Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 Greinargerð um framkvæmdir við Kröfluvirkjun: Gufuöflun i enn meiri óvissu en áður t JANÚARMÁNUÐI sl. var lekin saman á vegum jarðhitadeildar Orkustofnunar „greinargerð um framkvæmdir við Kröfiuvirkjun í ljósi jarðskjálfta, sprunguhreyfinga og eldgosahættu“. Greinargerð þessa tóku saman þeir Uuðmundur Pálmason, Kristján Sæmundsson, Karl Ragnars, Axel Björnsson og Ingvar Birgir Friðleifsson. Morgunblaðið hefur fengið þessa greinargerð í hendur og hirtist hún hér í heild í tilefni af þeim umræðum, sem nú fara fram um Kröfluvirkjun. Greinargerð þessi var sem fyrr segir birt í janúarmánuði og birtust þá fréttir um hana í fjölmiðlum. Samantekt hennar var því á engan hátt tengd þeim umræðum, sem nú fara fram um Kröfluvirkjun. INNGANGUR Jaröhitasvæðin viö Námafjall og Kröflu eru, eins og öll önnur háhitasvæði landsins, á hinu virka sprungu- og eldgosabelti, sem liggur um landið frá suð- vestri til norðausturs, og er hluti af hinum s.k. Mið- Atlantshafshrygg. Jarðhitinn og eldgosavirknin eru nátengd fyrir- bæri. Háhitasvæðin eru oftast tengd s.k. megineldstöðvum, þar sem gosvirkni er meiri en annars staðar í gosbeltinu. Svo er um Kröflu og Námafjall. Án gos- virkninnar væri nýtanlegur jarð- hiti á Islandi ekki eins algengur og mikill og raun ber vitni. Nýting stærstu jarðhitasvæða landsins felur óhjákvæmilega í sér að taka verður vissa áhættu, sem getur orsakast af eldgosum og jarðskjálftum. Þessa staðreynd verður að hafa í huga, og hún er mjög vel ljós þeim, sem að jarð- hitamálum vinna. Þessa áhættu verður að vega og meta hverju sinni, og það er m.a. vegna þessa, sem jarðvísindalegar rannsóknir eru svo snar þáttur í könnun á nýtingarmöguleikum þessarar orkulindar. SPRUNGUHREYFINGAR OG ELDGOS í LEIRHNJÚK austan við hið haggaða svæði, og mannvirkin í Bjarnarflagi um 200 m. Kísiliðjan er aftur á móti innan þess svæðis, sem hefur haggast, en þar suður frá eru hreyfingar minnstar eins og áður getur. Gosió, sem varð í Leirhnjúk og þar norðan við, kom upp í sömu gígunum og gaus úr í Mývatnseld- um og ná sprunguhreyfingar til þessa ekki austar en þær gerðu þá. Virðist þannig, að umbrotin á Kröflusvæðinu nú séu á sama sprungubeltinu og þá var virkt, þ.e. í miðbiki sprungusveimsins Hreyfingar á misgengjum, sem liggja eftir Hlíðardal hafa ekki orðið eftir að þar gaus síðast fyrir ca. 2000 árum, þar sem engin mis- gengi sjást í hrauninu, sem þá kom upp og stöðvarhúsið er byggt á. Engra breytinga hefur orðið vart á hverunum við Víti og austur þaðan né heldur á Víti sjálfu. Hins vegar hefur gamalt hverasvæði meðfram gossprungu innst í Leirbotnum, 600 m norðan við stöðvarhúsið, verið að lifna við á síðustu tveimur árum þann- ig aó gufu leggur þar upp á 150 m kafla. Gossprungan er meðal hinna elstu á svæðinu. Ekki verður greind þarna ný sprungu- myndun. FYRRIELDGOS Umbrotin í Þingeyjarsýslum hafa nú staðið látlaust í fimm vikur. Þau hófust fyrir alvöru með eldgosinu í Leirhnjúk þann 20. des. s.l., en þar á undan hafði skjálftavirknin á Kröflusvæðinu verið óeðlilega mikil frá því um mitt sumar. Nú er ljóst orðið, að þessi umbrot eru meiri háttar jarðfræðilegur viðburður, þ.e. sig og gliðnun í jarðskorpunni. Þessar hreyfingar eru einkum bundnar við sprungusveim, sem liggur frá SSV til NNA frá austanverðu Mývatni norður í Axarfjörð og gengur hann yfir bæði Námafjalls- og Kröflusvæðið (sjá meðfylgjandi kort). Skjálftavirknin og brotahreyf- ingarnar hafa allt frá þeim degi, er gaus i Leirhnjúk, verið mestar á norðurhluta sprungusveimsins i Kelduhverfi og Axarfirði, en jafn- framt haidist mikill órói á Kröflu- svæðinu. Sprunguhreyfingarnar eru verulegar. Þannig hefur orðið sig og gliðnun, sem nemur 1—2 metrum í Kelduhverfi, ió—1 m í Gjástykki og á Kröflusvæðinu, en aðeins fáeinum cm austur frá Reykjahlíð. Austurjaðar hinnar högguðu spildu er vestan í Þríhyrningum, Dalfjalli og Náma- fjalli (sjá meðf. kort). Mannvirki Kröfluvirkjunar eru um 700 m Einn liður i rannsóknum Orku- stofnunar á jarðhitasvæðunum við Námafjall og Kröflu var ná- kvæm jarðfræðikartlagning. Jarð- saga svæðisins er því allvel þekkt. Aðaleldgosasvæðin hafa á nú- tíma, þ.e. síðustu 10.000 árin, verið annars vegar á Kröfiusvæð- inu en hins vegar á Námafjalls- svæðinu og þar suður af. I nokkr- um hinna yngri gosa .a.m.k. hefur gosið á báðum svæðunum sam- tímis svo sem gerðist í Mývatns- eldum. Á Kröflusvæðinú hefur gosið um 15 sinnum í sprungu- sveimnum á nútíma, þar af 5 sinn- um síðan öskulagið Hs féll, en það er frá Heklu og tæplega 3000 ára gamalt. Hér er Leirhnjúksgosið í des. s.l. ekki talið með. Tíðni eld- gosa á svæðinu virðist þvi nokkru meiri eftir að H3 féll (1 gos á um 500 ára fresti) en fyrir þann tíma (1 gos á 700 ára fresti). A Námafjallssvæðinu hefur gosið um 10 sinnum á nútíma en þar skipa gosin sér í tvær hrinur. Sú fyrri stóð yfir snemma á nú- tíma, en sú seinni hófst fyrir um 2500 árum og hefur á því tímabili gosið 4 sinnum. Mývatnseldar stóðu frá 1724—1729 og með eftirhreytum til 1746. Mývatnseldar upphófust með jarðskjálftum og sprengigosi í maí 1724. Varð þá til gígurinn Viti. Rúmlega hálfu ári síðar, í janúar 1725, urðu jarðskjálftar og sprunguhreyfingar samfara þeim. Jókst þá mjög hveravirkni í Leir- hnjúk og í Bjarnarflagi, en óvíst er hvort þá varð eldgos. Mikil hraungos hófust i Leirhnjúks- sprungunni í ágúst 1727 og stóðu þar til í september 1729. Runnu þá Leirhnjúkshraun og tvö smá- hraun í Bjarnarflagi og þar skammt norður af. Arið 1746 er aftur getið um jarðskjálfta við Mývatn og að þá hafi eldar bært á sér við Leirhnjúk. Hraun, sem runnu í Mývatns- eldum, þekja alls um 35 ferkm. lands og má áætla rúmmál þeirra um 0,4—0,5 rúmkm. Þetta er annað stærsta hraun, sem komið hefur upp á Kröflusvæðinu á nú- tíma. Hitt stórgosið varð mjög snemma á nútíma úr gossprungu, sem liggur gegnum Kröflu og norðvestur eftir öskjubrotinu. Algeng stærð hrauna á Kröflu- svæðinu er á bilinu 10—15 ferkm og rúmmálið í kringum 0,1—0,2 rúmkm. Langstærsta hraunið, sem upp hefur komið í Mývatns- Axarfjarðarsprungusveimnum, er Þrengslaborgahraunið, sem rann fyrir um 2000 árum yfir Mývatn og niður allan Laxárdai. Athuganir á jarðvegi á hraunum á Kröflusvæðinu benda til að Leirhnjúkssprungan hafi gosið í Óeðlilega mikil skjálftavirkni á K bendir til að vænta megi frekari el kringum landnám og þá runnið hraun frá henni til vesturs, sem nú er aó mestu kaffært af Leir- hnjúkshrauninu, sem síðar rann. Gossprungan, sem þá gaus úr, er örlítið vestar en gígaröð Leir- hnúkshrauna. Á árunum 1867—1885 gekk yfir lota af jarðskjálftum og eldgosum í Þingeyjarsýslum, en hún virðist ekki hafa náð til sprungusveims- ins, sem liggur um Námafjalls- og Kröflusvæðið, þá gaus i Öskju og Sveinabjá, en þær eldstöðvar eru í sprungusveimi, sem liggur gegn- um Dyngjufjöll. Miklar hrær- ingar urðu þá einnig í sprungu- sveimi, sem liggur um Þeista- reykjasvæðið og út austanvert Tjörnes. Í upphafi þeirrar hrinu varð míkill jarðskjálfti á Ilúsavík og eldgos norður af Mánáreyjum. Heimildir um eldri viðburði eru ekki þekktar nema hvað annálar geta um jarðskjálfta í Þingeyjar- þingi árið 1618 um haustið og fram að jólum. Sögulegar heimildir gætu þannig bent til, að brotahreyfingar og eldgos verði i virka beltinu fyrir norðan á 100—150 ára fresti. HUGSANLEGT FRAM- HALD ELDSUMBROTA Fyrri reynsla, sbr. atburði áranna 1867—1885 og 1724—1746 bendir til, aó umbrotin í Þing- eyjarsýslum nú geti dregist nokkuð á langinn. Ekki er hægt að segja fyrir um, hvað þarna kann að gerast, en óeðlilega mikil skjálftavirkni á Kröflusvæðinu bendir óneitanlega til þess að vænta megi frekari eldsumbrota þar. Mest líkindi eru til, að sprungumyndun eigi eftir að auk- ast fram yfir það sem orðið er og verður að teljast veruleg hætta á, að hraungos verði því samfara. Fari svo, eru langmest líkindi til að hraun komi upp á ný í Leir- hnjúkssprungunni. Hraunið, sem upp kom 20. des., var mjög þunnfljótandi. Ef slíkt hraun kæmi upp aftur gæti það runnið yfir stórt svæði á stuttum tíma. Ef það rynni austur frá gos- sprungunni myndi það leita suð- vestur meðfram misgengisstöllum eins og landinu hallar og þyrfti að fylla upp að þeim, áður en það tæki að renna I Þríhyrningadal og Hlíðardal. Ráðrúm gæfist fyrir fólk að forða sér og varnargarðar gætu veitt, a.m.k. um tíma, vernd fyrir mannvirkin í Hlíðardal. Ekki er hægt að útiloka þann möguleika, að sprungumyndanir og gos verði auslar þannig að hætta skapist fyrir mannvirkin í Hlíðardal og þá strax í fyrstu lotu. Fyrri brotahreyfingar samfara eldgosum á Leirhnjúkssprung- unni benda þó fremur til að svo verði ekki. Sprengigos líkt og varð í upp- hafi Mývatnselda er ekki hægt að útiloka á meðan skjálftavirkni helst jafnmikil og undanfarið, enda tekiö tillit til slíks við bygg- ingu stöðvarhússins. Sérstök rannsókn hefur verió gerð á myndunarsögu Vítis, og segir hún talsvert um gang gossins. Gosið byrjaði á stuttri sprungu og varð þá til röð af smágígum, sem þeyttu upp bergmolum, vikri og gjalli. Fljótlega færðist gosvirkn- in yfir á einn gíg, Víti, á miðri sprungunni og varð af mikið þeytigos, þegar við bættist gufu- gos úr jarðhitakerfinu. Minni háttar sprengigos geta einnig orðið eingöngu af völdum yfir- hitaðrar gufu úr jarðhitasvæðinu. Grunn gígskál sunnan við Víti hefur myndast í slíku gosi i kring- um landnám. Gosið í Víti stóð varla lengur en hálfan til einn sólarhring. Áhrif þess á jarðhita- svæðið munu hafa orðið þaú, eftir reynslunni í sambandi við gosið 20. desember, að veruleg þrýst- ingslækkun hefur orðið i jarðhita- kerfinu, a.m.k. efri hluta þess. Nýs sprengigoss væri helst að vænta í nágrenni við Viti norð- austur af borsvæðinu. I óhagstæð- ustu vindátt væri mannvirkjum veruleg hætta búin, ef Vítisgosið endurtæki sig, en ráðrúm gæfist líklega fyrir fólk að forða sér áður en meginþeytigosið byrjaði. Fram til þessa hafa sprungu- hreyfingar verið óverulegar á sprungubeltinu austur frá Reykjahlíð. Þó hefur fundist færsla á 6 sprungum milli Reykja- hliðar og Bjarnarflags, sem nem- ur frá lA til 4 cm á hverri. Þar sem fyrri tíma eldgos á Námafjalls- og Kröflusvæðinu hafa nokkrum sinnum a.m.k. fylgst að, er hætta á, að gos geti brotist út á Náma- fjallssvæðinu og þá líklegast á sömu slóðum og gaus i Mývatns- eldum. Þaö myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Kfsiliðjuna og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.