Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 40
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11 MAt 1976 Isfirðingar áberandi beztir og meistarar í blaki ölönnga tSFIRÐINGAR báru sigur úr býlum I öldungakeppninni 1 blaki, sem lauk á sunnudaginn. Unnu Isfiröingarnir alla andstæðinga sfna örugglega »g töpuöu ekki hrinu allt mótirt. Að sögn Guð- mundar Oddssonar, sem hafði veg og vanda af framkvæmd mótsins fvrir hönd KLt, voru Isfirðingarnir með áberandi be/ta liðið og sigur þeirra því mjög sanngjarn. I úrslitaleiknum léku tsfirðingar við Þrótt og lauk leiknum með 2:0 sigri tsfirðinga en báðum hrinunum 15:9. Voru Þróttarar einnig með mjög gott lið í mótinu, en urðu samt að láta 1 minni pokann fyrir tsfirðingum. Ellefu lið tóku þátt í mótinu að þessu sinni, en þau sem kom- ust í úrslitakeppnina um síð- ustu helgi voru ÍBt, Þróttur, Siglufjörður, Oðinn, Akureyri, Breiðablik og Víkingur. Var þetta í fyrsta skipti, sem keppni sem þessi fer fram og þegar hafa blaksambandinu borizt fyrirspurnir um öldungamótið næsta ár. Auk þess að gera mót sem þetta að árlegum viðburði, hefur Blaksambandið hug á að koma á laggirnar keppni fyrir konur í þessum aldursfiokki (!) strax á næsta ári. Skaíamenn t sokn - nnnn Keflvíkinga 3:0 SKAGAMENN hafa unnið tvo sfðustu leiki sína 1 litlu bikarkeppninni á mjög sannfærandi hátt, eða 3:0 báða leikina, sem voru gegn Haukum og IBK á laugardaginn. Ilafa þeir Matthias Hallgrímsson og Teitur Þórðarson verið iðnir við að skora í þessum leikjum og skipt mörkun- um bróðurlega á milli sfn. Er gott hljóðið í Skagamönnum um þessar mundir og líta þeir björtum augum á Islandsmótið, en vörn tslandsbikarsins hefja Skagamenn um helgina er þeir mæta nýliðunt Þróttar. I leiknum gegn IBK skoraði Teitur Þórðarson eina ntark fyrri hálfleiksins, en í þeim síðari jók Matthías munínn í 2:0 og síðasta orðið átti Teitur svo, þannig að úrslitin urðu 3:0. Skagamenn hafa gert nokkrar tilraunir með lið sitt að undan- förnu og hafa margir ungir og efnilegir leikmenn fengið að spreyta sig. Bezt þeirra allra hef- ur Pétur Pétursson staðið sig, hann átti ágætan leik gegn Kefl- víkingum og verður meðal leik- manna pressuliðsins i kvöld. Tveir leikmenn ÍA, sem voru í landsliðshópnum í fyrra, þeir Árni Sveinsson og Jón Alfreðs- Stefnir í úrslitaleik Englendinga ogSkota SKOTAR unnu aftur á laugardaginn öruggan sigur í Bretlandseyjakeppninni í knattspyrnu er þeir á laugardaginn mættu N-írum og sigruðu 3:0. Á fimmtudaginn lögðu Skotarnir Walesbúa með 3 mörkum gegn 1. Englendingar léku sinn fyrsta leik f keppninni á laugardaginn og unnu þeir þá Walesbúa 1:0 f Cardiff og skoraði 3. deildarleikmaðurinn Peter Taylor eina mark leiksins. Skotarnir höfðu yfirburði i leiknum gegn N-trum, en leikið var á Hampden Park. Archie Gemmill, fyrirliði skozka liðsins, skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mfnútu, en í seinni hálfleiknum bættu þeir Don Masson og Kenny Daglish tveimur mörkum við. Þá fengu Skotarnir vítaspyrnu, se.m Bruce Riock tókst ekki að skora úr. Skot hans lenti í stönginni, Kenny Daglish náði síðan knett- inum, en skaut f stöngina og varnarmenn N-Irlands komu knettinum af hættusvæði. Þrátt fyrir að Skotar hafi nú skorað 6 mörk f tveimur síðustu leikjum sínum getur Willy Ormond framkvæmdastjóri liðs- ins tæpast verið ánægður með sóknarleikmenn sína, sem mis- notuðu alltof mörg góð tækifæri. Styrkleiki Skota í þessum leikjum hefur fyrst og fremst legið í góð- um leik tengiliðanna Rioch, Mass- on og síðast en ekki Archie Gemmils, sem átti ótal góðar sendingar á framherjana í leikn- um. Eini leikmaður N-tra, sem stóð upp úr meðalmennskunni, var Tommy Cassidy. Tæplega 50 þúsund áhorfendur sáu þennan leik og voru áhorfendastæðin á Hampden Park því hálftóm. Á laugardaginn mætast Skotar og Englendingar á þessum velli ög er þá öruggt að fleiri munu fylgjast með því, flestir telja að þar verði um hrein- an úrslitaleik að ræða. Ný andlit I enska landsliðinu Englendingar máttu hafa sig alla við í leik sínum gegn Wales á laugardaginn, þeir unnu aðeins 1:0 og skoraði Peter Taylor eina mark leiksins, en Taylor leikur með Crystal Palace í þriðju deild. Skoraði hann markið á 58. mínútu eftir undirbúning fyrirliðans Gerry F’rancis. Hefur Taylor náð þeim einstæða árangri að skora í öllum landsleikjum, sem hann hefur leikið fyrir England, bæði fyrir a-landsliðið og landslið 23 ára og yngri. Enska landsliðið er í mótun og í því eru nú leikmenn, sem fæstir hafa leikið marga landsleiki. Don Rvie sagði að loknum leiknum við Wales að landslið það sem hann hefði stillt upp væri það sterkasta sem hann gæti valið. Á þessum leikmönnum myndi hann byggja landsliðið, sem hann vonaði að kæmist f úrslit heims- meistarakeppninnar í Argentinu 1978. Þeir þrír sem léku sinn fyrsta landsleik á laugardaginn fyrir England voru miðvallarleik- mennirnir Tony Towers og Brian Greenhoff og framlínuleikmaður- inn Stuart Pearson. Fyrsta hálftíma leiksins gerði enska landsliðið mörg mistök, en allt fór þó vel því Ray Clemence í marki enska liðsins átti mjög góðan leik. A-þúzk heimsmet AUSTUR-þýzkar frjáls- íþróttakonur settu þrjú heimsmet um síðustu helgi, í langstökki, há- stökki og 400 m hlaupi. Hin 18 ára gamla Cristina Bremer frá A-Berlín fékk timann 49.77 í 400 metra Real Madrid dæmt í ársbann son, voru hins vegar ekki með á laugardaginn. Mun enskur þjálf- ari Skagamanna, Ferguson, ekki vera nægilega ánægður með Árna, en um Jón er það að segja að hann hefur ekkert æft í vor. Ganga þær sögur á Akranesi að Jón hyggist leggja skóna á hill- una, en vonandi fyrir Skagamenn hafa þær sögur ekki við rök að styðjast. Nokkrir af fastamönnum IBK- liðsins frá í fyrra voru ekki með gegn Skaganum, menn eins og Steinar Jóhannsson, Jón Ólafur og Ástráður og munu meiðsli hrjá IBK-Iiðið. Skástur Keflvíkinga f leiknum á laugardaginn var Einar Gunnarsson. REAL Madrid var á fundi aga- nefndar og stjórnar UEFA I Ziirich fvrir helgina dæmt frá allri þátttöku f Evrópumótum á næsta ári. Ástæðan fvrir dómi þessum var ruddaleg framkoma áhorfenda f leik Real Madrid og Bayern Múnchen í Madrid fvrir nokkru. í þeim leik þurfti bæði dómari leiksins og Gerd Múller að fá lögregluvernd út af vellin- um til að sieppa frá æstum lýðn- um. Nokkur félög og knattspyrnu- sambönd voru af sömu aðilum dæmd til að greiða háar sektir. Júgóslavneska Knattspyrnusam- bandinu var gert að greiða hæstu upphæðina, eða rúmlega 350 þús- und krónur vegna þess að áhorf- endur skutu upp „rakettum" með- an á leik Júgóslava gegn Wales stóð 24. aprfl sl. St. Etienne var gert að greiða á þriðja hundrað þúsund krónur vegna öryggis dómara var ekki gætt nægilega vel og að auki fékk félagið 50 þúsund króna sekt vegna „rak- ettuskots" áhorfanda meðan á leik St. Etienne gegn PSV frá Hollandi stóð. Fleiri félög og sambönd voru dæmd til að greiða háar upphæðir og yfirleitt vegna óláta áhorf- enda. Oftast vegna þess að þeir skutu upp „rakettum" en einnig vegna þess að leir léku sér með dómaraflautur í áhorfendastæð- unum, spiluðu á hljóðfæri eða létu illa á einhvern hátt. hlaupi og bætti þar með met Irenu Szewinsku frá Póllandi. Angela Voigt frá Magdeburg bætti met Heidi Rosendal í lang- stökki, sú a-þýzka stökk 6.92 metra, en v-þýzka stúlkan stökk 6.82 m fyrir sex árum. í hástökki bætti Rosi Ackermann, sem er 24 ára gamall hagfræðistú- dent frá Cottbus, sitt eigið heimsmet um 1 sm, en hún stökk 1.96 m á úrtökumóti fyrir ÓL í Dresden á laug- ardaginn. Italir til Montreal ITALtfl báru stgur úr býtum i forkeppm OL i korfuknattleik sem staðið hefur yfir i Edinbwrg að undanfornu en keppmnm þar lauk á laugardag I úrslitaleiknum sigruðu Italir Jugóslava með 84 stigum gegn 79 i m|og jofnum leik þar sem úrslitin léðust ekki fyrr en á lokaminútu leiksms Það verða þvi Italir sem leika i Montreal i sumar en aðeins eitt lið úr keppninni i Edmborg komst þangað Pólland sigraði Israel i keppnmm um 3 sætið með 93 stigum gegn 81 Belgar unnu Frakka með 84 79 og hofnuðu i 5 sæti og bre/ka liðið sem lék hér á landi i vetur sigraði Irland i keppninni um 7 sætið með 78 stigum gegn 56 Þessi úrslit eru nokkuð óvænt, fyrirfram hafa sennilega flestir reiknað með sign Júgóslaviu i keppnmm, en þeir eiga þó enn moguleika þrátt fyrir þessi úrslit að komast til Montreal Þeir munu keppa i forkeppnmni sem fram fer i Hamilton i næsta mánuði og verða þar i riðli með Islandi (sjá frétt á siðunnt) gk Knattspyrnuúpslll Þórsarar flengdu KA-menn ÞÓR bar sigur úr býtum í Albertsmótinu svo- nefnda, scm lauk á Akureyri um helgina. Þá lék Þór gegn KA og urrtu úrslitin nokkurt á annan veg en búizt hafrti verirt við. Þórsarar rassskelltu hreinlega leikmenn KA, sem töpuðu leiknum 1:6. Á sunnudaginn á!(u Revnir og Völsungar að leika, en Reynii g.if leikinn þar sem margir leikmanna lirtsins < iga við meirtsli að strírta og einnig vegny þess art Revnismenn væru óánægðir mert dómgæzluna I sírtasta leik liðsins og höfrtu við orrt að þeir tækju ekki framar þátt í álíka skrfpaleik. í leik KA og Þórs var Magnús Jónatansson — sú „gamla“ kempa — einna drýgstur leikmanna Þórs, ásamt Jóni Lárussvni, sem skoraði þrjú mörk I leiknum. Ilin þrjú mörkin gerðu Baldvin Þór Ilreirtarsson, Sigurrtur Lárusson og Óskar Gunnarsson. BELGlA: La Louviere — Charleroi 0:0 Lierse — Standard Liege 0:0 FC Malinois — Beringen 2:2 Molenheck — FC Brugge 5:3 Beerschot — Lokeren 1:1 FC Liegois — Antwerpen 6:2 Beveren—Ostende 1:1 CS Brugge — Anderlecht 0:2 Waregem — Raclng IVlalines 2:2 IIOLLAND: NAC — FCTwente 1:0 Telstar — Eindhoven 0:2 Ajax — IVIVV 2:0 Sparta — NEC 2:1 Excelsior — Go Ahead Eagles 0:5 FC Haag — Feyenoord 1:8 RodaJC — FC Amsterdam 2:1 PSV — FC lltrecht 3:0 DeGrafschap AZ 67 2:3 PSV er enn með forvstuna í hollenzku 1. deildinni. en eftir stórsigur Feyenoord um helgina er markamunurinn á PSV og Feyenoord ekki eins mikill og áður. Bæði liðin eru með 48 stig, en markatala PSV er 82:25 gegn 76:36 hjá Feyeenoord. ITALÍA: Ascoli — Bologna 0:0 Cagliari — Florentina 2:1 Cesena — Como 2:0 InterMilan—Roma 2:0 Juventus — Sampdoria 2:0 Lazio — AC Milan 4:0 Napoli — Perugia 4:0 Verona — Torino 0:0 V-ÞVZKALAND: Borussia Mönchengldahach — Bayern Urdingen 6:1 MSV Duishurg — Herta Berlin 2:1 Rot-Weiss Essen — Bayern Miinchen 3:3 Hamhorg SV — Eintracht Braunsweig 4:0 Hannover 96 — Werder Bremen 0:0 FC Kaiserlautern — Karlsruher 3:1 VFL Bochum —Eintracht Frankfurt 5:3 I leik Bayern Munchen og Rot Weiss Essen skoraði Gerd Miiller tvívegis og Beckenhauer sá um þriðja markið með glæsimark imeð skoti af 20 metra færi. Bayern Miinchen sem annað kvöld leikur gegn St. Etienne í úrslitum Evrópukeppni meistarahafa mátti þó hafa sig alla við til að ná jafnteflinu og fannst niörgum sem liðið lóki þennan leik aðeins á halfum hraða til að forðast meiðsli. Rot Weiss Essen kornst yfir 2:0 með mörkum Burgs- miiller og sfðan 3:1 eftir að sama liðið hafði skorað úr vftaspyrnu, sem dæmd var er brotið var á sama manni. A-ÞVZKALAND: Dynamo Berlín — Lokomotiv Leipzig 6:0 FC Magdburg — Karl Marx Stadt 1:0 Chemie Leipzig — Hallescher FC Chemie 2:2 Vorwárts Frankfurt — Wismut Awe 1:0 Energie Cottbus — Stahl Riese 0:3 Sachsenring Zwickau — Rot Weiss Erfurt 2:0 Dynamo Dresden — Carl Zeiss Jena 4:0 Með sigri sfnum um helgina tryggði Dynamo Dresden sér meistaratitilinn í þriðja skipti. t leik sfnum á laugardaginn sýndi llðið stórkostlega takta og skoruðu þeir Kreische, Miiller og Kotte mörk liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.