Morgunblaðið - 09.04.1976, Side 35

Morgunblaðið - 09.04.1976, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. APRlL 1976 35 IMLAVÍV RABA HAGS- M« LANDSLIÐSINS FERÐINNI JÓHANN Ingi Gunnarsson, handknattleiksmaður úr Val dvaldi sem kunnugt er i Júgóslaviu fyrir nokkru og kynnti sér handknattleik þarlendis, en Júgóslavar hafa verið i fremstu rö8 i þessari iþróttagrein um árabii og sigruSu t.d. á Olympiuleikunum I Múnchen 1972. A8 beiSni MorgunblaSsins skrifaSi Jóhann Ingi meSfylgjandi grein um handknattleikinn I Júgó- slaviu og kemur þar fram a8 þar er mörgu fari8 á annan veg en hérlendis. og aSstaSa júgóslavnesku handknattleiksmannanna á allan hátt betri en þeirra islenzku. Nú um helgina fæst nokkur samanburSur á islenzkum og júgóslavneskum handknattleiksmönn- um þar sem eitt bezta Ii8 Júgóslaviu Partizan Bjelovar, kemur hingaS í heimsókn og leikur þrjá leiki vi8 islenzk Ii8, fyrst vi8 FH, síSan úrvalsliS og loks vi8 Val, en Valsmenn vecSa gestgjafar þeirra hér. „BYLTING í HANDKNATTLEIK" Á síSasta ári fór júgóslavneska handknattleikssambandiS þess á leit vi8 tækninefnd alþjóSahand- knattleikssambandsins a8 fá breytt nokkrum almennum reglum handknattleiksins i tilraunaskyni Þessar breytingar voru helztar: A) Klukkan sé stö8vu8 þegar vítakast er framkvæmt. B) Klukkan sé stöSvuS þegar knötturinn er úr leik, t.d. þegar dæmt er frikast. Þess skal þó getiS, a8 klukkan er ekki stöSvuS nema dómararnir gefi merki um slikt, og eiga þeir eingöngu a8 láta stoppa klukkuna þegar um töf er a8 ræSa a8 þeirra mati. Hertari viBurlög vi8 brotum á sóknarmanni þ.e.a.s. öll óþarfa brot skulu vitt harSlega og þarf þá ekki a8 koma áminning til, heldur er leikmanninum vísa8 umsvifa- laust af leikvelli. Þessar reglur eru i raun og veru ekki frávik frá gildandi reglum i handknattleikn- um, heldur er fyrst og fremst um túlkunaratriBi a8 ræSa. HVER ER TILGANGURINN? Mörgum forráSamönnum fannst leikurinn orSinn of harSur og of mikiS af fólskulegum hrindingum, hraSinn i leiknum hafSi dottiB mikiS niSur, tæknin hafSi orSiS a8 lúta í lægra haldi fyrir hörkunni. Leikmenn sem höfSu yfir tækni og kunnáttu a8 ráSa máttu sin litils i viSureign vi8 jarSvöSlana. HVER ER ARANGURINN Fullsnemmt er a8 kve8a upp allsherjardóm. Reglubreytingar sem þessar þurfa sinn aSlögunar- tima hjá leikmönnum, dómurum og ekki hvað sizt hjá áhorfendum. Handknattleikurinn á vi8 ramman reip að draga i Júgóslaviu vegna stöSugrar aukningar á vinsældum knattspyrnunnar og körfuknatt- leiksins, og er handknattleikur þar sem stendur þriSja vinsælasta íþróttagreinin. En það sem af er keppnistimabilinu lofa reglubreyt- ingar þessar mjög góðu. Að visu var mikið um markaregn i leikjum fyrstu umferðanna, og náði þá meðal annars hinn snjalli leik- maður Partizan Bjelovar, Horvant að skora 25 mörk í einum og sama leiknum. En þegar liða tók á keppnistimabilið minnkaði marka- súpan og færri fengu kælingu. Leikurinn varð hraðari, varnar- leikurinn betri og áhorfendum fjölgaSi. Hver hálfleikur lengdist um 5—7 minútur en ef til vill er það þess virði ef handknattleikur- inn verSur betri fyrir bragðið. Þrátt fyrir strangari viðurlög á brotum leikmanna leika flest liS góðan varnarleik og er hvergi gefiS neitt eftir Og ekki má gleyma að slysum á leikmönnum hefur fækkað stórlega. ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Öll 1 ■ deildar liðin i Júgóslaviu æfa fimm sinnum í viku og sama má reyndar segja um flest 2. deildar liðin. Æft er þrisvar sinnum tvo tima i senn og tvisvar sinnum er æfingatiminn ein klukkustund. SKIPULAG ÆFINGA Þjálfarar koma undantekninga- laust mjög vel undirbúnir á æfinguna og gæta þess af fremsta megni að timinn nýtist til hins ýtrasta. Þjálfarar eru oft tveir hjá hverju félagi og skipta með sér verkum. Sá háttur er einmitt hafður á hjá júgóslavneska lands- liðinu og liggur i augum uppi a8 þannig fær hver leikmaður meira út úr æfingunni en ella. þ.e.a.s ef góð samvinna er milli þessara tveggja manna. AGINN MEIRI Þjálfari raðar mönnum sinum upp I röð i byrjun hverrar æfingar og gerir mönnum grein fyrir hvernig æfingunni skuli háttað. Mönnum er gerð grein fyrir gildi hverrar æfingar. hvað sé verið að þjálfa hverju sinni. Það gefur auga leiS, að aukinn skilningur á nota- gildi æfingarinnar ætti að auka árangur hans og hæfni. ENGIN ATVINNUMENNSKA. EN ALLIR Á LAUNUM Öll félög sem bolmagn hafa til að greiSa leikmönnum sinum æfingapeninga gera það. Eftir frá- bæran árangur á Olympluleikun- um 1972 tóku Júgóslavar upp þriggja stiga kerfi I greiðslu æfingapeninga. Fyrsta stigið er að ef leikmaSur leikur með 1. deildar liði fær hann upphæð sem svarar til 50.000 kr. íslenzkra króna á rnánuði AnnaS stig hafa þeir leik- menn sem leika með landsliSi og Jóhann Ingi Gunnarsson skrifar: ná8 hafa vissum árangri og fá þeir 70.000 kr. Þriðja stigið er hið hæsta sem leikmenn fá greitt, þ.e. þeir sem leikið hafa með landsliði sem unnið hefur til verðlauna á Olympíuleikum e8a heims- meistarakeppni, og fá þeir 100.000,00 kr. á mánuði. Þess ber þó a8 geta að félögin eru ekki skyld að greiða þessar upphæðir til leikmanna, en flest félög gera þa8 hins vegar. Annars er hætt við þvf að þau missi leikmenn sína til félaga sem fús eru að greiSa þess- ar upphæSir. Og ekki er óalgengt að leikmenn úr neðri deildunum flytjist til stóru félaganna. enda vel skiljanlegt þar sem aðbúnaSur er miklu betri. Leikmenn ver8a þó að greiða skatt af þessum æfinga- peningum sínum ERFIÐ DEILDAR- KEPPNI Deildakeppnin byrjar á haustin strax að lokinni bikarkeppninni. LeikiS er utanhúss eins lengi og veðúr leyfir, nema þau ár sem Olympluleikar og eða heims- meistarakeppni eru, þá fara allir leikir fram innanhúss. Fjórtán lið leika nú I júgóslavnesku fyrstu deildinni og er leikið í einum riðli gagnstætt þvl sem gerist i Þýzka- landi og er leikin tvöföld umferð. Hvert lið leikur þvi 26 leiki. Mikil og ströng ferðalög fylgja oft leikj- um þvl að fjarlægðirnar eru mikl- ar. Mikið er leikið i lotum og hlé gert á milli, til þess að félögin geti undirbúið lið sin á nýjan leik. Það sem aSallega býr þó að baki er að svo margir leikir gefa landsliðs- mönnum mikla keppnisreynslu og býr þá betur undir að taka þátt i alþjóðamótum [ handknattleikn- um. LANDSLIÐIÐ HEFUR FORGANG Heilinn i skipulagningu lands- liðsins og deildarkeppninnar i Júgóslaviu er maSur að nafni Ivan Snoj, og er hann mörgum íslend- ingum að góðu kunnur af heim- sóknum hans hingaS til lands með júgóslavneska landsliðinu. Ekki æfir landsliðið reglulega eins og margir virðast halda heldur er æft i lotum, þá gjarnan hálfan mánuS i senn, tvisvar á dag, og er hver æfingalota enduð með landsleik eða þátttöku I alþjóðlegu móti og gefst þar kostur á að leika vi8 sterkustu þjóðir heimsins án mikils tilkostnaðar. Leikmenn fá sig auSveldlega lausa úr vinnu eða námi, ef því er að skipa, og halda launum sínum alveg óskertum og fá að auki 3 dollara á dag en ekki peninga- greiSslur að öðru leyti, enda halda þeir æfingapeningum félaga sinna Mikill heiður er að vera valinn í landsliðið og er alls staðar borin mikil virSing fyrir landsliðs- mönnum og þar fá menn tækifæri til að ferðast til annarra landa, sem þykir mjög mikið atriði, þótt slíkt sé harla hversdagslegt fyrir islendinga. TVEIR LANDSLIÐSÞJÁLFARAR LandsliSsþjálfararnir eru tveir, Milkovic og Janic (Þjálfari Borac Banja Luka) og er samvinna þeirra með eindæmum góð. Hinn um- deildi Milkovic ber þó ábyrgð á liðinu og stjórnar þvi i leik. Hann hefur verið mikið gagnrýndur og ekki minnkaði sú gagnrýni eftir hinn frábæra árangur íslenzka liðsins gegn Júgóslövunum á dög- unum. Janic stjórnar upphitunar- og markvarðaræfingum liðsins. enda er hann iþróttakennari að menntun. MARKVERÐIR ÆFÐIR SÉRSTAK- LEGA Ég er hræddur um að það myndi heyrast hljóð úr horni ef mark- vörðum okkar væri sagt að mæta klukkustundu fyrr á æfingar, ein- göngu til að hita sig vel upp fyrir komandi markvarðaæfingar. En það hefur sýnt sig. að markverðir hafa fengið helmingi meira út úr æfingunni á þennan hátt, enda eru júgóslavneskir markverðir líka þeir beztu i heiminum. LYKILL AÐ VELGENGNI JÚGÓ- SLAVA Bók hefur litið dagsins Ijós i Júgóslavíu og gæti hún heitið á islenzku: „Hvernig Júgóslavar urSu Olympiumeistarar i handknattleik". gók þessi er eftir hinn snjalla leik- mann landsliSsins, prófessor Branislav Pokrajac. Þessi bók hefur að geyma frásagnir af öllum æfingum. æfingaleikj- um, leikjum og leikaðferSum júgó- slavneska landsliðsins fyrir sið- ustu Olympiuleika. Þjálfari liðsins á þessu timabili var enginn annar en Vlado Stencel sem tekist hefur að gera kraftaverk með landslið Vestur-Þýzkalands s.l. tvö ár. Eftir þessari einstæðu bók vinna allir fremstu þjálfarar Júgóslaviu (æf- ingakerfi Stencels) og enn byggir júgóslavneska landsliðiS á þessu prógrammi. NÝTT LANDSLIÐ EFTIR OLYM- PÍULEIKANA Átta af fastamönnum júgóslavn- eska landsliðsins munu hætta að leika með liðinu að loknum Olym- piuleikunum og þar á meðal hinn frábæri Horvat, er mönnum gefst kostur á að sjá i leikjum hér um helgina að öllum likindum i síð asta sinn. Auðvitað verður það skarð fyrir skildi að sjá á bak öllum þessum mönnum, en yngra landsliðinu er gefinn góður gaum- ur og sjálfsagt fer svo hjá Júgó- slövunum að maður kemur i manns stað. Skozku blakmennirnir létu það verða eitt af sinum fyrstu verkum hérlendis að kaupa sér fslenzkan (þróttafatnað, sem þeir segja að sé f senn betri og ódýrari en þeir eiga kost á að fá f heimalandi sfnu. Munu þeir framvegis bera auglýsingu framleiðandans HENSON f leikjum sfnum f Skotlandi, en eigandi fyrirtækisins, Halldór Einarsson, sagði f viðtali við Morgunblaðið, að hann gerði sér miklar vonir um að vinna framleiðslu sinni markað erlendis, og þá ekki sfzt á Bretlandseyjum, þar sem bæði fþróttabúningar og æfingagallar eru töluvert dýrari en hérlendis. Myndin er úr leik Jordan Hill við Vfking f fyrrakvöld. Skotarnir lögðn Víking SKOZKA blakliðið, Jordan Hill College, lék sinn þriðja leik i Is- landsheimsókn sinni í fyrrakvöld og mætti þá Vikingum. Sigruðu Skotarnir i leiknum 3—1 og höfðu nokkra yfirburði yfir Víkingana. Sigruðu þeir í fyrstu hrinunni 15—0, og léku hana með miklum ágætum. önnur hrinan var jafn- ari og voru Víkingar yfir lengi vel. Staðan varð siðan jöfn 10:10, en Skotarnir sigu síðan frammúr og sigruðu 15:11. Næstu hrinu unnu Vfkingar naumlega eftir snarpa viðureign og skemmtilega, 15:13. Jordan Hill College átti svo síðasta orðið og sigraði í fjórðu hrinu 15:9, eftir að leikurinn hafði verið nokkuð jafn framan af. Er skozka liðið því enn ósigr- að. Það lék við IS í gærkvöldi og á morgun heldur það að Laugar- vatni og keppir þar við héima- menn. Síðasti leikur liðsins i Is- landsheimsókninni verður svo á sunnudag og mætir það þá úrvals- liði. Geir og Pálmi í úrvalsliðinu tJRVALSLIÐ það sem leikur við júgóslavneska liðið Partizan Bjelovar á sunnudagskvöldið var valið í gær og vekur athygli að f liðinu eru tveir leikmenn sem f langan tfma hafa ekki gefið kost á sér að leika með úrvalsliðum eða landsliðinu. Eru þetta Geir Hall- steinsson FH og Pálmi Pálmason, Fram, tveir þeirra leikmanna sem stóðu sig einna bezt f Islands- mótinu f vetur. I liðinu verða Ifka núverandi og fyrrverandi lands- liðsþjálfarar Islendinga, Viðar Sfmonarson og Hilmar Björnsson, þannig að með sanni má segja að liðsskipan úrvalsliðsins verði nokkuð öðru vfsi en skipan slfkra úrvalsliða hefur verið að undan- förnu. Stjórnandi liðsins verður svo nýr maður á þeim vettvangi, Jóhann Ingi Gunnarsson, Vals- maður, en Jóhann er tvfmæla- laust fróðastur allra lslendinga um júgóslavneskan handknatt- leik, og þekkir mjög vel inn á lið Partizan. tlrvalsliðið, sem kallað er S- Vesturlandsúrval, verður þannig skipað: MARKVERÐIR: Olafur Benediktsson, Val Birgir Finnbogason, FH Guðjón Erlendsson, Fram AÐRIR LEIKMENN: Geir Hallsteinssen, FH Árni Indriðason, Gróttu Viðar Sfmonarson, FH Axel Friðriksson, Gróttu Steindór Gunnarsson, Val Stefán Halldórsson, Vfkingi Pálmi Pálmason, Fram Guðjón Magnússon, Val Jón H. Karlsson, Val Hilmar Björnsson, KR Militosyan setti heimsmet VARTAN Militosyan frá Sovétríkjunum setti nýtt heimsmet í jafnhöttun millivigtar er hann lyfti 191 kg á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Austur Berlín Bætti hann þar með met það sem Jordan Mitkov frá Búlgaríu hafði sett I sömu keppni nokkrum minutum áður um hálft kíló. Samanlagt lyfti Militosyan 340 kg og er það heimsmetsjöfnun. Var hann hinn öruggi sigurvegari i keppninni, en i öðru sæti varð Wenzel frá Vestur-Þýzkalandi sem lyfti samtals 335,0 kg. Mitkov varð þriðji með 330,0 kg, Stark frá Ungverjalandi fjórði með 322,5 kg og Hubner frá Vestur- Þýzkalandi varð fimmti með 315,0 kg. Skotland vann Sviss SKOTLAND sigraði Sviss með einu marki gegn engu i vináttulandsleik sem sem fram fór á Hampden Park i Glasgow i fyrrakvöld. Fengu Skotarnir sannkallaða óskabyrjun þar sem knötturinn lá i marki Svisslendinganna þegar á fyrstu minútu. Kenny Dalglisch. Celtic leikmaður. átti þá fyrirsend- ingu sem Willie Pettigrew tókst að koma rétta boðleið. Skotamir tefldu fram fimm nýliðum i leiknum, og þrátt fyrir þessa góðu byrjun áttu þeir i miklum erfiðleikum með Svisslendinga og urðu fljótlega að draga allt lið sitt I vörn. Heppnaðist sú leikaðferð með miklum ágætum þar sem Svisslendingum tókst aldrei að brjótast i gegn. Aðeins 16.000 áhorfendur voru að leiknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.