Morgunblaðið - 27.04.1976, Page 28
28
A hættu-
slóðum í
ísrael™ Sr
Sigurður
Gunnarsson þýddi
Þetta voru mikil vonbrigði fyrir Óskar,
því aö innst inni hafði hann hlakkað til að
hitta brytann á ný, þegar hann
hafði reynt svo margt og var ekki lengur
hræddur við hana? .... En við félaga sína
sagði hann: „Þá verðum við að fara upp
til skipstjórans.“
Því næst gengu þau að klefa
skipstjórans. En þá varð Óskar allt í einu
gripinn um stund sömu ónotatilfinning-
unni og fyrr. En nú dugði ekki að vera
smeykur, svo að hann hristi brátt af sér
allan ótta, enda stóðu tveir vopnaðir
menn að baki hans. Hann beit því á
jaxlinn, opnaói dyrnar ákveðinn og gekk
inn.
r COSPER --------------------\
Dóttir okkar ætlar að gifta sig og maðurinn
minn ætlar að reyna að útvega þeim fbúðina
uppi.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976
Skipstjórinn sat inni. Strax og hann
leit upp og sá Óskar, stóð hann á fætur,
tók í hönd hans og bauð hann innilega
velkominn. Hann sagói, að Andrés hefði
fengið bréf Óskars og sýnt sér það,
svo að hann kannaðist við allt ævintýrið.
Og svo hló hann léttum hlátri. Já það var
vel af sér vikið, drengur minn. En þú
mátt ekki minnast á, að ég hafi sagt
þetta, — því að annars gæti farið svo, að
allir þrælarnir strykju i hvert sinn, sem
við komum í höfn. En þetta var nú engu
að síður vel af sér vikið, — ha-ha-ha-. Og
vopnaða menn? Ha-ha-ha-. Skipstjórinn
klappaði á vasa Jesemels og Mirons, —
ég sé vel, hvað þið hafið þarna, karlarnir.
Og svo eru þarna tvær ungar og fallegar
stúlkur á eftir ykkur. Ha-ha-ha. Hvernig
er þetta eiginlega með þig, Óskar, —
hefurðu eignast heila fjölskyldu? Ha-
ha-ha....
Hversdagslega, þegar dagarnir voru
langir og stundum leiðinlegir, var skip-
stjórinn kaldur og ákveöinn, eins og her-
foringi. En brytu menn hans eitthvað af
sér tók hann jafnan á því léttum tökum
og hafði oft gaman af. Hann kallaði á
léttadrenginn, pilt sem var nýlega ráó-
inn, og lét hann koma með kaffi og gott
brauð handa Óskari og vinum hans.
Og meðan veitinganna var notið af
góðri lyst, var sitt af hverju spjallað í
léttum tón
,,En hvar er Andrés?“ spurði Óskar allt
í eínu. t
„Andrés?.. Já, þú veizt það ekki, vinur
minn. Hann liggur á sjúkrahúsi i Mar-
seille — á sömu stofu og brytinn. Gaman
fyrir Andrés, — eð eóa finnst þér það
ekki,“ sagði skipstjórinn og hló dátt, svo
að ístran stóra hristist öll og skalf. „Þeir
fengu reyndar báðir vonda hitasótt og
urðu aó fara sjúkrahús en vegna áætl-
unar minnar, gat ég ekki beðið eftir
sjúklingunum, svo að þeir verða á sjúkra-
húsinu, þangað til FÁLKINN kemur aft-
ur til Marseille. Já, karlinn, það verður
ekki dónalegt fyrir Andrés. Þeir veróa
þarna vinirnir, í þrjár til fjórar vikur.“
„Þrjár til fjórar vikur, “ sagði Óskar.
„Það er ekki meira en vikuferð héðan til
Marseille?“
„Já, víst er það rétt, drengur minn, en
þú veizt líklega ekki Óskar að við urðum
fyrir vélarbilun, sagði skipstjóri. Við
verðum að halda hér kyrru fyrir um það
bil þriggja vikna tíma.“
/---------------------------------\
Kæru Tengdaforeldrar! Ég
fullvissa ykkur um að þið hafið
ekki misst dóttur ykkar — þið
hafið Ifka fengið mig að auki á
ykkar framfæri!
Blómarós kom með nýjan
hatt f bfó. Hún vildi helzt ekki
taka hann ofan, en vissi, að þér
sem fyrir aftan hana sátu, gátu
haft óþægingi af honum. Hún
sneri sér þvf að manninum,
sem sat í næsta sæti fyrir aftan,
og spurði, hvort hatturinn færi
ekki f taugarnar á honum.
— Nei, svaraði maðurinn, en
hann hefur haft slæm áhrif á
konuna mfna. Hún hefur þegar
krafist þess, að ég kaupi henni
eins hatt.
X
— Ég er hamingjusamur og
allt það. Ég vildi bara, að konan
mfn talaði ekki eins mikið um
fyrri manninn sinn og hún ger-
ir.
— Vertu ánægður, mfn er
alltaf að tala um tilvonandi
manninn sinn.
— Hvers vegna giftistu
pabba, mamma?
— Svo þig er farið að undra
það líka.
X
— Sigurður, sagði yfirþjónn-
inn, hvers vegna fór maðurinn,
sem sat við borð nr. 5 svona
skyndilega út?
— Hann settist þarna við
borðið, sagði þjónninn, og bað
um pylsur. Ég sagði honum, að
við ættum engar f augnablik-
inu, en ef hann vildi bfða svolít-
ið, sagðist ég skyldu biðja mat-
reiðslumanninn að búa þær til.
— Nú og hvað svo?
— Ég fór strax fram f eldhús,
en þá vildi svo óheppilega til að
ég steig ofan á skottið á hundin-
um og hann rak upp aumkunar-
vert væl. Maðurinn heyrði það
og flýtti sér út.
Arfurinn í Frakklandi
50
koma af salerninu um leið og þau
stigu út úr lyftunni. Hann var
klæddur f náttslopp og sfðbuxur
og var með inniskó á fótum.
— Lenti f óhappi með bflinn,
sagði David.
— Þar fór f verra. En þeir hafa
leyft yður að fara af sjúkrahúsinu
sé ég. Bfliinn ónýtur?
— Óskemmdur með öllu,
svaraði David.
— En hinn bfllinn þá? Hann
hló við, og Helen fannst þórðar-
gleðin skfna úr hverjum drætti.
— Og ég sé að unnustan er yður
til trausts og halds eins og vera
ber. Gott. Einmitt eins og það á að
vera.
— Honi soit qui mal y pense, M
Lazenby, sagði Helen alvöru-
gefin.
— Ja, það er nú Ifkast til. Góða
nótt. Hann dró sig vandræðalega f
hlé inn til sfn.
— Furðufugl, sagði Helen. —
heldurðu að hann sé að njósna
um þig?
— Hann virðist á ferli þar sem
ég er, sagði David.
— Ég trúi þvf ekki að þau séu
systkini.
— Þau hafa sitt hvort herberg-
ið.
— Hún yppti öxlum.
— Kannski eru þau bara hittin
á ævintýrin. Finnst þér ekki þú
ættir að tylla þér niður.
— Það er allt f lagi með mig,
sagði hann hranalegar en ætlun
hans hafði verið.
Hún rétti upp höndina.
— Allt f lagi, elskan mfn. Ég
skal ekki plaga þig með spum-
ingum um heilsufarið f bráðina.
Ég vona bara að læknirinn sem
batt um sárið hafi kunnað sitt
fag.
Hann settist þyngslalega f
annan hægindastólinn.
— Ég hef á tilfinningunni að
manniífið f kringum höllina og
vini Marcels sé á þann veg að það
vefjist ekki fyrir neinum þar á
bæ að taka trúanlega þá útgáfu að
þetta hafi verið slys.
— Ég býst við að þú hafir á
réttu að standa, sagði Helen. —
Ég dreg að minnsta kosti þá álvkt-
un af kynnum mfnum við þetta
fólk.
— Svo að Paul er þá ekki alveg
sá bjáni sem ég hélt hann vera.
Kannski hefur hann ekki teflt f
neina tvfsýnu?
— Þú sagðir að Marcel hefði
farið að leita hans.
— Ég held það.
— Þá hefur Paul glatað öllu
sfnu. Marcel lætur hann ekki vera
erfingja sinn eftir þennan at-
burð.
— Kannski Marcel þurfi nú
Ifka að fara að Ifta um öxl.
Næturvörðurinn barði að
dvrum og bar þeim kaffi og sam-
lokur á hakka. Helen hellti f boll-
ana og hallaði sér aftur f rúminu
og maulaði samloku.
— Ég hef ekkert fengið að
borða, sagði hún til skýringar. —
Nei, hvað er nú þetta?
Undan koddanum dró hún
minnisbók Boniface.
David útskýrði fyrir henni
hvernig hann hefði komizt yfir
hókina.
— Ég verð að skila henni aftur,
sagði hann. — Ég var bara búinn
að steinglevma henni.
— Er heimilisfang Mme Des-
granges f henni.
— Já, en það er það sama og við
fórum á um kvöldið og kemur
ekki að neinu gagni.
Hún blaðaði annars hugar að
stafnum D.
— Davtd, hvers vegna ertu
svona sannfærður um að hún hafi
farið aftur til Spánar? Gæti ekki
verið, að hún væri einhvers staðar
f grenndinni? Kannski hefur hún
bara brugðið sér f frf?
— Hún hefði sagt mér það. Hún
sagði mér að hún færi á hverjum
degi f húsið mitt og þar gæti ég
fundið hana. Ég er hér um bil viss
um að um það levti sem ég taiaði
við hana hafði hún engin áform á
prjónunum um að fara f burtu.
— Og hvað hefur þá orðið tíl
þess að hún skipti svo snöggiega
um skoðun, að þfnum dómi?
— Eitthvað hefur komið uppá.
svo að hún hefur skvnjað að hún
væri f hættu stödd. Mér dettur f
hug að hún hafi þekkt dánu kon-
una, eða vitað að minnsta kosti
hver hún var. Ég held að þá hafi
hún ákveðið að koma sér á örugg-
ari stað. Ég held satt að segja að
hún sé farin aftur til Spánar
vegna þess hún tók fjölskvlduna
með sér, vangefna soninn, og
gömlu frænkuna sem Gautier tal-
aði um. Ég trúi ekki að hún ryki
af stað með þau bæði f eftirdragi
ef ekki hefði komið upp á
eitthvað það sem gerði hana
hrædda. Ég verð æ sannfærðari
um að hún hafi farið aftur til
Spánar, þegar ég velti málinu
fyrir mér.
— Nema hún hafi einnig orðið
fyrir „slysi“, sagði Helen hugsi.
— Éf hún væri dáin mvndi fjöl-
skyldan enn vera á heimilinu
sagði Davíd. — Hún er á lífi. Það
er ég viss um. En hvernig getum
við fundið hana? Það er stóra
spurningin.
— Ég held okkur takist það,
sagði Helen mÍAkri röddu.
— ,.\ >g finn hér.
Hún fletti fyrst að stafnum D
og benti á stóran staf G sem var
við hlið nafns T'me Desgranges.