Morgunblaðið - 07.05.1976, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAl 1976
Mótmæli barnakennara
A FUNDI stjórnar og fulltrúaráðs
Sambands íslenzkra barnakenn-
ara sem haldinn var fyrir nokkru
var gerð samþykkt hvar mótmælt
var harðlega þeirri réttarskerð-
ingu íslenzkra barna, sem felst í
því að fjölga bekkjardeildum frá
því sem nú er.
Segir í samþykktinni að með
tilliti til þeirra frétta i dagblöð-
um, að menntamálaráðuneytið
muni beina þeim tilmælum til
skólanna að þeir fjölgi nem-
endum i bekkjardeildum frá því
sem nú er, þá itrekar fulltrúaráðs-
fundur SÍB þá ályktun siðasta
fulltrúaþings, að stefna beri að
því að ekki séu fleiri en 24 nem-
endur í einni bekkjardeild.
Jafnframt lýsir fundurinn yfir
þeirri skoðun sinni, að það sé ein
höfuð forsenda fyrir blönduðum
bekkjum hvað námsgetu snertir,
að nemendafjöldi hafi einhverja
möguleika á að sinna sérþörfum
hvers nemanda í bekknum.
Aðalfundur KRON:
Mótmælir synjun
borgarstjórnar
Aðalfundur KRON var haldinn
fvrir skömmu og sóttu fundinn
113 fulltrúar segir í fréttatilkynn-
ingu frá KRON. Félagsmenn
KRON eru nú rúmlega 13 þúsund
og var heildarvelta félagsins rúm-
lega einn milljarður króna. Hefur
veltan aukizt um 32% miðað við
árið áður en rekstrarafgangur að
loknum afskriftum var kr. 532
þúsund. Félagið veitti um 7
milljónir króna í afslátt á árinu í
formi lækkaðs vöruverðs.
A aðalfundinum fluttu Ragnar
Ólafsson formaður félagsins og
Ingólfur Ólafsson kaupfélags-
stjóri skýrslur um starfsemi fé-
lagsins og skýrði Ragnar frá því,
að borgarstjórn Reykjavíkur
hefði synjað KRON um leyfi til
þess að reka stórmarkað í hús-
næði SlS við Elliðavog. Urðu
miklar umræður um þetta mál og
samþykkti fundurinn harðorð
mótmæli og skoraði á borgar-
stjórn Reykjavíkur að breyta af-
stöðu sinni í þessu máli og veita
KRON hið umbeðna leyfi. I mót-
mælunum segir að synjunin
hindri eðlilega, frjálsa samkeppni
í smásöluverzlun og sé misbeiting
á pólitisku valdi og bitni á öllum
almenningi í Reykjavík sem og
félagsmönnum, KRON.
Fundarstjórar á fundinum voru
Sigurður Guðgeirsson og Guðrún
Guðvarðsdóttir.
I stjórn KRON eru nú Ragnar'
Ólafsson, Guðjón Styrkásson,
Böðvar Pétursson og Björn Krist-
jansson.
©
i
Ingólfur Ólafsson kaupfélags-
stjóri flvtur skýrslu um starfsemi
félagsins á aðaífundi KRON.
INNLENT
JAFNRÉTTISNEFND
NESKAUPSTAÐAR
I fréttatilkynningu sem Mbl.
hefur borizt kemur fram að jafn-
réttisnefnd Neskaupstaðar var
kosin á fundi bæjarstjórnar i
febrúar s.l. Með kosningu hennar
mun Neskaupstaður væntanlega
leggja fram sinn skerf til 10 ára
áætlunar Sameinuðu þjóðanna í
baráttunni fyrir jafnstöðu
kynjanna.
Verkefni nefndarinnar skulu
m.a. vera að gera könnun á stöðu
kvenna i bænum og óskum þeirra
og áliti á bæjarmálum og beita sér
fyrir fræðslu um jafnréttismál í
skólum og meðal almennings.
Nefndina skipa Gerður G. Ósk-
arsdóttir formaður, Randíður
Vigfúsdóttir ritari, Jóhannes
Stefánsson, Stella Steinþórsdóttir
og Smári Geirsson.
Nefndin hefur hafið störf og
gert sér starfsáætlun fyrir yfir-
standandi ár.
ÍAÍ:M V' Mk''SAmi»!ÍMM&íÆSSllíí
Erling Aspelund forstjóri Hótels Loftleiða og Emil Guðmundsson aðstoðarhótelstjóri. Ljósm. Mbl. RAX
mál og ennfremur aðrir salir
þannig að hægt er að halda sex
ráðstefnur I hótelinu á sama
tfma.
Nú eru starfrækt á hótelinu
217 gistiherbergi með 434 gisti-
rúmum. Meginhluti gesta
hótelsins er erlent ferðafólk
sem hingað kemur til lengri
eða skemmri dvalar. Gistinæt-
ur frá upphafi eru um 550 þús-
und og meðalnýting hótelsins
sl. 2 ár eru 60% segir I fréttatil-
kvnningunni. Starfsfólk hótels-
ins er 117 manns á veturna en
175 manns á sumrin.
Forstjóri Ilótels Loftleiða er
nú Erling Aspelund og aðstoð-
arhótelstjóri er Emil Guð-
mundsson.
Hótel Loftleiðir 10 ára:
Gistinætur orðnar
um 550 þúsund
I fréttatilkvnningu frá kynn-
ingardeild Flugleiða kemur
fram að þann 1. maf voru liðin
10 ár frá þvf að Hótel Loftleiðir
var opnað. t þeim áfanga sem
þá var opnaður var gistirými
fyrir 216 gesti í 108 herbergj-
um. Viðdvalarfarþegum Loft-
leiða hafði þá fjölgað verulega
og aukning var fvrirsjáanleg. I
hótelinu var brvddað upp á
ýmsum nýjungum, s.s. sund-
laug í kjallara og góðri aðstöðu
til fundahalda.
Hinn 1. maf 1971 var tekin í
notkun viðbótarbvgging en í
henni voru 110 herbergi og
ennfremur ný veitingabúð, sal-
ur til ráðstefnuhalds með tækj-
um til túlkunar á fjögur tungu-
Formannafundur^ Kven-
félagasambands íslands
1 LOK apríl var haldinn f Reykja-
vfk 12. formannafundur Kvenfé-
lagasambands tslands. 1 K.t. eru
21 héraðssamband og Kvenfélag-
ið Líkn í Vestmannaeyjum. Fund-
inn sóttu formenn allra héraðs-
sambandanna nema einn. 1 frétta-
tilkvnningu frá K.l. segir að rösk
23 þúsund kvenna séu félags-
bundin innan K.l.
Á fundinum var m.a. skýrt frá
undirbúningnum að þingi Hús-
mæðrasambands Norðurlanda,
sem haldið verður í Reykjavík i
ágúst. Þingið munu sækja um 120
erlendar konur og nokkrir karl-
menn. Ekki er enn vitað hve
margir íslenzku þátttakendurnir
verða þar sem umsóknarfrestur
er enn ekki útrunninn, en rúm er
fyrir 100 íslenzkar konur. Um-
ræðuefni þingsins verður Norður-
löndin og umheimurinn — Mat-
vælaauðlindir og mataræði. Þrír
íslenzkir fræðimenn og einn
Fjögurra farþega loftbelg-
ur keyptur til landsins
Ætlað að fljúga með landsmenn í sumar
Loftbelgurinn sem Holberg Más-
son hefur kevpt til landsins.
Belgurinn er 22 metra hár og 20
metrar I þvermál. Mvndin er
tekin í Bretlandi fyrir skömmu
þegar Holberg var að leggja upp f
revnsluför á loftfarinu.
VÆNTANLEGUR er til landsins
á næstu dögum loftbelgur sem
Holberg Másson flugmaður hefur
keypt, en Holberg gerði tilraunir
í loftbelgjagerð fyrir nokkrum
árum með skólafélögum sínum úr
Menntaskólanum f Hamrahlíð
auk þess að þeir smíðuðu eld-
flaug sem sagt var frá f fréttum.
Holberg hefur lokið einkaflug-
mannsprófi og prófi í stjórn loft-
belgja og hefur Flugmálastjórr
gefið út á hans nafn fyrsta flug
skýrteinið til stjórnunar á loít-
belgjum á Islandi.
Holberg keypti loftbelginn í
Bretlandi fyrir 1,2 millj. kr. og
var hann þar ytra fyrir skömmu
til þess að prófa tækið. Belgurinn
sem mun fá fslenzka skráningar-
merkið TF-HOT ber 3—4 menn,
en alls er belgurinn 1560 rúm-
metrar, 22 metra hár og 20 metrar
í þvermál.
I spjalli við Morgunblaðið
kvaðst Holberg ætla að fljúga
belg.num í nágrenni Reykjavíkur í
sumar og bjóða fólki að ferðast
með. Loftbelgurinn er fylltur
upphituðu lofti og er það um 100
stiga heitt, en það er hitað upp
með própangasi. Dúkur belgsins
er úr næloni en karfan sem ber
3—4 menn er úr basti.
Ef flugtúrar með loftbelgnum
verða vinsælir kvaðst Holberg
ætla að eiga belginn áfram, en að
öðrum kosti selja hann aftur.
Hann kvaðst fyrst og fremst hafa
keypt hann til þess að sýna fram á
að auðvelt og skemmtilegt væri að
fljúga loftbelgjum yfir íslandi.
norskur flytja erindi og síðan
skiptast þátttakendur í umræðu-
hópa og fjalla um spurningar sem
frummælendur leggja fram.
Á formannafundinum var kosin
nefnd til að endurskoða lög K.t.
fyrir næsta landsþing og einnig
var kosin nefnd til að undirbúa
útgáfu á sögu kvenfélaganna á
hálfrar aldar afmæli K.I. árið
1980.
Aðalstjórn Kvenfélagasam-
bands Islands skipa Sigríður
Thorlacius, Sigurveig Sigurðar-
dóttir og Margrét S. Einarsdóttir.
SAMÞYKKTIR A FUNDINUM
Á fundinum voru gerðar nokkr-
ar samþykktir og skoraði fundur-
inn á ríkisstjórn tslands að fram-
lengja starfstíma hinnar ríkis-
skipuðu kvennaársnefndar en
hann hefur verið bundinn við lok
þessa árs. Telur fundurinn eðli-
legt að nefndinni verði falið að
starfa þann áratug, sem S.Þ.
helga baráttunni fyrir réttinda-
málum kvenna.
Þá fagnar fundurinn framtaki
meðal 12 ára gamalla skólabarna í
baráttunni gegn tóbaksreyking-
um og skorar á félagskonur K.I.
að vinna að því að draga úr
tóbaksreykingum.
Fundurinn beinir þeirri ósk til
menntamálaráðherra að sérstök
aðgát verði höfð við gerð náms-
skrár grunnskóla varðandi verk-
iegar greinar, svo að æskufólk fái
ekki síður trausta undirstöðu f
verknámi en bóknámi. Þá skorar
Samskrá
SAMSKRÁ um erlendan ritauka
íslenzkra rannsóknarbókasafna
sem Landsbókasafn Islands gefur
út er nú komin út fyrir tímabilið
janúar til júní 1975. Skráin
kemur út tvisvar á ári í tvennu
lagi.
Samskrá er send ókeypis þeim
sem þess óska og sé beiðnum um
það beint til Landsbókasafns Is-
lands.
fundurinn á Búnaðarfélag Is-
lands að stuðla að þvi að lands-
menn verði sjálfir sér nógir um
vörur eins og t.d. kartöflur og
gulrófur. Ennfremur skorar
fundurinn á heilbrigðisyfirvöld
að leggja aukna áherzlu á víðtæk-
ari lækningaaðstöðu, fræðslu og
félagslegá aðstoð er draga megi
úr áfengissýki en fagnar því jafn-
framt að hæli fyrir áfengissjúka
skuli nú vera að taka til starfa á
Vifilsstöðum.
Vísindafélag
ályktar um rík-
isstofnanir
BLAÐINU hefur borist svohljóð-
andi frétt frá Vísindafélagi Norð-
lendinga:
Almennur fundur í Vísindafé-
lagi Norðlendinga, haldinn á
Húsavík þann 1. mai 1976, sam-
þykkti eftirfarandi ályktanir:
1. Félagið fagnar fram komnum
tillögum „Stofnanaflutnings-
nefndar", um flutning rikisstofn-
ana frá Reykjavík.
Þeirri áskorun er beint til
stjórnvalda landsins, Fjórðungs-
sambands Norðlendinga og við-
komandi sveitar- og sýslufélaga,
að þau láti nú þegar kanna mögu-
leika á framkvæmd tillagnanna.
2. Hvað Norðurland snertir,
telur fundurinn að of mikil
áherzla sé lögð á flutning stofn-
ana til eins staðar, þ.e. Akureyr-
ar, i tillögum nefndarinnar. Telur
fundurinn eðlilegt, að athugað
verði um flutning (heildar- eða
deildarflutning) stofnana til ann-
arra staða norðanlands, svo sem
til Húsavíkur og Sauðárkróks.
3. Jafnframt telur félagið sjálf-
sagt, að haldið verði áfram upp-
byggingu ýmissa menningarstofn-
ana á Norðurlandi, í samræmi við
fyrri tillögur félagsins um það
efni (frá 1972), enda hlýtur slík
uppbygging að vera á ýmsan hátt
minni vandkvæðum bundin en
flutningur stofnana.
I