Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976
3
\\
Ljósmynd Friðþjófur
Húsið Hamarsbraut 11, Hafnarfirði. t kjallara þessa húss var Guð-
mundur Einarsson ráðinn af dögum.
fram hjá Sævari Marinó hvað
gerzt hafi þarna sem og um
afdrif Guðmundar Einarssonar,
og hefir hann orðið margsaga í
þeim efnum. Kristján Viðar og
Erla töldu sig bera kennsl á
nokkra þeirra, sem voru þarna
staddir á athafnasvæði Dráttar-
brautarinnar, og þeir Einar
Gunnar Bollason, Magnús
Leópoldsson, Valdimar Olsen
og Sigurbjörn Eiríksson til-
greindir í því efni, en þeir hafa
Varð hún hrædd, sneri sér til
rannsóknarlögreglunnar og gaf
upp nöfn fjögurra manna, sem
hún sagði viðriðna hvarf Geir-
finns Einarssonar. Voru þetta
hálfbróðir Erlu, Einar Gunnar
Bollason, Magnús Leopoldsson,
Sigurbjörn Eirlksson og Valdi-
mar Olsen, sem nefndir voru.
Sævar Ciecielski var nú
spurður um málið og inntur
eftir því hvað gæti hugsanlega
hrætt stúlkuna, og nefndi hann
sömu menn. Þá nefndi Kristján
Viðar sömu menn, þegar hann
var spurður um málið. Voru
þau þrjú nú spurð enn frekar
um mál þetta hvert í sínu lagi,
og bar þeim í megindráttum
saman um atburðarás og var
hún á þessa leið.
Að kvöldi þess dags, sem
Géirfinnur hvarf, að því er þau
töldu, þ.e. 19. nóvember, lögðu
þau Sævar og Erla af stað frá
veitingahúsinu Klúbbnum til
Keflavikur. í miðbænum var
stoppað og tekinn upp einn far-
þegi, Kristján Viðar. Sam-
kvæmt framburði þeirra
þriggja ók Magnús Leopoldsson
bifreiðinni, sem var af gerðinni
Mercedes Benz og var hún i
eigu Magnúsar. Sagði Erla í
framburði sinum, að á leiðinni
staðfastlega neitað því. Hafa
þeir Einar Gunnar, Magnús,
Valdimar og Sigurbjörn að
undanförnu sætt gæzluvarð-
haldi vegna þessarar
rannsóknar, en hafa nú verið
leystir úr þeirri gæzlu en að
ákvörðun rannsóknardómara
verið gert að sæta eftirliti
lögreglu og takmörkunum á
ferðafrelsi i þágu rannsóknar
málsins.
Framhald á bls. 39
hefðu þeir rætt um það sín í
milli Sævar og Magnús Leo-
poldsson að maður þyrfti að
hverfa. Hann væri með „stæla“
og hefði ekki tekizt að koma
fyrir hann vitinu, jafnvel þótt
búið væri að bjóða honum pen-
inga. Þegar komið var til Kefla-
víkur var beygt útaf veginum
og ekið niður að Dráttarbraut
Keflavíkur. Þar er stein-
bryggja, og lá þar bátur. Nokkr-
ir menn voru þarna og við yfir-
heyrslur nafngreindu farþegar
bilsins fjóra menn, þá Einar,
Magnús, Sigurbjörn og Valdi-
mar. Aðrir voru ekki nafn-
greindir. Fóru sumir í bátinn,
ekki þó allir og var lagt frá
landi. Erla kvaðst hafa beðið í
bílnum, en aðeins smástund: Þá
kvaðst hún hafa orðið ofsa-
hrædd, læðst burtu og falið sig í
mannlausu húsi skammt frá
slippnum. Þar dvaldist hún alla
nóttina og taldi sig a.m.k. einu
sinni hafa orðið vara við
mannaferðir i húsinu. Um
morguninn yfirgaf hún húsið,
gekk upp á Keflavikurveginn
og fékk far með fólksbíl að
Grindavíkurafleggjaranum og
þaðan með flutningabíl til
Hafnarfjarðar. Var auglýst
Framhald á bls. 39
Olympíumótið í bridge:
Þrír sigrar
og tvö töp hjá
íslendingum
MonteCarlo 10. maí frá
Jakohi R. Möller.
FIMMTA Olvmpiumótið í bridge
hófst hér í Monte Carlo í gær-
kvöldi. 1 mótinu taka þátt 45 þjóð-
ir úr öllum heimsálfum. lsl.
liðið spilaði i fyrstu umferð
við Japani og sigraði með
12 stigum gegn 8. Var leikurinn
mjög jafn en Stefán og Símon
náðu slemmu sem fáir náðu og
unnu hana og gerði það gæfu-
muninn.
Þess má geta að leikirnir eru
aðeins 16 spil svo ekki má mikið
fara úrskeiðis.
1 annarri umferð spiluðu ís-
lendingar við Jamaica og unnu
stórt 20 mínus 5. Okkar menn
spiluðu vel á móti veikri and-
stöðu.
I þriðju umferð tapaðist leikur-
inn við Ástralíu 13—7 og i fjórðu
Framhald á bls.39
18 ára þorskur:
Einn og hálfur
metri að lengd
ÞAÐ hefur komið fyrir á vetr-
arvertið þeirri, sem lýkur i dag,
að stórir og fallegir þorskar
hafa fengist í veiðarfæri
báta. Þessi fallegi þorskur
sem við sjáum á þessari mynd
ásamt einum skipverja að Gull-
faxa SF-11, fékkst suður af
Hornafirði á 30 faðma dýpi
þann 9. apríl s.l. er skipverjar
Gullfaxa voru að draga netin.
Reyndist þorskurinn vera 150
cm að lengd og 30 kílóa þungur.
Fiskurinn var rannsakaður af
Hafrannsóknastofnuninni og
kom i ljós, að þetta var hrygna
og reyndist hún vera 18 ára
gömul. Hefur henni þvi tekizt
að sleppa meðfram veiðar-
færum Islendinga og Breta öll
þessi ár og mun það vera mjög
sjaldgæft nú á tímum, að þorsk-
ur nái þetta háum aldri.
Myndina tók Eiríkur Þorleifs-
son skipstjóri á Gullfaxa.
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins:
Ölafur Jóhannesson endurkjörinn
Kristinn Finnbogason féll út
við kosningu varamanna
ÖLAFUR Jóhannesson var endur-
kjörinn formaður Framsóknar-
flokksins, sömuleiðis var Stein-
grimur Hermannsson endurkjör-
inn ritari, Tómas Árnason gjald-
keri og Einar Ágústsson varafor-
maður. Ragnheiður Sveinbjörns-
dóttir var endurkjörin vararitari.
Halldór E. Sigurðsson baðst und-
an endurkjöri sem varagjaldkeri
og var Guðmundur G. Þórarins-
son kjörinn í hans stað.
1 framkvæmdastjórn Fram-
sóknarflokksins eru formaður,
ritari, gjaldkeri og varaformaður
ásamt formanni Sambands ungra
framsóknarmanna sjálfkjörnir.
Engar breytingar urðu á kosn-
ingu annarra i framkvæmda-
stjórn flokksins að öðru leyti en
því að Jón Skaftason baðst undan
endurkosningu og í hans stað var
kjörinn Hákon Sigurgrímsson úr
Kópavogi.
Sú breyting, sem varð á 9
manna blaðsstjórn Tímans, var að
Óðinn Rögnvaldsson gaf ekki kost
á sér til endurkjörs og í hans stað
var kosinn Magnús Bjarnfreðs-
son, Kópavogi.
Morgunblaðið hafói samband
við Jón Skaftason alþingismann
og spurði hann hvers vegna hann
hefði ekki gefið kost á sér i fram-
kvæmdastjórn flokksins.
Jón Skaftason sagði, að á fund-
inum hefði hann gert grein fyrir
því, að hann teldi of lítið um
skiptingar i framkvæmdastjórn-
Morgunblaðinu hefur borizt
fréttatilkvnning frá skrifstofu
ríkissaksóknara, þar sem kem-
ur fram að Kristján Pétursson
deildarstjóri og Haukur Guð-
mundsson rannsóknarlögreglu-
maður hafa farið þess á leit við
rikissaksóknara að hann láti fara
fram opinbera rannsókn um rétt-
mæti sakargifta á hendur þeim
um misferil í starfi. Fréttatil-
kynningin er svohljóðandi:
Með bréfi Kristjáns Péturs-
inni og tii þess að sýna að hann
hefði meint það, hefði hann ekki
gefið kost á sér. Hann sagði, að
hann teldi stöðugar og jafnar
breytingar i framkvæmdastjórn-
inni æskilegar, en ekki skyndi-
legar stökkbreytingar.
Þá gerðist það á miðstjórnar-
fundinum, að Gerður Steinþórs-
dóttir var kosinn varamaður í stað
Kristins Finnbogasonar, sem féll
út.
sonar, deildarstjóra, og Hauks
Guðmundssonar, rannsóknarlög-
reglumanns, dags. 27. f.m. er þess
farið á leit við rikissaksóknara, að
hann hlutist til um að opinber
rannsókn fari fram á réttmæti
sakargipta á hendur þeim ,,um
margskonar alvarleg brot i opin-
beru starfi, er varðar við almenn
hegningarlög", sem birtist í grein
í dagblaðinu Timanum 14. f.m.
(60. árg. 85 tbl.) undir heitinu
Framhald á bls. 39
Orðið við ósk
um rannsókn
FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐÍ
MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI . . ,
PARIS
Expomat
1 Alþjóðleg
byggingavörusýning
Brottför 1 4. mai
VikuferS meS 1. flokks gistingu
Verðfrá kr. 62.000
ENGLAND
Flogið er til Glasgow og ekið um
fallegustu slóðir Bretlands.
Sögufrægir staðir skoðaðir.
Dvalið í London nokkra daga.
íslenskur fararstjóri.
11 daga ferð
Verð frá kr. 69.900
Brottför 11. júni.
DUSSELDORF
hnterocean
1 '76
IÓdýr vikuferð
Brottför 14. júni
Sjórinn—Taekifœri framtiSarinnar
Fiskveiðitæki og -tækni. hafnar-
framkvæmdir, og rannsóknir á sjáv-
arefnum og vinnsla þeirra o.fl.
photokino
World Fair of Photography
Brottför 9. sept.
Ódýru
Spánarferðirnar
Costa Blanca,
Benidorm.
2ja og 3ja vikna ferðir
íalltsumar. Fjölskylduafsláttur,
íslensk hjúkrunarkona og barnfóstra.
Brottfarardagar: 9. ágúst
12. maí 16. ágúst
31. mai 23. ágúst
14. júni 30. ágúst
28. júní 6. sept
19. júll 13. sept
2. ágúst 20. sept.
Odýrar Noröurlandaferöir í allt sumar. Seljum einnig farseðla meö öllum
flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum vor- og haustfargjöldum.