Morgunblaðið - 24.03.1976, Side 32

Morgunblaðið - 24.03.1976, Side 32
Al'GLÝSINGASÍMINN ER: 22480 |íl9tísxinbl«lii& AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 Tveir kröfuhafar bjóða: 120 millj. í vél- ar Air Viking Vélarnar metnar á 60 millj. kr. — Lýstar kröfur Olíufélagsins 75 millj. og Alþýðubankans 40 milljónir SKIPTAFUNDUR var haldinn i gærmorgun í þrotabúi Flugfé- iagsins Air Viking. Að sögn skiptaráóandans Unnsteins Beck komu fram.tvö tilboð í flugvélar félagsins. Olíufélagið hf. hauð 60 milljónir I þá einu vél, sem nú er I flughæfu ástandi, og Samvinnu- bankinn bauð 60 milljónir I hinar vélarnar tvær, en bankinn átti veð I báðum vélunum vegna ábvrgða. Aðra vélina er ha‘gt að gera flughæfa, en ekki er talið svara kostnaði að gera hina upp. Skiptafundi var frestað til klukk an 16.30 I dag svo aðilar gætu fhugað þessi tilboð. Dómkvaddir flugvélaverkfræðingar sem mátu vélarnar þrjár til verðmætis I sölu, komust að þeirri niðurstöðu að þær væru alls 60 millj. kr. virði en matið á vélunum þremur skiptist I 10,20 og 30 millj. kr. Unnsteinn Beek tjáðí blaðinu, að sífellt bærust fleiri kröfur i þrotabú Air Viking. Oliufélagið hf. hefur lýst sínum kröfum, að upphæð 75 milljónir og 240 þús- und. Auk þess hefur fulltrúi Olíu- félagsins sagt að fyrir liggi fleiri kröfur frá félaginu. Alþýðubank- inn hefur lýst sínum kröfum og eru þær um 40 milljónir króna. Eru það bæði beinar kröfur og ábyrgðir. Olíufyrirtækið Mobil Oil hefur lýst kröfum að upphæð 42 milljónir vggna oliutöku Air Viking fyrir jólin, þegar fyrirtæk- ið var í pílagrimaflugi í Austur- löndum. Þá hafa þrir aðilar i Sierre Leone, þar sem Air Viking hafði bækistöðvar i pílagríma- fluginu komið fram með 6.2 millj- ón króna kröfu samtals. Eru þetta flugvallaryfirvöld og umboðsmað- ur Air Viking. Loks hefur flugfé- lag í Bandaríkjunum komið fram með 26 milljón króna kröfu vegna samninga, sem félagið telur sig hafa gert við Air Viking um kaup og leigu á fjórðu flugvél- inni, sem aldrei hefur komið til landsins. Air Viking hefur mót- mælt þessari kröfu. Ekkert heildaryfirlit liggur enn fyrír um þær kröfur, sem borizt hafa i þrotabú Air Viking. Mjög margar þeirra eru í dollurum og þurfa að umreiknast vegna geng- isbreytinga. Páll Pampichler Pálsson hljómsveitarstjóri er þarna að stjórna æfingu hjá Sinfónfuhljómsveit tslands, en myndin tók Friðþjófur Ijósmyndari Mbl. f Háskólabfói f gær. Sinfónfan heldur tónlcika f Háskólabfói annað kvöld og þar verður m.a. frumflutt nýtt verk eftir Pál hljómsveitarstjóra, samið fyrir karlakór og sinfónfuhljóm- sveit. Verkið heitið Svarað f sumartungl eftir samnefndu ljóði Þorsteins Valdimarssonar, en það er Karlakór Reykjavfkur sem f fyrsta sinn syngur með Sinfónfunni á reglulegum tónleikum. Missti fjóra fing- ur í haus- ingavél Þorlákshöfn, 23. marz. UNGUR piltur um tvítugt varö fyrir því slysi í dag aö lenda með aöra höndina í hausingavél hjá fisk- verkunarstööinni Glettingi og missti hann fjóra fingur. véiin haföi stöðvast og var pilturinn aö huga að hverju það sætti þegar vél- in fór skyndilega í gang og skipti þaö engum togum aö hún tók höndina og klippti fjóra fingur af. Öryggis- eftirlitið hafði fyrir skömmu skoöaö vélina og var hún þá í lagi. Pilturinn var fluttur í Borgarspítalann, en ekki reyndist unnt aó græða fingurna á hönd hans aft- ur. — Sigurður skröpuð af. Einnig hafa bílar verið illa leiknir á þessu svæöi. Þá hafa myndast þaö miklir sand- skaflar sums staöar á aðal- götu í Vík að ófært hefur oröið fólksbílum og hefur þurft að ryöja þeim braut. Þaö mun óhætt að fullyrða að tjón af völdum þessara sandveðra skiptir VíKur- búa milljónum króna. Er þörf einhverra bóta fyrir það tjón sem orðið er og þá ekki síður að gert yrði eitt- hvað raunhæft er kæmi í veg fyrir þennan mikla sandágang er alltaf hefur herjað á Víkurkauptún öðru hvoru. — Sigþór Stefnt að hítaveitu fyrir 70—80% Vestfjarðabyggða Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M. TOGARINN Hrönn RE 10 kom I togi til hafnar í Reykjavfk í gær og hafði orðið alvarleg bilun í vél skipsins. Verið er að kanna málið. Tugir tonna af foksandi við hús Víkurbúa Vik í Mýrdal, 23. marz. Tíðarfar hefur verið óvenju óstöðugt hér undanfarið og hafa oftast fylgt því nokkuð sterk veður, sem hafa orsakað mikið sandfok hér í Víkurkauptúni hvaó eftir annað. Skeður þetta er rok hefur verið hér af suðvestri. Hefur þá rifið upp sand hér úr fjörunni og einnig úr sandgræðslu- girðingu sunnan við þorpið. Verst hafa þessi veður leikið húsin, sem eru næst sjónum, en þau eru öll mjög nýleg og sum alveg ný. Þar er nú á lóóum við húsin foksandur er skiptir tugum tonna, gler í húsum er gjörsamlega ónýtt og málning mjög Milljónatjón í Vík vegna sandfoks Tillaga um stofnun orkubús fyrir Vestfirði ORKUNEFND Vestfjarða skipuð af Gunnari Thoroddsen iðnaðarráð- herra, hefur nú skilað tillögum til ráðherra um orkubú fyrir Vestfirði, sem hafi það verkefni að annast framleiðslu og dreifingu raforku og hagnýtingu jarðvarma f þessum landshluta. Miðað er við að orkubúið verði fyrirtæki sem sé sameign rfkisins og sveitarfélaga á Vestfjörð- um. Til skamms tfma var ekki talinn nýtanlegur jarðvarmi fyrir þéttbýlissvæði á Vestfjörðum, en á sfðustu mánuðum hafa rannsóknir leitt f Ijós að allt útlit er fyrir að 70—80% byggðar á Vestfjörðum geti notið jarðvarma f hitaveitum. Um 10 þús. fbúar búa á Vestf jörðum. Tillögur nefndarinnar eru tví- þættar. Annars vegar frumvarp til laga um Orkubú Vestfjarða og hins vegar tillögur um fram- kvæmdir í orkumálum. Nefndin kynnti tillögur sínar fyrir sveitar- stjórnarmönnum á 8 fundum á Vestfjörðum og hvarvetna kom fram mikill áhugi fyrir framgangi málsins, en nefndin naut aðstoðar 7 sérfræðinga við mótun tillagna um framkvæmdir í orkumálum á þessu svæði, en stanzlaust hefur verið unnið að þessu máli sfðan nefndin var skipuð 23. júlí sl., segir í fréttatilkynningu sem Mbl. barst í gær. Fjórðungssamband Vestfjarða hefur lýst yfir ein- dregnum stuðningi við málið. „Það er mikill áhugi á þessum málum á Vestfjörðum," sagði Þor- valdur Garðar Kristjánsson al- þingismaður, formaður orkuráðs, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi þegar Mbl.leitaði upplýs- inga um framgang málsins, „olíu- kostnaður er mikill á þessu svæði, enda nánast öll upphitun með olíu. Þar til fyrir fáum mánuðum hefur verið litið á Vestfirði sem landsvæði, þar sem ekki hefur verið talið mögulegt að nýta jarð- varma til orkugjafar í þéttbýli. Þetta sjónarmið hefur breytzt á undanförnum mánuðum, því síð- an í sumar hefur stöðugt verið unnið að rannsóknarborunum með árangri í Tálknafirði, á Suð- ureyri, tsafirði og Patreksfirði. Þessum borunum er nú lokið og nú er verið að bora í rannsóknar- holur í Flókalundi í Vatnsfirði. Astæðan fyrir þessum breyttu viðhorfum er sú að skilyrði hafa reynst hagstæð við nánari rann- teóknir og að tekin hefur verið upp ný tækni f jarðborun með stórum borum, sem geta borað allt niður á 4000 metra Framhald á bls. 2. íslandsþorsks sakn- að í Hull og Grimsby Hull, 23. marz. f’rá fréttarítara Mbl. Mike Smartt: KOMIÐ hefur fram að þorski að verðmæti ein og háif milljón sterlingspunda sem ella hefði verið landað í Bretlandi, hefur verið landað á tslandi þar sem hann hefur verið frystur og flutt- ur út til Rússlands og Bandarfkj- anna. Jón Olgeirsson, ræðismaður Islands 1 Grimsby, segir að ástæð- an sé bann brezkra togaraeigenda á landanir fslenzkra skipa í Hull og Grimsby. Útkoman sé þannig sú að þorskurinn gangi brezkum húsmæðrum úr greipum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.