stórversnandi." Sendiherra okkar í Moskvu segir: „Það má vera að við endur- skoðum afstöðu okkar til þess hverjir séu vinir okkar.“ Einn af okkar bestu fiski- fræðingum segir: „Ef ekkert verður að gert, verður þorskstofn- inn að nokkrum árum liðnum einn sjöundi þess sem hann var 1970.“ Þessir menn og margir fleiri, sem allir eru sérfróðir á sínu sviði, hafa bent okkur á þá mynd sem við okkur blasir, ef málefn- um okkar verður ekki fljótlega breytt til betri vegar. Við erum búin að standa í óformlegri styrjöld við Breta í of marga mánuði án þess að raungóður árangur hafi náðst, enda höfum við gleymt að sameinast i einn flokk: „Islendinga". Þegar landið okkar elskaða varð frjálst, þá hétum við því að hér skyldi aldrei vera her i landi. Við stóðum við það og Kaninn var sendur heim. En vegna efna- hagsþvingana á bak við tjöldin og vegna efnahagsaðgerða Sir Sta- ford Cripps og John Foster Dulles, þegar pund og dollari voru látin svo til tvöfalda verð- gildi sitt á einni nóttu og sam- herjar þeirra úr síðustu heims- styrjöld áttu að greiða og greiddu fyrir styrjaldarreksturinn, kom vinsemd þeirra í ljós. A einni nóttu minnkaði gjaldeyrisinn- stæða okkar yfir 46%, þvi að svo til aliur auður okkar í þessum löndum var lagður inn eftir reglum láns- og leigulaganna. Ég spyr því: „Hverjir eru vinir okkar?" Þar sem gjaideyrir þessi var aðallega í breskum bönkum fyrir fiskafurðir, sem of rpargir af okkar ágætu sjómönnum týndu lífi við að koma í munn sveltandi þjóðar — þá verða manni að- gerðir þessar lítt skiljanlegar — en þær skýrðu sig brátt: Það átti að neyða okkur inn í hernaðar- bandalag við Kanann að nýju. Eins og öllum er ljóst, þá tókst þvingunin og við vorum neydd að samningaborðinu og herseta var leyfð hér á nv. En af hverju var aðgerðum haldið áfram bak við tjöldin og allt fram áþennan dag? Er það vegna þess að við erum of hortug? Eða er það vegna þess að ef almenn velsæld væri hér, þá vær- um vió ekki í hernaðarbandalagi við einn eða neinn? Fyrir hernaðaraðstöðu fleyttu bandamenn fasistaríkinu Spáni inn í tuttugustu öldina. Akbrautir voru lagðar um þvert og endilangt landið, skólakerfið endurnýjað, verksmiðjur og iðju- ver reist og gjaldmiðli komið í traust og gott horf — en þetta voru fasistar, ekki Islendingar. — Eftir efnahagsaðgerðir þeirra Sir Staford Cripps og John P'osters hlupu Bandarikin til og hjálpuðu mörgum þjóðum og hreinlega ábyrgðust gjaldeyri þeirra, fyrir utan aðra aðstoð, sem þeir veittu þessum löndum í sárabætur fyrir aðgerðir þessar. En okkur Islend- ingum var hreinlega gleymt — því við vorum hortugir og okkur átti að knýjatil hlýðni. Fyrir bræðraþjóðir okkar var ábyrgð Bandarikjanna á gjald- miðli þeirra ómetanleg lyftistöng fyrir þær. Sem dæmi um þetta má nefna þras, sem þáverandi forsætisráð- herra Noregs Einar Gerhardsen, átti í við Eversen, þingmann frá Þrændalögum. Eversen bar að verðgildi krónunnar væri 29 aur- ar, en Einar mótmælti og sagði verðgildið 47 aura En þetta skipti ekki máli, því Bandaríkin ábyrgðust verðgildi norsku krón- unnar, 7.15 kr. á móti dollar. Á eftirstríðsárunum hafnaði einn af okkar bestu drengjum Ólafur heitinn Thors ágætis boði Einars Olgeirssonar um að útvega svo til rentufrítt lán í Sovét- ríkjunum að upphæð 200 millj. dollara. Ég tel að þetta hafi verið misráðið og lánið getað orðið landi og þjóð mikil lyftistöng ef ekki til annars þá allavega til uppgötvunar þeirra sem halda að allar stefnur séu í vestur, en svo er ekki,líka er til — austur —! Enda vona ég að þeim fari fækkandi, sem halda að hér verði endalaust NATO-stöð, án tillits til þess hversu oft sé sparkað í okkur. Sir Winston Churchill sagði í ræðu sem hann hélt hér: „Það hefði orðið erfitt eða ógjörningur að verja Atlantshaf og skipalestir þar ef ekki hefði verið ísland." Varnir Islands fyrir Vesturlönd eru þýðingarmeiri nú en þá. Sagt er að forfeður okkar, þeir Ari fróði og Eirikur í Vogsósum, hafi gert samning við kölska og snúið á hann. Við skulum hafa það sem stef um hríð: Ekki þarf mikið hernaðarvit til aö sjá að ef Rússar gera árás, þá fórnar NATO Islandi, Norður- Noregi og Danmörku fyrst i stað. Varnir Islands hafa því og eru ekki fyrir einn einasta Islending, en þær eru ómetanleg viðvörun- arstöð fyrir Bandaríkin sem eru 2400 sjóm. í burtu og fyrir Eng- land og Þýzkaland sem eru yfir 1200 sjóm. burtu. Fyrir nokkrum árum gerðu Norðmenn úttekt á því hvað það mundi kosta þá, ef að við sendum Kanann heim. Norðmenn töldu að breytingar á varnarkerfi þeirra mundu kosta yfir 1260 mill. n.kr., en samt sem áður mundi kerfi þeirra veikjast um 35%. Ljóst er að í dag er þessi upp- hæð a.m.k. tvöföld. Ekki ætla ég mér það verk að reikna hversu mikið þetta mundi kosta Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Noreg, Danmörk, Svíþjóð, Holland, Belgíu, Frakk- land, Spán, Portúgal, Irland, Grænland og Kanada, en ég veit að ódýrara er að veita okkur sjálf- sagðan rétt: „Að lifa frjáls I landinu okkar." Margir eru orðlausir á túlkun varnarsáttmálans: „Ef vondu strákarnir í Moskva ráðast á okkur, — þá kemur stóri bróóir og tekur i þá, því að þeir eru rauðir.“ En ef að góðu strákarnir frá London koma rænandi og ruplandi, þá mega þeir það, því að þeir eru góðir og bláir. “ I síðasta þorskastríði braut Kaninn tvimælalaust íslenzk lög og reglur, sem honum hafa verið settar, að starfa undir, þegar hann aðstoðaði breska veiðiþjófa margoft og bar við húmanískum hvötum sínum sem ástæðu fyrir aðstoð sinni við þá. Það þarf ekki lögfróðan mann til að skilja, að ef samningur hefur verið rofinn af öðrum aðilanum, þá er hann ógildur og ómerkur, við þurfum því enga uppsögn á Kanann, hann hefur brotið varnarsáttmálann og við getum þess vegna sagt: „Þið hafið 48 tíma til að koma Bretum út úr íslenskri landhelgi, með allt sitt drasl, ef ykkur tekst það ekki, hafið þið 24 tima til að pakka, því nú bjóðum við Rússum þessi kjör.“ Er þetta ekki landið mitt og þitt, eigum við að láta það við- gangast að svokölluð bandalags- þjóð, eða hitt þó heldur, sé að eyða fiskstofni hér heima og eyði- leggjandi skipakost landhelgis- gæslunnar, en útávið erum við Framhald á bls. 18 Hafa fulltrúar heilbrigðismála- ráðs og heilbrigðismálaráðuneytis unnið að þessu í vetur. Heilbrigðismálaráð Reykja- víkur hefur af þessu tilefni samþykkt stefnuyfirlýsingu um að heilsugæsla Breiðholtshverfa skuli í framtíðinni leyst með byggingu heilsugæslustöðvar i Mjóddinni, er þjóni 16—18 þúsundum manna. Að auki skuli skapa heilsugæsluaðstöðu fyrir 4 heimilislækna í Breiðholti III í starfstengslum við aðalstöðina. Nokkur ástæða er til að fyrir- byggja að stærð stöðvarinnar verði til að gera þjónustuna of ópersónuiega. Ætti það að vera hægt með skiptingu heimilis- lækna í minna hópstarfi 3 lækna, sem njóta aðstoðar sameiginlegra starfskrafta við rannsóknastörf o.fl. Ekki er líklegt að fé fáist til verulegra framkvæmda fyrr en 1978. 0 D —Breiðhoit III: Henbrigðis- málaráð hefur haft augastað á húsnæði í Asparfelli 12 fyrir heilsugæslustöð. Er þetta á sömu hæð við hlið húsnæðis þess sem Barnadeild og Félagsmálastofnun hafa þegar á leigu. Er mikil nauð- syn á að koma sem fyrst upp heilsugæslu í þessu nýja hverfi. Á þessu ári væri hægt að ganga frá samningum og hanna fram- kvæmdir við innréttingar og kaup á búnaði, en hefja framkvæmdir á næsta ári. Heilsugæslustöðvar í Borgar- spítala fyrir Fossvogshverfi hefi ég áður getið. Málefni aldraðra Nauðsynlegt er að stjórnun félagslegrar aðstoðar við aldraða sé í sém nánustu samstarfi við heilbrigðisþjónustu sama fólks. Það er því náið samband milli þess að ákveða byggingu B-álmu Borgarspítalans fyrir öldrunar- deildir og langlegusjúklinga og þess að ákveða og hanna íbúðir og stofnanir fyrir aldraða. Þessi aðilar þurfa að starfa saman að verkefnum sinum um húsnæðis- aðstöðu félagslega aðstoð, sjúkra- húsvist og hjúkrun. Það er mikilvægt að skipulag vistunar fólks i hinar ýmsu íbúðir og stofnanir, sé sem mest i sam- ræmi við þarfir einstaklingsins á hverjum tima. Nú eru á mismunandi bvgg- ingastigi hjá Reykjavíkurborg 3 framkvæmdir til að levsa úr hús- næðisþörf aldraðra: 0 a) Furugerði 75 íbúðir 0 b) Langahlíð áætl. fyrir 34 íbúa 0 c) Dalbraut áætLfyrir 78 íbúa A þessum stöðum mun og áætlað húsrými fyrir ýmislegt félagslegt starf aldraðra bæði þá, sem búa þarna, og ennfremur þá sem í nágrenni búa. Starfsemi öldrunardeildar i B- álmu Borgarspitalans yrði þó sá bakhjarl, sem þessi og önnur heimili aldraðra hefðu, ef út af bregður með heilsuna hjá einstök- um fbúum. Yrði þá sparaður ýmiss kostnaður við byggingu og rekstur þessara heimila aldraðra og þau vistlegri til íbúðar fyrir sæmilega hraust aldrað fólk, heldur en um sjúkrastofnun væri jafnframt um að ræða. Nauðsynlegt er því að koma á samræmingu í þessu starfi bæði frá félagslegu og heilsufarslegu sjónarmiði. Gæti þá sérhæfð meðferóardeild í öldrunarsjúk- dómum og göngudeild hennar haft náið samstarf við Félags- málastofnun Reykjavikur. Er hér verkefni til skipulagningar fyrir Heilbrigðismálaráð og Félags- málaráð borgarinnar til að vinna að nú, þegar hefja á svo miklar framkvæmdir í byggingu stofn- ana fyrir aldraða. Þetta er litur náttúnmnar — til eldhúsnotkunar Atías Golden IJne Eldavélar, uppþvottavélar, eldhúsviftur, kæliskápar, frystiskápar, sambyg'gðir kæli- og fyrstiskápar. ATLAS © Vörumarkaöurinn hf. Arrnúla 1A. Húsgagna-og heimilisd. Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.c S 86-112 f. S 86 113

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.