Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976
23
Hallgrímur J.J. Jakobsson
söngkennari - Minningarorð
Hverjum þeim, sem í heim
þennan er borinn, er frá upphafi
veru sinnar hér áskapað að
hverfa af honum aftur fyrr eða
síðar. Það gjald greiðum við öll,
þegar krafið er. En þótt okkur sé
öllum þessi staðreynd ljós, er
jafnþungbært fyrir þá, sem eigi
hafa enn verið kallaðir, að horfa á
eftir vandamönnum og vinum, er
þeir leggja á það djúp, er engum
skilar aftur. Sárastur er að vonum
söknuður þeirra, sem nánustum
böndum eru tengdir þeim, er af
sviðinu hverfur.
Þriðjudaginn 16. mars lést i
Borgarspítalanum í Reykjavik
Hallgrímur Jakobsson söng-
kennari við Austurbæjarskólann,
og verður útför hans gerð í dag.
Hallgrímur fæddist á Húsavík
23. júli 1908. Foreldrar hans voru
Jón Ármann Jakobsson, Hálf-
dánarsonar kaupfélagsstjóra og
kona hans Valgerður Pétursdóttir
útvegsbónda i Ánanaustum í
Reykjavík, Gíslasonar. Þau fiuttu
til Vestúrheims meðan Hall-
grímur var enn barn að aldri
og bjuggu i Kanada um hríð. Þá lá
leiðin aftur til Islands.
Hallgrímur lauk gagnfræða-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1926 og stundaði nám í
Tónlistarskólanum 1930 — 31.
Söngkennarapróf tók hann 1938r
gerðist kennari við Austurbæjar-
skólann 1945 og kenndi síðan
söng við þá stofnun til dauðadags.
Þá var hann stjórnandi Karlakórs
verkamanna í Reykjavík um 7 ára
skeið (1933—40) og Karlakórs
Dagsbrúnar 1946 — 48. Einnig
tók hann alloft að sér aó æfa
söngflokka félaga og skóla fyrir
árshátíðir og afmælisfagnaðí.
Tónsmíðar stundaði Hallgrímur
einnig, samdi m.a. hátíðakantötu,
er frumflutt var á 25 ára afmæli
Austurbæjarskólans áríð 1955.
Hefur það verk alloft síðan verið
flutt á samkomum í skólanum
undir stjórn hans.
Þegar Hallgrímur hóf starf í
Austurbæjarskólanum, hafði ég
kennt þar um 14 ára skeið. Tókust
þá þegar með okkur kynni, er
þróuðust upp i vináttu. Þau bönd
treystust og við það, að elstú synir
okkar sátu saman í bekk i barna-
skóla og menntaskóla, luku
stúdentsprófi saman og stund-
uðu síðan nám við sama háskóla
erlendis. Þetta m.a skapaði þau
tengsl milli heimilanna, er eigi
hafa rofnað síðan.
Arið 1937 kvæntist Hallgrímur
ágætri konu, Margrétu Arna-
dóttur, ættaðri úr Rangárþingi, er
i dag fylgir manni sínum til
grafar. Af fimm börnum þeirra
eru fjögur á lífi, atgervis- og
myndarfólk.
Með Hallgrími er genginn
góður drengur, skemmtilegur
félagi og einlægur unnandi
íslenskrar náttúru, tónlistar og
sögu. Hann var einn þeirra
manna, er til æviloka hélt óskert-
um þeim hæfileika, sem hverju
heilbrigðu barni er í blóð borinn
en of margir glata siðar, að
undrast þau furðuverk náttúr-
unnar og lifsins er blasa við, hvar
sem fæti er stigið á grund og alda
gjálfrar við stein.
1 FRETT frá MlR segir að sýning
helguð rússneska skáldinu
Maxím Gorki hafi verið sett upp í
MlK-salnum. Á sýningunni eru
um 200 Ijósmvndir og teikningar
tengdar ævi og störfum skáldsins
og mvndir frá sýningum á ýmsum
leikrita hans. Þá segir einnig i
fréttinni að væntanlegir séu til
landsins tveir sovézkir gestir á
vegum MlR sem muni flvtja
fyrirlestra á meðan á Gorkí-
sýningunni stendur.
Meðal þeirra ljósmynda sem
eru á sýningunni eru myndir frá
frumsýningu Listaleikhússins í
Moskvu á Náttbólinu i sviðsetn-
ingu Stanislaviskís og
Nemirovitsj árið 1902. Einnig
eru myndir frá seinni tíma
uppsetningum á þessu leikriti í
Sovétrikjunum svo og myndir frá
sýningu Þjóðleikhússins á Nátt-
bólinu sem nú stenduryfir.
Þeir sovézku gestir sem
væntanlegir eru á vegum MlR,
menningartengsla Islands og
Ráðstjórnarríkjanna, munu flytja
erindi í MlR-salnum á meðan á
Kennarar Austurbæjarskólans
kveðja Hallgrim Jakobsson með
söknuði, þakka áratuga samstarf
og senda ekkju hans, börnum
þeirra og barnabörnum hugheilar
samúðarkveðjur.
sýningunni stendur. Gestirnir
Viktor I. Vlasof verkfræðingur og
Vladimir Andreéf leikstjóri frá
Moskvu og þjóðlistarmaður Sovét-
ríkjanna munu flytja fyrirlestra
um árangur níundu 5 ára áætl-
unar i Sovétríkjunum og
framtíðarhorfur í ljósi
nýsamþykktrar áætlunar i Sovét-
rikjunum og framtíðarhorfur í
ljósi nýsamþykktrar áætlunar og
um menningarmál í Sovét-
ríkjunum.
Öllum er heimill aðgangur að
fyrirlestrum þessum meðan hús-
rúm leyfir, svo og að Gorkí-
sýningunni og þeim kvikmynda-
sýningum sem ætlunin er að efna
til i sambandi við hana.
r
Islenzk-
kanadískt
ungmennafél.
LÖflBERG-Heimskringla skýrir
frá þvi að tvö ungmenni af
ísienzkum ættum vinni nú að því
að koma á fót ungmennafélagi
sem stefni að því að efla samband
ungra Vestur-Islendinga við ung-
menni á lslandi. Þau eru Kathv
Arnason frá Gimli og Melvin
Mclnnes í Winnipeg.
Félagið á að heita Canadian-
Icelandic Youth Organization og
leggja sig fram um að greiða fyrir
ungum Islendingum, sem heim-
sækja Kanada, og sjá um að þeir
fari ekki á mis við að sjá það
markverðasta, sem þar er að sjá.
Vill félagið hafa náið samband
við ungt fólk á íslandi í þeirri von
að með því fái vestur-íslenzk æska
nánari kynni af ættlandinu en nú
er kostur. Markmiðið er að ungt
fólk beggja vegna hafsins skiptist
á heimsóknum og fái að vera tak-
markaðan tima sitt í hvoru
landinu við nám eða vinnu.
Þá er fyrirhugað að stofna nýtt
leikfélag og taka þátt i ýmsum
félagsstörfum ísiendinga, svo sem
islendingahátíðinni á Gimli.
Stofnfund félagsins átti að halda
11. marz í Manitobaháskóla.
Fylkingin breyt-
ir um nafn
A 30. ÞINGI Fylkingarinnar, bar-
áttusamtaka sósíalista, sem haldið
var dagana 12.—14. marz, var ein-
róma samþykkt að sækja um inn-
göngu í Fjórða alþjóðasambandið
— Heimsflokk sósíalisku bylting-
arinnar. Við þetta breyta samtþk-
in nafni sinu og nefnast nú „Fylk-
ing byltingarsinnaðra kommún-
ista“ — stytt Fylkingin. Fjórða
alþjóðasambandið (FA) var
stofnað 1938 að frumkvæði Leon
Trotskys. 1 fréttatilkynningu frá
Fylkingunni segir, að hún muni á
næstunni efna til kynningar-
funda í tilefni fyrrnefndra breyt-
inga hjá samtökunum.
Ekta
Brontein
Eins og skýrt var frá í síðasta
þætti varð sovézki stórmeistar-
inn D. Bronstein efstur ásamt
tveimur öðrum á jólaskákmót-
inu í Hastings. Bronstein tefldi
á mótinu af miklu öryggi, krafti
og frumleika, svo helzt minnti á
bezta tímabil hans, árin um
1950. Margar af skákum Bron-
steins í mótinu eru hreinar
perlur og hér kemur ein, sem
vafalaust mun hljóta sæti á
meðal beztu skáka hans.
Hvítt: D. Bronstein
Svart: R.I). Keene
Frönsk vörn
1. e4 — e6,
(Keene hefur löngum beitt
tízkuvörninni en nú að undan-
förnu hefur hann í æ ríkari
mæli gripið til frönsku varnar-
innar).
2. d4 — d5, 3. Rd2 — Rf6,
(Að undanförnu hafa flestir
leikið hér 3. — c5, en þessi
leikur gefur svörtum engu síðri
möguleika).
4. e5 — Rfd7, 5. c3 — c5 6. Rgf3
(Algengast er hér 6. f4 ásamt
Rge2 og Rdf3, en þessi leikur er
varla lakari).
6. — Rc6, 7. Be2 — cxd4, 8.
cxd4 — f6, 9. exf6 — Rxf6, 10.
0-0 —Bd6, 11. b3
(Leikið til þess að treysta
ökin á e5 reitnum sem er lykil-
itriði í svonastöðum).
11. — Dc7, 12. Bb2 — Rg4, 13.
h3 — Rh6,
(Þetta ferðalag riddarans
eftir Jón
Þ. Þór
miðar að því að halda valdi á e5
reitnum. Segja má að svaitur
hafi jafnað taflið, takist honum
að leika e5).
14. Hcl — Rf7, 15. BG5 — 0-0,
16. Hel — Bd7, 17. a3 — Itae8,
18. Bd3 — g6,
(Svartur teflir mjög
„passívt". Nú verður skálínan
al — h8 veikleiki, sem Bron-
stein notfærir sér snilldarlega.
Hvi ekki að reyna 18. — e5?).
19. Dc2 — Rh8,
(Ljótur, reitur fyrir riddara,
en eina vörnin gegn hótuninni
20. Bxg6),
20. b4 — a6, 21. Be2!!
(Upphafið að langdrægri og
djúphugsaðri áætlun).
21. — Dd8, 22. Rb3 — Rb8, 23.
Rc5 — Bc8,
(Hann er nærri því búinn að
raða upp aftur!).
24. Bdl — Rf7, 25. Dd2 — b6,
26. Rd3 — Rd7, 27. Rde5 —
Rfxe5, 28. dxe5 — Be7, 29. Dd4
— b5, 30. Hc6 — Rb8, 31. Hd6!!
(Stórfallegur leikur. Svartur
má auðvitað ekki drepa
hrókinn)
31. — Dc7, 32. Bb3 — Rc6, 33.
Dc5 — Bd7, 34. Bxd5!
(Einfalt en sterkt).
34. — Hf5, 35. Hxd7! og svartur
gafst upp.
Sigruður Runólfsson
Gorkí-sýning í
MÍR-salnum
Bæjarráð
Isafjarðar
fordæmir
samþykkt
I fréttatilkvnningu frá bæjarráði
tsafjarðar segir að bæjarráðið
sjái ástæðu til að lýsa furðu sinni
og fordæmingu á nýsamþykktum
lögum um innflutningsgjald af
gas- og brennsluolíum. Telur
bæjarráð að það óréttlæti sem i
lögum þessum felst sé með öllu
óþolandi og lýsijr furðu sinni vfir
að þingmenn landsbvggðarinnar
skuli ekki hafa tekið höndum
saman um að vísa frumvarpinu á
bug.
Með lögum þessum er söluskattí
þeim sem orðið hefur að greiða
vegna gasoliunotkunar íslenzkra
fiskiskipa en áður var niður-
greiddur úr olíusjóði, jafnað
niður á alla notendur gasoliu og
svartoliu í landinu. Með þessum
ráðstöfunum er verið að leggja
skatt á oliu til húshitunar sem
talið er að geti numið allt að
12—13 þúsund króna aukakostn-
aði á hvert heimili sem býr við
olíuky ndingu.
Það sem er forkastanlegt við
þessa lagasetningu, segir í frétta-
tilkynningunni, er það að
samkvæmt henni er þeim 40%
landsmanna, sem búa við olíu-
kyndingu og bera þegar allt að
þrefaldan hitunarkostnað ætlað
að taka á sig sérstaklega auknar
byrðar til stuðnings atvinnu-
rekstri í landinu.
Þetta er algjört brot á því
grundvallarlögmáli að séu slíkar
þjóðfélagslegar miliifærslur
nauðsynlegar skuli þeim byrðum
jafnað réttilega á alla skattgreið-
endur i landinu.
A það skal bent að fjármálaráð-
herra hefur heimild í lögum til að
fella niður söluskatt af olíu. Þá
heimild ber tvímælalaust að nota,
en leysa rekstrarvanda útgerðar-
innar í landinu eftir öðrum
leiðum en þeim að skattleggja
þann hluta þjóðarinnar sem býr
við alvarlega efnahagslega mis-
munun vegna búsetu sinnar.
Bæjarráð Isafjarðar skorar á
háttvirt Alþingi að nema þessi lög
úr gildi þegar i stað segir i lok
fréttatilkynningarinnar.
— Borgarstjórn
Framhald af bls. 12
endurhæfing fyrir hinn almenna
vinnumarkað, en höfðu í fram-
kvæmd orðið langtímavinnuað-
staða fyrir þá, sem ekki gátu farið
út á hinn almenna vinnumarkað.
Yfirgnæfandi meirihluti vist-
manna á 2 vinnustöðum voru van-
gefnir, en á hinum þriðja var
mest um geðsjúklinga.
Lítið var um framleiðslu á
þessum stofnunum en mest um
ýmiskonar samsetningarvinnu og
pökkun. Auk þess fór fram
kennsla og afþreying. Þó var lögð
mikil áherzla á að hér væri um
vinnu að ræða. Litil laun voru
greidd, ýmist miðuð við afköst
eða áætlaða afkastagetu, en
matur var framreiddur á staðn-
um.
Úr skýrslu Jóns Björns-
sonar, sálfrædings.
í skýrslu Jóns Björnsson, sál-
fræðings, um könnun hans á
þessum málum segir m.a.:
,J4óst er, að mikill fjöldi ör-
yrkja i Reykjavík telur sig þurfa.á
fyrirgreiðslu vegna vinnu að
halda umfram þá, sem nú þegar
er veitt. Þetta er það stór hópur
og sundurleitur, að engin ein
lausn dugir til að leysa vanda
hans alls; til þess að fyrirgreiðsl-
an kæmi að fullum notum þyrfti
hún þvi að felast í margbreyti-
legum aðgerðum, ef hitta ætti á
sérþarfir hvers einstaks. Nú
gildir hinsvegar ekki einu, hvern-
ig framboðið á fyrirgreiðslunni er
skipulagt og samræmt. Hér er um
fjölmennan hóp, sem allur þarf á
þjónustu að halda, en geta ein-
staklinganna i honum er misjöfn.
Sumir geta hagnýtt sér einfalda
þjónustu, sem tiltölulega auðvelt
er og ódýrt að veita. Aðrir eru svo
skertir að getu, að þeim duga ein-
ungis flóknar og kostnaðarsamar
aðgerðir. Mikilvægt er nú að þeir
getumeiri taki ekki möguleikana
frá hinum getuminni og ódrýgi
með því nytjarnar af fyrirgreiðsl-
unni. Slíkt mundi t.a.m. gerast, ef
þeir sem gætu hagnýtt sér sér-
hæfða vinnumiðlun og unnið úti á
almennum vinnumarkaði, tækju
upp rúm á vernduðum vinnu-
stöðum. Það leiddi af sér, að hinir
sem ekki eiga þess kost að vinna á
almennum vinnumarkaði heldur
einvörðungu á vernduðum vinnu-
stað, fengju þar ekki inni sakir
rúmleysis og yrðu því af allri
þjónustu, sem þeir gætu hagnýtt
sér. Til þessa verður að líta, þegar
þjónustuframboðið er skipulagt
og samræmt. Hinir ólíku mögu-
leikar til vinnu, sem nefndir hafa
verið þyrftu þvi annaðhvort að
opnast samtímis, eða þá í þeirri
röð, að þeir opnuðust fyrst, sem
mestrar vinnugetu krefðust, og
siðast þeir, sem minnstrar vinnu-
getu krefðust. Væri t.d. opnaður
verndaður vinnustaður nú í
Revkjavík, án þess að sérhæfð
vinnumiðlun. umskólun eða aðrar
leiðir til úrbóta lykjust upp um
leið, er na'sta hæpið að einmitt
þeir aðilar veldust á verndaða
vinnustaðinn, sem enga aðra
þjónustu gætu hagnýtt sér utan
hann. Slíkur vinnustaður, sem
t.d. veitti 125 manns atvinnu,
mundi þá nýtast mun lakar en ef
hann væri opnaður samtímis og
samhliða því, sem aðrir téðir at-
vinnumöguleikar va'ru opnir. Ein
og sér kæmi slik aðgerð að litlum
notum, til þess yrði aðstreymið of
mikið. Einungis sem liður í
heildarlausn atvinnumála ör-
yrkja, með margbrotnum og fjöl-
breyttum leiðum inn í atvinnu-
lífið, væri verndaður vinnustaður
líklegur til að koma að fullum
notum."
Sérhæföar deildir
vinnumiðlunar
Síðar i skýrslunni segir:
„Ætla má að koma mætti á fót
sérhæfðum deildum innan hinnar
almennu vinnumiðlunar með til-
tölulega litlum tilkostnaði og án
mikillar tafar. Miðað við það, hve
vandi míkils hluta umrædds
öryrkjahóps (tæplega helmings)
mundi leysast með þeirri aðgerð
einni, verður vænlegt ráð að
byrja á henni eða leggja mesta
áherslu á hana í byrjun. Ef
samtimis því sem sérhæfðri
vinnumiðlun yrði komið á
laggirnar, væru opnaðir auknir
möguleikar til starfsendurhæf-
ingar, umskólunar og náms til
léttra starfa væri vandi sjö af
hverjum tíu leystur, ef vel tækist
til. Þetta svaraði til 900 manns af
þeim 1250 öryrkjum, sem telja sig
þurfa á aðstoð og fyrirgreiðslu að
halda í Reykjavík skv. niðurstöð-
um könnunarinnar. Eftir væru þá
350 manna afgangshópur, sem
þarnfaðist umsvifa meiri og mun
kostnaðarsamari úrbóta."
Jafnframt umræðum um úrbæt-
ur i sambandi við verndaðan
vinnustað fyrir öryrkja er óhjá-
kvæmilegt að ræða aðra þætti i
atvinnumálum öryrkja, aldraðra
og annarra jaðarhópa á vinnu-
markaði. 1 því sambandi er rétt að
minna á tillögur félagsmálaráðs
frá 2. desember 1971:
0 Endurskoðuð verði reglugerð
um vinnumiðlun frá 120/1956.
0 Tekin verði upp skipulögð
vinnumiðlum fyrir öryrkja.
aldraða o.fl. á vegum Ráðningar-
skrifstofu Reykjavikurborgar og.
starfsaðstaða og starfsmannahald
eflt í samræmi við aukin verk-
efni.
Auk þessara aðgerða þarf að
kanna möguleika á því að efla og
fjölga plássum á vernduðum
vinnustöðum i Reykjavik í sam-
ráði við öryrkjabandalag íslands
og endurhæfingarráð rikisins.
Við gerð áætlana um uppbygg-
ingu þarf að hafa mið af þeirri
könnun, sem frant fór á vegum
Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar árið 1974