Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 — Tillögur Zamhíu á morgun til art reyna art finna nýjar leiðir til að birída endi á minnihlutastjórn hvítra. Forsetarnir eru Kenneth Kaunda frá Zambíu, Samora Machel frá Mozambique, Julius Nverere frá Tanzanfu og Sir Seretse Khama frá Botswana, en þess er vænzt að Nkomo og Abel Muzorewa, bisk- up, leiðtogi „utanlandsarms" ANC komi einnig til fundarins. Ef klofningur innan ANC helzt áfram kann að reynast erfitt að hefja allsherjar skæruhernað gegn stjórn Smiths, en slfk styrj- öld hefur verið yfirvofandi sfðan viðræðurnar í Salisburv sigldu í strand. Ian Smith sagði í yfirlýsingu sinni m.a: „Hr. Callaghan sakar mig um óbilgirni vegna þess að ég hafnaði kröfum ANC, en hann minntist ekki á þá staðreynd að ég lagði fram gagntillögur sem fólu i sér viðtækar tilslakanir varðandi stjórnarskrárréttindi og valdaþátttöku. Þær byggðust á þróun en ekki byltingarlegri breytingu eins og ANC krafðist. Tillögur myndu hafa tryggt trausta stjórn og örvggi fyrir rétt- indi og eignir allraRbódc siubúa." Þá kvaðst hann harma að brezka ríkisstjórnín skyldi hafa hafnað tillögu sinni um að óhlutdræg brezk sendínefnd kæmi til Thóde- síu til að meta ástandið á staðnum í stað tillögugerðar úr fjarska. Þá visar hann á bug ásökunum Call- aghans um að „undanbörgð" af hálfu Smiths hafi bundið enda á Salisbury-viðræðurnar. Orsökin hafi verið „öfgafullar og óað- gengilegar" kröfur Nkomos. — Refskák Framhald af bls. 19 beitt efnahagsþvingunum á sama hátt og þessar „vinaþjóðir" hafa gert frá striðslokum og allt fram á þennan dag? Lágmarkskrafa okkar er: Burt með ykkur úr land- helginni strax, það verður aldrei samið um eitt kíló af fiski við ykkur. Afnám á öllum tollum í þeim löndum sem njóta ómetan- legs öryggis af hervarnarstöðinni hér. Við aftur á móti getum sett hvers konar verndartolla, sem við þurfum fyrir íslenskan iðnað, vegna smæðar hans og auka- kostnaðar, sem m.a. stafar aí háum flutningsgjöldum. Bandaríkin verji 300 mill. dollara árlega til varanlegrai vegagerðar þar til fullkomnir ak- vegir eru yfir og kringum landið. Bandaríkin og þessar svo- kölluðu „vinaþjóðir" okkar hjálpi til að koma atvinnu og efnahags- málum okkar í traust horf, það er ekki of mikið. —„Það eru þessir sömu aðilar, sem hafa hjálpast að við að rífa efnahag okkar niður.“ Bróðir minn og systir, þegar þetta hefur gerst þá ef til vill getum við spurt og svarað: „Hverjir eru vinir okkar.“ Sigurður Arngrímsson, frá fsafirði. — Kissinger Framhald af bls. I áætlanir séu til fyrir kringum- stæður af ýmsu tagi. Kissinger sagði i ræðu sinni að ákvörðun um aðgerðir yrði að sjálfsögðu ekki tekin fyrr en eftir gaumgæfi- lega athugun og umræður, auk þess sem vilji yrði að vera fyrir þeim meðal þings og þjóðar. Hins vegar varaði Kissinger Ian Smith, forsætisráðherra Rodesíu, við því að hann skyldí ekki búast við stuðningi Bandaríkjanna þótt ógn stafi af sovézkum hergögnum og kúbönskum hersveitum. „Bandarikin hafa lýst eindregn- um stuðningi sínum við meiri- hlutastjórn (blökkumanna) og réttindi minnihluta í suðurhluta Afríku." Bandaríkjastjórn styðji lausn á málinu eftir samninga- leiðinni. í sambandi við úrslit mála i Angóla sagði Kissinger: „Við erum ekki lögregla alheims- ins, — en við getum ekki heldur leyft að Sovétríkin eða staðgengl- ar þeirra verði lögregla heims- ins.“ Hann harmaði enn ákvörðun bandaríska þingsins að hætta stuðningi við andkommúniskar frelsishreyfingar í Angóla. „Það er kominn tími til að það komi skýrt fram að hvað okkur varðar hefur Angóla ekki sett neitt for- dæmi. Það er kominn tími til að umheimurinn sé mínntur áþað að Bandaríkin eru enn fær um skjót- ar og afgerandi aðgerðir,“ sagði Kissinger i ræðu sinni. — Vestur- Íslendíngur Framhald af bls. 3 íslandi til Kanada, keypti fiðlu þegar hann var 18 ára og lærði á hana án nokkurrar verulegr- ar tilsagna. Eric hefur hlotið margvíslega viðurkenningu. Þegar hann tók lokapróf frá Juillard-skólanum vann hann þar Moore-Loeb-verðlaun sem veitt eru hljóðfæraleikurum, sem leika á strengjhljóðfæri, og árið 1971 hlaut hann bronsverð- laun i Genf í tónlistarkeppni, sem þar fór fram. Lék móðir hans, frú Wilson, undir hjá honum á pianó. — Deilur Framhald af bls. 1 strandlengju hlutdeild í auðlind- um þeirra í hafi og á hafsbotni. Ef 50-ríkja hópurinn og strand- rikin komast ekki að málamiðlun í þessu efni er hætta á að þau lönd sem standa verst að vígi að þessu leyti muni bregða fæti fyrir gerð hafréttarsáttmálans, að því er fréttaskýrendur í New York telja. Ekki verður þó ljóst fyrr en á síðustu tveimur vikum fundar- ins í New York hversu alvarleg þessi vandamál eru, en fundinum á að Ijúka 7. maí Þá munu hin u.þ.b. 150 þátttökulönd hafa farið yfir og endurskoðað skjöiin frá Genfarfundinum i fyrra. — Karpov Framhald af bls. 15 Belgrad í dag sagðist Karpoff því sammála, að heimsmeitaratitilinn hreppti sá keppandi, sem ynni sex leiki, en hann vill að keppnisleik- ir verði í mesta lagi 24. Þá kvaðst hann andvigur því, að heims- meistarinn yrði sviptur titlinum við jafntefli í heimsmeistara- keppni. — Amin Framhald af bls. 1 um að vara okkur á því að giftast konum af háum stigum, því að þær geta sparkað okkur á dyr þegar þeim hentar,“ slendur i skeytinu, sem lesið var upp í útvarp í Úganda. Þar var einnig sagt, að skilnaðar- málið hefði komið illa við for- setann. — Listaverka- þjófnaður Framhald af bls. 1 húsleit f einu af virðulegustu hótelum Locarno. Verkin eru „Húðstrýking Krists" og Madonnan frá Senigallia" eftir Piero della Francesca og „Mál- leysinginn" eftir Raphael. Þeim var stolið úr Greifahöllinni i úrbino á Mið-ftalfu 6. febrúar f fyrra. Lögreglan sagði í dag, að bráð- lega yrðu allmargar handtökur gerðar í Urbino vegna málsins. Þjófnaðurinn var á sínum tíma kallaður „geðveikislegur, óskilj- anlegur og ótrúlegur" því þjófun- um tækist aldrei að selja verkin. Dr. Rodolfo Siviero, forstöðumað- ur stofnunar, sem annast lista- verkaviðhald fyrir ríkið, líkti stuldinum við stuldinn á Monu Lisu úr Louvre-safninu í París árið 1911. Siviero sagði að 3—4 menn væru viðriðnir málið, allir úr Urbino-héraðinu og vissi lög- reglan nöfn þeirra allra. — Flaug Framhald af bls. 15 mannsins, sem hrópaði: „Lengi lifi keisarinn." Talið er að flug- maðurinn hafi haft sjálfsmorð í huga. Kodama var rúmliggjandi á heimili sínu er atburður þessi átti sér stað, en hann sakaði ekki. Mitsuyasu Maeno er fremur óþekktur kvikmyndaleikari, en nýlega kom hann fram í hinni japönsku gerð kvikmyndarinnar Emanuelle. — Argentína Framhald af bls. 1 pólitiskra ofbeldisverka, en um 160 pólitfsk morð hafa þegar ver- ið framin á þessu ári. I gærkvöldi voru a.m.k. 10 vinstri sinnaðir skæruliðar skotnir til bana í bar- dögum við lögreglu og hermenn fyrir utan borgina La Plata, 60 km suður af Buenos Aires. I kvöld ætluðu leiðtogar Perónista- hreyfingarinnar og fimm stjórnarandstöðuflokka að ræða leiðir til lausnar á hinni pólitisku og efnahagslegu kreppu í land- inu. — Líbanon Framhald af bls. 1 ast nú leggja allt kapp á að stækka áhrifasvæði sitt, en skotbardagar voru viða háðir og eldar geisuðu m.a. í tveim- ur hótelum eftir sveitir múhameðstrúarmanna. Þá börðust stríðsaðilar einn- ig m.a. í sumarleyfisborgunum Beimeri og Broumanna í hæðunum austur af höfuð- borginni. Enn var allt á huldu hvort Suleiman Franjieh, for- seti myndi fallast á að segja af sér. Þingið getur ekki komið saman til að fjalia um tillögur til lausnar vegna bardaganna í miðborg Beirut, en sýrlenzkir herforingjar eru að reyna að koma á vopnahléi sem myndi gera aðilum kleift að ræðast við. — Rhódesía Munyua Waiyaki, utanrikisráð- herra Kenya, útilokaði í dag samningaviðræður og slökun spennu í sambúð hvítra og blakkra i suður hluta Afríku og sagði að þjóðernissinnar ættu að taka við sovézkum vopnum til að koma minnihlutastjórnum hvítra frá völdum. Muzorewa biskup sagði í samtali við fréttamann sænska sjónvarpsins í Mozam- bique að ANC-fylkingin sem hann er fyrir kynni í nánustu framtíð að óska eftir kúbönskum hersveit- um til hjálpar í viðureigninni við stjórn Smiths og einnig myndu þjóðernissinnar bráólega hafa yf- ir að ráða fullkomnum vopnum gegn herflugvélum Rhódesíu- stjórnar. 1 gær varaði Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandarikjanna, Kúbumenn við frekari hernaðaríhlutun í suður- hluta Afríku, eins og fram kemur í frétt annars staðar á síðunni. Talsmenn hvitra Rhódesíu- manna höfðu vísað tillögum Calla- ghans á bug áður en Smith birti yfirlýsingu sina í kvöld. Tim Gibbs, leiðtogi Rhódesíuflokks- ins, sagði að Bretar „viti fullvel að valdaafsal í hendur blökku- mönnum á 18 mánuðum til tveim- ur árum myndi leiða til öng- þveitis". Joshua Nkomo sagði hins vegar að tvö ár væru of lang- ur tími að sínu áliti: „Ég hafði búizt við jákvæðari tillögu frá brezku ríkisstjórninni." — Hvers konar útrás Framhald af bls.7 fullnæging, basta. Loks getur hún hugsað sér að hverfa heim aftur, gengur enda með barni elskhugans — eiturmangarans. Tilþrif og hraði eru í sögu þessari — að vissu marki. Að kalla það spennu væri of djúpt í árinni tekið. Sviðsskipti eru tíð. Og alltaf er eitthvað nýtt að bera við. Samt er þetta einhæf saga og í rauninni furðulítið skemmtileg miðað við þá mörgu æsilegu atburði sem sagt er frá og eins hitt hversu lipur frá- sögnin hlýtur að teljast. Hvers er þá vant? Fyrst og fremst lífs. Söguþulan er tæpast að veita innibyrgðum tilfinningum út- rás, heldur leiðindum. Og þau leiðindi eru smitandi. Lifsmark hennar — fyrir nú utan það hve henni tekst að teygja úr frásögninni — er helst fólgið í því að hún þolir áfengi lygilega vel. Ef til vill ber þá svo að skilja að það sé vegna þess að hún syndir í deyfð og sljóleika gegn- um mestalla söguna Beri hins vegar svo að skilja að hún sé að leita að markmiði — lífsham- ingju eða hvað á að kalla það — finnur hún hana að lokum í furðulegustu mynd sinni — í soradreggjum þeirra heim- kynna sem hún hefur flúið til. Var það þá útrásin? Nei, þessi saga skilur því mið- ur hvorki eftir ævintýr né lífs- sannindi í hugskotinu og veitir sálarorku venjulegs lesanda afartakmarkaða útrás. — Tjaldanes Framhald af bls. 2 myndu gleymast gleði og öðlings- lund þess manns, er hann gat eitthvað gert fyrir félagið. Hann kvað heimilið aldrei hafa komizt á laggirnar, hefði ekki notið við vel- viljaðra manna, sem styrkt hefðu það með ráðum og dáð. Að lokum sagðist hann vonast til þess að heimilið fengi enn að njóta for- stöðumanns og yfirkennara, þeirra Birgjs Finnssonar og Hildar Knútsdóttur, en þau hefðu að mati stjórnarinnar staðið sig með mikilli prýði. I stjórn Styrktarfélags Tjaldanessheimílisins voru auk Friðfinns Ölafssonar, Hafsteinn Sigurðsson lögfræðingur, Oddgeir Bárðarson framkvæmdastjóri, Björgvin Vilmundarson banka- stjóri og Hjörtur Hjartarson stór- kaupmaður. Félagið mun halda áfram starfi sínu og veita heimil- inu lið, ems og það til þessa hefur gert, þó að það nú að forminu til skipti um eigendur. Styrktarfélag Tjaldaness- heimilisins afhenti síðan ríkinu heimilið með þeim skilyrðum, að þar yrði áfram starfrækt heimili með heimavist fyrir vangefin börn og unglinga. Lagði stjórn styrktarfélagsins til að í framtíð- inni yrði forstöðumaður heimilis- ins skipaður af heilbrigðisráð- herra, en yfirkennari af mennta- málaráðherra. Matthias Bjarnason heil- birgiðisráðherra kvað, er hann þakkaði þessa gjöf, sér verða hugsað til allra þeirra er lagt hefðu hönd á plóginn við byggingu heimilisins, sem orðið hefði að þeim griðastað sem þroskaheftir hefðu fundið að Tjaldanesi. Kvaðst hann votta þeim virðingu sína af alhug. Bjartsýni væri að sínu mati ein- hver albezti eiginleiki hvers manns og þegar þeim eiginleika fylgdi hugrekki, birtist mönnum réttilega sá árangur, sem kallaður væri framtak. Heilbrigðisráðherra kvað dag- inn heppilegan til þess að leiða hugann að öllu því góða, sem framtaksamir menn gætu látið af sér leiða á sviði heilbrigðismála. Slíkt bæri allt að þakka. Hann sagði, að nú reyndi á okkur hin, sem ættum að taka við — að ekki liggi eftir skuturinn, fyrst svo vel var róðið framá. Ráðherra sagði: „Mér er ljóst, að mikið starf er framundan bæði I uppbyggingu Tjaldanessheimilisins og i málefnum þroskaskertra al- mennt.“ Ráðherra sagði að ekki hefði skort lagasetningu til aðstoðar þroskaheftum börnum, en hins vegar hefði skort fjármagn til þess að framfylgja lögunum. Hann kvaðst hafa fullan hug á að beita sér fyrir úrbótum á þessu sviði. Síðan sagði ráðherra: „Varðandi Tjaldanessheimilið sjálft er mér ljóst, að ýmissa úr- bóta er þörf. Með gjafabréfi því, sem ég hef í dag tekið f móti, fylgir ítarleg greinargerð Birgis Finnssonar, for^töðumanns Tjaldanessheimilsisins. Þessi greinargerð er hvort teggja í senn lýsing á stöðu heimilisins i dag og hugleiðing um næátu verkefni; þau sem mest kallq á. Það hefur ætíð verið ósk þéirra sem að þessu heimili hafa staðið, að það mætti verða til fyrirmyndar um aðbúnað og kennslu þroska- skertra. —Um leið og ép tek við og þakka þá gjöf sem 'tofnendur Tjaldanessheimilisins færa þjóð- inni í dag vil ég heita þeim því að leggja mitt lóð á vogarskálina þessu málefni til liðsinnis. Hafið heila þökk fyrir," sagði Matthias Bjarnason heilbrigðisráðherra að lokum. — Hörð átök Framhald af bls. 2 verkefnum stjórnarinnar, að móta og semja reglur um póst- kosningar en á aðalfundinum var samþykkt að stjórnarkjör yrði á þann hátt framvegis. Með því móti skal tryggt, að kosning til stjórnar félagsins verði fullkomlega lýðræðisleg. Ég vil að lokum lýsa furðu minni á „frétt“ ríkisútvarpsins af málinu ' gærkvöldi, þar sem sagt var, að afi léki á um lögmæti fundarins, ín þess að ríkisútvarpið leitaði ruggra heimilda. Eg fullyrði, að jnginn vafi er á því, að kosning- arnar voru löglegar." — Þjóðar- bókhlaða Framhald af bls. 14 millj. 1980 og 266 millj. 1981 eða samtals 1268 milljónir króna. Ef byggingarframkvæmdir hefjast 1977 og gert verður ráð fyrir svipuðum hraða, ætti smíði bókhlöðunnar að verða lokið 1982. Auðvitað væri æskilegt: ef hægt yrði að hraða framkvæmd- um enn meir, því að húsnæðis- vandi Landsbókasafns og Háskólabókasafns vex gífurlega með hverju árinu sem líður. Rfkisstjórnin hefir hins vegar ekki tekið afstöðu til framvindu þessa máls, né heldur Alþingi sem vitanlega fær það til með- ferðar við gerð næstu fjárlaga. Þriðja lið fsp. er því ekki auðið að svara beinum orðum. — Hið ótrúlega er veruleikinn Framhald af bls.7 keppikefli og hann nái oft góðum árangri í henni, saman- ber Nykurlilju og fleiri kvæði i Yrkjum, er skáldskapur hans fullur af mannlegum boðskap og honum tekst stundum að opna sjónir okkar fyrir óvæntri fegurð. Hann ætlar sér ef til vill ekki jafn mikinn hlut með Yrkjum og með öðrum bókum sinum, en tekst það sem máli skiptir innan sinna vissu takmarka. — Kartöflur Framhald af bls. 3 staðreynd að erfitt getur reynst að segja fyrir um veður fram í tfmann. Það er víðar en á íslandi sem skortur er á kartöflum. Svíar keyptu t.d. fyrir skömmu kartöfl- ur frá Bandaríkjunum. Tegund sú sem þpir fengu er það stórgerð að aðeins þrjár kartöflur þarf i kíló, en kílóið kostar um 250 krónur ísl. Kostar því hver kartafla 84 krónur. I Danmörku kostar nú hvert kíló af kartöflum 94 krónur ísl. en samkvæmt nýju verði á landbúnaðarvörum hér á landi kostar nú hvert kíló af kartöflum i fyrsta flokki 83,52 krónur. Þó mönnum sé tíðrætt um kartöfluskort á höfuðborgar- svæðinu skal það tekið fram að enn eru til íslenskar kartöflur frá síðasta sumri í Eyjafirði og fara þær til dreifingar á Akureyri og nágrenni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.