Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976 Pétur Bjarnason hafnarstjóri, Akureyri Andlát Péturs Bjarnasonar, hafnarstjóra á Akureyri bar brátt að. Hann hafði ‘að vísu kennt nokkurs sjúkleika-og verið tekinn til rannsóknar upp á spítala nokkrum dögum fyrir páska. Eng- an óraði þá fyrir, hversu skammt yrði að bíða endalokanna, sízt sjálfan hann. Miðvikudaginn 21. apríl var hann allur. Pétur Bjarnason var fæddur í Reykjavík 4. janúar 1939, sonur hjónanna Ólafar Guðmundsdótt- ur skipstjóra í Dýrafirði og síðar í Reykjavík Guðmundssonar og Guðrúnar Björnsdóttir yfirsetu- konu og Bjarna úrsmiðs Jónsson- ar frá Gröf í Viðidal Bjarnasonar gull- og silfursmiðs frá Gottorp. Móðir Bjarna úrsmiðs var Rósa Stefánsdóttir frá Tungu á Sval- barðaströnd, systir Stefáns í Varðgjá og síðar á Svalbarði og þeirra systkina. Pétur Bjarnason var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 sigldi siðan til Þýzkalands, þar sem hann lauk prófi í véla- verkfræði við Tækniháskólann í Darmstadt 1966. Þá fluttist hann heim til Akureyrar og gerðist fyrst trúnaðarmaður hafnarstjórn- ar og siðar hafnarstjóri. 21. des. 1963 kvæntist Pétur þýzkri konu. Giselu Stephans og áttu þau þrjú börn: Jón Stephan 11 ára, Markús Hermann 7 ára og Önnu Lind Gertrud 4 ára öll hin mannvænlegustu. Gisela Step- hans býður af sér óvenju góðan þokka, er prúð kona. Henni hefur tekizt að semja sig að háttum ís- lendinga svo að undrum sætir og hefur góð tök á málinu; hún er mikill íslendingur eftir hérvistar- ár sín. Með ráðningu Péturs Bjarna- sonar sem hafnarstjóra var mörk- uð ný stefna í hafnarmálum Akureyrar, með því að hann var verkfræðimenntaður. Fyrsta verkefni hans var að sjá um upp- setningu og byggingu stóru drátt- arbrautarinnar. Kom þá strax í ljós, að Pétur var úrvals starfs- maður, og var samstarf hans við hafnarnefnd og alla, sem við höfnina unnu, mjög gott alla tíð. Hann var samvizkusamur og úr- ræðagóður og hvers manns hug- ljúfi, þeirra, sem með honum störfuðu. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma CAMILLA ÞORGEIRSDÓTTIR, Vifilsgötu 7 andaðist að morgni 23. april í Borgarspítalanum. Óskar Sampsted, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartkær eiginkona mín, UNNUR JÓNSDÓTTIR. Nökkvavogi 38, er lézt 19 þ m verður jarðsett frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 28 apríl kl. 1.30 Fyrir hönd aðstandenda. Karl Magnússon. + Hjartkær móðir mín, tengdamóðir og amma okkar DAGNY GUÐMUNDSDÓTTIR Spltalaveg 1, Akureyri andaðist i Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 1 7. april. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju laugardaginn 1 maí n.k. kl. 1 3 30 síðdegis Ragnheiður Karlsdóttir Jóninna Jónsdóttir Karl H. Haraldsson Haraldur Haraldsson. + Sonur okkar, MARKÚSJÓHANNSSON, Holtagerði 33, andaðist að Barnadeild Hringsins, föstudaginn 23. april. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa Waage, IngóHur Tryggvason + Ástkæri eiginmaður minn, faðir og afi okkar, JAKOB ÓLAFUR JÓHANNSSON verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, miðvikudag 28. þ.m. kl 3. Steinunn Kristjánsdóttir Hallveig Ósk Jakobsdóttir Anton Karl Jakobsson Salome Kristln Jakobsdóttir Jón Vilhelm Pálsson Hafdls Ósk Jónsdóttir og Páll Þórir Jónsson. Pétur Bjarnason var vörpuleg- ur á velli, hress í lund og drengur góður. Hann var ávallt reiðubú- inn að taka spaugi og lék á als oddi. í einkalífi var hann traustur og hamingjusamur og höfðu þau hjón Gisela og hann búið börnum sínum fallegt og gott heimili á ytra borði sem innra. Pétur Bjarnason er sá fyrsti sem hverfur úr hópi okkar sam- stúdentanna. Er margs að minn- ast frá glöðum dögum. Mér er þó meir í hug, að með honum hefur fallið frá maður í blóma lífsins, sem átti margt óunnið fyrir sína heimabyggð og sérstaklega fyrir fjölskyldu sína. Þessir síðustu sól- ardagar hér á Akureyri hafa verið henni dökkir og daprir. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú! Við hjón sendum konu og börn- um Péturs Bjarnasonar, foreldr- um hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Halldór Blöndal. Vinur minn, Pétur Bjarnason, fv. hafnarstjóri, lézt á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 21. apríl s.l. aðeins 37 ára að aldri eftir skamma sjúkdómslegu. Dauða hans bar að með svo snögg- um og óvæntum hætti að erfitt er að trúa þeim kalda og miskunnar- lausa veruleika að hann sé allur, horfinn í blóma lífsins frá öllu sem honum var kært, ábyrgðar- miklu starfi, konu, börnum og ást- vinum. Ekki dugir þó að deila við þann mikla dómara í því efni og þótt orð séu aldrei jafn fánýt og einmitt þá þegar slík ósköp dynja yfir, vil ég þó að leiðarlokum minnast þessa vinar míns með ör- fáum fátæklegum orðum. Pétur Bjarnason var fæddur 4. janúar 1939 í Rvík, en fluttist það sama ár til Akureyrar með for- eldrum sínum, Bjarna Jónssyni úrsmið frá Gröf í Húnaþingi og Ólöfu Guðmundsdóttur frá Dýra- firði, en þau sæmdarhjón hafa sett svip sinn á bæjarlíf Akureyr- inga síðan þau fluttust hingað. Pétur varð stúdent frá M.A. 1959 en fór síðan utan til náms og lauk prófi í vélaverkfræði frá háskóla í Darmstadt 1966. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Gieselu Bjarnason, fæddri Step- han, og gengu þau í hjónaband í desember 1963. Þau stofnuðu fyrst heimili í Darmstadt, en fluttust siðan til Akureyrar, þeg- ar Pétur hafði lokið háskólaprófi. Þau áttu þrjú börn, Jón Stefán, Markús Hermann og Önnu Lind, sem er yngst, einungis 4ra ára. Pétur var mikill heimilismaður og natinn faðir og má nærri geta hversu missir þessara ástvina hans er mikill og harmurinn sár. Eftir heimkomuna annaðist Pétur fyrst eftirlit fyrir bæjaryf- irvöl með uppsetningu dráttar- brautarinnar hér á Akureyri og hafnarstjóri varð hann síðan 1968, og gegndi því starfi til dauðadags. Hann hafði mikinn og lifandi áhuga á starfi sínu, eink- um þó að bæta hafnaraðstöðuna og komu glöggt í ljós hæfileikar hans, þrautseigja, lipurð og stefnufesta í þeim mótbyr, sem + Eiginkona mín UNNUR Þ. JÓNSDÓTTIR verður jarðsungm frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 2 7. aprll kl. 3. Reynir Sigurðsson. + Eiginmaður minn og faðir okkar SIGURÐUR TÓMASSON. Frumskógum 6. Hveragerði verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 29. aprll kl. 3. Jónasfna Þ. Guðnadóttir, Guðni Ragnar og Njörður. Eiginkona mln SVAVA SIGURÐARDÓTTIR Drekavogi 18 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28 aprll kl 10 30 Blóm vinsamlegast afþökkuð. þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á liknarstofnanir. Ágúst Jónsson + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Hverfisgötu 13 B, Hafnarfirði lézt i Borgarspítalanum. laugardaginn 24 april. Jón Sigurgeirsson Erla Jónsdóttir Þorvaldur Ó. Karlsson Baldur Jónsson Ásdts Ólafsdóttir Hulda E. Jónsdóttir og barnaböm. Lokað í dag frákl. 1 2. á hádegi vegna jarðarfarar ÁSBJARNAR STEFÁNSSONAR, læknis Ábyrgð h.f. Tryggingafélag Bindindismanna. hann hlaut i uppbyggingu vöru- hafnarinnar. Undir forystu hans var sá hnútur leystur, sem aðrir aðilar höfðu komið því máli i og vissi ég að það gladdi hann mikið, þegar fjármagn var tryggt til þess að ljúka 1. áfanga vöruhafnarinn- ar á þessu ári. Hann þóttist þá öruggur um að sjá þann draum sinn rætast að aðstaða til uppskip- unar og meðferðar vöru ger- breyttist til batnaðar í Akureyrar- höfn. Á fleira lagði hann gjörva hönd. Einu sumarfríi sínu varði hann erlendis til þess að kynna sér skiðalyftur og var með í ráð- um við kaup og uppsetningu stólalyftunnar i Hlíðarfjalli. Hann unni íþróttum og útilífi og vildi gera aðstöðu íþróttafólks I bænum sem bezta. Þegar við hjón fluttumst til Ak- ureyrar átti ég því láni að fagna að kynnast Pétri Bjarnasyni. Við urðum trúnaðarvinir og sam- starfsmenn á mörgum sviðum, í hafnarstjórn, Rotaryklúbbi, stjórn Islendings og fleiri félags- samtökum. Síðar áttum við margt saman að sælda vegan málefna Akureyrarhafnar. Aldrei bar þar á vináttu okkar nokkurn skugga hvorki í samstarfi eða skemmtan. Pétur var enginn ofstopamaður en hann var fylginn sér og flutti mál sitt af festu með vel fgrund- uðum rökum. Hann var léttur í lund og góður húmoristi, enda átti hann ekki langt að sækja þá gáfu. Einn var þó sá eiginleiki Péturs, sem ég mat mest. Hann var ein- stakur drengskaparmaður í þess orðs fyllstu merkingu. Slikan vin er sárt að missa svo um aldur fram en minningin um hann er gulli betri. Ég þakka Pétri Bjarnasyni þá miklu gjöf. Ég flyt eftirlifandi eiginkonu hans, Gieselu, börnunum, foreldr- um hans og bræðrum, Jóni og Stefáni innilegustu samúðar- kveðjur mínar og konu minnar. Megi góður guð blessa okkur öll- um minningu Péturs Bjarnason- ar. Lárus Jónsson Afmælis- o g minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Ulfaraskreytingar blómciuol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770 S. Helgason hf. STEINIÐJA llnholtl 4 Slmar 24477 og 142S4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.