Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Aó vonum hafa verð-
hækkanir þær, sem til-
kynntar hal'a verið að
undanförnu á margvíslegri
opinberri þjónustu og
helztu neyzluvörum al-
mennings vakið nokkra
athygli og umtal, enda þótt
þær þurfi ekki að koma á
óvart. Ríkisstjórnin hel'ur
beitt ýmsum aðíerðum til
þess að halda verð-
hækkunum í skeljum. Hún
hefur eins og fyrri ríkis-
stjórnir haldið uppi mjög
sterkum verðlagshömlum
og í raun og veru sjálf
tekið ákvarðanir um,
hvaða verðhækkanir skuli
leyfa. Hún hefur leitazt við
að draga verðhækkanir
með því að láta beiðnir um
verólagshækkanir liggja
óafgreiddar hjá verðlags-
nefnd vikum og jafnvel
mánuðum saman. Árangur
þeirrar vinnuaðíerðar
helur vafalaust annars
vegar orðið sá að hægja
nokkuð á verðhækkunum,
en hins vegar hefur afleið-
ingin orðió sú, að fjár-
hagur atvinnul'yrirtækja
hefur veikzt svo stórkost-
lega að segja má, að flest
atvinnufyrirtæki standi nú
á brauðfótum og eigi líf sitt
undir náð og miskunn
bankakerfisins. Jafnl'ramt
hefur dráttur á afgreiðslu
verólagshækkana leitt til
þess, aó þegar þær hafa
verið samþykktar, seint og
um síðir, hafa fyrirliggj-
andi beiðnir um hækkanir
reynzt ónógar og ef vel ætti
að vera, hel'ðu fyrirtækin,
vegna dráttarins, þurft á
meiri hækkunum að halda
en ella. Bezta og skýrasta
dæmió um þetta er að sjálf-
sögðu Hitaveita Reykja-
víkur.
Þá hefur ríkisstjórnin á
undanförnum mánuðum
gert tilraun með nýja
aðferð, sem er alger verð-
stöðvun um fjögurra
mánaða skeið en því tima-
biii er nú nýlokið. Á þessu
fjögurra mánaða tímabili
var mjög lítið um veró-
hækkanir, sem vafalaust
hefur haft róandi áhrif á
verðlags- og kaupgjalds-
mál, en þær fjölmörgu
verðhækkanir, sem nú
hafa verið samþykktar og
eiga eftir að koma fram,
vekja auðvitað upp spurn-
ingar um það, hvort betra
sé að fá þær í slíkum stökk-
um, sem hlýtur að leiða af
tímabundnum, algerum
verðstöðvunum.
Allt er þetta álitamál og
vissulega eru þeir menn,
sem ábyrgð bera í þessum
efnum, ekki öfundsverðir.
Þrýstingurinn á verð-
hækkanir er gífurlegur og
nauósyn þeirra fyrir heil-
brigðan atvinnurekstur í
landinu er ótvíræö. Á hinn
bóginn skiptir fátt meira
máli i okkar þjóðfélagi um
þessar mundir en einmitt
það aó ráða nióurlögum
veróbólgunnar eða öllu
heldur að halda henni
innan hóflegra marka. Sú
gífurlega verðbólgualda,
sem gengið hefur yi'ir
undanfarin ár, hófst eins
og kunnugt er i tíð vinstri
stjórnarinnar og átti sér
bæði innlendar og erlendar
orsakir. Óumdeilanlega
var á þeim tíma um aó
ræða áhrif frá erlendum
veröhækkunum, en á hinn
bóginn má segja, að allar
hömlur hafi verið teknar af
i stjórn okkar eigin efna-
hagsmála á þeim árum og
stjórnleysi ráðið ríkjum.
Við erum enn að berjast
við þann draug sem þá var
vakinn upp.
En einmitt nú, þegar
verðhækkanir og verðiags-
mál eru í brennidepli, er
ástæða til að minna á, að
vió vinnum ekki bug á
verðbólgunni með því að
halda uppi ströngum veró-
lagshömlum með hæpnum
árangri. Verðbólgan á sér
miklu viðtækari orsakir.
Þannig er t.d. alveg ljóst,
að það skiptir sköpum um
verðbólguþróunina á þessu
ári, hvernig tekst að halda
á fjármálum ríkisins í ár,
en eins og kunnugt er varö
greiðsluhalli á ríkissjóði
mjög mikill á síóastliðnu
ári. í raun og veru má
segja, að ein af meginfor-
sendum þess, að verðbólg-
unni verði haldið í skef jum
og að árangur náist í þeim
efnum, sé sú, aö þaö takist
að halda fjármálum ríkis-
ins í réttu horfi. I þeim
efnum er ekki við fjár-
málaráðherra einan að sak-
ast, vegna þess, að kröfur
einstakra fagráóherra og
þingmanna almennt eru
mjög miklar. Með sama
hætti og ríkisstjórn og
þingmenn gera þá kröfu til
stjórnenda atvinnufyrir-
tækja, að þeim takist að
halda fyrirtækjum sínum á
floti, svo ekki sé nú meira
sagt, í hinni æðisgengnu
verðbólgu og við svo
erfiðar aðstæður í veró-
lagsmálum, sem allir
þekkja, verður að ætlast
til, að ríkisstjórn og þing-
menn geri ekki minni kröf-
ur til sjálfra sín á þeim
svióum, sem þessir aðilar
ráða ferðinni þ.e. í ríkis-
fjármálum. Hið sama er að
segja um útlán fjárfest-
ingalánasjóðanna, sem
hafa geysileg áhrif á verð-
bólguþróunina í landinu en
á síðasta ári fóru útlán
fjárfestingalánasjóðanna
svo gersamlega úr böndum
að engu tali tekur og
verður að vænta þess, aö
þar verði betur haldið utan
um hlutina á þessu ári. Út-
lán viðskiptabankanna
skipta hér einnig mjög
miklu máli, en ekki verður
annað sagt, en að viðskipta-
bankarnir hafi gert skyldu
sína í þessum efnum nú um
eins árs skeið, þar sem
þeim hefur tekizt ótrúlega
vel að halda sér innan þess
útlánaramma, sem þeir
hafa komið sér saman um.
Undir lok síðasta árs var
komið í ljós, að ríkisstjórn-
inni hafði þrátt fyrir allt
tekizt að ná umtalsverðum
árangri í viðureigninni við
verðbólguna. Sú augljósa
hætta er yfirvofandi, að
kjarasamningar þeir, sem
gerðir voru í febrúar-
mánuði, stofni þessum
árangri í hættu vegna þess,
að þeir voru aó sjálfsögöu
langt umfram greiðslugetu
atvinnuveganna og leggja
mikiar byrðar á atvinnu-
fyrirtækin. Þess vegna má
ekki slaka á, heldur verður
aó gæta fyllstu aðhalds-
semi á öllum sviðum og
menn verða að gera sér
grein fyrir því, að sterkt
aðhald á einu sviöi dugar
ekki, ef öllu er sleppt íausu
annars staðar.
Ekki má slaka á
KOMA Tyneside-strákanna
hingað til lands og ljóðalestur
þeirra ásamt fleirum á Kjar-
valsstöðum á sunnudajískvöld
var ánægjuleg nýbreytni í
annars sjálfumnægu menn-
ingarlífi höfuðstaðarins.
En hvernig fer slika prýðis-
menn, sem eru hvorki heims-
frægir né sænskir, að reka á
fjörur okkar? Jú, leiðir þeírra
og Jóhanns Hjálmarssonar hafa
legið saman nokkrum sinnum
erlendis. Og þá var ekki að sök-
um að spyrja: hættu þeir sér
inn fyrir okkar vel vörðu menn-
ingarlandhelgislínu yrði þeim
óðara troðið upp á svið. Hvað
nú er búið og gert.
Þetta var í fáum orðum sagt
ágæt skemmtun. I ljóðrænum
skilningí var boðíð þarna upp á
nokkuð svo blandaða ávexti. Og
samsetning dagskrárinnar —
hvernig hún var látin stíga
eftir því sem leið á kvöldið
— var list út af fyrir sig.
Fyrst lásu íslensku skáld-
in, létu hóflega til sín taka,
neituðu sér um að koma
á nokkurn hátt á óvart og
stóðu ekki lengi við, hvert.
Flest eru þau gamalkunn í dag-
skrám af þessu tagi enda sum
hver brautryðjendur í Ijóða-
upplestri sem þessum héðra.
Þau skíluðu hlutverkum sínum
eins og vera bar og hirði ég
ekki um að nefna þau hér þar
sem þeirra var rækilega getið
þegar dagskráin var kynnt í
fjölmiðlum. Og þar sem ég hef
fyrir ekki ýkjalöngu sagt álit
mitt á þeim og ljóðalestri þeirra
hér í blaðinu ætla ég hvorki að
endurtaka það nú né neinu við
að bæta að þessu sinni.
Seinní hlutinn var svo bret-
anna. Skotinn David McDuff er
ekki í Tyneside-hópnum heldur
stundar hér nám og bætist i hóp
hinna hér og nú. Hann er rúss-
neskumaður og Mandelstam-
þýðandi. Urðu viðstaddir
áheyrsla að hvoru tveggja,
skarpri málakunnáttu hans og
skörulegum upplestri. En hafi
lestur hans mátt heita bæði
klassískur og akademískur
verður víst hvorugt sagt um
ungskáldin frá Tyneárbakka,
Keith Armstrong og Peter
Mortimer, enda ekki yfirlýst
ætlun þeirra að útbreiða ljóð
meó virðuleika og formfestu,
síður en svo. Armstrong byrjaði
að brjóta sér leið inn á gafl í
hjarta rúmi áheyrenda með því
að ganga í lið með okkur í
þorskastríðinu og réðst ekki á
garðínn þar sem hann er
lægstur því hann gerði svo vel
að snúa upp á þorsk og stríð
þjóðsöngstexta sinnar kæru
drottningar:
BóKmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Cod save our greedv Queen
Long feed our gobbling Queen
Cod save the Queen
Send her fish fingers
Nailed bv destroyers
Long to raid Iceland seas
Cod save the Queen
Þetta söng hann fyrst einn en
síðan við almennar undirtektir
viðstaddra.
Seinasti fuglinn flaug hæst,
mátti svo segja (eins og faðir
nokkur um yngsta soninn) um
lokaþátt dagskrárinnar, upp-
lestur og uppákomu Mortimers.
Bæði hann og Armstrong studd-
ust við hljómlist á býsna
skemmtilegan hátt, en Morti-
mer þó með markvissari
árangri þvi hann brýndi svo
raustina að hann hafði alltaf í
fullu tré við hljóðfæraleikar-
ana (sem Armstrong hafði ekki
alltaf, las annaðhvort of lágt
eða þeir stilltu strengi sína of
hátt fyrir hann).
Hafi maður yfirhöfuð hug-
leitt hvaða tilgangi svona ljóða-
upplestur þjónar svaraði
Mortimer því giska vel með
lestri sínum og framkomu. Því
skáld getur og á vissulega að
gera meir en taka af manni
fyrirhöfnina að lesa sjálfur.
Með upplestrinum á skáldið að
leggja persónu sina í ljóðið og
gefa þvi þannig sinn uppruna-
legasta tjáningarmátt. Tónlist-
in eykur áhrifin. En úrslitin
eru á valdi skáldsins, að vera
eða ekki vera. Ég held að
Mortimer sé nokkuð gott skáld
(eins og líka félagar hans báð-
ir). En með lestri sínum og
látbragði leitaðist hann við áð
gefa ljóðunum tiltekið áhrifa-
gildi, beina þeim í vissa átt, ef
svo má að orði kveða; marka
þeim stefnu í vitund áheyr-
enda. Engan hátíðleik, kæru
bræður!
Hann kveikti sér að minnsta
kosti tvisvar í sígarettu meðan
hann las, hafði með sér rauð-
vínsflösku og fékk sér af henni
við og við — af stút, kannski til
að stramma sig af, hver veit? —
en líkast til fremur til að hressa
áhorfendur sem hafa að vísu
heyrt sögur um að islenskir
prestar hafi staupað sig í stóln-
um fram undir miðja nítjándu
öld en ekki séð slíkt eða ámóta i
raunveruleikanum. Fyrr en aft-
ur nú — á seinni hluta þeirrar
tuttugustu. Með þessu mun
Mortimer hafa verið að leggja
áherslu á að hann sé alþýðu-
skáld og ekki of góður til að
drekka af stút eins og hver
annar kóngsins lausamaður.
Auk þess sem óvænt uppákoma
af þessu tagi vekur annaðhvort
hneykslun eða kátinu, hið
síðartalda þó fremur í þetta
skipti.
Inflúensan lék dálítinn
skuggasvein i þessari rauðvfns-
veislu, hindraði frá þátttöku
kappann Þorstein frá Hamri og
hljómsveitina Diabolis jn
Musica. Tónmenntinni hélt
uppi gamalkunnur og ágætur
en ónefndur hópur ungra
manna sem hefur áður komið
við sögu ljóðalestrar áKjarvals-
stöðum: Björn Vignir og Árni J.
Gunnarsson (gitar), Friðþjófur
Helgason (bassi) og Sveinn
Guðjónsson (ásláttarhljóðfæri
og hljómborð) og Jakob
Magnússon (hljómborð). Með
rythmískri sveiflu og paródisk-
um gleimor lyftu þeir
stemmningunni á æðra svið og
studdu bretana til að ná tilætl-
uðum árangri í þessum andríka
og uppörvandi ljóðaflutningi
sinum (einnig Mortimer gekk
þarna fram fyrir skjöldu —
okkar megin — með „Söng
ensku fiskimannanna" sem
harin flutti við þakklátar undir-
tektir áheyrenda).
Varla þarf að taka fram að
þarna var troðfullur salur
áheyrenda og næstum allt ungt
fólk. Það sannar að áhugi á
ljóðlist fer vaxandi. Opið ljóð
og ungt fólk ætlar að eiga sam-
leið.