Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 25 fclk í fréttum Bréf frá Jóni Skarpa Allir í fjölskyldunni + Tatum O'Neal, dóttir leikar- ans Rvan O'Neal, þvkir búa vfir miklum leikhæfileikum og er gjarnan kölluð prinsessan i Hollvwood. Bróðir hennar, Griffin. sem er 11 ára gamall, fékk óvænt tækifæri til þess á dögunum að sýna að hann stendur ekki að baki stóru Griffin O'Neal með stóru systur. svstur. 1 nýrri mynd, þar sem faðir hans og systir leika aðal- hlutverkin, átti drengur nokkur að leika sendil en var svo óheppinn að leggjast i flensu. Griffin litli var látinn hlaupa i skarðið og eftir því sem leikst jórinn, Peter Bogdanovich, segir, stóð hann sig með miklum ágætum. Að kvikmyndatöku lokinni hljóp Griffin heim, hrinti upp hurð- inni og hrópaði: „Mamma, stjarna er fædd.“ + A dögunum barst okkur á Morgunblaðinu dálítið tilskrif frá Bretlandi þar sem fjallað er um landhelgisdeiluna. Bréf- ritari er heldur óhress vfir aðförum lslendinga og virðist helzt halda að ekki vaki annað fyrir okkur en að fá útrás fyrir illsku og yfirgangsmuni, en gefum honum nú orðið: „Kæri herra. Hvers vegna geta fallbvssu- bátarnir ykkar ekki hætt að hrella togarana okkar og leyft fiskimönnunum að veiða i friði á alþjóðlegum hafsvæðum? Ef fallbvssubátarnir vilja endilega klippa á eitthvað er þeim guðvelkomið að klippa mvndina af mér í smátætlur. Ég vona að þú birtir þetta bréf í blaðinu þinu og að það verði tekið fullt tillit til þess, því að áreiðanlega á einhver eftir að slasast þegar skipherrarnir á fallbvssubátunum klippa á tog- vira einhvers af skipunum okkar. Revndar er ég ekki fiski- maður en þeir hljóta að vera ógurlega hugrakkir að stunda veiðar á fiskimiðum þessarar fjandsamlegu þjóðar. John Sharp.“ Með bréfinu lætur höfundur fylgja mynd af sér og ef einhver skyldi nú vilja skerpa skilning Jóns Skarpa þá látum við heimilisfangið fylgja hér með: John Sharp 34 B Dvke St. Liverpool 62 DP England. BO BB& BO S GETÍÐ PÍÐ EKKÍ L.Y FT PESSU BtAORlA XT WARRA PLAN ■'? TALAÐ UN EÍTTHVAÐ 5EN ÉO ) [NEF SAGl ÓPULiUR &ÖI ) e>Lf\ S>LA a ÞAÐ PYRFTI ÞA HELSTaD RENNA ÍAF PER OFPTAR ENN Á TUfíUGO-ARA FRESTl' XBÖ&31? V33-Í -í U0GTMu MO m + Ellsabet, drottning Engla og Saxa, er ekki ein um það að bera drottningarkórónu þar I landi, en hún hefur það um- fram stöllur slnar að geta rakið ættir slnar til tslands. A myndinni getur að lita ný- krýnda fegurðardrottningu þeirra Englendinga, tlzkudöm- una Pauline Davies. Þokkadfs- irnar til hliðar við hana urðu aftur á móti að gera sér að góðu annað og þriðja sætið. Enn um Barböru + Barbra Streisand hefur nú slegið I gegn með nýrri plötu og eru lagasmiðirnir ekki sagðir af verri endanum. Meðal þeirra má nefna Hándel, Debussy og Beethoven. Vindhögg drag- nótaveiðimanna Þann 12. marz sl. mátti sjá I Morgunblaðinu klausu frá drag- nótaveiðimönnum á Ilalvík og ná- grenni, sem áður hafði birzt I Akureyrarblöðunum Degi og Is- lendingi. Ritstjórn ritsmíðarinnar virðist hafa verið i höndum Björns Elias- sonar skipstjóra á m/b Fagranesi á Dalvík, og vil ég leyfa mér að lita svo á — þar til annað verður upplýst. Þar sem þessi skrif eiga öðrum þræði að sýna fram á fánýti mót- mælaundirskrifta gegn smáfiska- drápi á Eyjafirði — með því að telja upp nokkra undirskrifta- aðila, sem ékki hafa sjósókn að atvinnu — og gera mótmælin tor- tryggileg þess vegna — vil ég kvitta fyrir móttöku með nokkrum orðum. Ég hafði kynni að fiskigegnd í Eyjafirði áður en Björn Elíasson hóf sjómennsku, og ég hefi fylgzt með breytingum á aflabrögðum á liðnum árum. Ég lít því svo á, að ég eins og aðrir — hafi haft fullan rétt til mótmæla s.l. haust — þegar dragnótabátar rökuðu saman smáfiski skammt norðan við Dalvík, og runnu að úr öllum áttum til að missa ekki af björg- inni. Rányrkja er ekki einkamál þeirra, sem hana stunda. B.E. virðist eigna mér og öðrum Dalvíkingum mótmælaályktun, sem birtist í ríkisútvarpi þ. 18. febr. sl. Það, eins og fleira í greininni, er ekki sannleikanum samkvæmt. Þegar hin svonefnda „svarta skýrsla" Hafrannsóknastofnunar- innar birtist, varð það mjög al- menn skoðun að nú væri algjör nauðsyn á stefnubreytingu i fisk- veiðimálum. Það er þvi með ólík- indum, að sjómenn við Eyjafjörð skuli staðfesta með undirskrift, að þeir muni hvorki sýna þegn- skap eða ábyrgðartiífinningu i fiskverndunarmálum — enda séu þeir búnir að gera þetta svo lengi, að þeir verði að fá heimild til að halda áfram. í grein útgerðarmannsins stendur orðrétt: „Þá hafa þessir menn sakað okkur um að um smá- fiskaveiðar sé að ræða. Hið sanna er, að hér eru ekki notaðir smærri netariðar en 6“.“ (tilvitnun lýk- ur). Ekki verður þetta skilið á annan veg en þann, að því sé opinberlega neitað, að smáfiska- dráp hafi átt sér stað. Er því óhjá- kvæmilegt að nefna hér tölur, sem tala sínu máli. Samkvæmt Fiskifélagsskýrslu landaði m/b Fagranes i október- mánuði s.l. dragnótaafla, sem samanstóð m.a. af 10.795 kg af smáfiski og er um 48% af bolfisk- afla bátsins þann mánuð. Hlutfall smáfisks i dagsafla komst upp i tæp 60%. Samkv.M.t sömu heimildum landar m/b Búi 14. og 16. okt. s.l. dragnótaafla úr tveim sjóferðum, samtals 3.930 kg af bolfiski — þar af 2.514 kg af smáfiski, eða64%. Ekki er ólíklegt að afli annarra dragnótabáta, sem veiddu á þessum tíma — og á sama veiði- svæði — hafi verið eitthvað svip- aður að stærðinni til. Hér er þó ekki veginn sá hluti smáseiðanna, sem fer dauður fyrir borð. . Þessi rányrkja varð tilefni þeirra mótmæla, sem áður er getið. Við ríkjandi aðstæður, tel ég mjög vafasamt, að hliðstæður afli komist framvegis mótmæla- laust i pyngjur dragnótamanna. Þá segir ennfremur í ritsmíð B.E. orðrétt: „Aftur á móti má geta þess og gott þykir, ef helm- ingur afla trillubátaeigenda fer yfir 50 sm og oft er mikill hluti aflans mjög smár, það er um 40 sm fiskur og smærri." (tilvitnun lýkur). Björn Elíasson veit ósköp vel að þetta eru ósannindi, þó hann virðist ekki ráða yfir öðru betra eða trúlegra til að verja illan málstað. Athafnasamasta trillan á Dalvik, t/b Flóki (Hjálm- ar Randversson), hafði í ársafla 1975 25.900 kg. Þar af var smá- fiskur 1900 kg eða 7%. Vilja drag- nótamenn ekki birta svipað hlut- fall úr eigin afla. Enn segir í skrifum B.E. um tilgang mótmæla gegn smáfiska- drápi orðrétt: „Fullvist er, að ekki er hér um fiskverndunar- sjónarmið að ræða, heldur aðrar hvatir sem erfitt er að skilja." (Tilvitnun lýkur.). Ef það er erfitt að skilja þær hvatir, sem vilja hamla gegn háskalegu smá- fiskadrápi — við rikjandi aðstæð- ur — virðist mér enn erfiðara að skilja þá áráttu, að vilja ekki viðurkenna staðreyndir, en böðl- ast áfram um fiskimiðin þar til allt líf þrýtur. Neikvæð viðbrögð i þessum málum og þvermóðsku- fullt hagsmunapot á kostnað framtíðarmöguleika i sjávarafla, verða engum til góðs — sizt af ölu sjómönnunum sjálfum. Eg leyfi mér einnig að líta svo á, að það verði aldrei fært á afrekaskrá sjó- manna við Eyjafjörð — hvernig dragnótaveiðar hafa á liðnum ár- um leikið lífríki sjávar. Með þökk fyrir birtingu, F.h. þeirra Dalvíkinga, sem mót- mæltu smáfiskadrápi dragnóta- báta s.l. haust. Þorgils Sigurðsson. Ný hárgreiðslustofa 0 Fvrir skömmu var opnuð ný hárgreiðslustofa I Stórholti 1 I Reykjavík. Heitir hún hár- greiðslustofa Önnu en það er Anna Guðrún Höskuldsdóttir sem rekur stofuna Anna er hárgreiðslumeistari og starfaði áður hjá hárgreiðslustofunni Lólida. Sagði Anna að þessi hárgreiðslustofa væri jafnt fvrir karlmenn sem kvenmenn. A meðfvlgjandi mvnd er Anna Guðrún við störf á þessari nýju hárgreiðslustofu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.