Morgunblaðið - 09.04.1976, Page 23

Morgunblaðið - 09.04.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 23 smáauglýsingar smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Óska eftir að taka 8 til 20 tonna bát á leigu á handfæri eða sem skipstjóri með bátinn á Suðurnesjum. Tilboð sendist Mbl. merkt: Reglusamur — 4984 fyrir mánudag. Wagoneer Óska eftir að kaupa Wagon- eer '71 model eða yngri 8 cylendra, sjálfskiptan. Uppl. í síma 37750, 41 550. Ný kjólasending Glæsilegt úrval. Gott verð. Dragtin, Klapparstíg 37 Vil kaupa eldra einbýlishús á Reykja- víkursvæðinu 1 50 til 250 fm. Tilboð með uppl. sendist Mbl. sem fyrst merkt: Ein- býlishús — 4985. Silki — Spælflauel Allir litir af ódýra silkispæl- flauelinu komnir. Hannyrðabúðin, Linnetstíg 6, Hafnarfirði, sími 51314. Barnafataverzl. EMMA Skólavörðustíg 5. Sími 12584. Sængurgjafir — mikið úrval. Skírnarkjólar. Pollabuxur — Regngallar. Vatteraðar kuldabuxur 4 — 5 — 6. Bátur til sölu Þarfnast viðgerðar. Einnig til sölu bátavél í mjög góðu lagi. Gott verð, ef samið er strax. Upplýsingar í síma 94-7 171. Glæsilegur trillubátur til sölu. Stærð 5 lestir. Tæp- lega ársgamall. Allur útbún- aður fylgir. Hagstæð lán áhvílandi. Verð 5 — 5,5 millj. Upplýsingar í s. 85988 og 85009. I.O.O.F. 12 = 157498V2 E 9 Spilakv. I.O.O.F. 1 E 1 57498V2 St. Frón nr. 227 Fundur í Templarahöllinni í dag föstudaginn 9. þ.m. kl. 20.30. Stúlkan Morgun- stjarnan og framkvæmdar- nefnd umdæmisstúkunnar koma á fundinn. Kaffi eftir fund. ÆT. Samkoma i Færeyska sjómanna- heimilinu sunnudaginn kl. 5. Allir velkomnir. Systrafélag Filadelfíu heldur kökubazar að Hátúni 2, laugardaginn 10. april kl. 3. Farfugladeild Reykjavíkur A Skemmtikvöld verður föstu- daginn 9. apríl kl. 8.30 að Laufásveg 41. Félagsvist o.fl. Frá Guðspekifélaginu Endimörk vaxtarins nefnist erindi sem Birgir Bjarnason flytur i Guðspekifélags- húsinu Ingólfsstræti 22 i kvöld, föstudag 9. apríl kl. 9. Öllum heimill aðgangur. 'í UTIVISTARFERÐIR Páskar á Snæfellsnesi, gist á Lýsuhóli, sundlaug, kvöldvökur. Gönguferðir við allra hæfi um fjöll og strönd, m.a. á Helgrindur og Snæ- fellsjökul, Búðahraun, Arnar- stapa, Dritvík, Svörtuloft og víðar. Fararstjórar Jón I. Bjarnason og Gísli Sigurðs- son. Farseðlar á skrifst. Lækj- arg. 6 sími 1 4606. Útivist. Kristniboðsvikan Samkoma í kvöld kl. 20.30 að Amtmannsstíg 2 B. Nokkur orð: Ingólfur Georgs- son. Litmyndir frá Eþíópíu: Margrét Hróbjartsdóttir. Ræðurmaður: Lilja Kristjáns- dóttir. Tvísöngur. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið | raðauglýsingar — raðauglýsingar raðauglýsingar til sölu J Kjarri vaxið sumarbústaðaland c.a. 1/2 hektari, á fallegum og friðsælum stað í námunda við Álftavatn, til sölu. Tilboð sendist afgr.Mbl. fyrir mánudag merkt: Eignarland-3557. Til sölu nylon þorskanef á hagstæðu verði, garn nr. 12, möskvastærð 7 tommur 7V* tomma og 7’/2 tomma. Uppl. á kvöldin í síma 96-621 og 82. tiikynningar Kökubasar ' Kvennadeild Breiðfirðingafélagsins held- ur kökubasar í Lindarbæ, laugardaginn 1 0. apríl kl. 3. húsnæöi óskast Iðnaðarhúsnæði óskast Traust fyrirtæki vill taka á leigu 800 — 1000 fermetra húsnæði í Reykjavík eða nágrenni fyrir léttan og þrifalegan iðnað og vörulager. Þarf að vera á jarðhæð eða með góðri lyftuaðstöðu. Tilboð óskast send Morgunblaðinu fyrir 20. apríl merkt: H-3849. tilboö — útboö tjf ÚTBOÐ Tilboð óskast í sorpmóttöku og vélavinnu við sorphauga borgarinnar í Gufunesi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 4. maí 1976 kl. 1 1.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sirni 25800 Hvatarkonur Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, heldur kökubasar sunnudaginn 1 1 . apríl kl. 2 e.h. að Hallveigarstöðum. Félagskonur, sem vilja gefa kökur, eru vinsamlegast beðnar að koma með þær á Hallveigar- staði milli kl. 10 og 12 f.h. á Pálma- sunnudag. Stjórnin. ísafjörður — Bolungarvík Sjálfstæðisfélögin á ísafirði og í Bol- ungarvik efna til almennra stjórn- málafunda sem hér segir: Mánudaginn 12. apríl n.k. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði. Þriðjudaginn 13. apríl n.k. kl. 20.30 i félagsheimilinu í Bolungar- " vík. Frummælandi: MATTHÍAS BJARNASON, sjávarútvegsráð- herra. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin. Stofnfundur launþegaráðs Suðurlandskjördæmis Verður haldinn í Hellubíó, sunnudaginn 11. apríl n.k. kl. 14:00. Dagskrá: Stofnun launþegaráðs Suðurlandskjördæmi. Formaður og framkvæmdastjóri Verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins mæta á fundinn. Undirbúningsnefndin. Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið VORBOÐI heldur Páskabasar i Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 10. april kl. 2. Kökumóttaka frá kl. 11 —1. Nefndin. Vestmanna- eyjar Reykjavík, Suðurlands- og Reykjaneskjördæmi Ráðstefna um landhelgis- og sjávarútvegsmál haldin að Hótel Vestmannaeyjum hefst kl. 13.00 laugardag- inn 1 0. april og lýkur kl. 1 5.00 sunnudaginn 1 1. april. Sjávarútvegsráðherra, Matthías Bjarnason, flytur erindi um stöðu sjávarútvegsins í hádeginu á sunnudag. Frummælendur á ráðstefnunni verða: Sigurpáll Einarsson, skipstjóri, Grindavík. Þórður Ásgerisson, skrifstofustjóri, Sjávarútvegsráðuneyti Jón Atli Kristjánsson. fulltrúi i hagdeild Landsbanka ísl. Gylfi Þór Magnússon, framkv.stj. Sölustofnun Lagmetis, Sigurgeir Ólafsson, skip- stjóri, Vestmannaeyjum, Guðmundur Karlsson, framkvæmda- stjóri, Vestmannaeyjum. Ráðstefnustjóri: Magnús Jónsson, form. Eyverja. Þátttakendur geta valið um ferð til Vestmannaeyja siðdegis á föstudag eða laugardagsmorgun. Flugferðir, gisting og máltið seldar á einstaklega hagkvæmu verði. Skoðunarferð um Heimaey o.fl. innifalið. Þátttaka tilkynnist i sima 82900 eða til formanna i félögum ungra Sjálfstæðismanna á viðkomandi svæði. Ungt Sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta á ráðstefnuna og kynnast stöðu sjávarútvegsins. Um leið gefst gott og ódýrt tækifæri til að kynnast Vestmannaeyjum. Kjördæmasamtök ungra Sjálfstæðismanna i Reykjaneskjör- dæmi. EYVERJAR, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. — Fréttabréf Framhald af bls. 14 bús Flóamanna, en hann var haldinn hér í Félagslundi, 24. marz s.l. Forstjóri M.B.F., Grét- ar Símonarson, mætti á fundin- um og gaf yfirlit um rekstur Flóabúsins s.l. ár, aö svo miklu leyti sem séð er hvernig hann liggur fyrir, en Grétar kvað reikninga ekki nærri tilbúna svo að mörg atriði varðandi rekstur búsins á s.l. ári væru ekki ljós enn. Af máli hans mátti þó ráða, að þunglega horf- ir um að hægt verði að greiða félagsmönnum grundvallar- verð ársins, en það var kr. 47.98. Til þess liggja að sjálf- sögðu margar orsakir, og verð- ur ekki frekari getum að þvi leitt að sinni. Fram kom að tap félagsmanna i heild vegna verkfallsins varð 14,3 millj. kr. reiknað á grundvallarverði árs- ins 1975. Þetta er aðeins hið beina fjárhagslega tap félags- manna. Óbeint tap, sem þeir urðu fyrir af sömu ástæðum, verður aldrei reiknað. 1 umræð- um á fundinum kom fram, að fundarmenn teldu til bóta að Alþingi samþykkti frumvarp Jóns Ármanns Héðinssonar er hann hefir flutt og leggur bann við stöðvun á móttöku mjólkur i vinnustöðvunum. Fremur þótti mönnum þó að stjórnar- sinnar á Alþingi tækju frum- varpinu með ótta og áhugaleysi, sem ekki gæfi miklar vonir til þess að það næði samþykki. Úr Gaulverjabæjarhreppi bárust mjólkurbúinu 1.637.425 ltr. frá 32 innleggjendum á s.l. ári. Hafði minnkað um 10%. Mesta mjólkurmagnið var frá Félagsbúinu á Fljótshólum (Þormóður og Jón Sturlusynir) 110 þús. ltr. Næst kom Félags- búið í Efri-Gegnishólum (Óskar og Karl Þorgrímssynir) 104 þús. ltr. A árinu 1975 lögðu alls 45 innleggjendur 100 þús. ltr. og þar yfir í mjólkurbúið, árið áður voru þeir 46. Jósep Bene- diktsson bóndi á Ármóti í Vest- ur-Landeyjum, var með mesta mjólkurmagn, rúml. 278 þús. ltr. Fulltrúar Gaulverjabæjar- hrepps-deildar voru endur- kjörnir í fulltrúaráð mjólkur- búsins, en þeir eru: Stefán Jas- onarson og Karl Þorgrímsson. Nú eru allar deilur um rekstur M.B.F. löngu þagnaðar enda hefur starfsemi þess öll gjör- breytst undir stjórn Grétars Símonarsonar, ekki sizt siðustu fimmtán árin. Mjólkurbúið er nú ekki lengur doría eins eða neins, heldur sjálfstætt og sterkt fyrirtæki sem stendur í fylkingarbrjósti i þjónustu sinni, jafnt við framleiðendur sem neytendur. Gunnar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.