Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1976 LOFTLEIDIR H- 2 1190 2 11 88 FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260 Fólksbilar — stationbilar — sendibílar — hópferðabilar. DATSUN 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miðborg Car Rental j qa qo Sendum 1-94-92 FALLEGASTA BÚK ÁRSINS „Hagleiksverk Hiálmars í Bólu" komin aftur í fallegu og níðsterku bandi. Bezta vinargjöfin Tilvalin fermingargjöf. Bók dr. Kristjáns Eldjárns um Hjálmar Jónsson, gefin út í minningu aldarártíðar skáldsins. Hjálmari Jónssyni var margt til lista lagt. Hann var fræðimaður, smiður á málm og tré, listaskrif- ari, skurðhagur. í inngangsorðum minnir Kristján Eldjárn á samhengi íslenzkrar út- skurðarlistar frá fornu fari og sérkenni hennar. Þar á eftir fer æviágrip Hjálmars og kafli um almennar heimildir varðandi hagleik hans. En siðar, í yfirliti, bregður höfundur skýru Ijósi á samastað Hjálmars Jónssonar í íslenzkri myndlistarsögu: „Segja má að þjóðleg islenzk tréskurðarlist líði undir lok upp úr miðri 19. öld og er þá merki- legt skeið á enda runnið. Hjálmar í Bólu var einn hinn siðasti alþýðutréskeri sem var i órofnum tengslum við list sina sem fornan feðraarf og tókst að gera ágæta hluti í anda hinnar ævagömlu stílhefðar, ósnortinn með öllu af nýjum erlendum áhrifum '. Kristján Eldjárn hefir reist hinu gamla stórskáldi verðugt minnismerki um mynd- list hans, sem var býsna ríkur þáttur i æviferli hans og stendur fyrir sínu einhvers staðar i grennd við kvæðin. Klassiskar bókmenntir til tækifærisgjafa. HELGAFELL, UnutlUSÍ Útvarp ReykjavIK AtlÐNIKUDKGUR 24. mar/. MORGUNNINN__________________ 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. daghl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Evvindur Eiríksson bvrjar að lesa þýðingu sína á sögunni „Söfnurunum" eftir Marv Norton. Tilkvnningar kl. 9.30. Þingfrcttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Kross- fari á 20. öld kl. 10.25: Bene- dikt Arnkelsson cand. theol. flvtur fjórða þátt sinn um predikarann Billv Graham. Passíusálmalög kl. 10.40: Sigurveig Hjaltested og Guð- mundur Jónsson syngja við orgelleik dr. Páls Isólfs- sonar. Morguntónleikar 11.00: Kenneth Gilbert leikur Svítu í e-moll fvrir sembal eftir Kameau / Helmut Walcha leikur á orgel Fantasíu og fúgu í c- moll eftir Bach / Milan Turkovic og Eugen Ysaye strengjasveitin leika Fagott- konsert 1 G-dúr eftir Múthel; Bernhard Klee st jórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkvnningar. Tðnleikar. SIÐDEGIÐ 13.15 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál I um- sjá Arna Gunnarssonar. 13.30 Við vinnuna: Tónlcikar. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár“ eftir Guð- rúnu Lárusdóttur Olga Sigurðardóttir les (2). 15.00 Miðdegistónleikar: Frönsk tónlist Suisse Romande hljómsveit- in leikur „Gullastokkinn", ballettsvitu eftir Glaude Debussv; Ernest Ansermet stjórnar. Arthur Grumiaux og I.amou- reux hljómsveitin í París leika Fiðlukonsert nr. 3 í h- moll op. 61 eftir Gamille Saint-Saéns; Jean Fournet stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkvnningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Útvarpssaga barnanna: Spjall um Indlána Brvndís Víglundsdóttir heldur áfram frásögn sinni (9). 17.30 Framburðarkennsla í dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kvnningar. KVÖLDIÐ 19.35 Úr atvinnulífinu Rekstrarhagfræðingarnir Bergþór Konráðsson og Brvnjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka a. Samleikur á selló og píanó Pétur Þorvaldsson og Ölafur Vignir Albertsson leika ís- lenzk lög. b. Máttlausir vinir Einar Kristjánsson skóla- stjóri flytur frásöguþátt. c. Vísnaþáttur Sigurður Jónsson frá Hauka- gili flvtur. d. Þegar ég var 17 ára Snæbjörn Einarsson segir frá. e. úm islenzka þjóðhætti Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur Alþvðukórinn svngur. Söng- stjóri: Dr. Hallgrímur Helgason. 21.30 Útvarpssagan: „Síðasta freistingin" eftir Nikos Kazantzakis Kristinn Björnsson íslenzk- aði. Sigurður A. Magnússon les (7). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passíusálma (32) 22.25 „Styrjöld Guðmundar á Sandi" ritgerð eftir Kristin E. Andrésson Gunnar Stefánsson les mið- hlutann. 22.50 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kvnnir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. WKEMKm /MDVIKUDKGUR 24. mars 1976 18.00 Mjásiog Pjási Tékknesk teiknimynd. Þýðandi Oskar Ingimarsson 18.15 Robinson-f jölskyldan Breskur myndaflokkur byggður á sögu cftir Johann Wyss. 7. þáttur. Merki skipstjór- ans. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Ante Norskur myndaflokkur J sex þáttum um samadrenginn Ante. 2. þáttur. Hjörðin min. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og vis- indí úmsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.05 Bilaleigan Þýskur myndaflokkur. Byrjandinn Þvðandi Briet Héðinsdóttir. 21.30 DeValera Irsk heimildamynd um vis- inda- og stjórnmálamanninn Eamon de Valera (1882—1975) og þróun stjórnmála á Irlandi á fyrri hluta aldarinnar. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. 22.30 Dagskrárlok ' Irsk heimildamvnd um vís- inda- og stjórnmálamanninn EAMON DE VALERA er í sjónvarpinu kl. 21.30 f kvöld. Fjailar mvndin um ævi de Valera en hann fæddist í Bandaríkjunum en fluttist þriggja ára til lrlands. Snemma komst hann í snertingu við frsk stjórnmál sem hann helgaði síðan allt sitt líf. Hann varð síðan forsætisráðherra þegar lýðveldið var stofnað og sfðar forseti. De Valera andaðist í fyrra háaldraður. Inn í mvndina fléttast að sjálfsögðu barátta Ira fvrir sjálfstæði og samskiptin við Englendinga. Er myndin þannig um samskipti stórveldis og smáríkis og hvernig hags- munir stórveldisins eru alltaf sjálfsagðir á kostnað smáríkis- ins. Þýðandi og þulur er Gylfi Pálsson. De Valera, frelsishetja Ira og forseti Irska lýðveldisins um áratuga skeið. I GLEFS Öku œfingar Artnar þáttur BÍLA- LEIGUNNAR verður í sjónvarpi í kvöld kl. 21.05. Þættirnir eru allir sjálfstæðir og eru í frek- ar léttum dúr. í fyrsta þætti fléttaðist þó inn í svolítið sakamál. Þáttur- inn i kvöld er um unga stúlku sem kemur beint frá prófborðinu og leigir bíl frá bílaleigunni til að æfa sig. El' að líkum læt- ur kann þaö varla góðri lukku aö stýra fyrir fjöl- skylduna sem hefur bíla- leiguna. íslenzkir sjónvarps- áhorfendur hafa fengið ágætis sýnishorn af smekk ítalskra örlaga- bræðra sinna að undan- förnu. Fyrst kom langur og ítarlegur framhalds- myndaflokkur þar sem fjallað var um rótlaus ungmenni. Efnið sjálft kann að vera áhugavert, en þeir, sem ekki voru búnir að fá sig fullsadda af því þegar eftir fyrsta þáttinn, hljóta að vera gæddir einstæðum hæfi- leikum. Þegar þessari þraut lauk svo eftir langa mæðu, og maður hélt að Ítalía væri afgreidd í sjónvarpinu að sinni, tók Á sunnudag las Jón Óskar rithöfundur þýð- ingu sína á bréfi sem barst samtökum Amn- esty International. Nefndi hann það Ákall um réttlæti. Bréfið var opið bréf til forseta Uru- guay og skýrir frá því að sonur bréfritara var tekinn fastur af lögreglu landsins og pyntaður til dauöa. Bréfritari sem er kennari á efri árum, varpar í bréfi sínu fram ýmsum spurningum. Hann veit t.d. ekki hvers vegna sonur hans var tekinn fastur eða hverjar ákærur voru á hendur honum. Velti faöirinn fyrir sér þeirri ekki betra við. Nú á að uppfræða íslenzka sjón- varpsáhorfendur um ítalskan sjóbissness. Þarna er boðiö upp á alþjóólega slagara, sem búið er að staðfæra, og þeir síðan sungnir með einhverjum þeim ótrú- legustu óperutilþrifum, sem sézt hafa. Þeir sjónvarpsneytend- ur, sem enn hafa ekki látið ginnast, eru hér með eindregið varaðir við, en þeim, sem orðið hafa fyrir því að skoða þessi ósköp, er ráðlagt að láta fara vel um sig og reyna að gleyma sem fyrst. —Á. R. spurningu hvort ástæðan gæti verið sú að hann sjálfur var eitt sinn for- maður kennarasamtaka í landinu. í bréfinu eru engin stóryrói notuó, það er upptalning á staðreynd- um og rökum. Bréfið er ákall um réttlæti. Þetta bréf lýsti hörmu- legum staðreyndum um ofbeldi og pyntingar. Uruguay er þó ekki einsdæmi í slíkum málum — því miður. Er þess skemmst aö minnast að farið var á leit við rikisstjórnir íslands og Svíþjóóar fyrir skömmu að þær tækju upp mál- efni Kúrda á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. I írak fer fram þjóðar- morð á Kúrdum að sögn Kúrdanefndanna er báru fram þessa ósk við ríkis- stjórnirnar. Er mál þeirra einkum hryggilegt fyrir þær sakir að þeim hefur ekki tekizt aö fá neina þjóð til að taka upp málefni sín hjá S.Þ. Vilja þjóðir heims ekki styggja Araba vegna sterkrar stöðu þeirra á alþjóða- vettvangi í krafti olíunnar. Er vonandi aö ekki verði daufheyrzt við þessari stuðningsbeiðni. Þáttur Jóns Óskars var þörf ábending um brot á mannréttindum sem eiga sér stað víða um heim. ÁH. I GLUGG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.