Morgunblaðið - 09.04.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976
íslendingar betur á vegi
staddir en ýmsar
nágrannaþjóöir okkar. En
hvað er það þá, sem veldur
vaxandi ofbeldishneigð i
okkar þjóðfélagi? Eru það
áhrif kvikmynda og sjón-
varpsmynda sem sýna of-
beldisverk, sem valda því?
Eiga fjölmiðlar hér ein-
hverja sök á? Er lífs-
leiðinn, sem stundum er
fylgifiskur mikillar vel-
megunar og þæginda að
grípa um sig hér með svo
óhugnanlegum afleiðing-
um? Spurningar af þessu
tagi hljóta að leita á, en
ljóst er, að við getum ekki
lokað augunum fyrir þeirri
staðreynd, að ofbeldis-
verknaðir af því tagi, sem
við einu sinni héldum, að
okkar þjóðfélag mundi
verða laust við, hafa færzt í
vöxt. Við þurfum að gera
okkur grein fyrir því hvers
vegna, og hvað við getum
gert til þess að draga úr
þeim. Til þess þurfa vafa-
laust að fara fram margvis-
legar félagslegar rann-
sóknir. Við eigum nú á að
skipa talsverðum hópi ungs
fólks, sem lagt hefur fyrir
sig nám af því tagi og þess
vegna ætti ekki að skorta
sérhæfða starfskrafta til
þess. En ljóst, er að of-
beldishneigð hefur vaxið
svo mjög hér á landi, að
stjórnvöld geta ekki lengur
lokað augunum fyrir því,
að eitthvert það mein er að
festa rætur sem við verð-
um með öllum tiltækum
ráðum að reyna að upp-
ræta.
PARIS — Sovétríkin eru nú
orðin öflugasta herveldi heims.
Þessi staðreynd kom giöggt
fram á flokksþingi sovézka
kommúnistaflokksins, sem
haldið var fyrir skömmu og var
álitið mikill persónulegur sigur
fyrir Leonid Brezhnef flokks-
leiðtoga. Niðurstöður þingsins
komu heim og saman við þá
skoðun, sem nú rikir i Washing-
ton um að bandaríska leyni-
þjónustan hafi dregið rangar
ályktanir af herstyrk Rússa og
virt að vettugi viðvaranir Kín-
verja.
k'réttastofan Nýja Kína sagði,
að Sovétríkin „verðu nú meira
fé til hermála en nokkurt
annað ríki, og væru komin fram
úr Bandaríkjunum á þessu
sviði“. Ennfremur var sagt:
„Um 60% af iðnaðarfram-
leiðslu i Sovétríkjunum eru
beint eða óbeint í þágu her-
mála." Bandaríkjastjórn gerir
sér grein fyrir því, að Rússar
hafa á að skipa rúmlega heim-
ingi fleiri hermönnum en þeir,
að þeir eiga rúmlega ferfalt
fleiri skriðdreka og allt að því
þrefalt það magn af kjarnorku-
vopnum, sem þeir ráða yfir
sjálfir. Þá er herskipafloti
Rússa stærri en Bandaríkja-
manna, og Rússar knýja mjög á
með framleiðslu á Laser-
geislavopnum.
Enda þótt þessu mikla tak-
marki sé náð í valdatið Brezh-
nefs, ber honum ekki allur
heiðurinn. Þegar á valdatíma
Stalíns var farið að keppa mjög
að aukinni þungaiðnaðarfram-
ieiðslu og vopnaiðnaði og því
Rússneski biörninn
stendur á brauðfótum
hefur verið haldið áfram allt
siðan þrátt fyrir ýmsar breyt-
ingar og sviptingar, sem átt
hafa sér stað.
„Við höfum náð Bandarikja-
mönnum, en samt erum við fá-
tækari en þið eruð," sagði
Nikita Krútsjef eitt sinn, er ég
ræddi við hann. „Við höfum
þáð hins vegar fram yfir ykkur,
að við kunnum betur að hag-
nýta okkur þau tækifæri, sem
bjóðast."
Þegar þessi orð voru sögð,
stóðu Rússar Bandaríkjamönn-
um langt að baki i framleiðslu
mikilvægra greina, svo sem
bensíns og stáls, en nú hafa
þeir farið fram úr okkur á báð-
um sviðum.
Gagnvart okkur standa
Rússar einkum höllum fæti á
sviði tækni og matvælafram-
leiðslu. En Vesturlönd og þá
ekki sízt Bandaríkin gera sitt
ítrasta til að aðstoða þá og hafa
flutt til Sovétríkjanna nýtízku
tæki og tæknibúnað, svo og
gríðarlegar birgðir af korni.
Þessi vetur hefur verið óvenju-
lega snjóþungur í Rússlandi, og
því ekki ólíklegt, að korn-
skortur verði þar næsta haust.
Það er þó ekki enn vitað, né
heldur það, hvort Bandaríkja-
menn muni hafa eins mikið
korn aflögu og s.l. ár.
En hitt fer ekki milli mála, að
herveldi Rússa teygir nú anga
sína um allan heim og lætur
ekkert aftra sér, hvorki keppi-
nauta, lönd eða höf. Til marks
um þetta má nefna ávinninga
þeirra i Sómaliu, Indlandi og
Norður-Víetnam, og ekki urðu
síðustu atburðir í Angóla, þar
sem þeir fóru með sigur af
hólmi, til að hrekja þessa kenn-
ingu. Veikir hlekkir eru
einkum þar, sem herstyrkur
getur lítt að gagni komið, svo
sem í efnahagsmálum og hug-
myndafræði.
Brezhnef er fulltrúi hins
mikla tvískinnungs, sem gætir í
stefnu Sovétríkjanna, en þau
eru í sömu andrá málsvarar
„frelsisstríða" annars vegar og
„friðsamlegrar sambúðar" hins
vegar. Þetta merkir í raun og
veru það, að hann situr á friðar-
stóli í Evrópu, en fer gandreið
um Asiu og Afríku. Vesturlönd
láta þetta viðgangast af ýmsum
l í k'I-v-í <
ííeUrJ}orkShne$
eftir
C.L.
Sulzberger
ííeUrJJork Siineö
C?r'<s
________■
ástæðum m.a. vegna þess að
þau einblína á efnahagslegar
framfarir, þjóðfélagslegt sam-
ræmi og siðast en ekki sizt vona
þau, að alger friður komi í kjöl-
far „þiðunnar" svokölluðu.
Smátt og smátt hefur Brezh-
nef leitazt við að útvikka hug-
myndafræði Marx, og þannig
hefur honum auðnazt að fá
margar þjóðir og stjórnmála-
flokka til að hallast að skoð-
unum sínum, enda þótt þeir
kenni sig ekki við kommún-
isma, en Kínverjar og fylgifisk-
ar þeirra hafa snúizt öndverðir
gegn slikri stefnu. Með þessu
móti hafa Rússar stórlega eflt
viðskipti sín við Vesturlönd og
tekizt að auka innflutning á
varningi, sem þá skortir mjög
og vilja greiða vel fyrir.
En því fer þó fjarri að
sovézkt efnahagsiíf standi
traustum fótum. Allar þær
áætlanir, sem settar voru fyrir
fimm árum, hafa reynzt óraun-
hæfar, og sú eina, sem fékk
staðizt, var áætlun um utan-
ríkisviðskipti, er sett var til að
brúa bilið. Það er engum vafa
undirorpið, að lífskjör vænk-
uðust miklu minna, en vonir
höfðu staðið til. Hernaðarsigrar
erlendis t.d. í Angóla geta vart
bælt niður þau beizku von-
brigði, sem þetta hefur valdið.
Og svo er það annað vanda-
mál, sem í sívaxandi mæli gerir
stjórnmálaleiðtogum í Sovét-
ríkjunum lífið leitt, enda þótt
þeir ættu að hafa við ærin
önnur að fást. Þetta vandamál
er hugmyndafræðilegs eðlis.
Túlkunin á „guðspjallinu" í
Moskvu hefur verið eindregið
visað á bug í Peking, Belgrað og
Tirana, og að víssu leyti einnig
i Búkarest. En kommúnistar í
Vestur-Evrópu eru nú skyndi-
lega farnir að boða eins konar
mótmælahreyfingu marxista,
og þar eru i fararbroddi hinir
stóru og voldugu kommúnista-
flokkar Italíu og Frakklands og
kommúnistaflokkurinn á
Spáni, sem væntanlega verður
mjög áhrifamikill. Leiðtogar
þessara flokka eru gamalreynd-
ir stjórnmálamenn, sem hafa
lýst yfir því. að þeir beri meira
skynbragð á það en nokkur
Rússi, hvernig beri að laga
sósíalisma eða kommúnisma að
þeim aðstæðum, sem riki í
heimalöndum þeirra. Hjáöllum
þeirra gætir „heimspekilegra
villukenninga" í æ ríkara mæli.
Það er of snemmt um að
dæma, hvort hér er á ferðinni
fyrirboði grundvallarbreytinga
á kennisetningunni utan Rúss-
lands, eða um er að ræða
kænskulegt herbragð, sem
verður kastað á glæ jafnskjótt
og það hefur borið tilætlaðan
árangur og við taki þá heildar-
samræming kommúnismans
um allan heim. En hvað sem
öðru líður virðíst svo sem póli-
tísk staða Sovétríkjanna sé
veikari nú en fyrr.
Þegar við þessa staðreynd
bætist það, að Rússar standa
mjög höllum fæti í landbúnaði
og tækni, þá virðist ekki blása
byrlega fyrir þeim, og þó að
rússneski björninn sé tröllauk-
inn, stendur hann eigi að síður
á brauðfótum.
fttofgtmliljtfrtó
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið
Fyrir nokkrum dögum
var ungur tveggja
barna faðir myrtur á
Akureyri, þar sem hann
var á göngu. Piltur sá, sem
játað hefur á sig þetta
morð, hefur gefið þá skýr-
ingu, að hann hafi viljaö
verða manni að bana,
m.ö.o. þessi vegfarandi er
myrtur af hreinni tilviljun.
Hver sem er, hefði getað
orðið fórnarlamb þessa
ógæfusama manns. Morð
eru að verða óhugnanlega
tíð hér á íslandi. Fyrir aö-
eins einum áratug -voru
þau svo fátíð, að til undan-
tekninga heyrði, en nú
virðast morð vera orðin svo
algeng, að menn hljóta að
spyrja sjálfa sig: Hvaó er
að gerast í þessu litla sam-
félagi okkar Islendinga?
Þegar morð voru framin
hér fyrr á árum fylltust
menn miklum óhugnaði, en
líti nú hver í eigin barm og
spyrji sjálfan sig, hvort
það kynni ekki að vera
nokkuð til í þvi, að fréttir
um morð hafi minni áhrif í
Jag á hvern einstakling en
fyrir tíu árum. Og kannski
segir það ekki síður alvar-
lega sögu um þaó, á hvaða
leið þjóðfélag okkar er,
heldur en morðin sjálf, ef
almenningur verður orð-
inn svo „vanur“ slíkum tíð-
indum, að ekki vekur sömu
eftirtekt og áður.
Á sama tíma og fregnir
berast af morði, sem fram-
ið er, vegna þess að við-
komandi langaði til þess að
verða manni að bana,
standa yfir miklar yfir-
heyrslur vegna vitnisburö-
ar um, að alþekkt manns-
hvarf hafi borið aö hönd-
um þar sem nokkrir ein-
staklingar hafi þurft að
losa sig við manninn sem
hvarf, af ótta við, að hann
kæmi upp um ólöglegt at-
hæfi þeirra. Nú er hér ein-
ungis um vitnisburð að
ræða, en hvorki liggja fyrir
játningar eða sannanir, og
fyrr verða menn ekki
dæmdir sekir. En það segir
líka sína sögu um það hvar
okkar litla samfélag er á
vegi statt, að yfirleitt skuli
vera hugsanlegt, að morð
hafi verið framið vegna
þess, að einhverjir ein-
staklingar hafi óttast upp-
ljóstranir annars eða ann-
arra. Við höfum lesið um
slík morð í útlöndum, en
þau hafa ekki verið þáttur í
okkar þjóðfélagi.
En því er ekki einungis
til að dreifa að morð hafi
færzt í vöxt, heldur sýnist
ofbeldishneigð hafa aukizt.
Of margar fregnir berast
af því, að fólki hafi verið
misþyrmt með barsmíðum
eða öðrum hætti meðal
annars í því skyni að ræna
það fjármunum. Ofbeldis-
verknaðir af þessu tagi,
sem virðast færast stöðugt
í vöxt, hljóta að verða til
þess að við stöldrum við og
spyrjum sjálf okkur: Á
hvaða leið erum við?
Við höfum byggt hér á
íslandi lítið samfélag rúm-
lega 200 þúsund ein-
staklinga. Þjóðin er vel
menntuð og vel upplýst,
hún býr við frelsi, lýðræði
og einhverja mestu vel-
megun sem til er í
heiminum. Fátækt, sem oft
er undirrót ofbeldisverkn-
aða finnst ekki á íslandi í
þeim mæli, sem hún
þekkist í nálægum löndum,
bæði vestan hafs og austan,
og að því leyti til erum við
Á hvaða leið
erum við