Morgunblaðið - 09.04.1976, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976
Minning:
Frœndurnir Kristján
Geir Þorsteinsson
og Geir Jóhannsson
Dánir 2. apríl 1976
t dau<)ans fa<>m nú fallið <*r
<*K föll «k kall þar s«*fur
það barn, ó (>uð, sem gafstu mér
«K «lall um stund mig hefur.
0 Faóir Ifl f Ifkn til mfn
«K lál þú blessuó oróin þín
mér létta svirtann sára,
er sárra fær mér tára.
II.II.
í dag verða litlu frændurnir
Kristján Geir og Geir frá Þórs-
hamri á Seltjarnarnesi lagðir til
hinztu hvilu.
Hvernig má slíkt vera þegar
birta fer af degi og angar vorsins
eru aó koma, aö tvö Iítil ljós eru
slökkt svo snöggt sem þessi tvö,
og allt verður svo myrkt; hvers
vegna?
Og þó, sá sem sköp okkur, sá
sem tendraði þessi litlu ljós, hann
tekur þau til sín aftur þegar hann
vill.
1 faðmi ástríkra foreldra og
ömmu fengu þeir að vera i nokk-
ur ár en eru nú farnir. Þeir halda
áfram leik á strönd ödauðleikans,
þar sem alltaf er vor, og þar
hittumst við öll á ný.
Fögur er eflaust sú minning,
sem ástvinirnir eiga um litlu
drengina sína, og hún verður sá
styrkur sem á þarf að halda nú.
Og ég bið elskulega foreldra og
aðra ástvini, á meðan horft er i
gegnum tárin, að þakka fyrir
fagrar stundir á stuttu æviskeiði
þeirra, og vita að nú liður þeim
vel.
Guð styrki þau öll.
A.S.
Mig setti hljóðan þegar ég frétti
lát litlu frændanna minna
tveggja. Ég var ekki staddur i
bænum er slysið bar að höndum,
en eins mikla hryggð hef ég ekki
þurft að þola á lífsleiðinni, þvi
svo náin tengsl og vinátta voru
milli okkar. Kristján var sú per-
sóna sem enginn fær mig til að
gleyma. Er ég kom þreyttur heim
að loknum vinnudegi birtist
hann. Þvi nús ömmu hrns var
alltaf opió fyrir honum sem allt-
af og allt vildi fyrir hann gera.
Hann var óþreytandi að segja
frá því sem á daginn hafði
drifið. Það voru ekki ófá
sporin sem þessi litli frændi
minn átti fyrir mig. Það vai
alveg sama hvað það var, það
var alveg sjálfsagt. Hvað ert
þu aó gera var kannski spurt.
Siggi bað mig um þetta, og þá
varð að gera það, en það er tak-
markað sem hægt er að segja í
orðum, þegar allt sem manni er
kærast er tekið frá mannni.
Geir frændi minn var hægur og
yfirvegaður. Hann fór ekki að
neinu offorsi að hlutunum, held-
ur var eins og allt væri fullkom-
lega yfirvegað. En hann stóð fast
á sínu ef hann vissi að hann hafði
rétt fyrir sér. Honum hélst vel á
hlutun, hann var félagslyndur,
fullur af lifskrafti og átti mörg
áhugamál. Ég mun minnast hans
og aldrei gleyma honum.
En þótt líkaminn deyi þá mun
sálin lifa, og ég veit að þessir litlu
frændur mínir sem svo skyndi-
lega voru kallaðir úr okkar lífi
muni áfram vera hér meðal okk-
ar.
Eg kveð ykkur nú, sú kveðja
er blandin trega,
svo hjálpi mér, guð,
hún geymist eilifðlega,
leiði ykkur Kristur til
lífs í æðra heimi
veri vernd og styrkur,
hann ykkur geymi.
Ykkar vinur og frændi
Siggi.
+
ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON
frá Brekku
Biskupstungum
andaðist að Elliheimilmu Grund, mánudaginn 5 apríl Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 3 april kl 1 5
Aðstandendur.
+
Móðir okkar,
SOFFÍA ELÍASDÓTTIR,
Auðbrekku 29,
verður jarðsunqm frá Fossvogskirkju, laugardaginn 10 apríl kl 10 30
Haukur Vigfússon
Sigurður Vigfússon.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginkonu minnar og móður,
JÖKULRÓSAR MAGNÚSDÓTTUR
Stóragerði 7
Karl Þórðarson
Hafdís Karlsdóttir.
+
Við þökkum af alhug þá miklu vináttu og samúð, sem okkur var sýnd
við andlát og útför móður okkar og tengdamóður
GUÐRUNAR ÁSTU PÁLSDÓTTUR
Gísllna Ragnheiður Kjartansdóttir,
Bergsteinn Árnason,
Pétur Kjartansson,
Erna Sigurðardóttir,
Agnes Kjartansdóttir,
Ingvi Guðmundsson.
GEIR:
Fæddur 22. nóvember 1967.
Geir Jóhannsson var fæddur 22.
nóv. 1967. Foreldrar hans eru
Erna Þorkelsdóttir og Jóhann
Geirsson. Geir bar nafn afa síns
en hann lést í desember 1966.
Geir var mikið eftirlæti foreldra
sinna og var þeim allt. Áhugamál
Geirs sem annarra barna þarna á
hans aldri munu hafa verið tengd
útivist við leik í hópi góðra félaga
svo sem börnum er títt. Geir var
rólegur að eðlisfari, gætinn og
fastmótaður, tilsvör hans báru
vott um góða greind, hlýjan og
einlægnin voru þau einkenni sem
maður tók fyrst eftir. Ég varð
þess oft var hversu eftirtektar-
samur hann var og þau rök sem
hann hélt fram voru vel yfirveg-
uð. Það var eftirtektarvert hve
honum hélst vel á leikfélögum.
Hann var alls staðar aufúsugestur
meðal sinna jafnaldra, því verða
þeir margir sem sakna hans og
finnst hann hafa of fljótt horfið
þeim sjónum. Er hann nú aðeins 8
ára gamall þarf að sæta þeim ör-
lagadómi að vera allur og heyra
sögunni til. En minningin um
drenginn unga mun lifa heið og
björt, það er þeim sem sárast eiga
um að binda huggun í þungum
harmi.
Kristján Geir Þorsteinsson var
fæddur 20/8 1968. Foreldrar hans
eru Jóna Kristjánsd. og Þorsteinn
Geirsson. Hann bar nöfn afa
KRISTJÁN GEIR:
Fæddur 20. ágúst 1968.
sinna, hann var bráðefnilegt barn
og mikið eftirlæti foreldra sinna,
og þeirra sem hann komst í snert-
ingu við. Það kom fljótt i ljós er
hann stækkaði hve athafnasamur
hann var, hinn mikli dugnaður og
athafnaþrá sem hann var gæddur
vakti athygli þeirra er til sáu.
Snemma tók hann daginn, það var
útivistin sem heillaði hann til
starfs og leikja. Hann hafði fal-
legt yfirbragð, var hreinskiptinn,
sagði öðrum hug sinn og dró
ekkert undan. Hann átti gott með
að tjá sig, átti létta lund og greið-
an aðgang að hugum annarra. Ég
full.yrði að af Kristjáni Geir hefði
mátt mikils vænta ef honum hefði
orðið lengri lifdaga auðið. Hans
verður minnst i þakklátum hjört-
um þeirra er hann þekktu, það
megi verða þeim harmabót sem
hér eiga um sárast að binda og
mest hafa misst.
Það var að morgni hins 3ja apríl
að siminn hringir og mér er sagt
að það hafi orðið slys kvöldið
áður. Tveir ungir drengir höfðu
farið hraustir og kátir að heiman,
þeir höfðu farið niður að tjörn. A
henni lá ótraustur ís. Drengirnir
ganga út á ísinn sem brestur,
drengirnir deta i vatnið og
drukkna. Enginn sá slysið, leit er
hafin, fólk drífur að úr öllum
áttum, allt er gert sem hægt er til
að finna þá, að lokum beinist
athyglin að ónýtum ís tjarnar-
innar. 1 lengstu lög var vonað að
allt færi vel en svo sást vökin og
þeir fundust látnir á botni vatns-
ins. Þarna höfðu gerst hörmulegir
atburðir sem skilja eftir sig djúp
sár sem seint gróa. Hér höfðu
kvatt lífið tveir ungir drengir sem
miklar vonir voru bundnar við,
eftirlætisbörn. í annan stað
einkasonur en hins vegar annar
tveggja bræðra. Feðurnir eru
bræður. Hér er hart vegið að. Þvi
var þessi beður búinn þeim svo
ungum? Því þurfti þetta að ger-
ast. Þvi verður ósvarað af mér,
það er svo margt sem maður ekki
skilur og svo skammt sem við
sjáum. En við ykkur sem syrgið
og eigið um sárast að binda, þar á
ég við foreldra, ömmur, afa og
fjölmennt frænda- og vinalið, sem
þekktu þá sem þessi orð eru
helguð, vil ég segja: Grátið eigi,
geymið brosin þeirra, trúið því og
treystið að hinn upprisni drottinn
Kristur muni gæta þeirra og
geyma og gefa ykkur þá aftur
þegar vegferð ykkar lýkur hér á
jörð. Hann sem leiddi i ljós lifið
og ódauðleikann, hann sem sagði:
Eg lifi og þér munuð lifa, sagði
hann ekki? Ég er upprisan og
lífið, sá sem trúir á mig mun lifa
þótt hann deyi.
Þessir frændur mínir lifðu
stutta ævi, aðeins örfá ár. En þeir
sýndu mér það að af þeim var
mikils að vænta ef þeir hefðu
mátt lifa lengur. Þess er gott að
minnast er leiðir skilja. Ég þakka
fyrir að hafa kynnst þeim, svo
hygg ég að fleiri geri. Ég þakka
fyrir þann ferska blæ sem frá
þeim kom, einlægni og góðhug
sem þeir voru svo ríkir af, ég
geymi minningarnar, þær eru
mér perlur sem ég vil ekki týna.
Foreldrum og þeim öllum sem
hér eiga um sárt að binda vegna
fráfalls þeirra votta ég dýpstu
samúð og bið um styrk þeim til
handa og að þau sorgarský sem nú
hafa hrannast upp megi vikja og
páskasólin megi senda geisla sína
frá heiðum himni til þeirra sem
syrgja og bera harm í hjarta.
Ú.K.Þ.
Ingrid Sveinsson
—Minningarorð
Fædd 20. aprfl 1904
Dáin 2. aprfl 1976.
Indrid Sveinsson, kona As-
mundar Sveinssonar mynd-
höggvara, verður í dag borin til
moldar í Fossvogskirkjugarði.
Með henni er gengin góð og gegn
kona, sem dvalist hafði hér á
landi i þrjátíu og sjö ár og var
orðin svo samgróin íslensku þjóð-
lífi, að allur hugur hennar var
bundinn sögu og kjörum þessarar
þjóðar.
1 fullan fjórðung aldar átti ég
þess kost, að vera tíður gestur á
heimili hennar og Ásmundar og
eiga með þeim margar eftirminni-
legar samverustundir. Þar var
einkum rætt um listir, fornsög-
urnar, trúfræði og ýmis konar
þjóðlegan fróðleik. Það kom mér
oft á óvart hvað Ingrid kunni á
mörgu skil í þjóðlegum fræðum
og hvað hún hafði mikla innsýn í
íslensk fræði. Það var mikil gæfa
fyrir Ásmund að fá Ingrid fyrir
konu. Án samvista við hana hefðu
verk hans trúlega orðið færri en
raun hefur orðið á og óbeint
megum við þakka henni þá miklu
auðlegð, sem hann hefur skilað
þjóð sinni með verkum sínum.
+
Þökkum innilega auðsýnda sam-
úð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar og fósturmóð-
ur,
INGIBJARGAR
GÍSLADÓTTUR
Rauðalæk 24
Steinþóra Jónsdóttir
Ólöf Jónsdóttir
Sara Hólm
Júlfus Gíslason.
Hún var forsjá hans og félagi og
gerði aldrei kröfur til hversdags-
legra hluta. Enga konu vissi ég
nægjusamari og aldrei heyrðist
hún æðrast þótt búrið væri tómt
og klæði tæpast til skiptanna, Allt
bjargaðist einhvern veginn og frá
morgni til kvölds lét hún það
ganga fyrir öllu öðru, að hjálpa og
hvetja Asmund til átaka við þau
verk, sem hann vann að. Hjá þeim
var öllum stundum talað um verk-
in, sem voru í smíðum, en ekki
hvað hafa ætti í næsta málsverð.
Sjálf var Ingrid lærð og leikin í
að fara með pensla og liti, en hún
leit á eigin verk sem föndur eitt
og lagði þau að mestu á hilluna
eftir að fundum þeirra Asmundar
bar saman. Hennar lífshamingja
var bundin vió þau verk, sem
hann skóp með sinum högu
höndum og allar ábendingar
hennar voru honum uppörvun og
nánast nauðsyn til þess, að verk-
um miðaði áfram.
Ingrid var af sænskum og
dönskum ættum, en fædd í Lett-
landi, þar sem faðir hennar
Hjalmar Hákonsson var um sinn
forstjóri fyrir iðnvélasölufyrir-
tæki. Hjalmar var sænskur, en
fluttist ungur til Danmerkur og
kvæntist danskri konu, sem hét
Marie. Með henni átti hann tvö
börn, son og dóttur. Sonurinn lifir
enn og er búsettur í Sviþjóð, en
Ingrid fluttist til Islands árið 1939
með fyrri manni sínum Skúla
Þórðarsyni sagnfræðingi, og áttu
þau saman tvö börn, Stefán og
Helgu. Stefán er látinn fyrir
tveim árum, en Helga er ekkja og
býr með börnum sínum í Kaup-
mannahöfn. Ingrid og Skúli slitu
sambúð og hún giftist Ásmundi
myndhöggvara sumarið 1949. Með
honum eignaðist hún tvær dætur,
Hallgerði, sem lést af slysförum
barn að aldri, og Asdísi, sem gift
er Helga Helgasyni, blaða- og
sjónvarpsféttamanni. Þau búa
hér f Reykjavík, ásamt tveim
kornungum sonum.
Síðastliðin tvö ár varð Ingrid
hvað eftir annað að leggjast inn á
sjúkrahús, en hafði jafnan stuttar
legur og nú f marsmánuði þegar
einn af fáum sólskinsdögum er
komið hafa á þessum vetri, gaf
henni þrek til að taka á móti
erlendum gestahópi, sem dag
hvern kom að skoða safn As-
mundar við Sigtún, hafði hún orð
á því, að nú væri hún vongóð um
bata, þar sem vorið væri að koma.
Degi sfðar var hún lögst á ný inn á
sjúkrahús. Hún fékk ekki að lifa
eitt íslenskt vor til viðbótar. Við
sem eftir stöndum á hlaðinu f
Sigtúni vitum, að hún er farin til
að njóta hins eilifa vors, þar sem
björk og beyki ilma án afláts og
þótt við söknum sárt að sjá henni
á bak, þá vitum við það eitt fyrir
vist, að skammt er í þann dag, er
við hefjum okkur einnig til flugs
yfir móðuna miklu og við trúum
því, að á ströndinni hinum megin
verði góðir endurfundir með
þeim, sem á undan eru farnir og
okkur voru kærastir í þessari til-
veru.
Hafliði Jónsson.