Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 15 Juan Carlos konungur Spánar heilsar upp á spænska hermenn í Spönsku-Sahara skömmu eftir að hann tók við völdum. Ólga innan hersins á Spáni Madríd — Reuter SÍÐAN herréttur dæmdi níu foringja f spænska hernum í allt að átta ára fangelsisvist fyrir ráðagerðir um byltingu hefur orðið vart nokkurrar 61gu innan hersins. For- ingjarnir, sem hlutu dóm, eru allir taldir tilheyra þeim armi hersins, sem kallar sig „Lýð- rseðissamband hersins" og stofnað var í Vestur-Sahara ár- ið 1969. Sfðan dómurinn var upp kveðinn hafa meðlimir klíkunnar hvað eftir annað haft samband við erlenda fréttamenn á Spáni og virðist einkum vaka fyrir þeim að út- breiða þá skoðun að klfkan sé fjölmennari og áhrifameiri en talið hefur verið fram að þessu. Hægri öfl innan hersins vilja lítið gera úr áhrifum hópsins, en ýmislegt bendir til að hann telji nú hálft sjöunda hundrað yfirmanna I hernum og eru fimm hershöfðingjar sagðir þar á meðal. „Lýðræðissamband hersins" á Spáni mun fylgjandi þvi að Juan Carlos konungur verði áfram við völd, en vill koma til valda nýrri nkisstjórn, sem efna muni til nýrra kosninga, leggja grundvöll að nýrri stjórnarskrá leyfa starfsemi allra stjórnmálaflokka og frjálsa starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar í landinu. Að sögn heimildarmanna innan hreyfingarinnar hefur konung- ur fengið boð um það að hún sé reiðubúin til að reyna byltingu verði breytingum í lýðræðisátt ekki komið á, en um leið leggja heimildarmenn þessir áherzlu á að til slíkra aðgerða þurfi ekki að koma gangi konungur til at- lögu við þau öfl, sem enn halda fast við harðstjórnaraðgerðir Francos. Þeir segja ennfremur, að án lýðræðislegs hers sé lýð- frjáls Spánn útilokaður mögu- leiki. Yfirmenn i spænska hernum eru nú um 13 þúsund að tölu, en þar af eru aðeins um 1100, sem hafa vald til að gefa her- mönnum fyrirskipanir um hernaðarlegar aðgerðir. Af þessum 1100 segja liðsmenn lýðræðishreyfingarinnar, að aðeins 200 séu í andstöðu við þá. Eins og áður sagði var „Lýð- ræðissamband hersins" mynd- að í Vestur-Sahara árið 1969, og var kveikjan óánægja með yfir- stjórn hersins og úreltan vopnabúnað. Öánægjan magnaðist enn þegar stjórn Francos ákvað að kalla herinn heim frá Vestur-Sahara, en her- mennirnir töldu þá að íbúarnir hefðu verið sviknir og landið ofurselt Marokkó og Máritaníu, í stað þess að Spánverjar hefðu ekki átt að fara á brott fyrr en tryggt yrði að landið hlyti sjálfsákvörðunarrétt. Kínverjar gagnrýna usla Sovétmanna á fiskimiðum Hong Kong, 23. marz. AP. FRÉTTASTOFAN Nýja Kína veittist í dag harka- lega að Sovétmönnum fyrir að vinna markvisst að eyð- ingu fiskimiða á alþjóðleg- um hafsvæðum um allan heim. í grein fréttastofunnar segir m.a., að heimsvalda- stefna Sovétríkjanna segi nú til sín á höfunum í auknum mæli, þar sem Sovétríkin skirrist ekki við að veiða í óleyfi á miðum, sem eru óumdeilanlega á yfirráðasvæðum annarra ríkja. Segir ennfremur, að Sovétmenn reki njósna- starfsemi á höfnunum und- ir því yfirskini, að skip þeirra séu að veiða fisk, auk þess sem njósnaskip Sovétmanna fái aðgang að erlendum höfnum með það að yfirvarpi, að þar séu fiskiskip að leita nauðsyn- legrar þjónustu. Kviðdómendur leysa frá skjóðunni San Francisco. 23. marz Reuter Patty Hearst EINN kviðdómendanna, sem kváðu upp úrskurðinn um sekt Patriciu llearst, segir kvið- dómendur leiða yfir þvl að úr- skurðurinn hafi fallið á þennan veg, en sannanir gegn henni hafi að dómi þeirra verið ótvfræðar. „Eg hafði aldrei á tilfinning- unni, að hún væri hættuleg, eins og glæpamenn sem ráðast inn i stórverzlanir og taka þær her- skildi", sagði Philip Crabbe sem, er 35 ára gamall bréfberi, í gær. Kvikmyndaleikari að nafni Mitsuyasu Maeno flaug í dag flug- vél sinni á hús Yoshio Kodama, sem gegnir aðalhlutverki í Annar kviðdómandi, Norman Grim, 43 ára flugvélaverk- fræðingur, segist ekki leggja trúnað á þá sögu að öfgasinnarnir hafi haldió henni í gíslingu. „Hún stóð sig frábærlega i flóttamanns- hlutverkinu, og hún hafði aldrei samband við fjölskyldu sina,“ sagði hann. Patricia Hearst getur fengið allt að 35 ára fangelsisdóm. Akveðið hefur verið að dómsúrskurður verði kveðinn upp 12. april, en ekki 19. apríl, eins og áður var áætlað. Lockheed-mútuhneykslinu i Jap- an. Skömmu áður en flugvélin rakst á hús Kodama og sprakk þar í loft upp heyrðist síðast til flug- Framhald á bls. 18 Flaug viljandi á hús Koaama Tokyo, 23. marz, Reuter. Sambúð Túnis og Líbýu fer hraðversnandi: Sendiráðsstarfsmenn nú reknir frá Túnis Túnisborg 23. marz — Reuter TUNISSTJORN fvrirskipaði f dag þremur Ifbýskum sendiráðs- starfsmönnum að fara úr landi innan sólarhrings, þar eð þeir hefðu aðstoðað lfbýsku leyniþjón- ustumennina sem tilkynnt var f gær að handteknir hefðu verið fyrir að hafa ætlað að ræna eða myrða ónefndan túnfskan stjórn- málaleiðtoga. Þá óskaði Túnis- stjórn eftir þvf að líbýsku menningarmiðstöðinni f Túnis- borg yrði lokað og hyggst enn- fremur loka menningarmiðstöð Túnis í Lfbíu. Sendiherra lands- ins í Lfbfu var kallaður heim í gær. Samband landanna tveggja sem fyrir tveimur árum áttu að sam- einast i eitt, fer hraðversnandi eftir að upp komst um starfsemi leyniþjónustumannanna, en margir telja að fórnarlamb þeirra hafi átt að vera Hedi Nouira for- seti Túnis. Yfirmaður lög- reglunnar í Túnis sagði i dag að sams konar sveitir líbýskra leyni- þjónustumanna hefðu verið sendar til Egyptalands, Sýrlands, Líbanon, Sómalíu og Italíu. 1 blöð- um i Túnis í dag er Gaddafi Líbýuleiðtogi sagður svo langt leiddur að hunum sé ekki lengur unnt að koma til hjálpar Hann hafi hafið „barnalega hermdar- verkastarfsemi" gegn Túnis. Egyptalandi og Líbanon og hafi einnig átt þátt í misheppnaðri byltingartilraun nýlega í Níger og í ráninu á oliumálaráðherrunum í Vínarborg í desember s.l. Nixon gefur Ford skýrslu um Kínaförina Washington, 23. marz. Reuter. BLAÐAFULLTRUI Banda- ríkjaforseta tjáði fréttamönn- um í dag, að Richard Nixon, fyrrverandi forseti, hefði gefið Ford skýrslu um Kínaför sína á dögunum og viðræður við kínverska ráðamenn. Blaða- fulltrúinn sagði forsefann þeirrar skoðunar, að skýrslan væri „athyglisverð og gagnleg, en í henni væri ekkert sem kæmi á óvart eða væri nýstár- legt.“ Karpov ver ekki titilinn taki nýjar keppnisreglur gildi Belgrad, 23. marz. Reuter. HEIMSMEISTARINN f skák, Anatoly Karpov hefur lýst þvf vfir, að hann muni ekki verja heimsmeistaratitilinn, verði regl- um um heimsmeistarakeppnina breytt. A fundi stjórnar Alþjóðlega skáksambandsins i Róm í síðustu viku voru lagðar fram tillögur að nýjum keppnisreglum þar sem gert er ráð fyrir því, að sá hljóti titilinn sem vinni sex leiki af ótakmörkuðum fjölda leikja, og heimsmeistari geti ekki haldið titlinum með jafntefli, eins og verið hefur. A fundi með fréttamönnum i Framhald á bls. 18 MYND þessi var tekin af átökum munaðarleysingja frá Vietnam þegar danska lögreglan ætlaði að flytja þau aftur i dvalarheimili það, sem þau struku úr nýlega. Börnin voru 28 talsins og voru setzt að í húsi einu í Hörsholm ásamt Henning Becker, sem sviptur var umráðarétti yfir þeim í síðasta mánuði. Þegar lögregl- an kom aó húsinu létu börnin ekki skipast en réðust á lögregluna með hverju þvi, sem fyrir varð. Lögreglumennirnir voru óviðbún- ir átökunum og var einum þeirra greitt höfuðhögg með járnstöng og varð aó flytja hann í sjúkrahús. Þegar átökin inni í húsinu höfðu staðið dágóða stund fengu fréttamenn Becker til að tala um fyrir börnunum og fóru þau þá út úr húsinu. Þá tók þó ekki betra við, því að átökin mögnuðust enn. Að lokum tókst þó að koma börnunum inn í lögreglubifreið og voru þau flutt aftur í dvalar- heimilið. Þegar þangað kom beindist örvænting barnanna að félagsráðgjöfum, sem þar tóku á móti þeim, og þau hugðu vera kommúnista. Rúður og húsgögn brotnuðu í ólátunum, einn drengjanna komst upp á þak og kastaði þaðan rúðubrotum og þakskifum, og 17 ára stúlka reyndi að stinga sig á hol með rýtingi. Þegar ró komst loks á tókst að koma börnunum í skilning um, að ætlunin hefði aldrei verið að senda þau nauðug aftur til Víetnam, en þau héldu að sá væri tilgangurinn með aðgerðum lögreglunn- ar. Stúlkan lengst til hægri á myndinni er sú, sem ætlaði að stinga sig á hol.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.