Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.04.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 27 Sigrún Ó. Guðmundsdóttir frá ísafirði — Minning Fædd 24. desember 1893. Dáin 2. apríl 1976. Hún Rúna vinkona hennar mömmu er dáin. Já, frá því ég man fyrst eftir mér voru þær vin- konur og það góðar vinkonur gegnum allt þeirra æviskeið. Móð- ir mín Svanfríður Albertsdóttir er að vísu dáin fyrir nokkrum árum, en það hefur ekki dregið úr þeirri tilfinningu að Rúna væri vinkona hennar áfram heldur einnig okkar systkinanna og okk- ar fjölskyldna, og er ekki ástæðu- laust að þakka slíka vináttu inni- lega. Rúna eða Sigrún Guðmunds- dóttir var ekki rík kona af verald- legum auði, en henni var margt ríkulega gefið. Hún var vel gefin, einörð, heiðarleg, trygglynd og sterk persóna, sem kunni vel að nýta þessa hæfileika sína, sérstak- lega á þeim árum sem barátta alþýðufólks stóð sem hæst. Hún var ekki feimin við að láta í ljós skoðanir sinar á þeim málum og taka þátt í samtökum sem áttu hlut að bættum kjörum þess fólks. Hún var verkakona og skammaðist sin ekki fyrir það, enda þurfti hún þess ekki, hvorki á vinnustað né heima á sínu heim- ili sem bar órækt vitni myndar- skap hennar og dugnaði. Hún ól önn fyrir móður sinni í mörg ár, einnig bróður sínum sem fékk spönsku veikina og hlaut varan- leg örkuml og bjó hjá henni i mörg ár til dauðadags. Það var mikið þrekvirki á þessum erfiðu tímum. Hennar mesta hamingja varð er hún eignaðist sitt einasta barn, Guðmund Lúðvígsson. Hann varð það takmark sem hún sennilega hefur sett sér hæst i lífinu, að koma honum vel til manns og henni tókst svo sómi er að. Hann hefir líka reynst henni sá góði sonur sem hún átti skilið. Hann tók hana á sitt heimili þeg- ar hún þurfti á því að halda, og annaðist hana alltaf vél og naut þar ekki hvað síst sinnar einstöku ágætis eiginkonu Guðbjargar Guðjónsdóttur, þeim ber mikið að þakka. Margt væri hægt að segja, af mörgu er að taka, en aðeins fátt kemst að þegar mikið á að segja. En með þessum fátæklegu orðum er ég að reyna að votta virðingu mína og þakklæti til Rúnu, að leiðarlokum. Ég veit að systkini mín munu taka undir þetta með mér og óska henni góðrar heim- komu. Anna Halldórsdóttir. Sigrún Ö. Guðmundsdóttir frá Isafirði andaðist að hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 2. april s.l. 82 ára að aldri. Við lát hennar hefur ein mæt- asta kona úr alþýðustétt lokið hér- vist sinni. Sigrún var fædd á ísafirði 24. desember 1893, og á ísafirði átti hún heima mestan hluta ævi sinn- ar eða um 66 ára skeið. Foreldrar hennar voru Guð- mundína Sigurðardóttir og Guð- mundur Jónsson, hjón á Isafirði. Guðmundina móðir Sigrúnar var tvígift. Fyrri mann sinn, Hall- dór, missti hún í sjóslysi frá stór- um hópi ungra barna. Með seinni manni sínum, Guð- mundi, eignaðist móðir Sigrúnar þrjú börn, er enn voru í bernsku, er faðir þeirra féll frá. Sigrún mun þá hafa verið um 10 ára gömul, er móðir hennar stóð nú uppi ekkja í annað sinn með stóran barnahóp, sem þarfn- aðist framfærslu og umönnunar. Það gefur auga leið, að mikil og þung byrði lagðist á herðar ekkj- unnar, hinnar einstæðu móður að sjá stórum barnahópi farborða. Lífsbaráttan varð hörð, róður- inn þungur, stritið mikið, and- vökur og þrældómur, gegnum ár- in. Þá voru engar slysatryggingar, sem veittu stuðning þeim, sem vegna slysa sjúkdóma missis fyrirvinnu eða annarra óviðráð- anlegra orsaka urðu fyrir áföllum á lífsleióinni. Samhjálp þekktist vart, og væri ekki hjá því komist, að sveitarfélög þessara tíma yrðu að veita einhverjum aðstoð til að bægja frá bráðu hungri, kostaði það missi mannréttinda og sá, er aðstoðarinnar þarfnaðist var brennimerktur sem sveitarlimur. Fólk reyndi í lengstu lög, að forðast að leyta eftir sveitarstyrk: Það varð því metnaðarmál Guð- mundínu móður Sigrúnar að leita ekki til hins opinbera, heldur leggja nótt við dag eftir því sem kraftar leyfðu til að strita fyrir börnum sínum, eftir því sem vinna féll til, og var það mál allra þeirra sem Guðmundínu þekktu að hún hafði verið mikil dugnað- ar- og mannkostamanneskja. Við þessar aðstæður ólst Sigrún upp í stórum systkinahópi. Einn sonur Guðmundínu af fyrra hjónabandi, er Bjarni hét, veiktist alvarlega i spönsku veik- inni 1918 og hlaut af því lömun, sem hann bjó við til dauðadags. Hann var hjá móður sinni meðan hennar naut við, en eftir lát henn- ar 1920 tók Sigrún hann til sin og var hann á heimili hennar meðan honum entist aldur, en Bjarni andaðist 1945. Snemma ævinnar byrjaði Sig- rún að leggja sitt lóð á vogarskál- ina til tekjuöflunar fátæku heim- ili móður sinnar. Fátt var að visu um störf fyrir unga stúlku á upp- vaxtarárum hennar, en dugnaður og samviskusemi við hvert það starf, sem hún tók sér fyrir hend- ur, ásamt einbeittum viljastyrk máttu síns mikils. Það má segja, að fiskvinna hafi orðið að mestu ævistarf Sigrúnar. Hún stundaði fiskþvott og fisk- þurrkun strax og hún hafði þrek til. Við þá vinnu var mikil vosbúð, einkun fiskþvottinn, því að á þeim tíma var hann einkum stundaður úti undir berum himni, sem næst sjó, en sjór var þá oftast notaður til að „vaska“ fiskinn upp úr. Fiskþvottakerin stóðu því á ber- angri, þar sem vindar blésu og kuldi lék um vaskkonurnar. Fyrst á vorin, er fiskþvottur hófst, herjuðu næturfrost og þurftu konurnar þvi mjög oft að byrja vinnudaginn árla morguns með þvi að brjóta íshúðina er lagt hafði yfir kerin um nóttina, og mætti hver maður skilja, að kuldalegt var að hefja vinnu við slíkar aðstæður. Auk þess sem Sigrún heitin stundaði alla þá vinnu er hún gat fengið á Isafirði, leitaði hún til annarra staða eftir meiri vinnu, einkum til Reykjavíkur, og vann hún þá oftast á Kirkjusandi. Einnig sótti hún mörg sumur síldarvinnu til Siglufjarðar. At- orka hennar, vandvirkni og fram- úrskarandi dugnaði var alls stað- ar viðbrugðið. Lífsbarátta ein- stæðra kvenna á þessum árum mótaðist af þrotlausu erfiði og áhyggjum. Sigrún giftist aldrei, en son eignaðist hún árið 1916 með Lúð- víg Einarssyni, málarameistara í Reykjavík. Hún var einstæð móð- ir, sem varð að sjá fyrir syni sín- um ásamt vanheilum bróður. Það gefur þvi auga leið að lífs- barátta hennar eins og svo margra kvenna úr alþýðustétt var hörð og miskunnarlaus. En Sigrún lét aldrei bugast. Hún var greind kona og íhugul. Hún átti létt með nám, en naut sliks ekki sem skyldi. Hdn las mikið bæði á íslensku og erlendum málum og öðlaðist með því ánægjustundir og vax- andi þroska. Sonurinn varð henni sá ljósgjafi er varpaði birtu og yl inn i stritandi ævi hennar. Með þeim tókst ekki aðeins ást og virðing milli móður og sonar, heldur einnig gagnkvæmur skiln- ingur og sönn vinátta er aldrei brást. Þessu til frekari staðfestingar langar mig að láta eftirfarandi koma fram: Sonur Sigrúnar var námsmaður mikill og hlaut hann lof kennara sinna fyrir dugnað og námshæfi- leika. Að loknu gagnfræðaprófi stóð hugurinn til framhaldsnáms, og efnahagserfiðleikar, sem mikl- ir höfðu verið fram til þessa, stóðu ekki lengur í vegi fyrir langskólanámi, því að nú bauðst faðir hans til að styðja við bakið á honum og kosta hann til náms. Það virtist því ekki erfitt fyrir hann að ganga þá námsbraut, sem hugur hans stóð til. En, jú, það var sannarlega erfitt fyrir hann að velja. Langskóla- nám þýddi að mestu aðskilnað við ástkæra móður, sem hann þá um árabil ætti ekki kost á að veita stuðning sinn sem fyrirvinna, en hún hafði fram að þessu stritað og búið við kröpp kjör, til þess að veita honum sem best uppeldi. Langskólanáminu var því hafn- að, og þess í stað fór sonurinn í Samvinnuskólann, sem hann kvaddi eftir eins vetrar nám sem skóladúx. En sonur Sigrúnar er Guð- mundur Lúðvígsson, aðaleigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins Gísli J. Johnsen h/f í Reykja- vík. Árið 1941 kvongaðist Guðmund- ur Guðbjörgu Guðjónsdóttur frá Vogum í ísafirði, glæsilegri og mikilhæfri konu og til þeirra fluttist Sigrún, er bróðir hennar Bjarni andaðist og heimilishaldi fyrir hann lauk. Og með syni sínum og tengda- dóttur fluttist Sigrún til Reykja- víkur 1959. Hún var alla tíð á heimili þeirra, þar til hún af heilsufars- legum ástæðum þurfti á sjúkra- vist að halda 1971, er hún fór á hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði, en þá var hún mjög illa farin að heilsu og var ávallt rúmliggjandi þau fimm ár, sem hún var þar, uns yfirlauk. Árið sem Sigrún var á heimili sonar síns og tengdadóttur leið henni vel og milli hennar og hinn- ar mannmörgu fjölskyldu rikti gagnkvæmur skilningur og ein- drægni. Hún var þar ómetanleg stoð, sívinnandi og áhugasöm um velgengni fjölskyldunnar. Þegar vorþ'eyr nýrrar þjóðmála- stefnu —jafnarðarstefnunnar— barst til landsins, fór það ekki framhjá jafn greindri konu og Sigrúnu, sem svo vel þekkti hin bágu kjör íslenskrar alþýðu að hún eygði þar bjarma betra lífs, er bæri i sér aukin mannréttindi. jafnari lífskjör, meiri hagsæld þjóðinni til handa. Enda hreyfst hún snemma af boðskap jafnaðar- stefnunnar og gerðist ötull frum- herji hennar. Ég minnist hennar ávallt sem dugmikillar baráttu- konu i samtökum okkar alþýðu- fólks á Isafirði, Verkalýðsfélag- inu Baldri og Alþýðuflokksfélög- unum þar vestra. Um hálfan annan áratug, sem ég átti sæti í stjórn Baldurs á Isafirði, og sat þvi flesta fundi félagsins, minnist ég þess ekki að Sigrúnu hafi vantað á fundi þess, svo fremi að hún var i bænum. Hún flutti mál sitt af festu á málþingum, var fundvis á rök- semdir og ódeig til sóknar í hverju þvi máli, sem til heilla mátti horfa fyrir bættum hag lítil- magnans. Sigrún gengdi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- flokkinn og Verkalýðsfélagið Baldur. Hún var m.a. nokkur ár í stjórn Baldurs og átti um langt skeið sæti í trúnaðarmannaráði samtakanna. Að leiðarlokum vil ég þakka Sigrúnu ánægjulegt og traust samstarf um margra ára skeið innan verkalýðssamtakanna á Isa- firði. En verkakonurnar á ísafirði voru á þessum tima einn sterkasti hópurinn vestra til sóknar og varnar í baráttu alþýðusamtak- anna fyrir breyttri þjóðfélags- skipan, sem leitt hefur til aukins jafnréttis þegnanna, atvinnuör- yggis, og vaxandi samhjálpar, svo nokkuð sé nefnt. Öllum þessum frumherjum ber þökk og virðing þeirra, er nú njóta ávaxtanna af félagsmála- starfi þeirra. Um leið og Sigrún Ö. Guð- mundsdóttir er í dag lögð til hinstu hvilu, að Ioknu erfiðu en gifturíku dagsverki, þakka ég henni einlæglega fyrir hönd okk- ar mörgu karla og kvenna úr hópi alþýðufólks, sem auðnaðist að eiga hana að samstarfsmanneskju á vettvangi félagsmálanna og höf- um notið árangurs af órofa tryggð hennar við þá hugsjón, er hún ung að árum vígði lif sitt og vann allt það gagn er hún mátti meðan kraftar entust. Syni hennar, tengdadóttur, barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum sendi ég hugheilar sam- úðarkveðjur. Helgi Hannesson. 19 manns í Félags- málaskóla alþýðu NÝLOKIÐ er II. námsönn Félags málaskóla alþýðu í Ölfusborgum. Stóð önnin frá 7.—20. marz. Skól- inn var settur sunnudaginn 7. marz af formanni M.F.A., Stefáni Ög- mundssyni, en námsstjóri skólans, Bolli B. Thoroddsen, skýrði frá skóla- starfinu á komandi önn. Eftirtalin námsefni voru tekin til meðferðar Skráning minnis atriða, Hópefli (leiðbeining i hópstarfi) Hag nýt hagfræði Launakerfi. Lifeyrissjóð- ir Trúnaðarmannakerfið og þýðing þess Orlofsmál og orlofsbyggðir verkalýðshreyfingarinnar Saga og markmið verkalýðshreyfingarinnar og að siðustu var skipzt á skoðunum við nokkra af forustumönnum hennar. Fastur vinnutimi i skólastarfinu var frá kl 9 að morgni til kl 7 að kveldi með nokkrum hléum Auk þess var unnið mörg kvöld Námið fór fram í erindum og hópstarfi þar sem fjallað var um ákveðin verkefni og niðurstöð- um skilað til frjálsrar umræðu nem- enda og leiðbeinenda Skólann sóttu að þessu sinni 19 manns frá 14 verkalýðsfélögum, 7 konur, 12 karlar 8 nemendur voru frá 7 félögum úti á landi, 1 1 frá 7 verka- lýðsfélögum í Reykjavik t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma INGRID SVEINSSON verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9 april klukkan 15 00 Ásmundur Sveinsson, Ásdís Ásmundsdóttir. Helgi E Helgason. Helga Jensen og barnabórn. BÆKUR TIL FERMINGARGJAFA Stjörnur. vorsins eftir | Tómas Guðmundsson Viðhafnarútgáfa í tilefni af 75 ára afmæli skáldsins 6. janúar 1976. Steinunn Marteinsdóttir myndskreytti og formáli ereftir Kristján Karlsson. Bókin ergefin út í 1495 tölusettum og árituðum eintökum. Verðkr. 7.800 — iÞjóðsagna bók Sigurðar INordals I-III Þetta stórmerka ritverk í þremur bind- um er víðtækasta úrval markverðustu þjóðsagna íslenzkra, sem gert hefur verið fram til þessa. Verð: Hvert bindi kr. 1.560.— Almenna bókafélagið, Austurstræti 18, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.