Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 3 Nýtt búvöruverð tekur gildi í dag: Mjólkurlftrinn í 55 krónur — Kjötið hækkar um 20% í DAG tekur gildi nýtt verð á landbúnaðarvörum. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær er hér um að ræða hækkanir af völdum hækkaðs verðlagsgrundvallar land- búnaðarvara, hækkunar á vinnslu- og dreifingarkostn- aði, auk þess, sem einnig er dregið úr niðurgreiðslum. IVIest er hækkunin á mjðlkurvörum, en hver lítri af mjólk kostar í dag 55 krónur en kostaði fyrir hækkunina 41 krónu, og hefur því hækkað um 34%. Verð á kjöti hækkar nú að meðaltali um 20% og kostar hvert kíló af dilkakjöti í heilum skrokkum eftir hækkunina 513 krón- ur en kostaði áður 417 krónur. Verðlagsgrundvöllur landbún- aðarvara hækkar að þessu sinni um 8.49% og verður samsvarandi hækkun á afurðum nautgripa þ.e. mjólk og kjöti. Fá bændur nú 61.09 krónur fyrir hvern lítra af mjólk en fengu áður 56.31 krónu. Hvað snertir sauðfjárafurðirnar á sér nú stað tilfærsla, þannig að hækkun er á verði ullar í grund- vellinum, en hækkun á verði dilkakjöts til bænda verður minni en meðalhækkun á grundvellin- um nemur. Fyrir hvert kiló af dilkakjöti fá bændur nú 414.73 krónur en fengu fyrir hækkun 402.70 en ullarverðið hækkar hins vegar úr 178,81 á hvert kíló í 424.60 kr. og er þá miðað við fyrsta verðflokk. Uliarvinnslu- stöðvarnar verða ekki að taka á sig þessa miklu verðhækkun, því ákveðið hefur verið að greiða nið- ur ull. Engar breytingar hafa ver- ið gerðar á verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara frá því 1. sept- ember s.l. þrátt fyrirýmsar hækk- anir, sem urðu á helstu rekstrar- vörum landbúnaðarins á síðari Aukning á SAS-flugi til Islands í SUMAR mun SAS fljúga þrjár ferðir vikulega frá íslandi til Kaupmanna- hafnar og einnig mun fé- lagið fljúga þrisvar í viku frá íslandi til Narssarssuaq. í fyrra voru SAS-ferðirnar á þessum leiðum tvær í viku, en þá leigði SAS Boeing vélar Flugfélagsins. Á s.l. ári keypti SAS sænska flugfélagið Transair. Það flugfé- lag á 3 Boeing-flugvélar af sömu gerð og vélar Flugfélagsins eru. í sumar notar SAS þessar flugvélar til þess að annast Islands- og Grænlandsflug sitt. Framkvæmd flugsins er með svipuðu sniði og áður. Fyrir utan flug SAS tii Narss- arssuaq frá Keflavík flýgur Flug- félag íslands a.m.k. eina ferð í viku á þeirri leið. Sú ferð er farin f beinum tengslum við eina af ferðum Flugfélagsins frá Höfn. Þannig verða fjórar ferðir í viku héðan til Narssarssuaq (á mánu- dögum, miðvikudögum, fimmtu- dögum og föstudögum), þegar áætlunin kemst i hámark í sumar. ísland er nú sjálfstætt markaðs- svæði hjá SAS, en ekki í dilk með Grænlandi og Færeyjum eins og áður. Samkvæmt upplýsingum Birgis Þórhallssonar, forstjóra SAS- skrifstofunnar í Reykjavík, mun SAS á næstunni opna skrifstofu á Keflavikurflugvelli og mun danskur maður veita henni for- stöðu. hluta ársins. Að þessu sinni hækkar launaliður grundvallar- ins um 10.2% og fá bændur með þeirri hækkun bættar hækkanir frá því í október og desember á s.l. ári, auk launahækkunar þeirr- ar, sem samið var um i siðustu kjarasamningum. Mestur hluti hækkunar á vinnslu- og dreifingarkostnaði bú- vöru er af völdum almennra launahækkana en einnig kemur þar til samdráttur i mjólkurfram- leiðslunni, því fastur kostnaður mjólkursamlaganna hækkar um 27%, en það er 4.81 króna á hvern litra innveginnar mjólkur. Full- trúar framleiðenda í sexmanna- nefnd fóru fram á bætur vegna þess tjóns, sem mjólkurframleið- endur urðu fyrir í verkfallinu á dögunum, en það fékkst ekki sam- þykkt. Heildsölukostnaður á dilkakjöt hækkar nú um 8 krónur í öllum verðflokkum og er þessi hækkun af völdum launahækk- ana. Smásöluálagning hækkar um 16!4% og miðað við krónutölu er hún 28.65 krónur á hvert kiló, þegar dilkakjöt er selt i heilum skrokkum. Við þessa verðákvörðun er verulega dregið úr niðurgreiðsl- um, en í fjárlögum ársins í ár er fjárveiting til niðurgreiðslna 11% lægri en i fyrra. Samdrátturinn í niðurgreiðslunum verður þó nokkru meiri þar sem þegar eru liðnir þrir mánuðir af árinu án þess að niðurgreiðslur hafi verið skertar. Niðurgreiðslur á dilka- kjöti lækka um 53.70 krónur og verða 122 krónur á hvert kíló en niðurgreiðslur á hvern lítra mjólkur verða eftir lækkunina krónur 37.30 en voru 39.10 auk þess, sem felldar eru niður niður- greiðslur á umbúðum utan um mjólk. Þá falla einnig niður nið- urgreiðslur á rjóma og osti en smjör verður áfram niðurgreitt. Hér fer á eftir yfirlit yfir smá- söluverð búvöru fyrir og eftir þá hækkun sem tekur gildi í dag: ERIC Wilson heitir ung- ur sellóleikari, sem leika mun einleik með Sin- fóníuhljómsveit íslands annað kvöld. Mun hann leika Hebreskirapsodí- una eftir Ernst Bloch, en þetta er í fyrsta sinn sem hún er flutt hér á landi. Eric Wilson er af ís- lenzku bergi brotinn, en móðir hans, sem hér er með honum nú, er ættuð frá Vopnafirði, föður- Eric Wilson ásamt móður sinni. Ljósmynd Fridþjófur m Vestur- Islendingur leikur með sinfóníunni á morgun bróðir hennar var séra Guttormur Guttormsson í Minnesota, en móðir hennar var Kjærnested, dóttir Jóns Kjærnested. Eric Wilson, sem nú býr í New York, útskrifaðist úr Juollard skólanum og lauk það- an doktorsgráðu. Hann hefur komið fram sem sellóleikari í Genf, Kaupmannahöfn, Moskvu, í Kanada og Banda- ríkjunum og þá m.a. á Hawaii. Þetta er fyrsta heimsókn hans til íslands. Í viðtali við Mbl. sagði Eric Wilson að Hebreska rapsódían, sem hann leikur hér með Sin- fóníunni hafi verið samin 1918 og heitir hún Schalmo — sálm- ur og er skyld sálmum gamla testamentisins, eins konar tóna- ljóð. Hún er ekki kaflaskipt. Eric Wilson sagði að hann hefði mjög gaman af að koma til tslands, hanri hefði alizt upp í Winnipeg, þar sem móðir hans býr nú, verið þar i Lúthersku islenzku kirkjunni og allt upp- eldi sitt hefði verið með sterk- um íslenzkum áhrifum. Hér býst hann við að vera í um það bil viku, en heldur síðan aftur til New York. Hann mun siðar sameinast tónlistarflokki frá Toronto, sem fer í 6 vikna tón- leikaferðlag um Evrópu og lýk- ur ferð sinni hér á landi í júnímánuði og mun þá leika á norrænu tónlistarhátiðinni hér í Reykjavík. Fjölskylda Erics Wilson hef- ur verið mjög tónlistarsinnuð, faðir hans söngvari og móð- ir hans pianóleikari. Afi hans, sem fluttist 9 ára gamall frá Framhald á bls. 18 Bróðir minn Húni — ný skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson — Hóf ritun hennar 1942 ALMENNA Bókafélagið hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Guð- mund Daníelsson. Nefnist hún „Bróðir minn Húni“og er tileink- uð dr. Erik Sönderholm. Erlendur Jónsson ritar um skáldsöguna og höfundinn i Fréttabréf AB. Segir þar í upp- hafi: „Guðmundur Daníelsson er i hópi þróttmestu og svipmestu nú- lifandi skáldsagnahöfunda, íslenskra; hugkvæmur, afkasta- mikill, listfengur. Tuttugu og fimm ára sendi hann frá sér fyrstu skáldsöguna Sjö árum síð- ar, eða 1942 hóf hann að rita skáldsöguna Bróðir minn Húni. Að henni vann hann siðan smátt og smátt þar til er hann lauk við hana i fyrra, 1975, fjörutiu árum eftir að fyrsta skáldsagan kom fyrir almenningssjónir. Bróðir minn ilúni er mikið Eftir Mjólkurvörur hækkun kr. ha'kkun kr. Mjólk í 2 ltr. fernum 82.00 109.00 Mjólk f lftra pökkum 41.00 55.00 Rjómi f lfters fernum 436.00 560.00 Rjómi f 1/10 líters iiyrnum 45.00 57.00 Skyr, kg 118.00 133.00 1. fl. smjör, kg 612.00 815.00 Ostur 45%, kg 601.00 779.00 Qstur 30%, kg 484.00 598.00 Kindakjöt, kg: 1. verðfl.: Súpukjöt, frampartar og sfður 451.00 553.00 Heil læri eða niðursöguð 502.00 612.00 Kótelettur 561.00 680.00 Heilir skrokkar, skipt eftir ósk kaup. 424.00 520.00 Framhryggir 615.00 744.00 2. verðfl.: Súpukjöt 412.00 505.00 Nautakjöt, 2. verðfl., UN I og AK I: Heilir og hálfir skrokkar 348.00 422.00 Miðlæri 579.00 703.00 Buff 1.561.00 1.861.00 Hakk, 1. fl. 768.00 915.00 Kartöflur: 5 kg. poki 1. flokkur (kr. 83.52 á kg) 376.00 418.00 5. kg poki 2. flokkur (kr. 70,84 á kg) 320.00 354.00 Guðmundur Danielsson .skáldverk með víðfeðmu sögu- sviði og mörgum persónum. En fyrst og fremst er þetta saga tveggja bræðra, Húna og Sigurð- ar. Segir þar frá uppruna þeirra, bernskuheimili, foreldrum og öðru heimafólki, gestum og ná- grönnum, uppvexti og þroska þeirra sjálfra; bróðerni þeirra — eða að hinu 'eytinu baráttu og samkeppni; sem og lífsbaráttu þeirri sem þeir heyja hvor í sínu lagi og hvor með sínum hætti; glímu þeirra við umhverfið. Frá foreldrum hafa þeir þegið i arf blandaða eiginleika: faðirinn draumlyndur stemmingamaður sem. lætur hverjum degi nægja sina þjáning; móðirin staðföst, viljasterk. Og metnaðargjörn fyr- ir hönd sona sinna; vill að þeir læri, framist. Varanleg áhrif á þá hefur og stúlka sem dvelst sumar- langt þar á heimilinu. Hún er rík og menntuð og er þangað komin til að róa spenntar taugar; sinnir því ekki daglegum störfum nema hvað hún segir þeim, bræðrunum, til i skólanámsgreinum þeirra. Það er út af fyrir sig ærinn við- burður. En meira fylgir: i návist þessarar þokkagyðju gefst þeim övænt svipsýn inn f launhelgar ástarlífsins. Þessi lifandi imynd hins eilífa kvenlega pírir í þá svolítilli reynslu en gefur þeim um leið sýnu meiri draum, gerir þá háða sér; freisting holdsins hefur vitjað þeirra; framar verða þeir aldrei samir.“ Bókin er 228 blaðsíður. Setningu annaðist Prentstofa B. Benediktssonar, Prentsmiðjan Viðey prentaði og Bókbindarinn h.f. batt bókina. Kartöflur: Ekki hægt að lesta í Póllandi í gær vegna frosta 1 GÆR átti skip að lesta kartöflur í Póllandi en af þvf gat ekki orðið vegna frosta þar úti, dregst því enn að kartöflur komi aftur til dreifingar hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins á Höfuðborgar- svæðinu. Þetta skip er lesta átti í gær verður enn í nokkra daga í Póllandi auk þess sem næsta skip á að lesta þar um helgi, þannig að ef fer að draga úr frosthörkunum f Póllandi ættu kartöflurnar að koma á markað hér fvrri hluta næsta mánaðar. En vart ætti að þurfa að minna tslendinga á þá Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.